Morgunblaðið - 25.07.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.07.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þjóðlagahátíð á Siglufírði Kveðið við raust Þjóðlagahátíð var haldin á Siglufírði í síðustu viku. Hún hófst á þríðjudagskvöld og stóð með fyrirlestrum, tónleikum og námskeiðum alla vikuna og fram á helgi. Ríkarður Orn Pálsson brá sér á þjóðlagahátíð til Siglufjarðar. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Þjóðlagahátíðin var sett í Siglufjarðarkirkju og fyrirlestrar haldnir á kirkjuloftinu. Klukkuspil kirkjunnar sendir Kirkjuhvolsstef Bjarna Þorsteinssonar út yfir bæinn sérhvern miðaftan. SÓL skein í heiði þegar Gunn- steinn Ólafsson fram- kvæmdastjóri setti Þjóð- lagahátíðina á Siglufirði í Siglufjarðarkirkju kl. 20:30 að kvöldi hins 18. júlí. Hátíðin var hluti af menningarborgardagskrá Reykja- víkur 2000 og haldin I samvinnu við Þjóðlagafélagið í Reykjavík. Meðan manni eru ekki tiltæk gögn um annað, væri freistandi að slá því fram, að þar með hæfist fyrsta hátíð á íslandi sem fyrst og fremst væri helguð íslenzkum alþýðutónlistar- arfi. En þó að upplýsingar liggi ekki á lausu um það, má leiða að líkum, að sjaldan ef nokkru sinni hafi áður ver- ið sett upp jafnviðamikil þjóðlagahá- tíð hér á landi, enda stóð hún í fulla fimm daga, með fyrirlestrum árdeg- is, námskeiðahaldi síðdegis og tón- leikahaldi á kvöldin. Undirritaður sótti fyrstu fema tónleika hátíðarinnar auk fyrirlestra miðviku-, fimmtu- og föstudags- morgnana. Hann kom þess utan við á nokkrum námskeiðum, þó að féllu kannski sízt undir meginfókus send- ifararinnar norður, sem var eðlilega tónleikahaldið. Hefðu þau annars verið umfjöllunarefni út af fyrir sig, enda margvísleg: Trommudans ín- úíta á vegum Davids Serkoak frá Kanada, Flutningur rímnakveðskap- ar (Steindór Andersen og Njáll Sig- urðsson), Bamagælur og þulur (Sig- ríður Pálmadóttir, Asa Ketilsdóttir Plastmo Þakrennur Vandaðar þakrennur á góðu verði Fjórir litir Frábær ending OPB ÖLL KWÖLD Ti. KL. 21 kk METRO Skeifan 7 • Siml S25 0800 og Rósa Þorsteinsdóttir), Þjóðdans- ar og vikivakar (Kolfinna Sigurvins- dóttir), Kirkjutónlist (Smári Ólason) og Hljóðfærasmíði langspils (Hans Jóhannsson). Síðastnefnda nám- skeiðið var raunar á tímamörkum hins mögulega, jafnvel þótt smíða- efnið væri fortilskorið af stjórn- andanum, enda náðist hámarksfjöldi þátttakenda, 10, þegar í stað. Einnig virtist aðsókn að öðram námskeiðum vonum fremri. Fyrirlestrarnir fyrir hádegi voru afburðavel sóttir, og væri hver þeirra efni í sérstaka grein, þótt hér verði að stikla á stóra. Bót í máli er, að undirritaður frétti að rætt hefði verið um að setja fyrirlestrana á Netið, og verður það vonandi úr. Erindi miðvikudagsmorguns tengdust öll fyrri tónleikum sama kvölds og fjölluðu um rímur og kvæðalög frá ýmsu sjónarhomi. Fyr- irlestrahaldið fór fram á rúmgóðu lofti Siglufjarðarkirkju, þar sem til skamms tíma var grunnskóli bæjar- ins. Ymis nýsitæki nútímans vora notuð eftir föngum, segulband, myndvarpa, myndsegulband og jafn- vel tölvuvarpa tveim dögum síðar. Poppafþreying pappírsvíkinga Fyrst fjallaði Guðmundur Andri Thorsson um rímur sem bókmennta- grein, uppruna þeirra og sögu, ljóða- gerð síðari tíma undir rímnaháttum og sterka stöðu lausavísunnar enn í dag. I skemmtilega skorinortu máli Guðmundar var m.a. lögð áherzla á hlutverk kvæðamanna sem „bíó“ fyrri tíma, afþreyingu handa mest- megnis ólæsu fólki. Hefði vandlætur- um eins og Jónasi Hallgrímsyni orðið á þau mistök að skilgreina rímur þröngt sem bókmenntagrein í stað þess félagslega margmiðlunarhlut- verks sem þær gegndu. íslendingar hefðu, með orðalagi Hermanns Páls- sonar, alltaf verið „pappírsvíkingar“, viðfangsefnin iðulega erlendir kapp- ar og kóngar, popparar fyrri tíma, og bardagalýsingar rímna sambærileg- ar við blóðskvettumyndir kvik- myndahúsanna, sem borið hefðu endanlegt sigurorð af rímum á 20. öld. í dag stæði því gjaman upp úr ljóðrænasta efnið, mansöngskaflam- ir - þrátt fyrir „blómað" málfar sumra sem komið hefði ákveðnu óorði á greinina. Hallfreður Öm Eiríksson fjallaði síðan lítillega um söfnun rímnalaga vítt og breitt um ísland í fremur hæggengri framsetningu, sem olli því að Njáll Sigurðsson næst á eftir varð að stytta verulega erindi sitt um „þann flutning bundins máls sem kallast að kveða“, enda tímaáætlun þá komin úr skorðum. Reifun rímna- hátta, sérkenni þeirra og „dýrleika" kveikti í hlustandanum hugmynd um stigagjöf á hagyi’ðingamótum eftir erfiðleikagráðu, líkt og gert er t.d. í ólympýskum dýfingum eða list- skautahlaupi, og er henni hér með komið á framfæri. Ennfremur rann upp fyiir manni af skeleggu máli Njáls og fjölda tóndæma af hljóm- diskum því til stuðnings, að ein ástæðan fyrir litlu tónsviði rímnalaga - allt niður í 3-4 tóna - væri einfald- lega sú, að kvæðamönnum væri líka- mleg ofraun að kveða heilt kvöld á víðfeðmu söngsviði. Svend Nielsen, magíster og alþýðuminjafræðingur frá Dan- mörku, var því miður, og án sýnilegr- ar ástæðu, beðinn að flytja mál sitt á ensku, og dró það óhjákvæmilega úr persónuleika og upplýsingagildi framsetningar hans um þjóðlög og þjóðlagasöfnun í norrænu samhengi. Nielsen, sem komið hefur hingað all- nokkram sinnum síðan 1962 og safn- að upptökum af kvæðamönnum, síð- ari skiptin á myndbandi, lék og sýndi nokkur áhugaverð dæmi um epískan kvæðaflutning frá Finnlandi og Serbíu. Að hyggju Nielsens væra ís- lenzku kvæðalögin sérstæð fyrir að fylgja bragarhætti fremur en texta eins og víðast annars staðar, auk þess sem sérkennandi væri fyrir ísl- and hvað epísk grein rímnakveð- skapar væri mikil að vöxtum miðað við „ballöður“ eða sagnadansa. I öðr- um N-Evrópulöndum væri þessu öf- ugt farið. Þá minntist hann á stöðug- leika ýmist miðtóns eða lokaseims kvæðamanna í tónhæð, og væri nán- ar um það fjallað í bók hans „Stabil- ity in Musical Improviation" frá 1982. I heild var góður rómur gerður að þessum fróðlegu erindum, og gengu menn margs vísari á vit kvæða- manna í Nýja bíói 1924 kl. 20 sama kvöld. Nokkrir vonarneistar hafa kviknað Þjóðlög munu samkvæmt stytztu fáanlegu skilgreiningu vera „þau lög sem engin veit hver hefur samið“. Má enn notast við hana, þó oft sé þeim málum blandið og eftir á komist stundum upp um gjörva hönd útsetj- ara og jafnvel framsmiða. Sbr. t.d. látalæti Brahms gagnvart ungversk- um rapsódíum sem hann þóttist að- eins hafa útsett, eða lög Fritz Kreis- lers sem í fyrstu áttu að heita kaffihúsgangar eða álíka. Hvort tveggja myndi falla undir það sem Engilsaxar nefna í gamni „fakelore" - til aðgreiningar frá „folklore", ósviknum þjóðminjum. Hefðu skipulegar þjóðlaga- rannsóknir hafizt jafnsnemma hér og í öðram Evrópulöndum þegar áhugi tónvísindamanna vaknaði á 19. öld, væri sjálfsagt meira vitað um aldui- og tilurð íslenzkra þjóðlaga en nú er. Einnig um rímnalögin, sem sum gætu hugsanlega verið jafngömul og elztu rímnatextarnir frá 14. öld og þar með talizt meðal elztu varðveittu alþýðulaga á Norðurlöndum. Það er dapurt tilhugsunarefni, að allt frá því er siglfirzki presturinn Bjami Þor- steinsson gaf út hið mikla safn ís- lenzkra þjóðlaga 1909 hefur lítið sem ekkert verið gert til að stilla saman rannsóknum einstakra tónvísinda- manna á íslenzkum tónlistararfi, hvað þá að þjóðlagasafnið hafi verið gefið út aftur endurskoðað í sam- ræmi við nútímakröfur. Það er ekki fyrr en á síðustu misseram sem nokkrir vonarneistar hafa kviknað: handritalagaskráning Collegium Musicum í Skálholti, stofnun Þjóð- lagafélagsins í Reykjavík í fyrra, fyrsta Þjóðlagahátíðin á Siglufirði sem hér um ræðir, og loks væntanleg stofnun Þjóðlagaseturs í húsi séra Bjarna á sama stað. Þó má minna á, að skipulegri rannsóknastarfsemi á háskólastigi hefur enn ekki verið fundinn tilverastaður í íslenzku menntakerfi. Rímnakveðskapur lifir í hæfilegum skömmtum Rímnaflutningur fjögurra kvæða- manna; Ásu Ketilsdóttur, Bára Grímsdóttur, Steindórs Andersen og Njáls Sigurðssonar fór fram að kveldi dags í veitingasal Nýja bíós, sem með svölum sínum minnti eilítið á gamla Glaumbæ í Reykjavík. Dag- skráin var einungis kynnt munnlega, og kann því eitthvað að hafa skolazt til. Aðsókn var mjög góð og and- rúmsloft ekki síðra; raunar svo eftir undirtektum að dæma, að svartsýnar fullyrðingar um andvana stöðu rímnakveðskapar nú á dögum virtust tilefnisminni en raun bar vitni - a.m.k. þegar framreiddur er í hæfi- legum skömmtum, eins og hér var um að ræða. Njáll Sigurðsson flutti fyrst nokk- ur erindi úr Ólafsrímum frá 14. öld, sem mun elzta varðveitta dæmi um þá bókmenntagrein. Steindór Ander- sen kvað þá úr Atlarímum í töluvert flúraðri stíl sem auðveldlega mætti skrökva að ósérfróðum að væri upp- haflegri, enda virðist manni tilhneig- ing á seinni áratugum að kveða æ söngrænna, þ.e. með færri eða eng- um örtónbilum, þó alltaf hljóti það að vera einstaklingsbundið. Njáll kvað næst hressilega úr kerskinni Göngu- Hrólfs rímu Bólu-Hjálmars um hvernig söguhetjunni var fagnað hjá Kölska, og því svaraði Steindór með allsvakalegri bardagalýsingu úr Rímu af Gunnari á hlíðarenda við svonefnt „Siglufjarðarlag“ undir stikluvikahætti. Steindór sagði einn- ig frá napurri dvöl Sigurðar Breið- fjörð á Grænlandi og kvað mansöng úr langhendri 3. rímu Númarímna. Svá fagrt ok vel Njáll tók upp þráðinn með brag- hendum mansöng við 9. rímu sama rímnaflokks og kynnti síðan kvæða- konur kvöldsins. Fyrri til að stíga á stokk varð Bára Grímsdóttir tón- skáld af kunnri kvæðamannaætt úr Vatnsdal. Bára kvað fyrst úr man- söng að 1. rímu ef ekki yngsta þá ör- ugglega kunnasta rímnaflokks 20. al- dar, Disneyrímna Þórarins Eldjárn frá 1978 um hið heimsfræga fiðurfé Andabæjar, er Þórarinn kenndi réttilega við raunsköpuð þess, Carl Barks. Bára kvað einnig stökur eftir Grím Lárusson, föður sinn, fyrst við afburðafallegt kvæðalag sem því miður týndist í kynningu en gæti sem bezt verið eftir hana sjálfa. Kveðandin virtist hér sem fyrr hjá Njáli með nútímalegu söngrænu sniði, þótt ógjömingur sé nú að slá neinu föstu um flutningsmáta fom- manna. Engu síður leiddi smágerð en lagviss sópranrödd Bára ósjálfrátt hug manns aftur til atviks- ins í Eiríks sögu rauða, þegar Guð- ríður Þorbjamardóttir kvað Varð- lokur „svá fagrt ok vel, at engi þóttisk heyrt hafa með fegri rödd kvæði kveðit“. Ása Ketilsdóttir kvað bamaþulur og stökur úr Isafjarðardjúpi af mikl- um innfieik, þar á meðal gamansama vísu um sneypuför glímumanna. Steindór fór þá með ljóð eftir Þor- stein Erlingsson og Njáll með hring- hendan Óð Ólínu Andrésdóttur til ferskeytlunnar. Kynntu þeir kvæða- lögin Húnvetningalag og Ásamanna- lag og kváðu síðan Vatnsdælinga- stemmu og Stemmu Páls og Gísla við raust. Eftir eldheita uppklöppun fóru öll fjögur loks með Ekkfiinn á Alfhamri eftir Davíð Stefánsson við rífandi undirtektir, enda efnisval hið skemmtfiegasta og flutningur með miklum ágætum. Nýjar vörur f hverri viku Verðdæmí: Jakkar Pils Buxur Bolir Stuttbuxur og bermudabuxur frá kr.l frá kr. 4.900 frá kr. 2.900 frá kr. 1.690 frá kr. 1.500 900 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.