Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 5
4 E FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 E 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF ■ ■ / BLQNDUÐ BYGGÐIBORG Góður andi í hverfinu AUSTAN við Sæbrautina í Reykja- vík Ieynist lítið hverfl sem lætur ekki mikið yfir sér. Súðarvogur, Kænu- vogur og Dugguvogur eru götur sem flestir tengja við iðnað og ekkert annað. Utan frá virðast, hinir sömu hafa rétt fyrir sér. Húsin eru til dæmis merkt „Stálprýði" og „Vélar- öst“ og starfscmin sem auglýst er samanstendur m.a. af teppaþjón- ustu, bifreiðaverkstæði og trés- miðju. Ekki má heldur gleyma Voga- kaffi sem býður upp á „hcimilismat f hádeginu'* eins og auglýst er á skilti fyrir utan. Ibúar hverfisins segja Vogakaffi miðstöð hverfisins. Ibúar? Já, á síð- ustu árum hefur íbúum hverfísins fjölgað. Þeir sem setjast þarna að eru aðallega listamenn sem notfæra sér að þarna er að finna öðruvísi húsnæði; hæðir þar sem hátt er til lofts og vítt til vcggja. Opið rými cin- kennir iðnaðarhúsnæði af þessu tagi og auðvelt er að breyta þv/þannig að það henti vel sem bæði íbúð og vinnustofa. Listamenn hafa löngum kosið að setjast að í húsnæði af þcssu tagi. Sem dæmi kaus mcistari Kjarval að búa og starfa síðustu árin í húsnæði Breiðljörðs-Blikksmiðju við Sigtún. Því má segja að hann hafí lagt lín- umar fyrir það sem koma skyldi. Morgunblaðið/Arnaldur 1. Sólu finnst gott að búa og vinna á sama stað en hún segir að starf Ijósmyndarans sé þess eðlis að hann sé hvort sem er alltaf í vinnunni. 2. Ljósmyndagræjurnar hennar Sólu rúmast vel í íbúðinni en áður hefur rýmið nýst m.a. fyrir æfingahúsnæði hljómsveita og arkitektastofu. 3. Eldhúsið er eitt af fáum eiginlegum herbergjum í íbúðinni en þaðan er gott útsýni yfir iðnaðarstarfsemina í Kænuvoginum. 4. Sóla lærði Ijósmyndun í Bandaríkjunum þar sem hún bjó í átta ár en hennl féll sólin og birtan í Santa Barbara vel í geð. RÖÐ tilviljana varð til þess að Sigurður Ámi Sigurðsson myndlistarmaður fann hús- næði í Súðarvoginum. „Ég var búinn að leita að hentugu húsnæði í tvö ár. Ég hafði augastað á hverfinu hér en var einnig búinn að athuga iðnaðarhús- næði í Kópavogi, Seltjamamesi og úti á Granda. Þegar ekkert gekk ákvað ég að gera eins og tíðkast í París; að spyrj- ast fyrir á kaffíhúsi í hverfínu. Ég heimsótti Vogakaffí, en það er sann- kölluð miðstöð hverfisins, og þá fóm hlutimir að ganga hratt og greiðlega fyrir sig,“ segir hann. Sigurður Ami hitti mann sem þekkti mann sem þekkti mann sem átti hæð sem var að losna í Súðarvoginum. I þessu tilviki er reyndar réttara að tafa um afgreiðslustúlku sem þekkti smið sem þekkti bifvélavirkja sem þekkti byggingaverktaka. Hæðin í Súðarvog- inum reyndist vera geymsla bygginga- verktakans og á henni festi Sigurður Ámi kaup og flutti hann inn fyrir rúmu ári. Þetta er engin venjuleg geymsla því hæðin er samtals 140 fermetrar og lofthæðin þrír metrar. Rýmið er opið og hentar vel sem vinnustofa mynd- listarmanns. Gluggamir em mjög stór- ir og gefa birtu eftir því. Að sögn Sig- urðar Ama er birtan j öfn og því gott að rnála þama. Ekkert annað kom til greina „Það var hreinlega eins og mér væri ætlað húsnæðið. Hjá mér kom ekkert annað til greina en að kaupa iðnaðar- húsnæði til að geta haft íbúð og vinn- ustofu undir sama þaki. Það hefði verið allt of dýrt fyrir mig að leigja eða kaupa bæði íbúð og vinnustofu. Mér fannst einnig mikið atriði að hafa nóg geymslupláss. Fæstir gera sér grein fyrir því hversu mikið dót myndlistar- menn hafa í eftirdragi; verk sem maður kemur ekki til með að sýna en vill held- ur ekki losa sig við taka ótrúlegt pláss, íyrir utan verkfæri, smíðaefni og fleira. Það fylgir því ýmislegt að vinna á sama stað og maður býr. Það er stans- laust áreiti. Eg geng ekki frá borðstofu til eldhúss öðruvísi en að sjá eitthvað athugavert við síðasta verk á vinnu- stofunni. Þegar eldhúsáhöld heimiiis- ins em týnd og matardiskar notaðir sem litaspjöld, þá auðvitað spyr maður sjálfan sig hvort þetta sé nú gáfulegt. Ég er umvafinn því sem ég er að fást við hverju sinni og það getur verið erf- itt að hætta að vinna. Ég gæti auðveld- lega hólfað húsnæðið niður ef ég vildi en hef ekki áhuga á því eins og er. Þetta hentar mér núna.“ Sigurður Árni bjó í ellefú ár í Frakk- landi en síðustu þrjú ár hefur hann ver- ið með annan fótinn á íslandi. „Um tíma var ég með aðstöðu í París þar sem ég bjó og vann á sama stað. Mun- urinn var sá, miðað við Súðarvoginn, að þar var hurð á milli vinnustofu og íbúð- ar sem er mjög gott fyrir andlega heilsu. Stundum er gott að geta virki- lega farið úr vinnunni og lokað á eftir sér.“ í eitt ár bjó Sigurður Ami í Þýska- landi þar sem hann var með sérhann- myndlistarmaðurinn Sigurður Arni Sig- urðsson eiga það sameifflnlegt að búa og vinna á sama stað. Inga Rún Sigurðar- dóttir leit í heimsókn og spjallaði við þau um kosti og galla þess að búa í óhefð- bundnu húsnæði. aða vinnustofu og samtengda íbúð. „Eftir þá reynslu fékk ég reyndar nóg af slíku húsnæði og fannst ómögulegt að geta ekki farið úr vinnunni. En svona getur allt breyst. Kannski vinn ég öðruvísi núna en þá. Ég hef haft vinnustofuna í Þýskalandi í huga við skipulagið hér í Súðarvoginum." Þegar Sigurður Ámi flutti inn var hæðin alveg opin og hann gat því skipulagt hana eftir eigin höfði. „Það er æðisleg tilfinning að standa í stóm lými og hafa alla þá möguleika í hönn- un sem hægt er að hugsa sér.“ Hús- næðið er ennþá hálf klárað en Sigurður Ámi hefur þó náð að gera margt þrátt fyrir að búa hér aðeins hálft árið þar sem hann er einnig með vinnustofú í París. Hann er búinn að stúka af tvö við Sæbrautina er Vogahverfið og þar er allt annað sem mann gæti vantað. Sæbrautin er að vísu hættuleg gata og það er ekki fyrir böm að fara yfir hana. Ekki væri verra að fá þar undirgöng í framtíðinni. Fólk kvartar yfir hávaða í miðborg Reykjavíkur á kvöldin en hávaði í mið- borg ætti ekki að koma neinum á óvart. Það er mitt val að búa í iðnaðarhverfi þannig að ekki dettur mér í hug að kvarta yfir hávaða eða skorti á þjón- ustu.“ Sigurður Ámi spáir hverfinu góðri framtíð. List og iðn virðast lifa í sátt og samlyndi enda nátengd fyrirbæri. „Ég hef ekki orðið var við neitt annað en velvild meðal íbúa og þeirra sem vinna í hverfinu. Það hlýtur að vera öryggisat- riði fyrir þá sem halda uppi starfsemi hér að hverfið sé ekki yfirgefið um kvöld og helgar. Andinn í hverfinu er góður. Meðal íbúa hefur verið talað um að halda grillveislu en það hefur ekki orðið af því, ennþá.“ segir Sigurður Ami að lokum. 1. Sigurður Árni gengur beint úr vinnustofunni í stofuna en ekki er hægt að loka á milli. Kanínan stökk ekki inn um glugg- ann heldur er hún uppstoppuð. 2. Siguröur Árni bjó í Frakklandi í um áratug en hann er einnig með vinnustofu í París. 3. Gluggarnir eru mjög stórir og gefa góða birtu. Að sögn Sig- urðar Árna er birtan jöfn og því gott að mála þarna. 4. Hæðin er samtals 140 fermetrar. Rýmið er opið og hentar vel fyrir vinnustofu listamanns. herbergi auk þess að útbúa stórt bað- herbergi og eldhús. „Ég útbjó einnig lítið herbergi sem er ekki stærra en stór skápur sem er sérstaklega ætlað- ur til að hreinsa pensla. „Skápurinn" er með góðri loftræstingu og ég losna því við terpentínulyktina, sem fylgir notk- un olíumálningar, úr íbúðinni." Mikið líf í hverfinu Húsið sem Sigurður Ámi býr í er þriggja hæða. Hann býr á þeirri efstu en fyrir neðan hann er bifreiðaverk- stæði og þar fyrir neðan er réttinga- verkstæði. „Þungaiðnaðurinn sem var í hverfinu er fluttur burt enda hentar hverfið ekki lengur fyrir þannig iðnað. Efsta hæðin virkar heldur ekki sem iðnaðarhúsnæði. Núna er hér aðallega smáiðnaður og svo geymsluhúsnæði. Hverfið er annars sérlega skemmti- legt. Það er gott að hafa íbúa hér en ég myndi alls ekki vilja missa atvinnu- starfsemina burt. Ég vona að hverfið haldist sem blanda af iðnaðar- og íbúðahverfi. Snemma á morgnana er komið mikið líf í hverfið. Það finnst mér hvetjandi og mikill munur frá því þegar ég bjó í miðborg Reykjavíloir þar sem næstum enginn er á ferli fyrri- part dags, sem er jafnframt gerólíkt því sem ég hef vanist í París.“ Iðandi h'f iðnaðarstarfseminnar er ekki það eina sem Sigurður Ámi verð- ur var við í hverfinu. ,Á kvöldin færist ró yfir og þá heyri ég í íúglunum. Þetta er stórkostleg staðsetning og frábært að hafa Geirsnefið og Elliðaámar í augsýn með öllu fuglalífinu sem fylgir.“ List og iðn i sátt og samlyndi Að sögn Sigurðar Árna væri kjörið að breyta þessu hverfi úr iðnaðarhverfi í svokallaða blandaða byggð. „Iðnaðar- húsnæði á Islandi er svo vel gert að það er ekkert vandamál að breyta þeim í íbúðarhæft húsnæði. Nú eru líka gerð- ar aðrar kröfur til húsnæðis því fleiri eru farnir að vinna heima hjá sér en áð- ur var. í hverfinu er banki, búð og svo endurvinnslustöð. Héma hinum megin Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður Sólrún Jónsdóttir Ijósmyndari Aftur á æskuslóðum FYRIR þremur ámm festu Sól- rún Jónsdóttir ljósmyndari, sem er oftast köiluð Sóla, og Ingrid Jónsdóttir leikkona kaup á 140 fermetra hæð í Súðarvoginum. Loft- hæðin er þrír metrar og rýmið er opið og bjart. Þær hafa stúkað rýmið eitt- hvað niður með því að útbúa baðher- bergi, eldhús, svefnherbergi og síðast en ekki síst myrkraherbergi. Nauðsyn- legt er fyrir Sólu að hafa myrkraher- bergi því þama bæði býr hún og vinn- ur. Mestur hluti hæðarinnar er þrátt fyrir þetta stórt og opið rými, notað sem stúdíó, þar sem Ijósmyndagræjur, tölva og ýmis húsgögn rúmast vel. „Mágur minn er smiður og hann setti upp alla veggi. Uppmnalega ætl- aði ég að hafa veggi á hjólum en varð afhuga hugmyndinni. Eg er þó ekki ennþá alveg viss hvemig ég vil hafa þetta,“ segir Sóla. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hún geti ekki breytt skipulaginu því veggimir era ekki burðarveggir heldur gegnir stór og mikil súla í miðju rýmisins hlutverki þeirra. Auðvelt er að breyta rýminu eftir hentugleika. Sólu fellur vel að búa og vinna á sama stað. „Mér finnst það mjög þægi- legt. Ég þarf ekki að fara í vinnuna á morgnana heldur er hún hér. Starfið er líka þess eðlis að maður er alltaf í vinn- unni. Vinna Ijósmyndarans er líka mik- il tamavinna.“ Lærði Ijósmyndun í Kalifomíu Sóla bjó í Bandaríkjunum í nærri átta ár en hún flutti aftur til íslands ár- ið 1991. „Ég lærði Ijósmyndun í Brooks Institute of Photography í Santa Barb- ara. Eftir það fór ég að vinna í San Francisco. Þar var gaman að vera. Þetta var mjög lærdómsríkur tími.“ Hvernig skyldi það hafa komið til að Sóla og Ingrid fluttu í Súðarvoginn? „Ég hafði hugsað mér að flytja í hús- næði af þessu tagi og var alltaf að leita leynt og ljóst,“ segir Sóla. „Þegar ég kom heim leigðum við stúdíó vestur í bæ. Leigan á því hækkaði stöðugt og miklar framkvæmdir vom i húsnæðinu og því fylgdi ónæði. Þegar við vomm búnar að gefast upp á því sá ég þessa hæð og greip tækifærið. Ég var líka strax hrifin af götunni þó ekki öllum finnist hún falleg. Útsýnið og pallurinn við innganginn hafði einnig mikið að segja.“ Þær keyptu hæðina af eiganda hjólreiðaverslunar en rýmið hafði m.a. verið æfingahúsnæði fyrir hljómsveit- ir, hýst arkitektastofu auk þess sem listamenn hafa nýtt sér það. „Hverfið er alveg yndislegt og hér era margir góðir karlar. Á hæðinni fyr- ir neðan mig reka tveir bræður raf- magnsverkstæði. Þeir em miklir snill- ingar á sínu sviði. Á neðstu hæðinni er síðan lagerhúsnæði fyrir poka. I hverf- inu er ys og þys á daginn enda mikið um að vera. Ekkert ónæði er af krökk- um sem hentar mér ágætlega þar sem ég er ekki með böm. Um helgar er gott að vera hér. Þá ríkir mikil kyrrð og hægt er að fylgjast með fuglunum og hlýða á söng þeirra. Hér er kríuvarp og einnig finnast hér æðarfugl og tjaldur. Svæðið hérna fyrir framan er friðað þannig að ekkert verður hróflað við þessu.“ Að sögn Sólu er góður andi í hverf- inu., AHir em mjög hjálplegir og passa hver upp á annan auk þess sem allir virðast fylgjast með hvað sé í gangi hverju sinni.“ Vegír liggja til allra átta „Ég er miklu betur staðsett hér en ég var í stúdíóinu í vesturbænum. Ég þarf ekki langt að sækja framköllunar- og prentunarþjónustu. Ég er meira miðsvæðis en ég var og það er stutt fyrir mig til dæmis að fara niður í bæ, í Breiðholtið og út úr bænum. Hér er alit við hendina; Bónus, bakarí og banki. Einnig er það kostur að héðan liggja göngustígar í allar áttir og því þægilegt að fara í hjóla- og göngutúra." Sóla er mikið fyrir útivera og ferða- lög enda vinnur hún einnig sem leið- sögumaður. „Ég vinn mikið sem leið- sögumaður á sumrin. Núna var ég til dæmis að koma frá Öskju og Kverk- fjöllum. Þetta heldur manni í þjálfun," segir hún brosandi. Sóla er með svört gluggatjöld fyrir gluggunum en ekki út af því að henni mislíki birtan. „Ég nota þau út af vinn- unni því stundum þarf ég að hafa myrkur í myndatöku. Ég er yfirleitt með alit dregið frá og svo em veggimir hvítmálaðir þannig að hér er mikil birta. Ég stjómast mikið af birtu en hún gefur manni svo mikla orku. Ég hef ekki eins mikla orku í mér á vet- uma og á sumrin. Ég er mikið fyrir birtu og sólskin en það er ein ástæða þess að ég fór út í nám til Kaliforníu.“ Sólu líkar vel að búa í óhefðbundnu húsnæði. „Mér líður vel héma. Um- hverfið er gott og skapandi. Ég ímynda mér að það færist í vöxt að fólk vilji búa í óhefðbundnum íbúðum. Ekki síst vegna þess að það hefur aukist mjög mikið að fólk vinni heima.“ Vill ekki yfirgefa Súðarvoginn Sóla er ekki tilbúin að yfirgefa Súð- arvoginn þótt hún segi að yfir sig komi endram og sinnum löngun til að flytja í miðbæinn. „Stundum myndi ég vilja vera í miðbænum í nálægð við leikhús og veitingastaði. En svo er alltaf gott að koma hingað í rólegheitin. Það er oft mjög rólegt héma því margt af starf- seminni sem fer hér fram er alls ekki hávær. Hér er líka hlýtt; mjög oft logn og gott veður, þótt veturnir geti verið snjóþungir. Ég þarf heldur aldrei að hafa áhyggjur af að finna ekki bíla- stæði. Draumurinn er samt sem áður að eignast sérstakt stúdíó í framtíðinni. Ég myndi þó aldrei fallast á að flytja í neitt annað en óhefðbundna íbúð.“ Sóla ber sérstakar taugar til hverfis- ins. „Þegar ég var sjö ára gömul bjó ég í Sigluvoginum. Adda vinkona mín bjó í Súðarvoginum en pabbi hennar átti frystihús héma. Ég lék mér því mjög mikið hér í kring þegar ég var lítil. Við Adda fóram í alls kyns leiðangra, lék- um okkur til dæmis í slippnum og á því sem kallað var hestatún en þar er Húsasmiðjan núna. Ég er því á æsku- slóðum. Svona er lífið; maður er alltaf að fara í hringi," segir Sóla að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.