Morgunblaðið - 25.07.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐjUDAliUÍt 20. J uui 2UUU LISTIR multvi JNB LAiiIti Stærsta Bach-hátíð allra tíma í fullum gangi í Leipzig Bach-hátíðin mikla í Leipzig á 250. ártíð meistarans hófst á föstudagskvöld með opn- unartónleikum í Tómasarkirkjunni. Halldór Hauksson fylgist með hátíðinni. ÁRIÐ 2000 er ár Johanns Sebastíans Bachs. Þessi þýski barokkmeistari skýtur oftar upp hárkolluprýddum kollinum í ár en endranær, hvort sem er á tónleikapöllum, í kirkjum eða í fjölmiðlum. Eins og flestir tónlistar- vinir vita, er ástæða þessarar miklu athygli um víða veröld sú að 250. ár: tíðar tónskáldsins er minnst í ár. í Leipzig, borginni þar sem Bach starf- aði síðustu 27 ár ævi sinnar, fer þessi staðreynd ekki framhjá nokkrum manni þessa dagana. Alvarlegt andlit frægasta sonar borgarinnar er að finna á ótal auglýsingum, smáum sem risastórum, á hverju götuhomi og í blöðum, tímaritum og bæklingum af ýmsu tagi er fjallað um stærsta menningarviðburð ársins í Þýska- landi: Bachfest Leipzig 2000. Bachhátíðin mikla í Leipzig á 250. ártíð meistarans hófst föstudags- kvöldið 21. júlí með glæsilegum opn- unartónleikum í Tómasarkirkjunni og hún mun standa yfir til sunnudagsins 30. júlí. Hápunkti verður náð föstu- daginn 28. júh', á sjálfum dánardegi tónskáldsins, en reyndar er hátíðin í heild ein heljarinnar veisla fyrir aðdá- endur Bachs. Flestir frægustu Bach- túlkendur heims koma til Leipzig og flytja öll helstu verk hans, m.a. í kirkjunum sem hann starfaði sjálfur í. 75. hátíðin í röðinni Það eru borgaryfírvöld í Leipzig sem gangast fyrir hátíðinni ásamt Nýja Bachfélaginu (Neue Bachgesell- schaft), sem stofnað var upp úr hinu gamla um síðustu aldamót þegar það hafði lokið því verkefni sínu að gefa verk Baehs út á prentí. Framkvæmd- ina annast Bach-Archiv, stofnun sem er miðpunktur Bachfræða í heimin- um, auk þess að reka Bachsafn og standa í stórræðum á borð við téða hátíð. Nýja Bachfélagið hefur allt frá stofnun leitast við að ieiða augu tónl- istaráhugamanna að Bach með árleg- um hátíðum. Heimsstyrjaldir og ann- ar ófögnuður hafa þó gert það mörg strik í reikninginn á tuttugustu öld- inni, að hátíðin í ár, sem hefði getað verið sú hundraðasta, er í raun bai’a hin 75. í röðinni. Hátíðimar hafa verið haldnar til skiptis í ýmsum þýskum borgum, m.a. reglulega í Leipzig. I fyrra fannst yfirvöldum þar hinsveg- ar kominn tími tíl að festa í sessi ár- lega hátíð í borginni tíl heiðurs upp- áhaldssyninum og hátíð ársins er annar áfangi þeirrar viðleitni. Hún er að öllu leytí mun stærri í sniðum en fyrirrennari hennar. Kostnaðurinn við hátíðina er 2,76 milljónir þýskra marka, eða ríflega hundrað milljónir íslenskra króna og um þriðjungur fjárins kemur beint úr borgarsjóði. Hvað ætli hafi ýtt borgarfulltrúum Leipzigborgar út á þessa braut? Skyldi það hafa verið samviskubit yfir meðförum forvera þeirra á Bach á sínum tíma, hann var ekki par ánægð- ur með aðstöðu sína til tónlistariðkun- ar? Nei, ástæðan er einfaldlega sú að allar skoðanakannanir leiddu í ljós að þótt yfirvöld leituðust við að kynna Leipzig t.d. sem bókaborg, vegna glæstrar sögu bókaútgáfu í borginni, eða sem kaupstefnu- og verslunar- borg, var það tónlistin og Bach gamli sem komu fyrst upp í huga útlendinga þegar þeir heyrðu minnst á Leipzig. Stríðsátök og pólitískar sviptingar hafa leikið Leipzig grátt á þessari öld. Seinni heimsstyijöldin tók sinn toll og ömurlegur smekkur austur-þýskra kommúnista fyrir arkitektúr blasir víða við. Það kemur því ekki á óvart að borgaryfirvöld skuli grípa þau tækifæri sem gefast til að fegra ímynd borgarinnar í hugum heima- manna og gesta. Nú stendur yfir mik- ið uppbyggingar- og fegrunarátak og það snýr að sambandi borgar og Bachs á einn og annan hátt. Eitt af stærstu verkefnunum hefur til að mynda verið allsheijarviðgerð á byggingunni sem tengist sögu tón- skáldsins hvað nánustum böndum, Tómasarkirlqunni, í tílefni af árinu. Eins og áður sagði voru opnunartón- leikar hátíðarinnar haldnir á föstudag- skvöldið var í þessari sögufrægu kirkju. Þeir hófúst einmitt á bón sókn- arprestsins, Christians Wolffs, um fjárfi-amlög til endurbyggingarinnar, þannig að endar nái saman. Mönnum hefúr þegar tekist að safna níu af þeim tíu milljónum marka sem leita varð til einkaaðilaum. Hátíðin fór vel af stað. Opnunar- tónleikamir tókust í alla staði frábær- lega. I samræmi við einkunnarorð há- tíðarinnar, Bach - upphaf og endir (útlegging á orðum Max Regers: „Bach er upphaf og endir alfrar tón- listar“) voru upphafstónar tónleik- anna úr síðasta verki Baehs, Kunst der Fuge, Fúgulistinni, sem tónskáld- inu auðnaðist ekki að ljúka við. Ger- hard Ziebarth hafði útsett fyrsta kontrapunktinn fyrir kór án undir- leiks við texta úr Opinberunarbók- inni. Borgarstjórinn í Leipzig, Wolf- gang Tiefensee, hélt að því loknu ræðu og síðar einnig listrænn stjóm- andi hátíðarinnar og arftaki Bachs sem Tómasarkantor, Georg Christ- oph Biller, sem ennfremur stjómaði tónlistarflutningnum. Yfirvöld hafa þar greinilega valið réttan mann, eins og Bach forðum, því hann hefur náð að lyfta hinum fornfræga Tómasar- Fólk beið í röðum eftir að kom- ast inn á opnunartónleika liáti'ð- arinnar f Tómasarkirkjunni. kór upp í miklar hæðir síðan hann tók við starfinu árið 1992. Gamlar upp- tökui- með kómum leiða berlega í ljós að hann gekk í gegnum nokkurt hnignunarskeið fyrr á öldinni, en lík- legt er að sjálfur Bach hefði verið yfir sig hrifinn af engiltærum og hrífandi söng drengjanna á opnunartónleikun- um. Efnisskráin var haganlega sam- ansett og innihélt m.a. verk eftir Felix Mendelssohn, upphafsmann Bach- endurreisnarinnar á síðustu öld, og næstelsta son Bachs, Carl Philipp Emanuel. Tónlist „gamla Bachs“ var þó að sjálfsögðu í brennideplinum. Tómasarkórinn söng hina mikilfeng- legu mótettu Singet dem Herm og Sanctuskaflann úr H-moll messunni við undfrleik hinnar sögufrægu Gewandhaushljómsveitar. Tónleika- gestir fengu einnig að heyra organ- ista kh-kjunnar, Ulrich Böhme, leika á hið nýja Bachorgel kirkjunnar, glæsi- legt og velhljómandi hljóðfæri í barokkstíl. I lok tónleikanna vora flytjendurnir hylltir með standandi lófataki drjúga stund. ífP " I I -■ I STLILZ ÞYSK VARA i ALLAR STÆRÐIR i ti vi M i s: STANGARHYL 1A, 110 REYKJAVIK, SÍIYll 587 8890 WWW.RAFSTJORN.IS Hreyfíngar mín- ar eru einar eins o g götuhundar Gagnrýnandi franska dagblaðsins Le Monde s segir sólósýningu Ernu Omarsdóttur á menn- ingarhátíð í Avignon einn athyglisverðasta listviðburð menningarársins 2000 þar í borg. Eyrún Baldursdóttir sló á þráðinn til Ernu og fræddist um dansverkið sem er eftir belgíska listamanninn Jan Fabre. Hreyfingar mínar eru einar eins og götuhundar (My Movements are al- one like Streetdogs) heitir sólódans- verkið sem Ema Omarsdóttir fluttí í Avignon í Frakklandi nú um miðjan júlí. Franskir gagnrýnendur lofuðu sýninguna til dæmis í dagblöðuðun- um Le Monde, Le Figaro, Liberation og Provence og töluðu um sprengi- kraft hins unga dansara frá Islandi. „Við fengum afskaplega góðar við- tökur sem kom mjög á óvart. Ég er varla komin niður á jörðina ennþá,“ segir Erna en þetta var í fyrsta skipti sem hún flutti sólóverk eftir höfund- Garðabær Höfum ákveðinn og traustan kaupanda að 3ja-4ra herb. íbúð í Garðabæ. Góðar greiðslur fyrir réttu eignina. Fasteignasala íslands sími 588 5060 inn Jan Fabre. Sýningin var á dag- skrá leiklistarhátíðarinnar une mani- festatíon SACD/Festival dAvignon (le Vif du sujet) sem haldin er árlega í Frakklandi og var nú í ár hlutí af dag- skrá Avignon menningarborg Eyrópu árið 2000. í Le Monde sem er eitt stærsta dagblað í Frakklandi kemur eftirfar- andi fram í umsöng Dominique Frét- ard um verkið. „Ekki aðeins hneyksl- andi og ögrandi heldur einnig mjög fallegt og áhrifaríkt. Einn af athygl- isverðustu viðburðum leiklistahátíð- arinnar í Avignon menningarborgar 2000.“ Einn hundur lifandi og þrír uppstoppaðir Það var með mjög stuttum fyrir- vara sem þau Jan Fabre ákváðu að sýna verkið. „Við voram ákaflega tvístígandi með þetta. Undirbúning- ur var lítill en við vildum samt taka áhættuna. Maður er svo vanur að hafa lengri tíma fyrir undirbúning en að þessu sinni var gaman að prófa andstæðuna." Ema segir að nokkrir klukkutímar hafi gefist til að æfa á sviðinu en að öðra leyti fóra æfingar fram á eldhúsgólfinu í íbúðinni sem Erna Ómarsdóttir í verkinu Krossgötu eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. þau héldu til í meðan hátíðin stóð yfir. Sýningar á verkinu voru sex tals- ins og fóru fram í gamalli kapellu í Avignon. Það er upprannið úr einum hluta dansverksins, As long as the World needs a Warrior Soul, eftir Jan Fabre, en hugmyndina að sóló- inu fékk hann úr ljóðinu Hundinum eftir Leó Ferré. „Það fjallar um ein- mana manneskju sem mótmælir öllu eins og geltandi hundur sem enginn er að hlusta á í öllu mannhafmu," út- skýrir Ema. „Manneskjan berst ein oft án árangurs eins og geltandi hundur sem skilinn er eftir á þjóð- veginum til að deyja og er ekki leng- ur skraut og skemmtun fjölskyldunn- ar. Hann er eins og listamaðurinn sem þarf að berjast við að ná athygli og svo beijast við gagnrýnin augu áhorfandans. Þegar enginn hlustar byrjar manneskjan að ögra og villdýrið í henni kemur fram.“ Dans- sólóið er skrifað sérstaklega fyrir Emu og hún úskýrir að það gefi einn- ig mikið svigrúm fyrir spuna af henn- ar hálfu. „Sem sólódansari er maður líka svo einn á sviðinu, nakinn og ber- skjaldaður. Því fellur efniviðurinn vel að listforminu." Sýning- in flokkast undir dans- leikhús sem er ekki hefðbundin danssýning. Ema dansar og flytur auk þess texta eftir Georges Brassens, ým- ist á frönsku eða ís- lensku. Með henni á sviðinu er einn lifandi hundur og þrír upp- stoppaðir. „Það má segja að við myndum dúett, ég og hundurinn,“ segir Erna. „Þetta er mjög krefjandi verk og erfitt bæði andlega og líkamlega. Það felst miki] ögrun í því að tak- ast á við sólóverk af þessu tagi en er samt vel þess virði.“ Síðastliðin tvö ár hef- ur Ema unnið að ýms- um verkefnum með Jan Fabre sem er einn þekktasti leikhúsmaður í Belgíu. Jan þykir ögr- andi listamaður og vekur gjarnan sterk viðbrögð áhoifenda. Hann hefur komið víða við og getið sér orð sem leikstjóri, danshöfundur, rithöfundur og myndlistarmaður. Ema segir að víðtæk reynsla hans opni fyrir möguleika í danslistinni og því sé samstarf við hann mjög lær- dómsríkt. Áframhaldandi samvinna þeirra Jan Fabre og Ernu Erna kveður ekki loku fyrir það skotið að verkið sem sýnt var í Avign- on verði einhvem tímann sýnt hér heima, en ekkert hefur samt verið af- ráðið í þeim efnum. Ema mun koma hinga til lands í ágúst og taka þátt í sýningu Ekka danshópsins. Hún tek- ur einnig þátt í dansverki sem er fjöllistaverkefni listamanna frá þremur menningarborgum Evrópu árið 2000. Það verk var sýnt fyrir skömmu í Helsinki og hér á landi verður það sýnt á Vindhátíðinni sem hefst 3. september. Samstarfi þeirra Emu og Jan er langt í frá lokið og mun hún á næst- unni taka þátt í uppsetningu á verk- um hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.