Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 4
4 B FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
S'
ÉRSTAÐA þessarar veflausnar felst í
því að neytendum er gert kleift að
skipuleggja, bóka og kaupa flókna
ferð með einföldum hætti heima í
stofu. Destal skapar sameiginlegan vettvang
fyrir markaðssetningu, skipulagningu og sölu
svæðisbundinnar ferðaþjónustu á Netinu
hvort sem um er að ræða ákveðin svæði eða
heil lönd. Verða markaðssvæði og lönd mark-
aðssett á vefsíðum sem bera heiti svæðisins
og síðan endinguna Total.com. ísland verður
fyrsta landið þar sem þessi nýja veflausn
verður tekin í notkun, með vefslóðinni Ice-
landTotal.com. Á vefsíðunni verða allar al-
mennar upplýsingar um land og þjóð, ásamt
ítarlegum upplýsingum um þá ferðaþjónustu
sem er í boði ásamt möguleikum til að bóka og
ganga frá greiðslu. Ráðgert er að Iceland-
Total.com taki til starfa á Netinu með haust-
inu.
Ekkert því tii fyrirstöðu að
Flugleiðir eigi minnihluta
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða,
segir að opnun nýja vefsvæðisins sé í sam-
ræmi við stefnu félagsins en greint var frá því
á síðasta ári að Flugleiðir stefndu að því að
innan tveggja ára yrðu 50% af farmiðasölu fé-
lagsins í gegnum netið. Segir Sigurður stefna
í að það gangi eftir. „Flugleiðir eiga enn sem
komið er allt hlutafé í Destalen markmiðið er
að selja aðilum sem tengjast ferðaþjónustu
hlut í félaginu. Auk þess verður fagfjárfestum
gefinn kostur á að koma að fjármögnun fé-
lagsins. Ekkert er því til fyrirstöðu að Flug-
leiðir verði með minnihlutaeign í nýja félaginu
þegar því vex fiskur um hrygg.“
Sigurður segir að það séu tvenns konar
verkefni sem Destal sé ætlað að sinna. Annars
vegar að selja ísland erlendis og hins vegar
að selja kerfið til annarra landa.
„Lítil markaðssvæði, sem svipar
til íslands, þurfa á heildstæðum
lausnum að halda líkt og við til
þess að hverfa ekki í ferðamögu-
leikafrumskóginum. Þrátt fyrir
að fyrst um sinn sé um íslands-
vef að ræða þá er hægt að selja
kerfið sem slíkt til annarra
svæða.“
Samkeppnisaðilum
boðið að vera með
Kolbeinn Arinbjamarson, sem
gegnt hefur starfi forstöðu-
manns markaðssetningar hjá
Flugleiðum, hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Destal. Að
hans sögn eru Flugleiðir með
nánast öll stig ferðaþjónustunn-
ar innan húss, bæði markaðs-
setninguna erlendis, flugið og
því sem gerist á jörðu niðri.
„Með því að fara þessa leið, þ.e.
að opna vef sem þennan og bjóða
öðrum ferðaþjónustuaðilum á
Islandi að taka þátt, þá erum við
að reyna að auka möguleika
ferðaþjónustunnar með þvi að
bjóða henni aðgang að þeirri
miklu markaðs- og söluþekkingu
sem Flugleiðir hafa erlendis.
Þetta samstarf þýðir fleiri val-
kosti fyrir erlenda ferðamenn á
leið til Islands, þannig að fólk
getur á einum stað valið úr gisti-
möguleikum bílaleigum og flugi.
Á það jafnt við samkeppnisaðila
okkar sem og aðra. Tilgangurinn
er að gera Island að enn áhugaverðari kosti
fyrir ferðamenn með því að gera þeim auð-
veldara um vik að afla sér upplýsinga um land
og þjóð.“
Litlir staðir verða undir i baráttunni
Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Flugleiða, segir að þró-
unin sé sú að ferðaheildsalar erlendis eru allt-
af að verða stærri og stærri sem þýði einfald-
lega það að þeir einbeita sér að stóru
stöðunum og litlir staðir eins og ísland verði
því miður að einhverju leyti undir í baráttunni
um að hljóta náð fyrir augum ferðalanga.
Ekki síst vegna þess að mikið skorti oft upp á
að viðkomandi ferðaheildsalar hafi þekkingu
og vilja til þess að koma landinu á framfæri
við viðskiptavini sína. „Okkar svar er að gera
hlutina sjálfir á Netinu og sleppa þannig við
töluvert af milliliðum. Að stytta boðleiðir milli
ferðaþjónustuaðilans og ferðamannsins getur
lækkað heildarverð ferðarinnar umtalsvert en
kostnaður við þessar dreifileiðir getur numið
allt að 30-40%.“
Fyrst var það iðnbyltingin nú er það Netið
Að sögn Kolbeins er mai'kaðsþjónusta og
sala á ferðum að breytast mjög mikið, meðal
annars með tilkomu Netsins. „Á sínum tíma
hafði iðnbyltingin mikil áhrif á ferðaþjónustu
og gerði ferðalög miklu auðveldari. Rafræn
dreifing, til dæmis á farmiðum, hófst fyrir
nokkrum áratugum og auðveldaði öll ferðalög
Upplýsinga-
hraðbrautin
ferðamáti
framtíðarinnar
Flugleiðir hafa kynnt stofnun sérstaks fyrirtækis um
nýja veflausn fyrir ferðaþjónustuna. Nýja fyrirtækið
hefur hlotið nafnið Destal, sem er stytting úr heiti vef-
lausnarinnar „Destination Portala. Starfsmenn Flug-
leiða hafa unnið að þessu verkefni síðastliðin 2 ár í sam-
vinnu við innlenda og erlenda sérfræðinga. Guðrún
Hálfdánardóttir hitti forsvarsmenn verkefnisins að
máli sem sögðu henni frá óteljandi möguleikum á að
kynna land og þjóð fyrir áhugasömum ferðalöngum.
Morgunblaðið/Kristinn
Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða, Sigurður Helgason, forsijóri Flugleiða, og
Kolbeinn Arinbjamarson, framkvæmdastjóri Destal, hafa allir komið að undirbúningi að stofnun veffyrirtækisins Destal.
til muna en nú erum við að sjá aðra byltingu í
ferðaþjónustu með Netinu, en það er upp-
lýsingabyltingin sem Netið hefur hrundið af
stað. Samkvæmt þeim rannsóknum og spám
sem við höfum kynnt okkur þá kemur það í
ljós að notendur Netsins telja líklegast að þeir
eigi eftir að kaupa ferðaþjónustu á Netinu
fremur en annað. í þessu sambandi má nefna
könnun sem Jupiter Communications gerði
meðal neytenda í ríkjum Evrópusambandsins
um verslun á Netinu. Þar kom í ljós að í öllum
löndum nema Spáni var ferðaþjónusta í fyrsta
sæti hvað varðar viðskipti á Netinu."
Sigurður bendir á að tveir af stærstu sölu-
aðilum Flugleiða í Bandaríkjunum, Priceline,-
com og Expedia.com, selji einvörðungu í
gegnum Netið og að aukingin hjá þeim er um
3-400% á milli ára. „Það er því ljóst að það er
mjög mikilvægt fyrir okkur að taka þátt í
þessari þróun í stað þess að reyna að hefta
hana. Með því væri verið að fórna meiri hags-
munum fyrir minni."
Hlutur hópferða fer minnkandi
Að sögn Steins Loga eru ferðamenn í mörg-
um tilvikum komnir fram úr ferðasöluaðilum
á upplýsingatæknihraðbrautinni. Vel yfir 50%
af þeim Bandaríkjamönnum sem koma á veg-
um Flugleiða til landsins hafa leitað upplýs-
inga á vef Flugleiða á Netinu um land og þjóð.
Á þeim markaðssvæðum Flugleiða þar sem
netnotkun er mest eru 12-14% af farmiðasölu
félagsins í gegnum Netið. „Við teljum og sjá-
um það nú þegar að aukningin er í einstakl-
ingsferðum á kostnað hópferða. Fólk vill í
auknum mæli ráða ferðinni sjálft og skipu-
leggja ferðina í samræmi við áhugamál hvers
og eins. Því hefur orðið talsverð söluaukning
hjá bílaleigum og fleiri farþegar koma utan
hefðbundins háannatíma. Þjóðverjarnir eru
enn mjög mikið í pakkaferðum en samt sem
áður hefur dregið þar úr en Þjóðverjar eru að
meðaltali tvær vikur á íslandi á meðan
Bandaríkjamenn dvelja í þrjár til fjórar næt-
ur. Með aukningu í styttri ferðum hefur aukn-
ingin orðið mest á suður- og suðvesturhorninu
en við sjáum fyrir okkur að það eigi eftir að
breytast með aukinni leigu á bílum. Því um
leið og menn ráða ferðinni sjálfir opnast
möguleikinn á að heimsækja staði sem eru ut-
an suðvesturhornsins," segir Steinn Logi.
Mikill áhugi á þátttöku
hjá ferdaþjónustuaðilum
Að sögn Sigurðar gerðu Flugleiðir skoðana-
könnun meðal 900 aðila sem tengjast ferða-
þjónustu á einn eða annan hátt þar sem spurt
var hvort viðkomandi hefði áhuga á að skrá
þjónustu sína á IcelandTotal.com. Menn voru
mjög jákvæðir á nýjungina og sendu um 650
aðilar jákvæð svör um þátttöku. Kolbeinn
segir að mikilvægt sé að erlendir ferðamenn
geti nálgast upplýsingar á einum og sama
staðnum því í dag séu sennilega yfir
tvöhundruð vefsvæði sem tengjast ferða-
möguleikum á Islandi á einn eða annan hátt.
Gjörsamlega vonlaust sé fyrir neytandann að
finna það sem hann leitar að í þeim frumskógi
og því er brýn þörf á því að bjóða upp á heild-
stæðan ferðavef þar sem neytandinn fær það
sem hann vill og þarf á að halda. „Ekki bara
upplýsingar um hótel, bílaleigur og flug held-
ur líka afþreyingarmöguleika í nágrenni gisti-
staða og eins verður kort af íslandi þar sem
viðskiptavinurinn getur auðveldlega reiknað
út allar fjarlægðir á milli staða. Landmat sér
um gerð kortsins en það er mjög notenda-
vænt. Á því verða skráðir þeir ferðaþjónustu-
aðilar sem starfa á viðkomandi landssvæðum
ásamt bensínstöðvum, matsölustöðum og svo
mætti lengi telja."
Ferðalagið skipulagt frá grunni hjá Destal
Að sögn Kolbeins verður fylgst náið með
því að þeir sem skrá sig og sína þjónustu á
vefsvæðinu séu ábyrgir aðilar. Setja verði
skilyrði fyrir skráningu til þess að tryggja það
að óprúttnir aðilar hlunnfari ekki væntanlega
viðskiptavini. Atvik sem slík geti eyðilagt ára-
langt uppbyggingarstarf fyrir öllum öðrum
sem bjóða upp á þjónustu á vefsvæðinu. Eins
verður sett upp samskiptarás á Vefnum þar
sem menn geta skipst á skoðunum um landið
og þá möguleika sem það býður upp á.
Sigurður segir að unnið sé að því að setja
upplýsingar af ýmsum toga um Island inn á
vefinn auk þess sem mikill áhugi sé á því að
bjóða upp á fréttir á vefnum. Jafnvel að neyt-
endur geti keypt íslenskar vörur, s.s. bækur
og kort, á honum. „Þú átt að geta gert allt
sem tengist Islandsferðinni þinni á Icelan-
dTotal.com áður en þú leggur af stað og farið
áhyggjulaus í fríið. Ekki með áhyggjur af því
að fá gistingu og að þér hafi yfirsést einhverj-
ir skemmtilegri möguleikar. Við höfum unnið
að þessu í tvö ár og erum nú loks að sjá fyrir
endann á undirbúningsvinnunni
þi'átt fyrir að ekki sé komin
dagsetning á hvenær vefurinn
verður opnaður en það verður
einhvern tíma á haustdögum."
Sterk staóa Flugleióa
á vefnum kemur sér vel
Steinn Logi bætir við að Ice-
landTotal.com byggi á einu
sterkasta vörumerki sem ís-
lenskt fyrirtæki á erlendis, þ.e.
vörumerki Flugleiða, auk þess
sem vefur Flugleiða sé eflaust sá
mest sótti erlendis frá. „Reynd-
ar sýna kannanir það að vefur
okkar er mjög vel sóttur af öll-
um þeim sem koma hingað. Til
þess að koma IcelandTotal.com
enn frekar á framfæri þá mun-
um við nýta okkur reynslu og
þekkmgu okkar samstarfsfólks
erlendis til að kynna þessa nýj-
ung. En Flugleiðir fara ekki var-
hluta af því púðri sem eytt hefur
verið í að kynna Netið fyrir al-
menningi undanfarin ár þannig
að við stöndum mjög vel að vígi
að hafa netvæðst mjög fljótt.
Enda hefur félagið verið fengið
til þess að kynna ferðamögu-
leika á Netinu á ferðakaupstefn-
um og ráðstefnum. Við höfum
alltaf sagt að það þýði ekki að
berjast á móti þróuninni þrátt
fyrir að hún eigi jafnvel eftir að
hafa neikvæð áhrif á afkomu ein-
hverra dótturfyrirtækja Flug-
leiða en á móti kemur jákvæð á
önnur,“ segir Steinn Logi.
Að sögn Kolbeins verður vakt allan sólar-
hringinn á vefnum m.a. til þess að svara í síma
ef viðskiptavinir vefjarins lenda í vandræðum.
Verður sú þjónusta á þeim tungumálum sem í
boði eru á vefnum, það er ensku til að byrja
með en þýsku og íslensku fljótlega þar á eftir.
Starfsmenn Destal verða 8 talsins í byrjun en
hluti af starfsemi s.s. þróun og þjónusta hjá
verktökum en um níu undirverktakar hafa
komið að undirbúningnum. „IcelandTotal.com
er eflaust stærsta vefhugbúnaðarverkefni
sem íslenskt fyrirtæki hefur lagt í og það hef-
ur vakið mikla athygli hjá þeim sem þar hafa
komið að.
Fyrirtækið verður ekki staðsett innan dyra
hjá Flugleiðum heldur verður það með starf-
semi í Armúlanum Við leggjum áherslu á að
þetta sé ekki bara Flugleiðavefur þrátt fyrir
að undirbúningurinn hafi verið hjá okkur
heldur almennur vefur um alla þá möguleika
sem ísland hefur upp á að bjóða fyrir ferða-
menn sem leggja leið sína til íslands nú eða
Islendinga sem eru á ferð og flugi um eigið
land,“ segir Kolbeinn.
Að sögn Steins Loga verður síðar boðið upp
á þann möguleika að flytja upplýsingar af
vefnum yfir í Palm Pilot-vasatölvur og hugs-
anlega WAP-síma. „Eins er alltaf fyrir hendi
sá möguleiki að fá send skilaboð í GSM-síma
um tilboð þannig að möguleikarnir eru óþrjót-
andi á upplýsingahraðbrautinni - ferðamáta
framtíðarinnar,“ segir Steinn Logi að lokum.