Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 1
■ NÝJAR ÁHERSLUR í LÍKAMSRÆKT/2 ■ RÓTAP I HAUGNUM Á ÞING- VÖLLUM/3 ■ ALÞJÓÐLEG FATAHÖNNUNARSÝNING/4-5 ■ EINMANA- LEIKI í LÍFI UNGMENNA/6-7 ■ BRÁÐAKEISARAAÐGERÐIR/8 ■ Doppótti draumiiririn lifnar við DOPPÓTT föt voru í aðalhlutverki í tískusýningum er- lendra hönnuða fyrir sumarið. Bandaríski hönnuðurinn Ralph Lauren hélt sig við doppur í hefðbundnari kantin- um. Hann sýndi hvít pils með bláum doppum og einnig dökkbláar buxur og toppa með litlum, hvítum doppum. Dolce & Gabbana fóru heldur óhefðbundnari leiðir en doppurnar þeiira voru á stærð við appelsínur. ítalska tískudrottningin Miuccia Prada, sem oftast hefur verið kennd við stílhreina naumhyggju, hefur látið hafa eftir sér að í sumar sé nauðsynlegt að fjárfesta í doppóttum flíkum. Fjórir áratugir eru liðnir síðan að Bandaríkjamaðurinn Brian Hyland sló í gegn með lagið um pinkulítið, gult og doppótt bikiní. „Itsy bitsy teenie weenie yellow polka dot bikini“ náði toppnum árið 1960. í fljótu bragði virðast doppur á fötum ekkert eiga skylt við dansinn polka. Samt sem áður er það svo að á ensku eru doppurnar kenndar við polka. Ástæðan tengist vin- sældum dansins í Bandaríkjunum á næstsíðasta áratug nítjándu aldar. Polkinn var mjög vinsæll en það leiddi til þess að framleiðendur vildu tengja vörur sínar við hann. Framleiddir voru m.a. polkahattar og polkagardínubönd. Doppumar eru þó eini hluturinn sem staðist hefur tímans tönn og enn er kenndur við polka. Samkvæmt þessu ættu dalmatíuhundar að vera í tísku núna enda er hvítur feldur þeirra ávallt mikið skreyttur svörtum doppum. Hin illgjarna Grimmhildur Grámann úr Disney myndinni 101 Dulnmtíuhundur er mjög hrifin af doppum. Hún safnaði til sín dalmatíuhundum í þeim til- gangi að nýta feld þeirra. Nú er bara að vona að tískan sé ekki búin að ná það miklum tökum á almenningi að það verði að vana að búa til pels úr litlum, sætum hvolpum líkt og hún Grimmhildur vildi gera. í þetta skiptið þykir frekar ólíklegt að doppóttir pelsar nái vinsældum því að doppurnar þykja betri fyrir sumar- klæðnaðinn. Sem dæmi má nefna eru doppótt bikiní sér- lega vinsæl enda þykja þau frekar sígild. Allir ættu að geta fundið doppur við sitt hæfi í sumar. Þeir sem vilja ekki vera of áberandi geta klæðst fötum í hefðbundnum litum með reglulegu doppumynstri. Hinir djarfari ættu að velja stærri doppur og halda sig við óregluleg mynstur. Bleikar, gular eða bláar doppur á stærð við matardiska geta lífgað mjög upp á svartan kjól. Settu punktinn yfir i-ið í sumar með doppóttri flík! Morgunblaðið/Arnaldur Allir ættu að geta fundið doppur við sitt hæfi í sumar. Inga Cristina Campos, Gallerí Sautján stelpan, er hér í nýtískulegum doppðttum kjdl frá samnefndri verslun. dalma- tíuhund- séu í tísku? Sígildar doppur í Pa- rísarsýningu Torrente fyrir vor/ sumar 2000. Amerísku heilsudýnumar J 'ZmJ J J HEILSUDÝNURNAR Verðdcemi Qúropractic eða fdsco Medicott Queen 89.900. King 119.900 Visco-Medicntt 90 cm m/Rafmagnsbotni 87.900. Visco-Medicott 90 cm m/botni 54.400. Ein viðurkenndasta heilsudýna í heimi Ein mest seida heilsudýna á landinu Chinpmctic Nýtt cfni sem upphaflcga var p'rÉÍ Ijnt NASA sem mótvægi á þeim þrýstingi sem geimfarar vería fyrir við geimskol. eru einu heilsudýnumar sem eru þróaðar og viðurkendar af amerísku og kanadísku kírópraktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópractorar mæla því með Chiropmctic þar á meðal þeir íslensku. Vöfðabóiga Liðagikt Kviðsiit Bakverkír ^EIUSUNNAB REYKJAVÍK AKUREYRI Svefn&heilsa Listhúsinu Laugardai, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 ■ www.svefnogheilsa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.