Morgunblaðið - 09.08.2000, Side 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 C 3
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
ÍA - Gent 0:3
Laugardalsvöllur, 1. umferð í Evrópu-
keppni félagaliða, fyrri leikur, þriðjudaginn
8. ágúst 2000.
Aðstæður: Andvari, þurrt framan af leik en
úði seinni hlutann. Völlurinn góður.
Markskot: f A 7, Gent 18
Hornspymur: IA 3, Gent 7
Rangstaða: f A 5, Gent 2.
Mörk Gent: Gunther Schepens (34.), Mort-
en Pedersen (79.), Aldo Olcese (90.).
Gult spjald: Ólafur Þór Gunnarsson, ÍA, 61.
fyrir brot.
Rautt spjald: Engin.
Dómari: Drago Kos írá Slóveníu, stóð sig
mjögvel.
Aðstoðardómarar: Landar hans Andrej
Kokolj og Matjaz Bohinc.
Ahorfendur: 1.226.
ÍA: Ólafur Þór Gunnarsson - Sturlaugur
Haraidsson, Gunnlaugur Jónsson, Sigurð-
ur Jónsson, Kári Steinn Reynisson - Bald-
ur Aðalsteinsson (Guðjón Sveinsson 63.),
Jóhannes Harðarson, Alexander Högnason
(Pálmi Haraldsson 17.), Haraldur Hinriks-
son - Grétar Steinsson, Uni Arge (Hálfdán
Gíslason 81.).
Gent: Frederic Herpoel - Anders Christen-
sen, Geri Cipi, Emil Sterbal, Vita! Bork-
elmans - Jacky Peeters, Eric Joly (Saso
Gajver 82.), Martinus Laamers - Alexan-
dros Kaklamanos (Morten Pedersen 74.),
Gunther Schepens, Aldo Olcese.
Frakkland
Rennes - Paris SG................1:1
Lens - En Avant Guingamp.........3:2
Metz - AJ Auxerre................1:2
Troyes - Toulouse................1:1
Strasbourg - Lille...............0:4
Bastia - Bordeaux................2:0
Mónakó - Nantes..................2:5
St Etienne - Marseille...........3:0
Sedan 1 Olympique Lyon...........1:1
Skotland
St Johnstone - Hearts............2:2
Aberdeen - St Mirren.............2:1
Celtic - Motherwell..............1:0
Dundee - Dunfermline.............3:0
Hibemian - Dundee United.........3:0
Kilmarnock - Rangers2:4
Danmörk
AaB Álaborg - Silkeborg...........1:2
AB Kaupm.höfn - Haderslev.........4:0
OB Odense - AGF Aarhus...........4:0
FC Copenhagen 1 Lyngby...........1:2
FC Midtjylland - Brondby.........2:2
Herfolge - Viborg................1:5
Svíþjóð
Gais - Hácken....................1:1
Hammarby - Frölunda..............3:0
Sundsvall - Trelleborg...........4:2
Norrköping- Elfsborg.............0:1
Örebro - Örgryte.................1:3
Helsingborg-Halmstad.............1:0
Noregur
Bodö-Glimt - Stabaek.............3:3
Bryne - Haugesund.................1:0
Odd Grenland - Molde..............3:0
Rosenborg - Viking...............1:2
Tromso - Brann Bergen............4:1
Valerenga - Moss..................2:2
Evrópukeppnin
Undankeppni meistaradeildar, 3. umferð:
Zimbru Chisinau - Sparta Prag....0:1
Josef Obajdin 61.
Upptýsingar
(síma 580 2525
Toxtavarp IÚ 110-113
RÚV281, 283 og 284
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
Einíaldur
vinningur
i næstu viku
tm
Jókertölur vikunuar
0 9 4 2 5
Tívolítölur vikunnar
024988 028318
034392 538736
Fyrsta ferð farin 27.07.2000
6/8)19) I
30)39)4J) |
BÓNUSTÖLUR
Alltaf á i
miðvikudögum
Bröndby - Hamburger................0:2
- Sergej Barbarez 83., Mehdi Mahdavikia
85.
Sturm Graz - Feyenoord............2:1
Markus Schopp 22., víti, 90., víti - Igor
Komeev 7. Rautt spjald: Julio Ricardo
Cmz (Feyenoord) 90.
Besiktas - L. Moskva...............3:0
Nihat Kahveci 11., Pascal Nouma 80., Mir-
oslav Karahan 89.
I.Bratislava - Lyon................1:2
Peter Nemeth 75. - Sonny Anderson 50.,
Christophe Delmotte 89. Rautt spjald:
Florent Laville (Olympique Lyon) 90.
UEFA-keppnin, undankeppni:
Kepez Ganja - Antalyaspor..........0:2
- Sabakheddin Khinali 37., Meodrag Anj-
elovic 52. Rautt spjald: Gusein Magomedov
(Kepez Ganja) 18.
Intertoto-keppnin:
AJ Auxerre - Stuttgart.............0:2
- Pablo Thiam 18.Krassimir Balakov 70.,
víti.
Olomouc - Udinese..................2:2
Josef Mucha 12., Michal Kovar 24., víti -
Johan Walem 42, Roberto Sosa 65. Rautt
spjald: Valerio Bertotto (Udinese) 23.
Celta Vigo - Z. Pótursborg........2:1
Valery Karpin 21., Juanfran 90. - Alexi Ig-
onin 2.
IKVOLP
KNATTSPYRNA
Landssímadeild karla
(efsta deild karla)
Fylkisvöllur: Fylkir - Fram............19
Grindavík: Grindavík - Leiftur.........19
KR-völlur: KR - Breiðablik.............19
Stjömuvöllur: Stjaman - Keflavík.......19
1. deild karla:
Hlíðarendi: Valur - Skallagrímur.......19
Kaplakriki: FH - Tindastóll............19
■ HARALDUR Ingólfsson kom
ekki við sögu í sigurleik Elfsborgar
gegn Norrköping í sænsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Þórður
Þórðarson var einnig á varamanna-
bekknum í liði Norrköping. Hlut-
skipti Sigurbjarnar Hreiðarssonar
var það sama og hinna Islending-
ana þegar lið hans Trelleborg tap-
aði á útivelli gegn Sundsvall.
■ ÓLAFUR Krístjánsson var ekki í
liði AGP frá Árósum er tapaði 4:0
fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni á
sunnudag.
mLAURENT Blanc mun leika
kveðjuleik með franska landsliðinu
gegn heimsúrvali í Marseille síðar í
þessum mánuði. Blanc er 34 ára og
hafði hann lýst því yfir íyrir
Evrópumót landsliða í sumar að
hann ætlaði að leggja skóna á hill-
una að því loknu. Kveðjuleikurinn
verður 96. landsleikur Blancs og
sagðist hann í samtalið við L’Eq-
uipe hlakka til: „Þetta verður vina-
leg kvöldstund," sagði Blanc.
■ RICARDO Sa Pinto er á leið frá
Real Sociedad á Spáni og heim til
Sporting í Lissabon eftir að hafa
verið í þrjú ár í herbúðum spænska
félagsins. Reiknað er með að Sport-
ing verði að greiða um 180 milljónir
króna fyrir Pinto.
■ JUNLNHO hefur verið lánaður
frá Atletico Madrid til Vasco da
Gama í Brasiliu, þaðan sem kapp-
inn er. Um leið gerði Juninho
lengri samning við Madrídaliðið, til
ársins 2003. Juninho var á síðustu
leiktíða frá spænska félaginu til
Middlesbrough hvaðan hann kom
eftir eins ár veru árið 1997.
■ SAMKVÆMT fréttum frá
Frakklandi er líklegt að tæpur
helmingur keppenda í hinni forn-
frægu hjólreiðakeppni Tour de
France hafi notað ólögleg lyf fyrir
eða meðan á keppninni stóð. Að
sögn talsmanna þeirra sem tóku
lyfjaprófin hafa fundist leifar af
ólöglegum lyfjum í um 45% af
þvagsýnum keppenda.
■ REGGIE Miller, leikmaður Ind-
iana Pacers í NBA-körfuboltanum,
hefur gert samning við félagið.
Miller, sem verður 38 ára í lok
samningstímans, mun fá tæpa 2,8
milljarða króna fyrir næstu þrjú ár-
in. Miller hefur leikið með Pacers
frá árinu 1987 og verið einn besti
leikmaður liðsins.
Tryggvi
skor-
aði tvö
mörk
Tryggvi Guðmundsson,
landsliðsmaður í knatt-
spymu, skoraði tvö fyrstu mörk
Tromsö í 4:1 sigri á Brann um
helgina og að auki lagði
Tryggvi upp þriðja mark leiks-
ins. Tryggvi fékk 7 í einkunn
hjá Verdens Gang og er annar
markahæsti leikmaður norsku
úrvalsdeildarinnar, með 12
mörk. Tryggvi hefur gefið átta
stoðsendingar í leikjum sumar-
sins og er efstur á þeim lista og
séu mörk og stoðsendingar lögð
saman er Tryggvi þar einnig
efstur á blaði. Lið Tromsö hef-
ur leikið vel að undanfömu eftir
frekar slaka byrjun og er komið
í annað sætið á eftir Rosenborg
sem tapaði nokkuð óvænt á
heimavelli sínum fyrirViking
frá Stafangri, 2:1. Ríkharður
Daðason lék vel í liði Viking og
fékk 6 í einkunn og Auðun
Helgason lék að venju sem
hægri bakvörður í vörn Viking
og fékk Auðun 5 í einkunn. Árni
Gautur Arason stóð í marki
meistaranna frá Þrándheimi og
er Árni Gautur í þriðja sæti
lista Verdens Gang með 5,5 að
meðaltali í leikjum sumarsins.
Pétur Marteinsson var í byrj-
unarliði Stabæk og fékk aðeins
3 í einkunn en Marel J. Bald-
vinsson kom ekki við sögu hjá
Stabæk að þessu sinni. Leik
Lilleström var frestað vegna
veikinda í herbúðum Start.
Líklegt að Tromsö reyni
að freista Tryggva
Tryggvi Guðmundsson hefur
lýst því yfir að hann muni reyna
að komast að hjá öðru félagi í
haust og líklegt er að Tromsö
reyni að freista Tryggva með
nýju tilboði. Takist samningar
á milli aðila verður um tölu-
verða launahækkun að ræða
hjá Tryggva en samkvæmt
fréttum frá Noregi fær hann
tæpar 5,5 milljónir í laun á ári
hjá félaginu.
Morgunblaðið/Júlíus
Sigurður Jónsson, besti maður Skagamanna, skallar hér að marki eftir hornspyrnu og Uni Arge er við öllu búinn. Til varnar eru Belgamir, frá
hægri til vinstri, Borkelmans, Kakiamanos og Peeters.
Belgamir miklu
SKAGAMENN eiga erfitt verk fyrir höndum eftir tvær vikur ætli þeir
sér áfram í Evrópukeppni félagsliða en liðið tapaði 3:0 fyrir belgíska
liðinu KAA Gent á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Sigur Belganna hefði
allt eins getað orðið stærri því þeir voru mun betri og hafa örugglega
ekki miklar áhyggjur af síðari leiknum.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
elgamir komu ákveðnir til leiks og
voru greinOega staðráðnir í að
sækja, þeir stjómuðu gangi mála frá
fyrstu mínútu til þeirrar síðustu með ör-
fáum undantekningum
þegar Skagamenn létu
boltann ganga manna á
milli og gáfu sér tíma til
að sækja með öðram
hætti en langspymum yfir miðjumenn-
ina enda vora sóknarmennina oft ansi
einmana í baráttunni við hávaxna og ör-
ugga miðverði Gent.
Það er langt síðan sá er þetta ritar hef-
ur séð íslenskt lið leika eins illa á heima-
velli í Evrópukeppni. í raun má segja að
leikurinn hafi verið afskaplega slakur af
hálfu Skagamanna, ekki aðeins í þær 90
mínútur sem leikurinn stóð, heldur var
umgjörð hans óvenju léleg og talsvert
langt frá því sem var á áram áður þegar
Evrópuleikur þótti merkilegur.
Skagamenn vörðust vel en lengstum
var afskaplega lítið að gerast hjá liðinu
þegar framar kom á völlinn. Menn voru
nokkram sinnum klaufar að láta Belgana
veiða sig í rangstöðugildra og í tvígang í
fyrri hálfleik var aðstoðardómarinn
einnig veiddur í þá gildra.
Alexander Högnason fór meiddur af
leikvelli á 17. mínútu og var það slæmt
því hann býr yfir mikilli reynslu.
Þegar leikið hafði verið í tæpa hálfa
klukkustund áttu Belgar fínt skot sem
Ólafur Gunnarsson markvörður varði vel
í hom. Á 34. mínútu kom fyrsta markið.
Gunther Schepens gaf fallega sendingu
af miðsvæðinu út á hægri kantinn þar
sem Jacky Peeters tók við honum, lék
upp kantinn og gaf fyrir markið. Boltinn
fór yfir alla vamarmenn IA og Schepens
var mættur vinstra megin í teignum og
skoraði með viðstöðulausu skoti.
Belgar fengu tvö færi á síðustu mínút-
um fyrri hálfleiks, en þau nýttust ekki.
Síðari hálfleikinn hóf Uni Arge með
skoti sem var varið og eftir stundarfjórð-
ung fengu gestirnir vítaspymu er Grikk-
inn Kaklamanos var felldur. Eric Yoly
tók spymuna en skaut í stöngina.
Eftir þetta sóttu Skagamenn heldur í
sig veðrið en gekk erfiðlega að skapa sér
hættuleg markfæri. Gestimir fengu hins
vegar upplagt tækifæri til að auka for-
ystuna á 75. mínútu en Ólafur markvörð-
ur varði enn og aftur vel.
Fimm mínútum síðar kom hann hins
betri
vegar engum vömum við er Daninn
Morten Pedersen, sem kom inn á sem
varamaður fimm mínútum áður, skoraði
með viðstöðulausu skoti úr vítateignum
eftir góða sendingu landa síns Anders
Christensens.
Þriðja markið gerði Aldo Olcese á síð-
ustu mínútu leiksins en áður hafði hann
skotið yfir úr dauðafæri. Belgarnir voru
miklu meira með boltann og léku vel,
hlupu mikið án þess að vera með knött-
inn og nýttu auð svæði vallarins
skemmtilega undir öraggri stjóm Erics
Jolys.
Hjá LA bar Sigurður Jónsson af og er
trúlega eini maður liðsins sem kæmist í
lið Gent miðað við hvernig liðin léku í
gær. Gunnlaugur Jónsson átti einnig
ágætan leik eins og Jóhannes Harðarson
og Ólafur markvörður. Grétar Steinsson
var frískur og alltaf að reyna að skapa
eitthvað. Guðjón Sveinsson kom spræk-
ur inn um miðjan síðari hálfleikinn.
■ CHELSEA fékk rúmar 476 millj-
ónir króna frá tryggingunum þegar
ferill ítalska leikmannsins Pierluigi
Casiraghi var dæmdur á enda á
dögunum. Casiraghi meiddist á hné
gegn Liverpool í sínum 10. leik fyrir
félagið fyrir 20 mánuðum. Síðan þá
hefur hinn 31 árs gamli leikmaður
farið í 10 uppskurði sem hafa ekki
borið árangur. Chelsea þarf þar með
ekki lengur að borga honum tæpar
fjórar milljónii’ króna í vikukaup.
MRICHARD Wríght, markvörður
enska úrvalsdeildarliðsins Ipswich,
hefur skrifað undir nýjan tveggja
ára samning við félagið. Hann hafði
vakið áhuga nokkurra liða, þ.á m.
Celtic, en ákvað að vera um kyrrt
hjá Ipswich, sem vann sér sæti í úr-
valsdeildinni á síðustu leiktíð.
Wright er aðeins 21 árs gamall og
lék sinn fyrsta A-landsleik á árinu
fyrir England.
■ ROBBIE Fowler, leikmaður
Liverpool, meiddist enn einu sinni á
ökkla þegar liðið lék gegn írska lið-
inu Glentoran á æfingamóti í Belfast
á dögunum. Hann var búinn að
skora eitt af mörkum Liverpool í
4:0-sigri þegar hann var borinn af
velli og flaug hann í morgun aftur til
Liverpool þar sem hann fer í sjúkra-
meðferð. Enn er óvíst hversu alvar-
leg meiðslin era en Fowler hefur
verið afar óheppinn með meiðsli síð-
ustu tvö ár.
■ FORRÁÐAMENN enska úrvals-
deildarliðsins Tottenham Hotspur
hafa ákveðið að endurgreiða þeim
handhöfúm ársmiða að heimaleikj-
um félagsins sem eru óánægðir með
að félagið skyldi hafa selt Frakkann
vinsæla David Ginola. Sölunni var
mótmælt á heimasíðu félagins af
ársmiðahöfum og sögðust margir
ekki hafa keypt miða hefðu þeir vit-
að að Ginola yrði ekki í herbúðum
Tottenham í vetur.
■ ALEN Boksic, sem leikið hefur
með ítalska liðinu Lazio að undan-
fömu, er á leið til enska úrvalsdeild-
arliðsins Middlesbrough. Félögin
hafa komist að samkomulagi um
kaupverð sem mun vera 2,5 milljónir
punda, eða um 300 milljónir króna.
Boksic, sem er 30 ára, hefur þegar
staðist læknisskoðun og er nú ein-
ungis beðið eftir atvinnuleyfi fyrir
hann.
Allt of fáir
náðu toppleik
„ÉG átti ekki von á að leikurinn skyldi fara svona því ég vonaði að
allir leikmenn okkar du ná toppleik, sem er alger nauðsyn til að ná
hagstæðum úrslitum gegn liði sem er í næsta gæðaflokki fyrir ofan
okkur,“ sagði Sigurður Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn við Gent
í gærkvöldi, en hann var bestur Skagamanna og átti í fullu tré við
Belgana. Þar kom leikreynslan sér vel. „Það voru of margir leik-
menn hjá okkur, sem náðu ekki toppleik - það gæti verið reynslu-
leysi eða að of mikil virðing var borin fyrir mótherjunum og þess
vegna sigruðu þeir réttmætt."
Sigurður vildi vinda sér beint í
bikarkeppnina. „Leikurinn í
Belgíu eftir tvær vikur verður erf-
^iður því þetta voru
Stefán vel sPilandi leik'
Stefánsson menn- sem nÝttu
skrifar færin sín vel. Við
verðum hins vegar
að gleyma þessum leik sem allra
fyrst og einbeita okkur að bikar-
leiknum í næstu viku. Það er mik-
ilvægasti leikur okkar í sumar því
deildarkeppnin hefur ekki gengið
upp og gott fyrir liðið eftir framm-
istöðuna hér í kvöld.“
Gömul meiðsli tóku sig upp hjá
varnarjaxlinum Alexander Högna-
syni og varð hann að fara út af áð-
ur en stundarfjórðungur var lið-
inn. „Það er alltaf leiðinlegt að fá
ekki að taka þátt í svona leikjum,"
sagði Alexander eftir leikinn. „Við
áttum von á sterku liði enda ætl-
uðum við að vera skynsamir og
loka svæðum en þegar hitt liðið
svo kemst yfir er ekki hægt að
liggja í skotgröfunum á heimavelli
heldur verður að sækja og það
gekk ekki. Það mátti sjá, eins og
svo oft hjá íslenskum liðum þegar
þau þurfa að sækja framar á völl-
inn og svæðin fyrir aftan vörnina
opnast hve kaldur raunveruleikinn
blasir við manni enda réðum við
illa við það. Nú verðum við að líta
fram á veg og hugsa um bikar-
keppnina, sem er okkar helsti
vettvangur til afreka í dag.“
Næsti leikur við ÍA
verður ekki vandamái
„Við spiluðum vel en mér fannst
hitt liðið ekki gott og næstu leikir
á eftir verða erfiðari,“ sagði Al-
exandros Kaklamanons, leikmaður
númer 10 hjá Gent, sem gerði
varnarmönnum Skagamanna
marga skráveifuna. „Þetta var
góður dagur hjá okkur með 3:0
sigri en við megum ekki gleyma
okkur og missa einbeitinguna,
heldur hugsa um næstu leiki á eft-
ir þessum við ÍA. Við vissum lítið
um IA fyrir leikinn en urðum að
taka leikinn alvarlega - það gerð-
um við og unnum en ég held að
næsti leikur við ÍA verði ekki mik-
ið vandamál fyrir okkur.“
Katrín með
tvömörk
KATRÍN Jónsdóttir gerði tvö mörk
fyrir Kolbotn er liðið sigraði Larvik
7:2 á útivelli í gærkvöldi. Leikurinn
var í átta liða úrslitum norsku bikar-
keppninnar og er Kolbotn þar með
komið í undanúrslit keppninnar
ásamt Trondheim Örn, Ásker og
Björnar og verður dregið í dag.
Katrín lék vel í gærkvöldi og fór
fyrir liði sínu enda var hún fyrirliði í
leiknum.
Helgi skor-
aði í tvígang
HELGI Sigurðsson skoraði tvö mörk
er lið hans, Panathinaikos, vann
Ethnikos, 3:0, í fyrstu umferð grísku
bikarkeppninnar um helgina. Helgi
skoraði annað og þriðja mark liðsins,
hvort í sínum hálfleiknum.
Fyrra mark Helga var einkar
glæsilega gert með bakfallsspyrnu
eftir að Helgi fékk sendingu af
stuttu færi frá samherja að lokinni
hornspyrnu.
Leikmenn Panathinaikos þóttu
ekki leika vel í leiknum en Helgi
fékk þó hól fyrir sína frammistöðu.
ísland í þriðja
sæti á NM í
körfuknattleik
Norðurlandamóti karlalandsliða
í körfuknattleik lauk á laug-
ardag í Keflavík og sigruðu Svíar í
öllum leikjum sínum og lið Finna
varð í öðru sæti. íslenska A-liðið
varð í þriðja sæti þrátt fyrir óvænt
tap gegn B-liði Islands á fimmtu-
dag.
Á föstudag vann A-lið Islands lið
Dana með 80 stigum gegn 70 og
stig íslands skoruðu: Baldur Ól-
afsson 21, Herbert Arnarsson 14,
Logi Gunnarsson 11, Jón Arnar
Ingvarsson 10, Jón Arnór Stefáns-
son 9, Friðrik Stefánsson 6, Gunn-
ar Einarsson 4, Birgir Örn Birgis-
son 3, Fannar Ólafsson 2. íslenska
liðið mætti Finnum í lokaleik
mótsins og sigruðu Finnar með 75
stigum gegn 70. Stig íslands skor-
uðu: Herbert Arnarsson 13, Jakob
Örn Sigurðarson 9, Fannar Ólafs-
son 9, Jón Arnór Stefánsson 8,
Baldur Ólafsson 7, Logi Gunnars-
son 6, Jón Arnar Ingvarsson 5,
Friðrik Stefánsson 5, Gunnar Ein-
arssson 4, Falur Harðarson 4. „El-
ítuhópur KKÍ“ lék á mótinu sem
gestalið og kom á óvart með því að
leggja A-lið íslands að velli og á
laugardag voru Norðmenn lagðir
með eins stigs mun en lokatölur
leiksins urðu 96-95 og stig íslands
skoruðu: Ingvar Guðjónsson 21,
Jón N. Hafsteinsson 17, Magnús
Þ. Guðjónsson 15, Hlynur Bær-
ingsson 15, Steinar Kaldal 12, Óð-
inn Ásgeirsson 8, Helgi M. Magn-
ússon 5, Sigurjón Ö. Lárusson 4.
Lokastaða NM í körfuknattleik
var því þannig að Svíar urðu
meistarar, Finnar í öðru sæti, A-
lið íslands í því þriðja með tvo
sigra og þrjú töp, Danir urðu núm-
er fjögur með sama árangur og ís-
lendingar og í fimmta sæti varð B-
lið íslands einnig með tvo sigra og
þrjú töp, Norðmenn ráku lestina
en liðið vann ekki leik á mótinu.
Svíar velja
sterkt lið
gegn íslandi
Ellefu sextán leikmönnum í leik-
mannahópi Svía fyrir leik
þeirra gegn íslendingum á Laugar-
dalsvelli 16. ágúst leika utan Svíþjóð-
ar en leikurinn er liður í Norður-
landamótinu. Henrik Larsson og
Johan Mjallby, sem leika með Celtic,
gætu bæst við hópinn ef Tommy
Söderberg, landsliðsþjálfari Svía,
fær leyfi frá skoska félaginu en það á
að leika á sama tíma í skosku úrvals-
deildinni.
Hópurinn er annars þannig skip-
aður:
Markverðir:Magnus Hedman
(Coventry City), Magnus Kihlstedt
(Brann). Varnarmenn:Patrik Amd-
ersson (Bayern Múnchen), Joakim
Björklund (Valencia), Teddy Lucie
(AIK Stokkhólmi), Olof Mellberg
(Racing Santander), Roland Nilsson
(Helsingborg). Miðjumenn: Niklas
Alexandersson (Everton), Daniél
Andersson (Bari), Anders Svensson
(Elfsborg), Hákan Mild (IFK Gauta-
borg), Fredrik Ljungberg (Arsenal),
Magnus Svensson (Bröndby). Sókn-
armenn:Marcus Allbáck (Orgryte),
Kennet Andersson (Fenerbache),
Yskel Osmanovski (Bari).
Evrópumet í
stangarstökki
ANZHELA Balakhonova, Úkraínu, bætti eigið Evrópumet í
stangarstökki kvenna um einn sentímetra á alþjóðlegu frjáls-
íþróttamóti í Linz í gærkvöldi. Balakhonova stökk 4,56 metra
og átti í framhaldinu góðar tilraunir við heimsmet, 4,64. Lán-
aðist henni ekki að lyfta sér yfir þá hæð að þessu sinni en
sýndi að Evrópumeistarinn er til alls Iíklegur þegar að Ólynip-
fuleikunum í Sydney kemur í næsta mánuði. Þess má geta ís-
lands- og Norðurlandamet Völu Flosadóttur, ÍR, er 4,36 metr-
ar. Hún var ekki með i keppninni í Linz.
Balakhonova sýndi mikið öryggi í keppninni í Linz, stökk
4,30,4,50 og 4,56 í fyrstu tilraun. I öðru sæti varð Daniela
Bartova, Tékklandi, stökk 4,45 metra og Rússinn Svetlana
Feofanova hlaut þriðja sætið, stökk 5 sentímetrum lægra en
Bartova.
VP. mót USVS
Hið árlega VP. mót sem haldið er í Vík í Mýrdal,
verður laugardaginn 12. ágúst næstkomandi
og hefst kl. 12.30. Keppt er á iitlum völlum,
12 manna lið þar sem 7 spila inn á.
Skráningargjald kr. 15.000.
Skráning í símum 487 1381 og 863 8562, Árni.
Skráningu lýkur 11. ágúst kl. 17.00.
t;---------------1
I FYp§TA SINN
* /AISLANDI
FRAMTIÐARSTJORNUR
„RISING STARS"
Körfuboltaskóli Jim Dooley og Péturs Guömundssonar
fyrir stróka og stelpur 9-16 óra
Goðsögn meðal þeirra sem til þekkja.
Pétur Gu&mundsson; eini íslenski
leikmaðurinn sem leikið hefur í NBA.
Kennsla í 3 klst. daglega, mánudag
til föstudags 14-18 ógúst í íþrótta-
húsinu Grafarvogi kl. 9-12 og í
Smáranum, Kópavogi kl. 16-19.
-Verðkr. 10.000
- Afsláttur fyrir lið
laarsláttui
5 daga tækniþjálfun þar sem farið
er í öll helstu undirstöðuatriði 1
körfubolta td. fótavinnu, fráköst, skot,
boltameðferð / knatttækni, grunn-
tækni o.fl. í markvissri stöðvaþjálfun
undir stjórn frábærra þjálfara.
Þessi einstaki körfuboltaskóli er
samstarfsverkefni körfuknattleiksdeilda
Vals / Fjölnis og Breiðabliks, "Rising
Stars", Péturs Guðmundssonar og IT
ferða.
Stjórnendur: Jim Dooley; stjórnandi
„Rising Stars,, körfuboltabúðanna í
Bandaríkjunum og fyrrum þjálfari IR.
- Systkinaafsláttur
Skráning og allar upplýsingar:
ÍT ferðir, sími 588 9900,
fax 588 9901, e-mail: ittravel@toto.is
íþróttamiðstöðin I Laugardal,
104 Reykjavik
ít
FERÐIR
travel