Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 4
4 D FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Aðalsteinsson Parlez vous Holly- woodaise? HÚN skekst víðarjörðin en á suðurlandinu. Skjálftamaslarí Hollywood kipptust við þegar fréttir bárust af væntanlegum kaupum franska fjölmiölafyrir- tækisins Vivendi á Universai. Sumir segja að skjálftinn hafi verið svo stóraö Hollywood hafi tekið við af Látrabjargi sem vestasti hluti Evrópu. Þykir þeim sem völdin séu að færast óþarftega mikið úrhöndum „innfæddra". Hollywood hefur áöur lent í klónum á út- lendingum. Fyrstfyrir tíu árum þegar jap- anska risafyrirtækið Matasush- ita keypti Universal. Næst keypti franski bankinn Credit Lyonnais stóran hlut í MGM og árið 1994 keypti Sony Colum- bia. Þessartilraunirutan- aðkomandi aðila til að kaupa sig inní draumaverksmiðjuna hafa oftar en ekki endað meö táraflóöi. Eigendur Matasush- ita höfðu engan skilning á kvik- myndaframleióslu og drógu sig í hlé. Þegar Giancarlo Parretti varoröinn framkvæmdastjóri MGM (fyrir hönd Lyonnais) til- kynnti hann að hans aöalstarf yrði að „negla stelpurnar". Og þó Sony eigi ennþá Columbia, þá byrjaöi ævintýrið ekki vel. Fyrsta framleiðsluáætlunin, sem var lögð fyrir Sony, gerði ráð fyrir framleiðslu á 20 mynd- um næsta árið og aö líklega myndi græðast fé á 10 þeirra en tap veröa á 10. Nýju eigend- urnir báðu framleiöslustjórana vinsamlegast um að framleiða ekki þær 10 myndir sem tap yrði á! Þessar sögur eru teknar sem dæmi um getuleysi útlendinga í Hollywood (allra nema Parrettis væntanlega). Staöreyndin ersú að það þarf ekki útlendingatil þess að klúðra málum hér. Nú- verandi eigendur Universal, Seagram (þekktastir fyrir brennivínið sitt), voru að renna á rassinn þegar The Mummy sló loks í gegn og bjargaöi þeim. 90% af framkvæmda- stjórum eru í bransanum til að „negla stelpurnar" (restin er sennilega á eftir strákunum), en eru bara ekki nóguhrein- skilnirtil að viöurkenna það. Þá má ekki gleyma því að margar af skærustu stjörnum og hæfi- leikaríkustu listamönnum Holly- wood hafa komið frá Evrópu. Síðast en ekki síst, þá kemur stór hluti af þeim peningum, sem Hollywood-myndireru geröarfyrir, frá Spáni, Frakk- landi og Þýskalandi. í miðjum skjálftahrinunum fengu kvikmyndagerðarmenn í Hollywood staöfestingu á því aö framleiösla þeirra hefur hvergi nærri glatað jötungripi sínu á áhorfendum. Sömu helgina og Gone in 60 Seconds, þar sem Nicoias Cage stelur bílum í bunkavís, varfrumsýnd í Los Angelesjuk- ust bílaþjófnaðir í borginni um 55%! Gone... ereins amerísk og kvikmynd getur orðiö og sannar með óyggjandi hætti að Banda- ríkjamenn þurfa enga utan- aökomandi hjálp við að láta stela bílunum sínum. Mynd Woody Allens, Lævís og lipur, er næsta mynd BÍÓBLAÐSDAGA Sean Penn er með virtustu leikurum samtímans og fer á kostum í hlutverki djassarans Emmets Ray. Þykir vel að Óskarstilnefningunni kominn. Samantha Morton leikur daufdumba vinkonu tónlistarmannsins Emmets Ray [Sean Penrí) - og hlaut Óskarstilnefningu fyrir. mm Á meöan starfsbræöur hans missa unn- vörpum flugið eöa heltast úr lestinni, held- ur Woody Allen sínu striki og kemur meö hverja gæöamyndina eftir aöra. Sæbjörn Valdimarsson gaf síöasta áratug þessa einstæöa kvikmyndageröarmanns og háöfugls auga, en ein nýjasta mynd hans, Lipur og lævís - Sweet and Lowdown, er næsta mynd BÍÓBLAÐSDAGA. WOODY Allen er ekki á þeim bux- unum að hægja á ferðinni þó tán- ingsárin séu að baki, hann orðinn hálfsjötugur. Það er ekki hár aldur ef menn eru emir og virkir og Allen hefur sjaldan verið jafn eldfjörugur og einmitt nú. Lævís og lipur - Sweet and Lowdown, sem var frumsýnd í fyrrahaust vestan hafs en verið er að taka í hús víða um lönd þessar vikurnar, er 33. mynd hans sem leikstjóri, sú fertugasta sem hann skrifar og þá hefur hann leikið, bæði stór hlutverk og smá, í einum 48 myndum. Þetta er mikið afrek, ekki síst þegar haft er í huga að Al- len var ekki kominn í gang fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn. Ekki nóg með það. Síðasti áratugurinn hefur verið sá frjósamasti og það sem mest er um vert: Allen hefur ekki stigið feilspor frá Shadows and FogC 92). Margir voru þeirrar skoðunar að handritshöfundunnn/leikstjórinn væri farinn að glata hæfíleikunum þegar Alice kom fram á sjónarsviðið 1990. Síðasta gæðamyndakafla hafði lokið 1986, með Hönnu og systrum hennar, síðan komu fjórar myndir í röð í slakari kantinum; September (’87), Radio Days (’87), Another Woman (’88), og að lokum skásti kaflinn í New York Stories (’89), annars mislukkaðri mynd þriggja leikstjóra. Þá vildu margir afskrifa þennan bráðfyndna og beitta háð- fugl. Allen var á öðru máli og kom með Crimes & Misdemeanors (’89). Myndin er meðal hans bestu, vann til fjölda verðlauna, einkum leikur Al- ans Alda og Martins Landau. Sjálfur var Allen tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir leikstjórn og handrit. Aftur tók okkar maður dýfu, ólög- in þrjú í röð, líkt og við Islands- strendur. Fyrrgreind Alice (’90) stóð ekki undir væntingum eftir C & M, þó hún teljist alls ekki í hópi slökustu mynda Allens. Husbands and Wives (’92) er á svipuðu róli, en Shadows and Fog (’92) er mislukkuð tilrauna- starfsemi. Upp reis Allen úr meðalmennsk- unni með Manhattan Murder Myst- ery (’93) og ennfrekar Bullets Over Broadway ári síðar. Þar rís Allen enn og aftur í hæðir sem bráðsnjall og meinfyndinn handritshöfundur. Endurtók leikinn ári síðar með Mighty Aphrodite. í báðum mynd- unum nýtur hann aðstoðar fram- úrskarandi gamanleikara sem ekki hafði verið mulið undir til þessa. Jennifer Tilly og Mira Sorvino þökk- uðu fyrir tækifærið með stórleik sem færði þeim frægð og frama og fjölda verðlauna og tilnefninga. Sorvino fékk m.a. Oskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki. 1996 kom Allen flestum aðdáenda sinna hressilega á óvart er hann sendi frá sér fyrstu söngvamyndina, Everyone Says I Love You. Slapp frá því. Áhorfendur fengu m.a. að heyra leikstjórann þenja raddbönd- in, upplifun sem var svosem ekkert sérstaklega eftirsóknarverð og vafa- mál hvort hann leggur slíkt fyrir sig aftur. Þau leystu hinsvegar sönga- triðin vonum framar, Edward Nort- on, Julia Roberts, Alan Alda, Drew Barrymore og Goldie Hawn. Eftir þetta skemmtilega hliðar- skref var komið að Deconstructing Harry (’97), þar sem gamli, góði All- en berar allar sínar skoðanir og þankagang á sinn undarlega en heið- virða hátt. Dregur ekkert undan og einhverjir hneykslast. Aðalpersónan er vinsæll rithöfundur í krísu. Búinn að fá allt og alla upp á móti sér: fyrr- verandi eiginkonur, viðhöld, fjöl- skyldu og frændgarð. Þá blanda sér persónur nýjustu bókarinnar í at- burðarásina. Sumar óhóflega gagn- rýnar og ekki til að auðvelda hið flókna líf og sálarstríð Harrys. Sjálf- ur var Ailen að raða saman brotum úr eigin lífí á þessum tíma en nokkr- ar myndir hans bera með sér sterk sjálfsævisöguleg einkenni. Decon- structing Harry er frekar vanmetin og tvímælalaust með hans bestu verkum. Skammt er stóira högga á milli. 1998 kemur Celebrity fram á sjónar- sviðið, þar sem leikstjórínn skoðar eigið líf á sinn persónulega, kald- hæðna hátt. Kenneth Brannagh leik- ur blaðamann, eilíflega á höttum eft- ir molunum sem falla af borðum fallega og fræga fólksins. Sem er í sókn, meðan hann hjakkar sjálfur í sama farinu. Brannagh má teljast viðunandi Allen en Leonardo Di Caprio hirðir leiklistarverðlaunin, enda að leika sjálfan sig (ofdekraða, dómgreindarsljóa stórstjörnu). Þá er röðin komin að Lipur og lævís, sem fékk góða dóma í Banda- ríkjunum, þar sem hún var frum- sýnd á haustmánuðum, en er að skjóta upp kollinum þessa dagana í Evrópulöndum og víðar. Allen fjallar um óvenjulegt lífshlaup djassgítar- leikarans Emmet Ray (Sean Penn), útistöður hans við konur, glæpa- menn, músíkanta og eigin brautar- gengi á líflegum og djössuðum fjórða áratug 20. aldar. Emmet er ekki raunveruleg persóna en miklar sög- ur fara af stórleik gæðaleikarans Sean Penns í hlutverkinu. Sem hann túlkar af slíkri snilli og trúverðug- leika að menn hafa á tilfinningunni að Emmet hafí verið stór kafli í sögu sveiflunnar á fyrri hluta aldarinnar. Penn var tilnefndur til Óskarsverð- launanna í vetur en varð að láta í minni pokann fyri Kevin Spacey. Samantha Morton var einnig til- nefnd til Óskars fyrir frammistöðu sína sem daufdumb lagskona djass- leikarans í þessu forvitnilega verki. En þetta er ár Engilfríðar Jónsdótt- ur, einsog flestir muna. Fjölmargar forvitnilegar persón- ur koma við sögu einsog jafnan í All- en-myndum. Eitt af aðalsmerkjum hans er einstaklega vel heppnað leik- araval og AJlen í þeirri yfirburðast- öðu að allir slást um að fá þó ekki sé annað en að bregða íýrir í myndum hans. Kauplausir, eða svo gott sem. Lipour oglævís engin undantekning. Fyrir utan Penn og Morton er hún mönnuð úrvalsleikurum. Anthony La Paglia (sem er alltof sjaldséður), Uma Thuman og furðufuglinn og leikstjórinn John Waters (CryBaby, Hairspray, Female Trouble, o.s.frv.) eru í hópnum sem kemur við sögu. Ekki má gleyma að tónlist djass- goðsagnarinnar Django Reinhardts er í stóru hlutverki. Henni og per- sónunni fléttað ríkulega inní líf hins uppdiktaða Emmets. Django var stómenni í djass- heiminum, margir halda því fram að þessi rúmenski sígauni hafi verið áhrifaríkasti djassgítarieikari sög- unnar. Forvitnilegt verður að sjá hvemig fléttan skilar sér, því líkt og flestir vita, er djassinn önnur ástríða Allens á eftir kvikmyndagerðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.