Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 10
10 E MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ netið Matt Damon Ijær aðalsöguhetju TITANA.E. röddsína, sem fjallarum leitjarðarbúa aðnýjum íverustað. Við gerö myndarinnar TITAN A.E var starfræn tækni höfð í hávegum. Teknísk teiknimynd ölvulyrirtækið Cisco, www.cisco.com, og kvikmynda- framleiðandinn Twentieth Cent- ury Fox, www.fox.com, tóku höndum saman erteiknimyndin varflutt með stafrænum hætti yfir Netið, frá höfuöstöðvum kvikmyndafyrirtækisins T Los Angeles til Atlanta, þar sem hún var sýnd á verslunarsýningu Supercomm, en þarfengu áhorfendur að sjá fyrstu stafrænu kvikmynda- sýninguna í sögunni.Ýtrustu varkárni vargætt við flutning myndarinnar, sem fram fór í upphafi mánaðarins, en notaðurvartækjabúnaðurfrá Cisco; meðal annars búnaður sem beindi um- ferðinni á allt að 40 megabitum á sekúndu yfir Kvikmyndir eru ekki lengurteknarupp á filmureinvöröungu. Þaö á viö _um tölvu- myndinanTANA.E, sem byggist á staf- rænm tækni og varflutt í heild sinni yfir Netiö milli ríkja í Bandaríkjunum. háhraðanet og öryggisbúnaður sem hafði yfir að ráða eldveggog vélbúnaði með þrefaldri DES- dulritun. Flutningurinn gekk vel og voru for- svarsmenn fýrirtækjanna ánægðir meö hvernig til tókst. Sögðu þeir að tæknin væri til staðartil þess að búa til fleiri stafrænar myndir ogjafn- framt að Netið væri góður vettvangur til þess að senda myndir ríkja á milli. Geimverur leggja jörðina í eyði Söguþráöur kvikmyndarinnarTITAN, http;// www.afterearth.com/home.html, ergamal- kunnur; gerist í framtíðinni, í kjölfar þess að geimverur hafa eyttjörðinni. Ungurmaður, Cale, kemst yfir kort sem á að leiða hann að geim- skipinu Titan, en þarbúa þeirsem lifðu af ham- farirnar á jörðinni. Jafnframt hefur kortið að geyma uppiýsingaryfir nýjan dvalarstaðjarö- arbúa. Sá galli er á gjöf Njarðar að geimverunum er ekkert um það gefið að Cale haldi í þessa för og vilja hann feigan. Kvikmyndin TITAN var frumsýnd í Bandaríkjunum 16. júní ogvar lítttil hennar sparað. Er myndin sögð fulltrúi nýrrar kynslóðarteikni/tölvumynda en tyrirtækið beitti stafrænni tækni sem ekki er sögð hafa sést fyrr. Framleiöendur Fox hafa fengið fræga leikara til þess að Ijá persónum myndarinnar rödd sína, en Matt Damon Ijær Cale rödd sína, en aðrir leikarar sem koma viö sögu eru: Drew Barry- more, Bill Pullman, Nathan Lane og John Legu- izamo. TITAN verðurfrumsýnd hérá landi um miðjan september. Fékk flugu í höfuðið Búið er að opna vef, flugur.is, sem er sérstaklega ætlaður áhugafólki um fluguveiði. Á vefn- um er þegar aö finna nærri 100 pistla um veiðiskap og annað efni ertengist íþróttinni. Megnið af efni vefjarins er opiö, en nokkr- ar ítargreinar og annað slíkt fæst sent beint í tölvunotenda er gegn vægri greiðslu. Áhugasamirgeta skráð sigí netklúbb. Meðal hlunninda er að þeir fá sent LIÐ-A-MÓT ÍKHJU Miklu sterkara fyrir liða- mótin og líka miklu ódýrara APÓTEKIN tvær, en það var ekki fyrr en í vet- ur sem ég fékk þá hugmynd að búa til vef þar sem þetta efni yrði uppistaöan. Það sem máli skipti var að ég átti allt grunnefni og því ekki erfitt að uppfæra það, skrifa upp á nýtt og laga að gagnvirkum vef. “ Hann segir kostnaöinn við upp- setningu vefjarins nema einu bíl- verði og segir spennandi að sjá hver viðbrögðin veröa. Hann nefn- ir aö fluguveiðimenn, sem séu í allt nálægt 20 þúsund, muni ugg- laust nýta sér þaö sem vefurinn hefurfram að færa. „Hugsun mín er sú að þetta sé lifandi miðill, gagnvirkur, og auðvelt sé fyrir notanda að snlða hann að þörf- um sínum. Þess vegna eru ólík þjónustustig fyrir notendur. Þetta er einmitt sú hugsun sem ég held að muni færast í vöxt með vefinn: aö hann sé markvisst notaöur fyr- ir þarfasniöna þjónustu, og þjón- ustustig geti verið breytilegt eftir óskum notenda hverju sinni." Morgunblaðiö /Amaldur Stefán Jón Hafstein segirað vefurinn eigi að vera lifandi oggagnvirkur. fréttabréf vikulega í tölvupósti, sérstök tilboð og njóta ráðgjafar- þjónustu eftir því sem föng eru á. Áskrift að fréttablaöinu kostar 99 kr. á viku og er annað innifalið. Þá verða flugurtil sölu á vefn- um sem og upplýsingar um mat- seld svo dæmi séu tekin. Stefán Jón Hafstein, sem er ritstjóri vefj- arins, segir það aö mörgu leyti spennandi að sjá hvernig tekst til því hann telji sig vera að ryðja nýja braut og búa til gangvirkan fjölmiðil sem sé sniðinn fyrir sér- valinn hóp. Um ástæöur jóess að hann hóf að búa til vef sem þenn- an segir Stefán Jón að hann heföi um árabil skrifað pistla í dagblöö og haldið fyrirlestra um fluguveiði og sífellt fengið fyrir- spurnir um hvort ekki væri hægt að birta þetta efni á einum stað. „Ég hugaði að gefa þetta út á bók, sem þá hefðu líklega oröið Allir heillast af Nettengd Blátönninni PlayStation Fjarskiptafyrirtæklð Motorola hefur í samvinnu vlð tölvufyrirtækin IBM og Toshiba unnið að þróun þráðlausar samskiptatækni sem nefnist Blátönn (Bluetooth), sem er heyrnartól sem getur tengst farsíma, lófatötvum og stærri tölvum með útvarps- tækni og gerir kleift að flytja bæði gögn og rödd. Útvarpsbylgjurnar eru á 2,4 GHz-tíðnisviðínu, en búnaðurinn leitar uppi hrelna rás innan sviðsins og stillir sig eftir því sem truflanir krefjast. Flutn- ingsgeta er talsvert meiri en innrauðra tenginga og er sem stendur áætluð um 720 Kbitar á sek- úndu. Fulltrúar Motorola segja að þróunin felist ekki síst í því að búa tii tækni sem hægt verði að nota við tölvur og jaðartæki, eins og prentara. Er þessi búnaður sagður tilbúinn á markað í upphafi næsta árs. Þá hefur fyrirtækið unnið að gerð Blá- tannar-búnaðar, sem gefur ökumönnum færi á að flytja símtöl milli farsíma og bílasíma. Sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson og fleiri fjarskiptafyr- irtæki hafa þegar kynnt sína útgáfu af Blátönn, sem er nefnt eftir Haraldi blátönn Danakonungi. Sony-Tyrirtækið hefur kynnt til leiks nýja útgáfu af 32-bita PlayStation-vélinni. Fjölmargar breytingar hafa veriö geröar á vélinni, sem er nokkkurs konar fartölva og fer í sölu í Bandaríkjunum og Evrópu t haust. Má nefna að hægt er að tengja vélina við Netið oggefur notendum færi á að hlaða viðbót- um og skiptast á upplýsingum við aðra notendur. Þá er hægt að tengja hana við 12 volta kerfi bíla. Forsvarsmenn Sony gera sérvonirum að vélin fái jafn góðar við- tökur og fyrri útgáfa af vélinni, sem hefur selstTum 70 milljón- um eintaka frá því að hún kom fyrst á markað. Áhorfendur velja söguþráðinn Gagnvirkni virðist lykilorðið hvort sem það er í sjón- varpi eða kvikmyndum. Nú hafa framleiðendur kvik- myndarinnar „Running Time“ ákveðið að gefa áhorfendum tækifæri til að ákvarða örlög söguhetj- anna í myndinni og sögu- þráð myndarinnar. Þegar hafa verið sýndir fjórir hlut- ar úr myndínni, sem er á slóðinni www.itsyourmov- ie.com, en sá fimmti er væntanlegur. Hefur síðan fengið yfir 1,5 milljónir heimsókna. Kænumálin ganga á víxl hjá Napsten Þaö er engin lognmolla T kringum Napster, sem fram- leiðir forrit sem leitar af tónlist sem er ókeypis á Netinu, og kærumálin ganga á víxl. Nú hefur söngkonan Madonna hótað Napster öllu illu því lag, sem heitir „Mus- ic“, sem hún hugðist gefa út í haust er komið á Netiö og hægt að finna meö Napster- forritinu. Þá hefur Napster íhugað að höfða mál gegn hljómsveitinni Offspring, sem hefur selt Napster- vörur á heimasíðunni sinni. Vill fyrirtækiö vernda sitt vörumerki og segir að að öðrum kosti muni fleiri feta í fótspor Offspring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.