Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 4

Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 4
4 B FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 B 5 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI V NÝBÚSKAPURINN STYÐUR VIÐ GENGIKRÓNUNNAR FJÁRMÁL Á FIMMTUPEGI Sigurður B. Stefánsson Velgengni íslendinga í efnahagsmálum núna á sér rætur á stöðnun- arskeiðinu frá 1987 til 1992. Á þeim tíma fór íslenskt atvinnulíf í gegnum gagngera endurhæfíngu sem leiddi til miklu EFNAHAGSMÁL Framleiðni fjármagns er sífellt að aukast með nýrri tækni sterkari samkeppnisstöðu þjóð- arinnar en fyrr. Stjórnvöld tryggðu jafnframt stóraukið frelsi til viðskipta innanlands sem út á við, svo og stöðugleika og lága verðbólgu. Þetta þrennt ásamt stökkbreytingu í tækni og fjarskiptum hefur leitt til byltingar í framleiðni á árunum 1995 til 2000 og hún mun án efa leiða til hagvaxtar á næstu árum sem verður yfír meðaltali gamla tímans. Á árunum 1996 til 2000 varð 26% aukning á árlegri framleiðslu í landinu. Það hefur stundum tekið aðrar þjóðir 10 ár eða jafnvel 20 ár að ná slíkum árangri. íslendingar eru nú í þriðja sæti á lista þjóða um hæstu tekjur á mann; aðeins Bandaríkjamenn og Norðmenn eru hærri (sjá mynd). Þetta kröftuga framfaraskeið frá 1992 er líklega aðeins fyrri hlutinn eða fyrsti hlutinn á leið Islendinga í átt til nýrra tíma. Hún mótast af gerbreyttri tækni, nýjum fjarskiptum sem hafa bundið enda á einangrun (og gert orðið fjarskipti undarlegt) og hærra menntunarstigi þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr. Stóraukið frelsi í viðskiptum sem náðist í áföngum árin 1985 til 1995 mun halda áfram að færa fyrirtækin í átt til hærri framleiðni næstu fimm til tíu árin. Framundan er án efa sala á fyrirtækjum í eigu hins opinbera, einkum bönkum, orkufyrirtækjum og Landssímanum sem mun enn Vísitala meðalgengis og raungengi krónunnar 120 Vísitala meðalgengis krónunnar 1990-2000 1990 = 100 “II 120 '90 '92 '94 '96 '98 '00 Raungengi krónunnar 1980 til 2000 '80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 '94 '96 '98 '00 VLF á mann auka samkeppni, bæta tekju- og eignadreifingu og auka framleiðni í landinu. Kröftug framþróun á innlendum fjármálamarkaði hefur leitt af sér hækkandi framleiðni fjármagns sem er undirstaða hærra hagvaxtarstigs í framtíðinni. Eftir því sem þjóðarbúskapurinn færist í nútímalegra horf tekur þessi nýi fjármálamarkaður á sig æ alþjóðlegri mynd. Hjá ríkjum í OECD eru framseljanleg verðmæti á fjármálamarkaði samtals að nálgast þrefalda landsframleiðslu þeirra á árinu 2000. Landsframleiðsla á íslandi árið 2000 er áætluð um 700 ma.kr. og þreföld sú tala væri 2.100 ma.kr. eftir meðaltali ríkja OECD. í lok mars sl. voru framseljanleg hlutabréf (innlend og erlend), skuldabréf og víxlar á verðbréfamarkaði að nálgast 1.000 ma.kr. og til samanburðar við önnur ríki mætti vafalaust bæta við skuldabréfum íslenskra útgefenda á alþjóðlegum markaði. Innlend verðbréfaviðskipti hafa aukist hratt á síðustu árum um leið og tengsl við alþjóðlegan markað hafa vaxið hröðum skrefum síðan á árinu 1994 er þau viðskipti voru gefin frjáls. Þessi hraða aukning á síðustu árum á rætur sínar að rekja til verðbréfavæðingar (íbúðalán markaðsvædd, ríkisfyrirtæki seld, fjölmörg fyrirtæki í einkaeigu skráð á markaði, s.s. Samherji, Sjóvá-Almennar, Húsasmiðjan svo að örfá dæmi séu tekin). Allt er þetta hluti af nútímavæðingu þjóðarbúsins og þeirri bylgju af aukningu í framleiðni sem nú er að ganga yfir og er langt frá því að vera lokið. I þessari framþróun eru eignir skráðar á markaði, eignir sem áður voru ekki framseljanlegar. Á móti eignum standa skuldir. Þess vegna hafa erlendar skuldir þjóðarbúsins aukist síðustu misseri en viðskiptahallinn (sjá mynd) er bein tilvísun á aukningu skulda í útlöndum. Gengi krónunnar hefur lækkað síðustu vikur og flökt við mikla aukningu viðskipta á gjaldeyris- markaði. Svo virðist sem álitið sé að hagur þjóðarbúsins sé veikari en áður, t.d. vegna lítið eitt minni þorskveiðiheimilda, meiri verð- hækkana og skuldaaukningar í útlöndum (viðskiptahalla). Eftir hækkun á meðalverði erlends gjaldeyris (sjá efri mynd) er gengi krónunnar nú svipað og það var á árunum 1994 til 1997. (Ath. gengi krónunnar lækkar þegar meðalverð á erlendri mynt hækkar). Raungengið hefur einnig lækkað (ath. að raungengismyndin nær yfir 20 síðustu árin) síðustu vikur en er þó enn hærra en það var árin 1994 til 1997 eftir gengisfellingarnar tvær í nóvember 1992 og júní 1993. HREIN ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS ER ÓBREYTT OG STERK Undanfarnar vikur hefur gætt óróa á gjaldeyrismarkaði og nú hefur gengi krónunnar lækkað um 6-7% frá hæstu stöðu. Gengislækkun, hvort sem hún verður til fyrir atbeina Seðlabanka og stjórnvalda eins og hér áður fyrr eða fyrir atbeina markaðsins eins og núna, merkir að innflutningur verður dýrari og útflutningsfyrirtæki fá meira fyrir framleiðslu sína. Hún dregur þannig úr viðskiptahalla um síðir en eykur hins vegar gagngert við peningamagn og þensiu, þvert ofan í áform Seðlabanka um að haida gengi krónunnar háu (verði á innflutningi lágu) til að hamla á móti verðbólgu og grósku í efnahagslífinu. Svo virðist sem ýmsir lesi úr grunnstærðum þjóðarbú- skaparins á þann veg að staða þess sé ótrygg. Þessi túikun á opinberum upplýsingum er ekki á miklum rökum reist og kannske alls ekki á fyrir- liggjandi tölum. Tölurnar sem vísað er til hér á eftir er að finna f Peningamálum Seðiabankans (maí 2000) og þar eru þær ölium aðgengilegar á Netinu á nóttu sem degi. Jafnvel Afkoma hins opinbera og viðskiptajöfnuður Hrein erlend staða þjóðarbúsins 80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 '94 '96 ’98 ’OO 1997 1998 1999 -20- Ma.kr. á gengi hvers tíma 40- 30 20 10 0 Hreinar skuldir hins opinbera 1988-2000 % af VLF uD .F i i p i ’88 '90 '92 '94 '96 '98 ’OO Tekjuafgangur hins opinbera 1988-2000 verðbólgan er að mestu leyti til komin vegna þátta sem ekki tengjast ytra jafnvægi þjóðar- búsins. Fasteignaverð á Islandi hefur hækkað vegna þess að velmegun og búsæld er meiri nú en áður. Hækkun olíuverðs er utan okkar áhrifasviðs. Jafnvel hækkun á iðgjöldum bifreiða- trygginga má rekja til aukins þéttbýlis og almennari bíla- eignar. í Bandaríkjunum hefur verið notast við sama gjaldmiðil um gervöll fylkin um áratugaskeið. Þar eru verðhækkanir engan veginn þær sömu frá einni borg til annarrar. Við aðstæður grósku og velmegunar á einum stað en stöðnunar á öðrum ræðst verðbólga meðal annars af slfkum þáttum. í Evrópu- sambandinu er enn þá um 8-10% atvinnuleysi og ofgnótt af ónýttri framleiðslugetu. Eins og fyrr segir hefur framleiðsla vaxið um 26% sfðan árið 1996 á Islandi en aðeins um 12,5% á sama tíma í Evrulöndunum. Bandaríkjamenn koma fast á hæla okkur með 22,5%. Mikilvægasta stærðin varðandi ytra jafnvægi þjóðarbúsins er svokölluð hrein staða þess gagnvart útlöndum (erlendar eignir að frádregnum erlendum skuldum) og hún skiptir miklu fyrir jöfnuð á gjaldeyrismarkaði. Myndin sýnir hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) sfðustu tuttugu árin. Engin tcljandi breyting hefur orðið á hreinni stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum síðan 1985 eða svo. Skuldir þjóðarbúsins umfram eignir hafa ekki aukist séu þær settar í samhengi við tekjur. Á sfðustu árum eru erlendar eignir farnar að telja á móti erlendum skuldum; núna eru erlend hlutabréf í eigu þjóðarinnar e.t.v. um 150 ma. kr. en erlendar skuldir um sfðustu áramót voru 541 ma. kr. Hafa þarf í huga að vaxtagreiðslur af erlendum skuldum koma til frádráttar á erlendum tekjum og til aukningar á viðskiptahalla en verðhækkun (ávöxtun) á erlendri hlutabréfaeign reiknast ekki á móti (fyrr en viðkomandi hlutabréf eru seld). ÖII þessi þróun hefur í för með sér mikla breytingu á viðskiptum á örsmáum gjaldeyrismarkaði þjóðarinnar. Þá eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir slaka stefnu í rfkis- fjármálum. Skuldir hins opinbera (þ.e. rfkissjóðs og sveitarfélaga saman) fara þó hratt lækkandi eins og myndin sýnir, svo hratt að þær hafa lækkað um nálægt 15% af landsframleiðslu síðan á árinu 1998. Sé haldið áfram á þessum hraða byrjar hið opinbera að safna vaxtaberandi eignum árið 2002 eða þar um bil. A aðeins sex síðustu árum hafa ríkis- sjóður og sveitarfélögin saman bætt rekstur sinn frá því að vera í fimm ma.kr. halla árið 1995 í tveggja ma.kr. afgang árið 2000 (sjá mynd). Öfugt við það sem oft er haldið fram í blöðum og útvarpi er hlutur hins opinbera í landsframleiðslu að skreppa saman en ekki aukast; úr um 40% af VLF árin 1992 til 1994 í um 35% núna. Tekjurnar eru auðvitað aðeins hærra hlutfall vegna afgangsins (ath. tölur eiga við ríkissjóð og sveitarfélög saman). Með þessar mikilvægu stærðir allar í góðu lagi er ekki undan flökti á gengi krónunnar að kvarta nema af tæknilegum ástæðum. Það er umhugs- unarefni þegar hækkandi verð á fbúðahúsnæði veldur aukningu á verðtryggðum fbúðalánum heimilanna vegna þess að GENGIKRÓNUNNAR Órói á gjaldeyrismarkaði dregur úr skilvirkni í þjóðarbúskapnum íbúðaverðið er inni í neyslu- vöruvísitölunni. Alveg á sama hátt dregur það úr skilvirkni í rekstri fyrirtækja og jafnvel heimila og hins opinbera þegar snögg og óvænt breyting á gengi krónunnar verður til að breyta verði á erlendum eignum og skuldum umfram það sem áætlað var. Með því að draga úr flökti á gjaldeyrismarkaði er hægt að auka skilvirkni í rekstri fyrirtækja og heimilanna og stuðla þannig að örari upp- byggingu eigna og tekna í samfélaginu. ÁVÖXTUN Á SÍÐARIHLUTA ÁRSINS 2000 GÆTIORÐIÐ ÁGÆT Amyndinni er sýnt hlutabréfaverð á fjórum mörkuðum, á Islandi (vísitala aðallista Verðbréfaþings íslands, 47 fyrirtæki), í Bandaríkjunum (S&P500, 500 öflugustu fyrirtæki á markaði þar) og síðan í Evrópu —---------------- Árleg hækkun á heimsmarkaði 15 til 22% siðan í janúar 1996 (Evrópuvísitala Morgan Stanleys, samtals 547 fyrirtæki) og heimslistinn (heimsvísitala Morgan Stanleys, samtals 1364 fyrirtæki). Lóðrétta línan er dregin um áramótin 1999/2000 og hægra megin við hana er því þróun hlutabréfaverðsins á árinu 2000 en allar vísitölumar eru settar á 100 í janúar árið 1996. Hlutabréfaverð á íslandi hefur þrefaldast á fjórum og hálfu ári (27,7% ársávöxtun), S&P500 vísitalan bandaríska hefur u.þ.b. 2,4-faldast (21,5% ársávöxtun), Evrópuvísitalan hefur tvöfaldast (16,7% ávöxtun) og heimslistinn hefur hækkað aðeins minna eða um nálægt 15,3% á ári að jafnaði frá janúar 1996. Japönsk fyrirtæki hafa haldið aftur af hækkun heimslistans en hlutabréfaverð í Japan er nú um 20% lægra en það var í janúar 1996. Eins og jafnan í hlutabréfaviðskiptum skipta upp- lýsingar úr fortíðinni litlu máli nema að því marki sem unnt er að draga ályktanir af þeim um framtíðina. Byrjum á S&P500 en þau fyrirtæki hafa aðeins hækkað um-2,8% frá áramótum (sjá nánar á mynd). Hækkun bandarísku fyrirtækjanna er að jafnaði ekki hærri en sem nemur arðsemi eigin fjár fyrirtækjanna á þessum tíma en hún ársuppgjöri (þrír ársfjórðungar 1999 var t.d. 22% í síðasta birta og sá fyrsti 2000). Þannig hefur eign hluthafanna (eigið fé fyrirtækjanna) hækkað nokkurn veginn um það sama og hlutabréfaverðið og hlutfallslegt verð (t.d. VH-hlutfall) nokkurn veginn staðið í stað. Núna eru bandarísk fyrirtæki að birta afkomutölur fyrir annan ársfjórðung 2000 og enn eru ýmis þeirra að koma á óvart með jákvæðum tölum, t.d. General Electric, Amazon.com og nú síðast jafnvel General Motors. Með aðeins 2,8% hækkun frá síðustu áramótum virðist ekki ólíklegt að ágæt ávöxtun kunni að vera framundan á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Viðhorf til hlutabréfa í Evrópu eru á ýmsa lund. Þar ættu að vera ágætis tækifæri vegna þess að mikil afkastageta er ónýtt (aðeins 12,5% framleiðsluaukning frá 1996) og samkeppni er hægt og hægt að aukast á markaði. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa lækkað skatta og væntingar um framtíðina eru að skána. Arðsemi fyrirtækja er þó minni í Evrópu að jafnaði heldur en í Bandaríkjunum, framleiðni fjármagns er lægri. Þess vegna bera fyrirtækin ekki uppi jafnmikla hækkun hlutabréfaverðs til lengdar og í Bandaríkjunum nema að til komi hækkun á hlutfallslegu verði - og það er líka það sem gerðist á árinu 1999. Heimslistinn er settur saman af 500 fyrirtækjum í Bandaríkjunum, um 550 í Evrópu og síðan fyrirtækjum frá Japan, Ástralíu og Kanada. Þar er því um að ræða meiri áhættudreifingu en völ er á með öðrum leiðum (samtals 1364 fyrirtæki) og um leið er verið að nýta tækifæri um gervalla veröldina. Samt er e.t.v. ekki tilviljun að frá janúar 1996 hefur orðið meiri hækkun á verði hlutabréfa í Bandaríkjunum en sem nemur hækkun heimslistans. Myndin ber með sér að bæði Japan og Evrópa hafa dregið hækkun heimslistans niður á þessum árum. Og þá er röðin loks komin að aðallista Verðbréfaþingsins á íslandi. Hvernig gætum við skýrt miklu meiri hækkun hlutabréfaverðs hér en í hinum tilvikunum? Ekki með því að arðsemi fyrirtækjanna sé meiri. Aftur á móti hefur framþróun í rekstri fyrirtækja á Islandi orðið mikil á þessu tímabili (sjá nánar hér að ofan). Hún kemur til dæmis fram í samruna og yfirtökum fyrirtækja, skráningu fjölmargra fyrirtækja á Verðbréfaþingi og stórauknum viðskiptum með hlutabréf þeirra þar og sívaxandi þátttöku almennings og fagfjárfesta. Verð á hlutabréfum felur jafnan í sér væntingar um framtíðarverðmæti fyrirtækjanna (afvaxtaðan framtíðartekjustraum þeirra) og þetta verðmæti gæti hafa þrefaldast frá janúar 1996 til miðs árs 2000. Það er a.m.k. það sem vísitala hlutabréfaverðs fyrirtækja á aðallistanum ber með sér. Höfundur er framkvæmdnstjóri VÍB hf. sem er hluti af Íslandsbankn-FIIA. Sindraberg framleiðir frosið sushi undir vörumerkinu lcesushi Isfirskt sushi á Evrópumarkað SINDRABERG á ísafirði framleið- ir frosið sushi undir vörumerkinu Icesushi. Fjrrirtækið hefur nú þeg- ar náð samningum við breskt dreif- ingarfyrirtæki sem hefur 80% hlut- deild á veisluþjónustu- og veitingahúsamarkaði á Bretlandi. Einnig hefur verið gert samkomu- lag við þýskt fyrirtæki sem dreifir til stórmarkaða en markaðssvæði þess nær til um 60 milljóna manna. Halldór Kristmannsson er fram- kvæmdastjóri Sindrabergs sem stofnað var í október á síðasta ári. „Við fengum mjög góðar viðtökur á matvælasýningunni í Brussel sem haldin var í byrjun maí. Fjöldi að- ila hefur í kjölfarið lýst yfir mikl- um áhuga á sölu og dreifingu á vörum okkar víðs vegar um Evrópu,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Auk samnings- ins við breska fyrirtækið segir hann að viðræður við fleiri aðila séu langt komnar. Forsvarsmenn fyrirtækja víðs vegar um Evrópu hafa sýnt áhuga, en einnig hefur náðst samkomulag við fyrirtæki á Italíu og í Svíþjóð. Talsvert magn hefur verið sent út undanfarið til kynningar á vörunni. Framleiðsla Sindrabergs eru tvær tegundir af frosnu sushi í neytendapakkningum, annars veg- ar svokallað maki sem eru hrís- grjón sem rúllað er upp með þara ásamt grænmeti eða fiski, og hins vegar svokallað nigiri sem er fisk- ur á grjónabeði. Nær allt hráefnið er íslenskt, að sögn Halldórs. Sindraberg notar íslenskan lax, ýsu og rækju og íslenskt grænmeti í framleiðsluna en notar einnig inn- fluttan túnfisk, surimi, hrísgrjón og þara. Fjölgun hluthafa fyrirhuguð Sameinaðir útflytjendur ehf. eru stærstu hluthafar í Sindrabergi með 28% hlut. Hlutafé er 50 millj- ónir og hluthafar eru fjórtán tals- ins. „Við þurfum að fjölga starfs- fólki og bæta vélakost. Aukið hlutafé er því nauðsynlegt,“ segir Halldór. Að hans sögn standa samningaviðræður yfir um þessar mundir við hugsanlega fjárfesta. Halldór er bjartsýnn á að Sindra- berg fari fram úr rekstrarmark- miðum sínum fyrir yfirstandandi ár. Halldór segir markaðssetningu Sindrabergs á Icesushi m.a. felast í áherslu á hreinleika Islands og ferskleika vörunnar. „Línurnar eru Morgunblaðiö/Þorkell Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri Sindrabergs, sem hefur náð samningum við breskt dreifingarfyrirtæki sem hefur 80% hlutdeild á veisluþjónustu- og veit- ingahúsamarkaði á Bretlandi. að skýrast í markaðssetningunni. Sameinaðir útflytjendur hafa góð tengsl í Evrópu og við búum að þeirra reynslu af markaðssetningu á svæðinu. Við bindum miklar von- ir við þær sendingar sem eru að fara frá okkur þessa dagana, því ef viðtökur verða góðar hefur það mikla þýðingu fyrir framtíðina." Verksmiðja Sindrabergs er stað- sett í stóru húsnæði við smábáta- höfnina á ísafirði og er ferskleiki hráefnisins því hafður í fyrirrúmi. Halldór segir að mikil reynsla og þekking á fiskframleiðslu á neyt- endamarkað sé til staðar á ísafirði, sérstaklega hvað varðar rækju- vinnslu, og nýtist hún vel í verk- smiðju Sindrabergs. „Við búm við bestu mögulegu skilyrði til sushi- framleiðslu. Starfsmönnum hefur fjölgað úr 4 í 33 frá áramótum. Við eigum von á að við getum enn bætt við fólki, þar sem við erum bjartsýnir á að geta bætt við ann- arri vakt fljótlega í næsta mánuði og skapað þannig enn fleiri störf," segir Halldór. Ef það gengur eftir verður unnið í verksmiðjunni sex- tán tíma á sólarhring. Sindraberg tók nýja japanska vél í notkun nýverið og mun það auka afköst til muna, að sögn Hall- dórs. Vélin er sérhæfð til rúlluframleiðslu og er ein tveggja slíkra í Evrópu en margar slíkar vélar hafa verið framleiddar fyi-ir japanskan markað. íslenski laxinn vekur lukku meðal Japana r- Sushi er upprunnið í Japan og hefur Sindraberg notið aðstoðar japansks ráðgjafa við vöruþróun undanfarið. Töluvert annað yfir- bragð er á íslensku sushi en jap- önsku en íslenski laxinn hefur t.d. vakið lukku meðal Japananna. „Því hefur alltaf verið haldið fram að það sé ekki hægt að frysta sushi, hrísgrjónin þoli ekki frystinguna. Við höfum náð að sýna fram á ann- að en lykilatriðið er að láta það þiðna við stofuhita, en ekki í kæli,“ segir Halldór. Til þessa hafa fáar verksmiðjur framleitt frosið sushi í heiminum, í Hollandi, Bandaríkjunum og í Jap-. an. Halldór segir áhuga á slíkri framleiðslu sérstaklega hafa vakn- að eftir sýninguna í Brussel þar sem gæði íslenska sushisins voru talin mjög mikil og mönnum varð ljóst að hægt er að framleiða sushi á þennan hátt. Að sögn Halldórs er m.a. unnið að uppsetningu á verk- smiðju af þessu tagi í Noregi, en aðspurður segir hann Sindraberg hafa nokkuð forskot í samkeppn- inni þar sem markaðssetning er- lendis hafi farið fram síðustu mán- uði. „Við höfum prófað okkur- áfram með frystinguna og náum ákveðnu forskoti með þeirri þekk- ingu, ásamt þvf að hafa mjög hæfa starfskrafta við framleiðsluna." Halldór segir að íslendingar hafi tekið sushi vel en forsvarsmenn fyrirtækisins hugsi út fyrir ísland. „Innanlandsmarkaðurinn er okkur mikilvægur og við höfum dregið ákveðinn lærdóm af honum. Vegna skamms líftíma vörunnar býður það upp á mun meiri dreifingar- möguleika að framleiða frosið sushi. Framleiðslan hefur einnig talsvert verðsvigrúm í samanburði við ferskt sushi. Það eru gríðarleg- ir möguleikar fyrir hendi erlendis, bæði fyrir stórmarkaði, veitingahús og veisluþjónustu," segir Halldór. „Húsnæðið okkar er mjög hent- ugt til framtíðar. Við höfum náð auknum afköstum mjög hratt og þar skiptir nýja japanska vélin sköpum, enda eru enn frekari véla- kaup fyrirhuguð á næstu vikum. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að gera Sindraberg að stórverk- smiðju," segir Halldór Kristmanns- son að lokum. Hvernig er í vinnunni Við bjóðum þér aðstöðu til afkasta með breiðri llnu af skrifstofuhúsgögnum frá einum staersta húsgagnaframleiðanda í Evrópu, Þýska fyrirtækinu Welle, auk þess sem við höfum nú á boðstólum góða og sérlega fallega skrifstofustóla. Kíktu við, húsgögnin eru uppsett í nýjum og glæsilegum sýningarsal skrifstofutækjadeildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.