Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 E 7 netið leikir raywiTií'17 SíNinfendf iife m rxn V U jr i y [ ^4:. J AHMV MliNT" JZI - :j'. ‘ ~ jisl i _ 1 ^ \ NINTtNDO' ísl kotgröl ÍU ni IHI SDOgaf nýlega út nýjustuvið- bótina í pilendurtaka að sér hlutverk Sarge, liðþjálfa íhergrænu plasthermann- anriai Hlutverk hans-er að fara einn og drepa hvern einasta brúna hermann sem til er og sprengja öll húsin þeirra. Söguþráöurinn er sem sagt frekar einfaldur en í lagi fyrir Game Boy- leik. Borð leiksins eru fleiri en tuttugu og öll afar stór á Game Boy- mælikvarða. Á undan hverju borði berst Sarge útvarpssending með skipunum sem eru oftast einhvað á þessa leið: Skjóttu á allt sem þú hittirogsprengdujeppann sem er að koma yfir brúna. Einfalt en skil- virkt. Einniger hægt að stela bílum og skriðdrekum en í fyrstu tólf borðun- um eru aöeins tveir jeppar og eftir þaö fer þeim að fjölga. Ekki er stærstu og best heppnuö- ustu seríu sína, Army Men, semljallarum plasthermenn í stríöi . Leikurinn erfyrir Nintendo Game Boy. ÍINGVI MATTHÍAS ÁRNASON ingvipenguin@ice.is] hægt að fara inn f neitt hús en það er hægt að sprengja þau svo það er alltí lagi. Grafíkin er stööluð Game Boy- grafík og breytist því lítið á milli borða. Sprengingarí leiknum eru varla þekkjanlegar sem sprenging- ar þvf þær breytast ekkert, það kemur bara lítill elddepill og hverfur svoeftirsmástund. Hljóðiö er án vafa eitthvað það flottasta sem heyrst hefurf Game Boy-leik; tónlistin ertaktfastur trommutaktur sem ætti vel við hvaða hernaðarleik sem er. Tal er ótrúlega skýrt og mikil vinna hefur greinilega farið í það vegna þess að fáum hefurtekist að búa til al- mennilegt tal í svona leik hingað til. 3DO hefurtekist ágætlega upp og búiö til Game Boy-leik sem er vel þess virði að kauþa. Með eldvörpu í hendi Þá hefur 3DO gefið út nýjan stríðsleik f þrívídd fýrir Nintendo 64. Leikurinn heitir Army men: Sarge’s Heroes og er byggður á samnefndum PC leik. Hugmyndin bak við leikinn erör- lítið flókiri. Grænir og brúnir tindát- areru enn að í stríði sínu um heimsyfirráð ogspilendurtaka að sér að stjórna þeim grænu, barátt- an er háð í heimi venjulegra manna og standa því vopn eins og stækk- unargler eða skæri spilendum til boða. Leikurinn er í þrívídd og útsýnið í þriöju persónu. Spilendursjá sem sagt aftan á grænan hermann og sjá meira en hann myndi sjá sjálfur. Vopn leiksins eru afarfjölbreytt, á meðal þeirra eru jafnvel eldvörpur og sprengjuvörpur sem valda sprengingum á stærð við eld- spýtnabruna. Tindátarnir bráðna auðveldlega enda eru þeir úr plasti svo eldvarpan er líklega besta vopniðf leiknum. Borð leiksins eru flest frekar stór og hvert þeirra inniheldur ákveðið verkefni. ífýrstu borðunum þarf spilandinn að bjarga vinum sínum frá óvinabúðum brúnu tindátanna en síðarverða borðin stærri og flóknari. Restborðin líta mjögvel út og útsýni spilandans nær afar langt. Grafík leiksins er mjögflott, tindátamir hreyfa sig alveg eins og maður hélt að menn úr plasti myndu gera og boröin eru afar vel hönnuðogflott. Myndavél leiksins er frekar léleg en þegar búið er að venjast henni er hún svo sem í lagi. Fjórirgeta spilað leikinn í einu í svokölluðu „deathmatch”. Skiptist skjárinn þá í fjóra hluta en þá er nær ógjörningur að hitta hvor ann- an sökum lélegrar myndavélar. Hljóð leiksins er nokkuð flott og á vel við hann. Auðvelt er að segja til um hversu nálæguróvinurereft- ir hljóöinu, eitthvað sem fáir leikir geta státað af. Tónlistin er rólegt „ambient" væl. Army Men er ágætis barnaleikur, en óvíst hvort hann höfði til eldri aldurshópa vegna þess hversu mikil vinnaferíaðnátökum áhon- um. Ágætistilraun frá 3DO með frábærri hugmynd sem varö ekki jafngóö í framkvæmd. [ Ingvi Matthías Ámason Margra klukkutíma slagsmál Söguþráður leiksins er dæmigerður fyrir Jackie Chan; hann erverka- maður í verksmiðju afa síns og er í mat einn daginn þegar hann sér aö hópurgrímuklæddra manna hefur rænt afanum og eru að sleppa með hann. Upphefjast þá margra klukkutíma slagsmál þar sem Jackie Chan lemur fleiri menn en Sylvester Stallone gerði nokkru sinni. í raun á þessi saga við um nær hverja einustu mynd Jackies enda er mikilvægi fjöl- skyldunnar mun meira í Asíu en í Evrópu. Borö leiksins eru fimmtán allt í allt. Hvert borð skiptist svo niður í nokkur minni verkefni þar sem Jackie þarf oft að flýja frá bílum sem reyna að keyra á hann, klifra upþ á hús, hoppa á milli húsa og margt slíkt sem hann er frægur fyrir að gera í raun og veru en hann leikuröll sín áhættuatriði sjálfurf myndunum. Midway gaf nýlega út nýjasta afrek Radical Ent- ertainment. Leikurinn fjall- ar um átrúnaðargoð allrar Asíu, Jackie Chan, og heitir eftir honum eóa: Jackie Chan: Stuntmaster. Leikurinn^er^siags- málaleikurí þrívídd og er fýrir Playstation tölvuna. Minniskort þarf til að hægt sé að Ijúka við leikinn. Stjórn leiksins er frekar hægvirk en kemur þó sínu til skila og ekkert sem dregur leikinn niður. Afar þægilegt er að stýra Jackie í hopp- um og í slagsmálum en allar beygjur eru eins og neðansjávar. Grafík leiksins er mjögflott, hreyfingareru byggðar á „Motion Capture" tækni sem bygg- ist á því að öflugtölva færirfínni atriði hreyf- inga yfir á tölvu frá alvöru myndbandi. Öll and- lit eru mjög vel gerð þó myndavél leiksins sé sjaldan það nærri að þau sjáist. Lýsing borð- anna er mjögflott og sömuleiðis allar Kung Fu-hreyfingarnar. Grafík leiksins hefur þó lítiö breyst frá því að leikurinn átti að koma út fyrir um tveim árum en Midway ákvað aöeins ný- lega að rétt væri að gefa út leikinn eftir allt saman. Hljóð leiksins er mjög flott og Jackie sér sjálfur um að lesa inn á karakter sinn. Ef spil- endur stoppa í smá tíma segir hann oft eitt- hvað sem aðdáendur eiga eftir að kannast við úrfyndnum atriðum f myndum hans. Tón- list leiksins er þægileg austurlensk teknó blanda sem á fullkomlega við andrúmsloft leiksins bestu einkunn fyrir hjóð. Jackie Chan: Stuntmaster er frábær slags- málaleikur þar sem flestir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Ólíkt flestum leikjum af sömu gerö mun Jackie Chan vafalaust end- astmjöglengi þarsem spilendurgeta ekki mögulega fundið allt sem leikurinn hefur upp á að bjóða í fyrstu tilraun. Greinarhöfundur á í það minnsta ekki í neinum erfiðleikum með að ráðleggja hverjum sem er að fara og prófa, ekki skemmir þó fyrirefviðkomandi ermikill aðdáandi Jackies Chans. Oltið á miklum hraða Rally Masters er hægt að velja um þrjátíu bílstjóra, þá færustu í heimin- um. Fjörutíu ogfimm brautireru alls í leiknum sem flestareru nákvæm- lega eins og í raunveruleikanum. Sautján bílar standa kepþendum til boða, allir mikið breyttir rallí- eða kapp- akstursbílar. Leikurinn er byggður á keppn- inni „Race of Champions" sem haldin erí lok hvers rallí-keppnistímabils og er hagaö þannig að tveir bestu ökumennirnir keppa hlið við hlið á nákvæmlega eins bílum. Brautinni er skipt í tvo helminga og bílstjór- arnirskipta á helmingum í hverjum hring svo keppnin sé sem jöfnust. Stjórn leiksins erörlítið ábótavant. í fyrstu er afar erfitt að átta sig á því hvernig allt virkar og handbremsan virðist ekki gera neitt gagn. Með tímanum tekst spil- endum að komast nokkra hringi á sömu braut án þess að velta en það er afrek í þessum leik, bílarnir haga sér illa á mikl- um hraða og þarsem þeireru ofurnæmir fyrirminnsta þikki á lyklaborðinu erspil- endum eindregiö ráðlagt að spila leikinn með stýri. Grafík leiksins er mjög góð og mikil vinna hefur verið lögð í smáatriði, fólk, runnar og ýmiss konar skilti og drasl eru þó aðeins í furðulegri tvívídd en það sést ekki nema spilendur séu að fara mjög hægt svo það skiptir I raun engu máli. Þegar bíllinn veltur brotnar allt og rúðurnarfalla inn á mjög raunverulegan máta, stór plús þar. Allt umhverfi brautanna er afarflott þó engin hreyfing sé á því, skýin hreyfast ekki og sjórinn er alveg kyrr þó hann sé vel teikn- aður. Leikurinn hægir nær aldrei á sér þó ekki hafi veriö kannað hvernig hann keyrði í tölvu undir 300 MHz. Tónlist leiksins er spennu-teknó blanda sem á ágætlega við þó skemmtileg sé hún ekki. Hljóðin íbílunum eru öll eins en ágæt- lega gerð og raunveruleg. Rally Masters er fín afþreying, leikur sem enginn rallíaðdáandi ætti að missa af og flestir ættu að prófa almennt. Hann nær þó ekki aö slá út Colin McRae en það verður líka erfitt. Rallííejkir hafa lengi ver- iðeittvínsælasta at- brigói kappakstursleikja. Nýtt fyrirtæki hefur nú gefið út leik að nafni Michelin Rally Mast- ers en leikurinn mun keppa við Colin McRae Rally sem besti rallíleikurinn fyrir PC- tölvur. Leikurinn barfnast minnst233 MnZPent- ium örgjörva, fjögurra hraða geisladrifs, þrívíddarkorts og 32 MB vinnsluminnis. Ráðleggt er þó aö keyfa leikinn á vél sem er nokkuð hraöarí þessu. Ingvi Matthías Ámason } Ingvi Matthías Ámason j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.