Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 E FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 DAGLEGT LÍF RANGHUGMYNDIR um útlit eru yflrleitt tengdar konum og umræða um lystarstol og lotugræðgi er ekki lengur ný af nálinni. Konum sem þjást af lystarstoli finnst þær eilíflega of feitar, þrátt fyrir að þær séu óeðlilegar horaðar í aug- um annarra. Gífurleg áherslan á útlit sem tröllríður vestrænni menningu veldur líka röskun hjá körlum, sem er af svipuðum toga og lystarstol, en með öfugum for- merkjum. Röskunin kallast í dag- legu tali „bigorexia," en á lækna- máli „muscle dysmorphia" og henni verður einna helst lýst sem nokkurs konar vöðvafíkn. Margir karlmenn sækja líkams- ræktarstöðvar stíft og stunda kraftlyftingar og tæki án þess að þjást af bigorexíu. Þeir hafa áhuga á að vera í góðu formi og líta vel út, en mat þeirra á sjálfum sér er raunhæft og þeir lifa heilbrigðu lífi. Bigorexíusjúklingum líður hins vegar alltaf eins og þeir séu rýrir væsklar, hversu massaðir og skomir sem þeir eru. I slæmum tilfellum fóma karlar öllu fyrir uppbyggingu vöðvanna, einangra sig og hætta jafnvel að vinna til þess að geta helgað þjálfuninni all- an sinn tíma. Þeir innbyrða stera í miklu magni, borða fæðubótarefni og fara á sérstaka kúra til þess að auka vöðvamassann. Þeir klæða sig jafnvel í fyrirferðarmikil föt til þess eins að líta út fyrir að vera meiri um sig. Þótt þeir fari úr axl- arlið eða slasi sig á annan hátt hætta þeir ekki að æfa. Þessi ár- áttu- og þráhyggjuhegðun getur verið lífshættuleg og mikilvægt að hvetja þá sem virðast þjást af big- orexíu til að leita sér hjálpar. Vilja vera stærri Kariar þekkja í vaxandi mæli það öoryggi og iniíinimattarkcnnd gagnvart útlitinu sem fylgt hefur konum um ómunatíð. Höfundar bókarinnar „The Adonis Complex" tóku viðtöl við rúmlega þúsund karia á fímmtán ára tímabili sem leiddu meðal annars í ljós að tæp- lega 40% viðmælenda vildu óska þess að þeir hefðu stærri brjóst- kassa og voru tilbúnir til að íhuga ígræðslur til að ráða bót á „vand- anum.“ Bókarhöfundar, sem allir era læknismenntaðir, gerðu ýmsar aðrar kannanir og meðal annars voru þátttakendur látnir bæta vöðvum á tölvumynd af sjálfum sér eftir því sem þeim fannst tilefni til. Að meðaltali kusu karlarnir að bæta á sig 13 kílóa vöðvalagi en at- hyglisvert er að eftir því sem karl- arnir vora yngri bættu þeir meiri vöðvamassa á myndina. Sálfræðingar hafa sett fram þá tilgátu að vöðvaaukning sé ein leið AHVERJU siunri fyllist loftið í almenningsgörðum um allan heim af fljúgandi furðuhlut- um. Þar eru á ferð flatir diskar, flugdrekar og þeytispjöld hvers konar, sum væskilsleg en önnur vænlegri til árangurs. Töfrar flugs- ins heilla jafnt unga sem aldna. Nú hefur nýtt þeytispjald skotið upp kolii á markaðnum og vakið forvitni bæði loftsiglingafræði- manna og leikmanna. Fyrirbærið nefíiist X-zyLo og þykir merkilegt fyrir þær sakir að það vegur aðeins um 28 grömm en flýgur samt lengra en flest veglegri leikföng í flokki fljúgandi diska. Til að mynda hefur Frisbee-disk lengst verið fleygt 194 metra - það er opinbert heimsmet í Frisbee - en það met hefur nú verið slegið með X-zyLo. Snaalduóður snúður Þeytispjaldið nýja er holur plastsívalningur, um 9 sentimetrar í þvermál og rúmir 5 sentimetrar að lengd. Gripurinn virðist þannig ekki til stórræðanna við fyrstu sýn og er það einmitt þess vegna sem flug- hæfni þess kemur mönnum í opna skjöldu. Sérfræðingar hjá Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, eru enn að klóra sór í kollinum yfir X-zyLo því þeir skilja ekki al- mennilega hvað það er sem fær fyr- irbærið til þess að fljúga jafn beint og langt og raun ber vitni. Þeir tala um lyftingu, pólveltu og snúðsáhrif ins“. Snúðsáhrif- in vinna þannig gegn þyngdar- lögmálinu og kraftvægi loft- strauma og fleyta þeytispjaldinu á jöfhum hraða yfir láð og lög. Segir sagan að áhugi NASA á fyrir- bærinu helgist ekki síst af því að hönnun X-zyLo gæti komið þeim á sporið í tilraun- um til að framleiða flugskeyti sem fari hraðar en byssukúlur. Einfalt en flókið um leið En X-zyLo er ekki upprunnið þjá stofhun eða stórri verksmiðju, held- ur í smiðju feðga nokkurra í Suður- Kalifomíu. Ungur háskólastúdent, Mark Forti, fékkst við að búa til pappírsflugvélar í vinnuherbergi sfnu. Eitt sinn þegar hann fleygði sívöium pappahring af rælni þvert yfir herbergið varð honum Ijós flugeiginleiki hringsins og fékk föð- ur sinn til þess að hjáipa til við út- færslu leikfangsins. Föðumum, William Forti, var það í lófa lagið, enda fyrrverandi starfsmaður Gen- eral Dynamics þar sem hann fékkst við hönnun flugskeyta á túnum Kalda stíðsins. „Þetta er einfaldur búnaður, en einfaldleikinn blekkir. Sívalningur- inn verður að vera rétt gerður að öllu leyti, bæði í hlutföllum og áf- erð, annars flýgur hann ekki,“ segir Forti eldri. Virtir fjöhniðlar á borð við vís- indasíður The New York Times, viðskiptablað Los Angeles Times og fleiri hafa þegar ljallað um X-zyLo, og í úttekt sérfræðinga í fljúgandi leikföngum hefur X-zyLo komið vel út. Forti-feðgar hafa nú stofnað fyr- irtæki um framleiðslu X-zyLo, The William Mark Corporation, og von- ast til þess að þeytispjaldið góða komist sem fyrst í tísku á heimsvísu og hreyfi þannig við veldi Frisbee- disksins góðkunna. Nánari upplýsingar á Netinu um X-zyLo og leyndardóma loftsigl- ingafræðanna er að finna á vefsíð- unni www.x-zylo.com. sþ Litla leik- fangið X-zyLo kemst fyrir í lófa fuilorð- ínna. Fáum, ef nokkrum, fjaðurvigtarleikföngum má þeytajafn langt og beint. í leit sinni að skýringu, en snúður er skv. skilgreiningu „tæki sem heldur óbreyttri stefhu og byggir á því lögmáli að hlutur sem snýst hratt um ás vinnur gegn öllum breytingum á stefnu snúningsáss- karlsins til þess að vera fremri konunni, nokkurs konar ómeðvituð svörun við jafnréttisbaráttu kvenna. Að auki benda þeir á að fjölmiðlaímyndir þróist stöðugt meira í þá veru að sýna karla sem vöðvabúnt í anda Schwarzenegger. Hvað er til ráða? Atferlismeðferð hjálpar mörgum sem eiga við þessa röskun að stríða og lyfjameðferð hefur einnig reynst gagnleg, en þá eru gefin lyf úr flokki serótónínvirkra lyfja. Serótónín er efni sem talið er hafa áhrif á hugarástand og lyf af þess- um toga era gefin við þráhyggju og þunglyndi. Félagsfræðingurinn Sharlene Hesse-Biber hefur skrif- að bók um anorexíu og efast ekki um að óánægja karla með líka- msvöxt sinn fari vaxandi. Hún ótt- ast þó að umræðan um bigorexíu dragi athyglina frá anorexíu og geti haft í för með sér að fólk hætti að líta á hana sem alvarlegt heil- brigðisvandamál. Hesse-Biber hef- ur einnig efasemdir varðandi lyfja- gjöf í þessum tilvikum. ,A-f hverju þurfum við allt í einu serótónín-lyf Þótt flestir kannist við anorexíu (lystarstol) hafa fæstir heyrt minnst á bigorexíu. Kristín Elfa Guðnadóttir bretti upp ermar og leitaði skýringa á þessu lítt þekkta fyrirbæri. núna?“ spyr hún. „Af hverju fyrir 25 árum? serótónínmagnið í okkur minnkað á þessum tíma? -Eg er ekki ao segja að lyf séu gagnslaus," heldur Hesse-Biber áfram, „en við lifum í samfélögum þar sem áherslan á út- lit er allsráðandi og í kjölfarið alls konar þrýstingur hvað það varðar, sem var ekki til staðar fyrir hálfri öld.“ í bókinni „The Adonis Complex“ era birtar átta spurningar sem skera úr um hvort svarandinn þjá- ist af Bigorexíu. Svari hann tveim- ur til þremur spumingum játandi era líkur á að svo sé. 1. Hefurðu áhyggjur af því að þú sért ekki nógu stæltur og grannur? Áróður fyrir stöðl- uðu útliti virðist ekki síður ná til karla en kvenna. 2. Hefurðu oftsinnis neytt fæðu- bótarefna eða verið á sérstöku mataræði til þess að auka vöðv- ana? 3. Klæðistu stundum umfangs- miklum fötum til að fela rýra (að þínu mati) líkamsbyggingu þína? 4. Hefurðu einhvern tímann haldið áfram að æfa þrátt fyrir meiðsl af því þú vildir ekki missa vöðvamassa? 5. Berðu iðulega saman eigin vöðvamassa og annarra? 6. Verðurðu afbrýðisamur og/ eða veltir því lengi fyrir þér ef þú sérð einhvern með meiri vöðva en þú? 7. Hefurðu afþakkað heimboð, tekið þér frí í vinnu eða átt í erfíðleikum með samband við maka vegna þess að þú þarft nauðsynlega að æfa? Strax á unga aldri dynja á strákunum skilaboð um hvernig „alvöru karlmenn" eigi að líta út. Öfgar „fegurdarinnar" •4 ll m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.