Morgunblaðið - 20.07.2000, Síða 1
Isfirskt sushi á
Evrópumarkað
Stutt við
krónunnar
Sindraberg framleidir frosiö sushi /5
Fjármál á fimmtudegi/4
a moguiega
sameiningu
Fjárfestingar Landsbankans/3
ERLENT
HAGNAÐUR
MICROSOFT
EYKST
INNLENT
SÍF REKIÐ MEÐ
TAPI FYRSTU
SEX MÁNUÐI
ÁRSINS
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf
* Fimmtudagui*
20. júlí 2000
DOLLAR
EVRA
76,00
001----1----1———i—■—i
21,6 28.6 5.7 12.7 19.7
Stefja selur TeleDanmark hugbúnað fyrir farsíma
Um ein milljón notend-
ur farsímakerfisins
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri SteQu, segir að samning-
urinn við TeleDanmark sé mikilvægt skref fyrir fyrirtækið.
1.500 manns í við-
skiptafræðinámi
• Mikillfjöldi eríýmiss konarviö-
skiptafræöinámi hér á landi og er framboö-
ið sömuleiðis oröiö mikiö og fjölbreytt. Á
skrifstofu viðskipta- og hagfræöideildar Há-
skóla íslands fengust þær upplýsingar aö
rúmlega 300 nýnemarværu innritaðir í við-
skiptafræöi og rúmlega 40 í hagfræöi eöa
tæplega 350 alls f deildina./2
Sögulegir tímar í
viðskiptalífinu
• Óhætt er að segja aö það ríki enginn
sumardoöi í íslensku viðskipta- og fjármála-
lífi. Líklega er sögulegasti atburðurinn tal-
inn vera sá þessa örlagaríku sumarmánuði
þegar gerö var atlaga aö íslensku krónunni
undir lok júnfmánaðar og aftur nú í síðustu
viku þegar spákaupmenn léku sér með
gengisveiflur krónunnar./8
1GENGISSKRÁNING ;0i>2000
Kr. Kr. Kr.
■Ein. kl.9.15 Genei Kaup Sala 1
Dollari 75,77000 75,56000 75,98000
Sterlpund. 113.90000 113.60000 114,20000
Kan. dollari 51,56000 51,39000 51,73000
Dönsk kr. 9.78500 9.75700 9.81300
Norsk kr. 8,81900 8,79400 8,84400
Sænsk kr. 8.85400 8.82800 8.88000
Finn. mark 12,27440 12,23630 12,31250
Fr. franki 11,12570 11,09120 11,16020
Belg. franki 1,80910 1,80350 1,81470
Sv. franki 46.65000 46.52000 46.78000
Holl.gytlini 33,11690 33,01410 33,21970
Þýskt mark 37,31410 37.19830 37.42990
ft. Ifra 0,03769 0,03757 0,03781
Austurr. sch. 5.30370 5.28720 5.32020
Port. escudo 0,36400 0,36290 0.365Í0
Sp. peseti 0,43860 0.43720 0.44000
Jap.jen 0,71020 0,70790 0,71250
írskt pund 92,66550 92,37790 92.95310
SDR (Sérst.) 101,06000 100,75000 101,37000
Evra 72.98000 72.75000 73.21000
Grfsk drakma 0,21700 0,21630 0,21770
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 562 3270
STEFJA hf. hefur í samvinnu
við danskan samstarfsaðila á
sviði þráðlausra fjarskiptalausna,
Realtime, undirritað samning við
stærsta farsímafyrirtæki Dan-
merkur, TeleDanmark.
Stefja selur lausnir sínar undir
nafninu TrackWell. Samningur-
inn felur í sér að TrackWell selur
TeleDanmark fullkominn hug-
búnað fyrir svokallað „Virtual
Messaging Center“-kerfi fyrir
GSM-síma, en farsímanotendur
TeleDanmark eru um ein milljón
talsins.
Ágúst Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Stefju, segir að
samningurinn sé mikilvægt skref
fyrir fyrirtækið, en hann er ekki
tímasettur til ákveðins tíma.
„Við seljum þjónustu til Tele-
Danmark og fáum greitt fyrir
hluta af notkuninni á þjónust-
unni. Þama eram við að komast
inn á mjög stóran markað með
um eina milljón símnotenda og
við höfum hag af því að þjónust-
an sé sem best. Markhópurinn
mun síðan eflaust fara ört
stækkandi,“ segir Ágúst.
Að hans sögn er erfitt að gefa
nákvæmlega upp hvað Stefja
mun bera úr býtum fyrir samn-
inginn en gera megi ráð fyrir að
á ársgrundvelli hlaupi upphæðin
á tugum milljóna króna.
Á meðal kosta VMC-kerfisins
má nefna, að það veitir farsíma-
notendum aðgang að eigin tölvu-
pósti, svo og dag- og minnisbók-
um þeirra í tölvunni, ýmist með
SMS-skilaboðum, SIM-Toolkit-
búnaði eða WAP-tækni, allt eftir
því hvað notandinn kýs. Einnig
er hægt að nálgast VMC-kerfið í
gegnum hefðbundið vefforrit.
Hægt er að setja upp sérstakt
áminningarkerfi fyrir GSM-síma,
sem sér um að minna notandann
á viðtöl, fundi eða aðra viðburði
sem hann á að sækja. VMC-kerf-
ið er sérstaklega þróað með far-
símakynslóðina í huga, kynslóð
sem vill nálgast gagnlegar upp-
lýsingar úr heimilistölvunni án
þess að þurfa að hafa hana við
hendina. Að sögn forsvarsmanna
Stefju er TrackWell í farar-
broddi þeirra fyrirtækja í heim-
inum sem bjóða símafyrirtækjum
upp á staðsetningarháða þjón-
ustu, sem jafnframt veitir not-
andanum möguleika á hefð-
bundinni, þráðlausri skila-
boðaþjónustu, viðskiptum og
afþreyingu.
Sérstaða Trackwell-hugbúnað-
arins er að geta unnið með mis-
munandi fjarskiptakerfi, hvort
heldur er GSM, Tetra, gervi-
tunglasamskipti eða Tracs-
TDMA.
Viðræður við aðila
i öðru Evrópulandi
Ennfremur hefur Trackwell
gert víðtækan samstarfssamning
við finnska farsímarisann Nokia
um sölu á hugbúnaðarlausnum
Trackwell til flutnings stafrænna
fjarskiptaboða í GSM og Tetra-
kerfinu. Þá samdi Trackwell síð-
astliðið haust við NA-Atlants-
hafsfiskveiðiráðið (NEAFC) um
tölvustýrt veiðieftirlitskerfi.
Aðspurður segir Ágúst Ein-
arsson að Stefja eigi í viðræðum
við aðila í öðru Evrópulandi um
samning svipaðan þeim sem
gerður er nú við TeleDanmark.
Gengur þú með atvinnutæki
í maganum?
■mm tf -mé m #* m w
Talaðu við serfræðmgi
Glitnir er sérfræBingur í fjármögnun atvinnutækja
Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostnað við fjár-
festingu. Glitnir býður fjórar ólikar leiðir við fjármögnun atvinnutækja.
Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir.
Hafðu samband við ráðgjafa Glitnis eða heimsæktu heimasíðu okkar
www.giitnir.is og fáðu aðstoð við að velja þá fjármögnunarleið sem best hentar.
Glitni getur þú treyst. Þaö sem sagt er stendur.
GUtnirhf
DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA
Kirkjusandi, 155 Reykjavfk,
sfmi 560 8800, fax 560 8810
www. gl itn i r. i 8