Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 3
2 E FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 E 3 DAGLEGT LIF wmmmmmmmmmmmmmmmammM wmmmmmmmi wmmmm Leikfi fyrir lundina I líkamsrækt er nú lögð áhersla á ræktun hugar til jafns við líkama. Inga Rún Sigurðardóttir komst að því að pilates og jóga eru í uppsveiflu. Þróunin helst í hendur við auknar kröfur almennings um að líkamsrækt eigi ekki einungis að vera púl, sviti og tár heldur eigi hún umfram allt að vera skemmtileg. Presslink Þolfimiæðið sem hófst á nfunda áratuginum er í rénum. Tímatöflur líkamsræktarstöðva vitna um sívaxandi fjölda tíma sem leggja jafn mikla áherslu á ræktun hugar sem og líkama. MÁLTAKIÐ heilbrigð sál í hraust- um líkama hefur sjaldan átt jafn vel við um líkamsrækt og núna. Þolfimi- æðið sem hófst á níunda áratuginum er í rénum. Tímatöflur líkamsrækt- arstöðva vitna um sívaxandi fjölda tíma sem leggja jafn mikla áherslu á ræktun hugar sem líkama. Jóga er í uppsveiflu og hægt er að læra ýmis afbrigði. Hefðbundið jóga er vinsælt ásamt jógaleikfimi og einnig ashtanga sem er sérstakt kraft-jóga. Þessi þróun helst í hendur við auknar kröfur almennings um að líkamsrækt eigi ekki einungis að vera púl, sviti og tár heldur eigi hún líka að vera umfram allt skemmtileg. Yngra fólk af tölvu- og sjónvarps- kynslóðinni heldur einbeitningunni yfirleitt ekki eins lengi og þeir sem eldri eru. Ungmennin sækjast eftir fjölbreytni og vilja ekki lifa eftir boð- orðinu um að án sársauka náist eng- inn sjáanlegur árangur. Eldri og reyndari félagar líkamsræktar- stöðva eru einnig famir að þreytast á gömlu þolfimissporunum og palla- púlinu. Taí-bó og sparkbox er nú vin- sæll valkostur fyrir þá sem vilja taka vel á. Gospel-þolfími og karaoke-hjólatímar I Bandaríkjunum, þaðan sem taí-bó er upprunnið, er alltaf eitt- hvað nýtt að koma fram í heimi lík- amsræktarinnar. Einna uppfinn- ingasamastir eru þjálfaramir í Cruneh-líkamsræktarstöðvunum í Los Angeles en þeir leggja mikla áherslu á áhugaverða líkamsrækt. Til að mynda er hægt að sækja þar tíma í gospel-þolfimi en í henni þjálf- ar fólk upp þolið við ljúfan en kraft- mikinn söng gospel-kórs. Annar nýstárlegur tími er„spinn- Margir þakka Jane Fonda fyrir að hafa komist betra form á níunda ára- tuginum Jóga er í uppsveifiu og hægt er að læra ýmis afbrigði. Hefðbundið jóga er vinsælt ásamt jógaleikfimi og einnig ashtanga sem er sérstakt kraft-jóga. ing“-hjólatími þar sem að þátttak- endurnir fá tækifæri til að fara í karaoke. Þjálfararnir í Cmnch fengu hugmyndina eftir að hafa séð hversu gaman fólki fannst að syngja með tónlistinni frá níunda áratugin- um sem spiluð var í hjólatímanum. Þó er ekki ætlast til þess að fólk syngi um leið og það hjólar heldur er tekið hlé frá hjólinu meðan sungið er eitt ABBA-lag eða svo. Eins og áður sagði eru vinsældir jóga stöðugt að aukast. Önnur teg- und líkamsræktar sem einnig er í sókn kallast pilates. Pilates er mjög vinsælt í Bandaríkjunum sem og í Bretlandi en þar hafa vinsældir pilates verið bomar saman við þær sem þolfimin náði á níunda áratugin- um. I Bandaríkjunum jukust vin- Andleg og líkamleg heilsa nátengd Hluti vinsælda bæði pilates og jóga á rætur sínar að rekja til þess að almenningur vill vita hvaða vöðva er verið að þjálfa hverju sinni. Fólk vill ekki taka neina óþarfa áhættu með líkamann og vera viss um að það beri ekki neinn skaða af æf- ingunum. Samt sem áður er þetta eins og annað; mikilvægast er að allar æfingar séu gerðar á réttan hátt undir öruggri leiðsögn kennara. Upphafsmaður pilates-æfinganna var Joseph H. Pilates. Hann fæddist í Þýskalandi árið 1880 og hafði alla tíð mikinn áhuga á líkamsrækt. Sannfæring hans var sú að andleg og líkamleg heilsa væru nátengd. Hann var veikbyggður sem barn og vann markvisst að því að bæta líkamlegt ástand sitt. Joseph tókst það að lok- um og náði hann ágætis árangri m.a. í hnefaleikum. Meðan á fyrri heimsstyijöldinni stóð bjó Joseph í Englandi þar sem hann vann við að hjúkra særðum hermönnum. Hann hannaði sérstök tæki sem voru til þess ætluð að auð- velda slösuðum hermönnum að hreyfa sig. Tækin og æfingarnar sem þarna voru stundaðar lögðu grunninn að æfingakerfi Pilatesar. Joseph opnaði fyrsta æfingasalinn tileinkaðan æfingakerfinu í New York árið 1926. Joseph H. Pilates hannaði yfir 500 sérstakar æfingar sem eru stundað- ar í þar til gerðum tækjum. Hann var ekki fylgjandi þeirri hug- mynd að endurtaka hverja æfíngu oftsinn- is. Joseph fannst mikilvægara að gera færri æfingar en allar byggjast þær upp á nákvæm- um hreyfingum. I æf- ingunum þurfa því hugur og hönd að vinna vel saman. Þrátt fyrir að uppruna- legt jóga sé yfir fimm þúsund ára gamalt er alltaf verið að finna upp nýjar tegundir. Nýj- asta afbrigði jóga sem slegið hefur í gegn er bikram-jóga en það er mjög vinsælt bæði í Bandarikjunum og Bretlandi. Sérstaða þess er einkum sú að æf- ingarnar eru stundaðar í vel upphit- uðum sal. Tilgangurinn er sá að leyfa vöðvum og liðamótum að hitna til að minnka hættu á meiðslum. Eins og með aðrar nýjar og vin- sælar tegundir líkamsræktar stunda margar Hollywoodstjömur bikram- jóga reglulega. Stjörnurnar sem ekki eru hræddar við að svitna eru Raquel Welch, Candice Bergen, Jerry Seinfeld og síðast en ekki síst Madonna. Líkamsrækt er lika fyrir hunda Ekki eru það þó einungis stjörn- urnar sem að þurfa að halda sér í góðu andlegu og líkamlegu formi. Hundarnir þeirra verða líka að vera vel á sig komnir. Heilbrigð mann- eskja sem hugsar vel um heilsuna getur ekki látið sjá sig með feitum og svifaseinum hundi. I Los Angeles spretta líkams- ræktarstöðvar fyrir hunda upp eins og gorkúlur. Fyrir utan það að geta þjálfað sig í sérstökum tækjum fá hundarnir að fara í boltaleik, göngu- ferðir og jafnvel að leika sér á ströndinni. I lok hvers dags er síðan skrifað bréf til „mömmu og pabba“, og þau látin vita hvað hundurinn þeirra gerði þann daginn. Þó að þetta líti e.t.v. út fyrir að vera heldur róttækar aðferðir þá er þetta mun betra heldur en að skilja hundinn eftir í reiðuleysi allan dag- inn. Alveg eins og mannfólkið þarf hreyfingu þurfar hundar á hreyf- ingu að halda til að vera heilbrigðir og hamingjusamir. Eigendurnir eru a.m.k. sammála um það að hundarn- ir séu mun ánægðari en áður. Eftir þolfimivakninguna á níunda áratuginum virðist almenningur meðvitaðari um hve mikilvægt það er að hafa góða heilsu. Setningin „ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur þú ekki heilsu fyrir tím- ann á rnorgun" ber þess vitni. Nú- tíma tækni eins og tölvur, bílar og ýmis framleiðslutæki hafa gert það að verkum að hinn almenni borgari hreyfir sig mun minna í daglegu lífi en áður íyrr. Bókin Betri línur eftir bandaríska íþrótta- og næringarfræðinginn Covert Bailey lítur á líkamsrækt í stærra samhengi og bendir á að það sé erfitt en gefandi að halda líkam- anum í góðri þjálfun. „Ef þú ert að byrja að stunda líkamsþjálfun skaltu ekki reyna að telja þér trú um að það verði auðvelt. Hugsaðu um það eins og hvert annað krefjandi verkefni; eins og að ala upp börn, stunda há- skólanám, klífa fjall. Það verður án efa erfitt en það gefur þér líka mjög mikið.“ Núna er líkamsrækt eitthvað sem fólk verður að ákveða að taka þátt í og flétta inn í daglegt líf sitt. Lík- amsrækt virðist því ekki aðeins snúast um það að losna við nokkur kíló heldur skiptir almenn andleg og líkamleg vellíðan miklu máli. • Heimildir: Sunday Times - Style,Weekend FT, www.pilates-studio.com SKUVOLLUMVIÐÖXARÁ er í haugnum: Samfelld skipulögð dagskrá verður á barna- svæðinu Æskuvöllum á meðan Kristnihátíð fer fram. Þar geta krakkarnir meðal ann- ars tekið þátt í upp- greftri á haugi sem geymir ýmsar leifar. Sveinn Guðjónsson brá sér austur á Þing- velli, rótaði í haugnum og kynnti sér dagskrána sem boðið verður upp á fyrir börnin. Pilates efiir huga og hönd „ÞETTA er ekki leikfimi, þetta er tækni. Rétt lík- amsstaða skiptir öllu máli sem og einbeiting. Pilates snýst um tengingu líkama og sálar,“ segir Liisa S. T. Jóhannsson, en hún hefur kennt pilates á íslandi í sjö ár. Stúdíó hennar stendur við Engjateig 1 þar sem Listdansskóli Islands er til húsa. Ekki ætti það að koma á óvart þegar litið er til þess að pilates hefur alltaf verið vinsælt hjá ballettdönsurum. Því miður verður Lísa ekki mikið lengur í Engjateignum því hún er um það bil að missa húsnæðið. Ballettdansarar eru þó ekki þeir einu sem stunda pilates því að pilates hefur náð mun víðari út- breiðslu. Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir er ein þeirra sem æfir hjá Liisu. „Ég hef verið í leikfimi hér Liisa leiðbeinir hér Sigríði Eyþórsdóttur með æfingarnar „short spinal" (t.v.) og „the pilates-æfingar verða að gerast undir nákvæmri leiðsögn kennara. Morgunblaðið/Jim Smart tree“ (t.h.) en allar og þar í gegnum árin en það < r ekki fyrr en eftir að ég byijaði í pilates að mér finist ég hafa náð virki- legum árangri. Ég er orðin niiklu sterkari og hef meira úthald. Mér finnst ég h tfa yngst,“ segir hún. Guðrún mætir tvisvar í vik , til Liisu og þjálfar undir nákvæmri leiðsögn hen(,ari enda eru þetta einkatímar. „Æfingarnar ver ja ag g-erast undir ná- kvæmri leiðsögn kennara þvíþað er svo mikilvægt að þær séu gerðar rétt,“ segii hún. Liisa tekur undir það að al'eg nóg sé að koma til hennar tvisvar í viku. „Það ei ekki nema eitthvað sé að semer betra að koma þris'ar f viku í upphafi. Ballettdansarar koma einu si mi í viku enda eru þeir í mjög mikilli þjálfun. Þeir kona hingað til að styrkja líkamann í heild sinniþyf ag f dansinum er átakið oft meira öðru megin. >egar San Francisco ballettinn kom hingað þá konu dansararnir til mín til að þjálfa. Þeir þekkja þettj þvf að pilates er mikið notað meðal dansara í Banda íkjunum," segir hún. Með líkamsrsMha í blóðinu Þegar Liisa las grein í bamarísku blaði um pilates varð ekki aftur snúið. „Ég visjj strax að þetta væri eitthvað fyrir mig.“ Liisa er þó aiis ekki ókunnug líkamsrækt, hreyfingu eða dínsi því hún er fyrrum listskautadansari. Hún byrja«i að æfa fimm ára göm- ul í Finnlandi þar sem hún er fædd og uppalin. „Mamma mín var leikfimikcnnari þannig að ég er fædd með líkamsrækt í blóðinu," segir hún. Liisa er ekki aðeins eini pilates-kennarinn á ís- landi heldur er hún sá eini á Norðurlöndunurn sem kennir eftir upprunalegum aðferðum Josephs Pilates. Liisa lærði í New York en hún þarf einnig að fara út á námskeið einu sinni á ári til að halda kennsluréttindunum. „Ég er nýkomin af pilates-ráðstefnu sem haldin var í Chicago fyrr í júní. Þetta er fyrsta ráðstefnan sem haldin er eingöngu um pilates en hún verður haldin árlega héðan í frá. í fjóra daga hlustaði ég á fyrirlestra og gerði æfingar frá sjö á morgnana til hálf átta á kvöldin. Dagskráin var ströng en ég get ekki kennt nema ég viti hvað ég er að gera. Það er mjög mikilvægt að halda sér við,“ segir hún. Liisa hugsar vel um nemendur sína og þegar nýr nemandi bætist í hópinn er hann tekinn í viðtal. „Ég þarf að vita allt um manneskjuna; til dæmis hvort hún taki einhver lyf eða eigi við meiðsli að stríða. Þá fyrst get ég sett saman æfingaplan fyrir nemandann því engir tveir stunda pilates á sama hátt. Kennari og nemandi verða að hafa gott samband sín á milli. Kennslan er krefjandi en ég vil alltaf gefa eins mikið af mér og ég get.“ mmmmm'; mmmmm yíL verður séð fyrir börn- unum á Kristnihátíð á Þingvöllum nú um helgina og að sögn Júlíusar Haf- stein, framkvæmdastjóra kristnihá- tíðarnefndar, var lögð áhersla á að útbúa góða og skemmtilega aðstöðu fýrir þau á meðan hátíðin fer fram. „Svæðið á völlunum austan við Furulundinn er ætlað börnum frá tveggja til tólf ára og er það kallað Æskuvellir," sagði Júlíus og kvaðst viss um að börnin ættu eftir að una sér vel á hátíðinni og eiga þar eftir- minnilega stund. Umsjónarmaður Æskuvalla er Ása Hlín Svavarsdóttir og sagði hún að þar væru fjögur stór tjöld sem hefðu hvert sínu hlutverki að gegna. „í Leikhústjaldinu verða leiksýning- ar og ýmsar uppákomur. í Hjarta- stöðinni verður skapandi starf ætlað börnum á aldrinum tveggja til fimm ára. I Sagnastöðinni verður einnig skapandi starf fyrir böm á aldrinum sex til níu ára og í Orkustöðinni verður skapandi starf ætlað börnum á aldrinum tíu til tólf ára. Þá verður bömunum boðið upp á morguníhug- un og leikfimi báða morgnana að ógleymdum útileikjum af ýmsu tagi og krökkum frá sex ára aldri gefst kostur á að taka þátt í fornleifaupp- greftri á haugi, sem geymir ýmsa muni,“ sagði Asa Hlín. Leiksýningar og skapandi starf Af þeim leiksýningum sem boðið verður upp á má nefna sýningu Stopp-leikhússins á leikritinu „Ósýnilegi vinurinn", sem hentar vel bömum á aldrinum tveggja til sex ára, sýningar Furðuleikhússins á „Frá goðum til guðs“ og „Sköpunar- sögunni" og sýningu leikhússins 10 fingur á „Leifi heppna“. Möguleik- húsið sýnir leikritið „Völuspá", sem fmmsýnt var á Listahátíð fyrir skömmu, Ævintýraleikhúsið sýnir „Gleym-mér-ei og Ljóni Kóngsson" og Sögusvuntan býður upp á leiksýningu fyrir yngstu börnin, „Ert þú mamma mín“. Þá má nefna að í „helgi-horni“ Leikhússtjaldsins verður stór tré- kross og eiga bömin þess kost að festa litla steinvölu eða skeljabrot á hann. Fyrir hátíðarlok verður svo gengið fylktu liði með krossinn að Þingvallakirkju og börnin afhenda hann til varðveislu. Hörður Torfason verður með söngdagskrá fyrir böm og foreldra og Halldóra Geirharðsdóttir mun í hlutverki trúðsins Barböra stjórna brandarakeppni auk þess sem hún mun heimsækja yngstu börnin. Enn fremur verður „tónlistar- og leiklist- arspuni“ undir stjórn Elvu Lilju Gísladóttur og Ólafs Guðmundsson- ar og söngvar með táknmáli úr leiksýningu Draumasmiðjunnar, „Ég sé“. Töframaður sýnir töfra- brögð og hefur sýnikennslu. Þá verður dagskrárliður sem nefnist „Samvera og myndlist", þar sem umræður verða um efni leiksýning- anna og unnin myndverkefni tengd þeim. Það verður því nóg við að vera fyrir bömin á Kristnihátíð. Grafið í haug Við Furalundinn neðan við nýja stíginn frá Öxarárfossi úr Stekkjar- gjá geta krakkarnir tekið þátt í upp- greftri á haugi, sem geymir ýmsar leifar. Að sögn Margrétar Her- manns Auðardóttur fornleifafræð- ings, sem stjórnar uppgreftinum, verða verkfærin eins og þau sem fornleifafræðingar nota og munirnir í haugnum af ýmsum toga. „Það sem er að finna í haugnum vísar einkum til leikfanga barna inn til sveita og við sjávarsíðuna hér á landi allt frá landnámi og fram á öld- ina sem senn er á enda,“ sagði Mar- grét aðspurð um þá hluti sem haug- urinn hefur að geyma. „Leikföng úr náttúru- og dýraríkinu sem höfðuðu til hugmyndaauðgi barna og sem þau notuðu í leikjum sínum til að herma eftir heimi fullorðina með því að koma sér upp býlum með hlutum sem líktu eftir húsdýram og jafnvel viltum dýram innanum, svo sem fuglum og refnum skolla. Dýrabein, skeljar og kuðungar voru notuð sem húsdýr, svo sem kindur og lömb, nautgripir og kálfar, hestar og fol- öld, hundar og hvolpar ásamt til- heyrandi aðgreiningu milli karl- og kvendýra, fullvaxinna dýra og ung- dýra. Morgunblaðið/Golli Margrét Hermanns Auðardóttir mun stjórna iippgreftrinum í haugnum á Æskuvöllum. Meðal þeirra hluta sem finna má eru leikföng sem börn á íslandi hafa leikið sér með allt frá landnámi og fram á okkar daga. Þegar litið er á heimildasafn þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins um leikföng barna miðuðust leikir þeirra í gamla landbúnaðarsamfé- laginu eðlilega við sveitabúskap og þá einnig við sjávarsíðuna, þar sem menn reru til fiskjar. Tilbúin leik- föng úr tré og öðru efni voru auð- vitað einnig til staðar en þó vitum við minna um þau, nema þá einna helst á öldinni sem senn er á enda. Ef við hugsum aftur til þess tíma þegar kristni var lögtekin sem einn siður, ein trú, á Alþingisstaðnum forna á Þingvöllum, þá hafa íslensk börn í gegnum aldimar aðallega leikið sér að legg og skel og öðru því sem auð- velt var að verða sér úti um og sem ýtti undir hugmyndaauðgi þeirra og þroska um leið.“ Margrét sagði enn fremur að í haugnum væri að finna einhverja gripi sem vísa til heiðni, en því fleiri sem vísa til kristni, í tilefni Kristni- hátíðar, auk gripa frá síðustu tímum og annarra leifa sem finnast við forn- leifauppgröft. „í haugnum er einnig að finna muni sem minna okkur á að bæði fyrir og eftir kristnitöku not- uðu menn yfirleitt annan gjaldmiðil en peninga þegar þeir stunduðu verslun og viðskipti sín á milli.“ Margrét sagði að margir hefðu lagt til efni í hauginn og það hefði aldrei tekist að ganga sæmilega frá honum í tíma nema með aðstoð og velvilja þeirra sem bjuggu til, gáfu eða söfnuðu efni í hauginn. „Þar kom gömul og góð íslensk nýtni að góðum noturn," sagði hún, „ekki síst þeirra sem haldið höfðu til haga leggjum og öðram dýrabeinum auk skelja. Hug- myndin að baki uppgreftrinum er sú að allt það sem menn hafa sett mark sitt á og jörðin geymir og við köllum fomleifar getur sagt okkur ýmislegt um það hvemig lífið var hér á landi áður fyrr,“ sagði Margrét Her- manns Auðardóttir fornleifafræð- ingur. En í þessum efnum má ekki segja of mikið og sumir hlutanna, sem grafnir verða úr haugnum, eiga ef- laust eftir að koma á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.