Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF PÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 E 7 Morgunblaðið/Ásdís Björg Þórsdrittir Slæm reynsla þroskar ÉG er mjög sjaldan einmana. Mað- ur er auðvitað ekki stöðugt með einhverjum en ég er heppin, ég á alltaf einhverja vini. Ef ég er búin að vera mikið með vinum mínum finnst mér gaman að slappa bara af og lesa bók. Það hafa komið tímabil þar sem ég rífst við vin- konu mína en það lagast yfirleitt fljótt. í fyrra hættum við vinkona mín reyndar að vera alveg jafngóðar vinkonur og við höfðum verið. Þetta byrjaði þannig að þegar ég hringdi í hana þá var hún skyndi- lega alltaf upptekin, en sagði samt aldrei neitt beint. Að lokum fattaði ég hvað var að gerast. Þetta var mjög erfitt tímabil. Við vorum allt- af fjórar saman en þegar þetta gerðist vissu hinar tvær ekki alveg hvað þær ættu að gera. Þetta var svona spurning hvort maður hafði einhvern eða ekki. Hvort þær myndu þá vera með henni eða mér. Svo fór ég í sumarfrí og þá voru hinar tvær vinkonurnar að koma að utan, en þær eru tvíbur- ar. Það leið því nokkur tími þar til ég ræddi þetta við þær eitthvað að ráði. Ég held að þessi tími sem leið þarna á milli hafi verið ágæt- ur, maður gat þá hugsað um þetta í ró og næði í staðinn fyrir að gera einhverja vitleysu. Svona eftir á að hyggja held ég að við höfum bara verið allt of mikið saman. Það var ekki skemmtilegt að koma heim úr fríinu. Ég var kannski ekkert útundan í skólan- um en þetta var svolítið stirt. En svo fórum við í skólaferðalag og þar 'held ég að við, ég og þessi vin- kona mín, höfum áttað okkur á því að við vildum ekki vera óvinkonur. A þessum tíma hugsaði ég mikið um þetta en leið ekkert rosalega illa því ég var viss um að það myndi lagast af sjálfu sér. Við töl- uðum allar fjórar saman vinkon- urnar, tvær og þrjár í einu. Svo talaði ég við aðra vini og við mömmu og pabba, en mamma er mjög góð vinkona mín. Hún hjálp- aði mér með því að láta mig vita að ég væri ekki alein. Þegar þetta gerðist fannst mér eins og mér hefði verið hafnað. En svo þróuð- ust málin mjög eðlilega og í dag er- um við ágætis vinkonur. Mér finnst eftir á að ég hafi þroskast við þetta. Alltaf þegar maður lendir í einhverju þroskast maður. Ef krakkar verða einmana þá er langbest að tala við einhvern. Ekki endilega til að fá einhver ráð heldur til að létta á sér. Ef maður hefur engan er hægt að tala við Vinalínuna til dæmis. Ég sá hana auglýsta í strætó og held að það mætti alveg segja meira frá henni. Steinþór Helgi Arnsteinsson að kynnast fólki núna. Ég myndi segja að það væri rosalega mikil- vægt að vera fyndinn og skemmti- legur, geta talað, koma vel fram við aðra og hafa húmor. Ekki svona eins og ég var, þegja og hanga fyrir framan tölvuna eða eitthvað. Aldurinn 12-14 ára er mesta töff- araskeiðið. Þá eru aðaltöffararnir saman í hóp og ekki séns fyrir lúð- ana að komast inn í hann. Töffararn- ir loka á og stríða öllum. En þegar þú ert orðinn aðeins eldri opnast þetta meira. Bæði opna hópar sig al- mennt og nördarnir og aðrir sem eru einir fara að hópa sig saman. Um þetta leyti myndast margir hóp- ar og þú getur tilheyrt fleiri en ein- um. Til dæmis verið bæði í íþrótta- hópnum og tölvunörda- hópnum. Þegar ég einangraðist gerði ég ekkert. Ég talaði aldrei um að ég væri einmana við neinn. Ég var bara með þetta inni í mér og hugsaði um það fram og aftur. Mér fannst þetta mjög leiðinlegt og langaði til að breyta því en þorði því varla. Ég held að margir séu einmana. Maður sér marga sem maður vorkennir. Svo eru líka sumir sem sýnast ekk- ert vera einmana en eru meira ein- mana en þú heldur, af því að þeir eru aldir þannig upp að þeir þurfa á því að halda að allir kunni vel við þá. Ef maður sér einhvern sem maður heldur að sé einmana reynir maður alltaf að tala við hann. Maður reynir alltaf að vera kammó og góður við alla og þá á maður náttúrlega líka inni hjá manneskjunni. Mér finnst að ef fólk er einmana eigi það að reyna að tala við aðra. Einhvern sem þér líst vel á og finnst skemmti- legur og prófa bara. Ef þú færð höfnun er þetta kannski ekkert vin- ur fyrir þig og þá er bara að leita sér að öðrum sem er ef til vill líka einmana og tala við hann. Þetta gerðist mest af sjálfu sér hjá mér en það kemur fyrir að ég hugsa: „Best að tala við þennan, hann virð- ist vera skemmtilegur.“ Svo skiptir útlit líka einhverju máli eftir sjötta til sjöunda bekk, að- allega föt og klipping. En ef það er einhver sem klæðir sig ekki vel og kemur svo allt í einu í flottum fötum, þá koma allir og segja „nei, en flott föt“. Ég dæmi ekki þannig en þetta er í öðrum hópum. Ef einhver er eitthvað skrítinn, gengur illa í skóla, er lesblindur eða eitthvað öðruvísi en aðrir, þá getur það skipt máli. í DAG er ég félagslega sterkur en fyrir um fimm árum var ég mjög ein- mana. Eins og Jón Gnarr, þá var ég „nörd“. Þetta byrjaði í sjötta bekk. Þá voru bekkirnir orðnir svo stórir að þremur bekkjum var skipt upp í fjóra. Ég kom nýr inn í skólann í fimmta bekk og hafði þá alltaf verið í fótbolta en hætti. I fótboltanum var lokuð klíka og maður kynntist ekki mikið fólki utan hennar. Þarna í sjötta bekk lærði ég rosalega mikið, ég gerði eiginlega ekkert annað en að læra. Svo fóru hlutirnir að lagast, ég kynntist öðrum strákum hægt og ró- lega og í lok sjöunda bekkjar var þetta orðið miklu betra. I áttunda bekk fór ég að mæta í félagsmiðstöð- ina og það hjálpaði mikið. Um sama leyti breyttist kerfíð í skólanum þannig að það var miklu meira val og maður var ekki endilega með sömu krökkunum í eðlisfræði og íslensku, svo voru hægferðar- og hraðferðar- hópar og svoleiðis. Þá kynntist ég líka fleirum. Það er ágætt að vera stundum einn en ekki til lengdar ef maður hefur ekkert að gera. Á kvöldin vill maður fara út og vera með vinum sínum. í sjöunda bekk fór ég oft einn í bíó af því að ég nennti ekki að vera í þessu böggi með á hvaða mynd ætti að fara og svoleiðis. Núna finnst mér ég verða að vera með einhverjum öðrum. Ég á góða vini núorðið svo dæmið hefur snúist við frá því sem var. Það sem ég held að skipti máli er að for- eldrar leyfi krökkunum sínum að fara meira út. Láti þá hreinlega fara út í stað þess að hanga inni og læra. Mamma hefur alltaf lagt áherslu á íþróttir en líka á námið og ég held að hún hafi kannski ofverndað mig. Ég átti að vera kominn inn klukkan hálftíu en þá voru hinir fyrst að fara út, þannig að ég gat lítið verið með þeim. Svo fór ég til afa á daginn, hann á heima rétt hjá og hjálpaði mér að læra og svoleiðis. Ég mátti helst ekki fara út fyrr en mamma kom heim þegar ég var hjá hon- um. Ég er að hugsa um að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð næsta vetur. Þar er náttúr- lega ekki bekkjakerfi en ég á miklu auðveldara með Það er lítið varið í að eiga GSM- síma ef enginn hringir í mann. Þó er verra ef eineltisskilaboð eru send unglingum símleiðis eins og dæmi eru um. Ljúfur og góður við alla Anna Rut Ágústsdóttir Er ekkert mjög feimin ÉG hef ekki mikla reynslu af að vera einmana, bara ef ég hef rifist við vin- konu mína. En aldrei nema í nokkra daga í mesta lagi. Seinast þegar þetta gerðist þá talaði ég við aðra vinkonu mína og það var mjög gott. Ef ég yrði einmana myndi ég fyrst tala við bestu vinkonu mína og síðan kannski við mömmu. Ef ég ætti enga vini myndi ég byrja á því að tala við mömmu. Ég Anna Rut, 16 ára, Foldaskóla. hugsa að ég myndi líka fara og taka þátt í einhverju skemmtilegu og reyna að tala við fólk og kynnast. Skólinn getur til dæmis ekki skipað fólki að vera vinir en það er auðvitað reynt að hjálpa með því að setja fólk saman í hógverkefni og svoleiðis. Ég tala um tilfinningar við vinkonu mína og ef mér liði illa myndi ég tala við hana. Stundum þarf maður að vera einn, maður finnui' það alveg sjálfur. Það er of mikið að vera alltaf með einhverj- um. Þegar maður er einn er maður að hugsa um það sem er að gerast í kringum mann, sem er alltaf fjöl- margt. Ég er mjög heppin með vini, ég er ekkert mjög feimin. Kannski svona til að byija með en ekki mjög lengi. Stundum er ég samt geðveikt feimin og ég er feimnari við fullorðið fólk. Fólktilað talavið efþú ert einmana: Mamma eða pabbi Aðrir ættingjar Góður vinur Kennarinn þinn Sóknarpresturinn Starfsmaður í félagsmið- stöðinni Iþrótiaþjálfari eða einhver úr tómstundastarfinu sem þú treystir Vinalínan, sími 561 6464, og grænt númer 800 6464 Rauðakrosshúsið, trúnaðarsfmi 511 5151, og grænt númer 800 5151 Hvað | er til |v ráða? | FYRSTA skrefið til að vinna : bug á einmanaleikanum er að • horfast í augu við hann. Það 1 er ekkert skammarlegt að ; vera einmana. Einmana- j kennd er hvorki merkilegri : né síðri kennd en aðrar til- j finningar. Hún kemur og fer : og nauðsynlegt er að leyfa * , henni að streyma í gegnum : sig en án þess að dvelja við • hana lengur en með þarf. Algengt er að fólk verði svo : upptekið af þeim tilfinning- • um sem eru sárar að það : sökkvi sér niður í þær. Svo j getur farið að tilfinningin fái : svo mikið vægi að hún fari • smám saman að stjórna lífi j viðkomandi. Til að ráða bug á ein- j manaleikanum gagnast j eftirfarandi ráð vel : • Mörg þeirra eru sótt til Gula j borðans, sem er er forvarnar- : áætlun gegn sjálfsvígum j-* unglinga. Hún felst fyrst og : fremst í að dreifa spjöldum j til barna og unglinga með ás- j korun um að leita hjálpar j strax ef þeim líður illa og j ábendingum um hvert er : hægt að leita. 1. Verja tíma með fjölskyldu : og vinum. Hafa samband að j fyrra bragði við fólk. Ekki : bíða eftir að aðrír eigi frum- ; kvæðið eða taka það óstinnt j upp þótt einhver sé upptek- :• inn. j 2. Hjálpa öðrum. Einmana- j kenndin veldur því að fólk j verður mjög upptekið af : sjálfu sér og finnst það ekki j hafa neitt að gefa. Með því að j rétta hjálparhönd í einhverju : smálegu kemur í ljós að ein- j manaleikinn minnkar og : sjálfsmatið eykst. 3. Opna sig um tilfinningar : sínar við einhvern sem er ; treyst. 4. Hlúa að andlegu lífi; sam- * bandi við Guð, náttúruna, j góðar vættir eða hvern þann : æðri mátt sem þú trúir á. 5. Ekki leyfa neinum að kom- j ast upp með að misnota þig • J eða svívirða á nokkurn hátt; j líkamlega, tilfinningalega eða : kynferðislega. Leitaðu hjálp- j ar strax! : 6. Taka þátt í tómstunda- j starfi sem þróar hæfileika j þína eða færni á einhverju j sviði og kemur þér í félags- j skap við aðra. 7. Rækta líkamann, borða vel j og fá næga hvíld. 8. Halda dagbók, skrá hugs- j anir og tilfinningar. 9. Hlæja, - muna eftir kímni- j gáfunni. 10. Taka á móti hrósi og ; þökkum kinnroðalaust. 11. Leita hjálpar ef áhyggjur : • og vanlíðan knýja dyra. 12. Ekki hafa áhyggjur af : morgundeginum, hann kem- j ur hvort sem þú hefur j áhyggjur af honum eða ekki. • Gott er að temja sér að lifa í j núinu. Þetta merkir ekki : kæruleysi heldur fremur að j staldra við og taka eftir : augnablikinu, - hér er ég j staddur á þessu augnabliki. j 13. Setja sér raunhæf • markmið, hugsa um framtíð- j ina. j^ 14. Vera ánægður með þig ; og það sem þú hefur þegar : áorkað. j 15. Tryggja að daglega lífið j innihaldi fjölbreyttar athafn- • ir; innandyra sem utan, í ein- j veru og samveru o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.