Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ
J6 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
Sigurður Sigþórsson
uppfínningamaður býr
og starfar á Tunghaga á
Völlum, í nágrenni Eg-
ilsstaða. Hann telur sig
nú hafa fundið upp
eilífðarvélina, hvorki
meira né minna.
Eftir G. Karlsson.
ÚSIÐ lætur
ekki mikið
yfir sér - lít-
ið tveggja
hæða sveita-
býli svipað
hundruðum
húsa víðs
vegar um Iandið. I næsta ná-
grenni er gamalt verkstæði sem
nú er nýtt til framleiðslu á
frauðplasti til einangrunar og allt
í kring standa gamlir bílar af öll-
um stærðum og gerðum. Gömul
'*Volkswagen bjalla vekur sérstaka
athygli og einnig gamlar dráttar-
vélar af ýmsum stærðum og gerð-
um. Nei annars, þetta er ekki al-
veg nógu nákvæmt - gamla
versktæðið er ekki allt nýtt undir
frauðplastverksmiðju - þar er
einnig vinnuaðstaða einnar af
þessum hvursdagshetjum samtím-
ans, Sigurðar Sigþórssonar. Sá
hefur undanfarin ár hugsað mikið
enda er það nauðsynlegt í hans
starfi - hann er uppfinningamað-
ur.
Það er eitt hlutverk upp-
finningamanna að skoða ýmsa
hluti og verkefni Sigurðar eru að
sjálfsögðu fjölmörg. Þar á meðal
■^er hönnun á brúsum ýmiss konar,
bensínstútum, vélum og jafnvel
heilu bílunum. En það er eitt við-
fangsefni sem tekur allan tíma
uppfinningamannsins um þessar
mundir - viðfangsefni sem vekur
athygli okkar - Sigurður er nefni-
lega að smiða eilífðarvél. Við út-
skýrum auðvitað ekki hér hvernig
vélin virkar - enda er það leynd-
armál en vonum innilega að starf
uppfinningamannsins skili ára-
ngri enda myndi það gjörbreyta
þeirri hcimsmynd sem við þekkj-
um í dag.
I stúttu máli er eilífðarvél tæki
sem býr til meiri orku en fer inn í
hana, samkvæmt kenningunni
-jptti t.d. að vera hægt að stinga
vélinni í samband við sjálfa sig en
samt myndi hún skila afgan-
gsorku. Þetta er búinn að vera
draumur mannkyns frá örófi alda
og margir snjallir hugsuðir
heimsins hafa gh'mt við verkefnið
en fram að þessu án árangurs. Ef
slík vél liti dagsins ljós gæti t.d.
hvert heimili haft slíkt tæki í skúr
fyrir utan húsið hjá sér, engir
orkureikningar bærust frá Rarik,
húshitunarkostnaður á lands-
byggðinni væri ekki lengur
vandamál og ekki þyrfti að virkja
vj£i-amar, hvorki við Eyjabakka eða
Kárahnúka. Hljómar fallega en er
því miður aðeins flóknara en það!
En gefum uppfinningamanninum
aðeins orðið: „Það var í júní eða
júlí árið 1995 sem ég fékk hug-
myndina að vélinni, sem ég hef
kosið að kalla orkuslá. Þetta er
búnaður til raforkuframleiðslu
kem ég teiknaði og samdi lýsingu
Morgunblaðið/Pétur Sörensson
Signrður Sigþórsson uppfinningamaður við annars konar „eilífðarvél", gamla vindmyllu sem stendur við verk-
stæði hans. Engar myndatökur eru Ieyfðar af „eilífðarvélinni hans“ enda hönnunin leyndarmál.
á og í kjölfarið sótti ég um einka-
leyfi á hugmyndinni. Búnaðurinn
er algerlega umhverfisvænn og
ég hélt að ég væri kominn með
góða hugmynd sem auðvelt væri
að koma á framfæri en það var
öðru nær“.
Og það eru líkur á að heimur-
inn breytist ekki alveg strax því
nú er
Sigurður strand og ástæðan er
mjög íslensk og nánast pinulítið
hlægileg þegar svona stórt mál á í
hlut - uppfinningamanninn vant-
ar krónur og aura til að klára
smiði á vélinni. Vélin er þannig
byggð að ekki er hæg( að smíða
lítið módel til að prófa græjuna,
heldur þarf að smíða hana í fullri
stærð strax og það kostar pen-
inga. í dag vantar Sigurð aðeins
um sjö hundruð þúsund krónur til
að klára uppfinningu sína og
Ijúka þannig verkcfni sem hann
hefur unnið að síðustu fimm árin.
Hann berst nú við kerfið til að fá
þessa aura og gengur því miður
brösulega - sjö hundruð þúsund
krónur eru auðvitað engin ósköp
fyrir slíkan grip en peningaöflin
hér á landi virðast ekki sjá hlut-
ina í því ljósi.
Og vandinn á sér ákveðnar
skýringar - það er að vissu leyti
skiljanlegt að fjármunir fáist ekki
í slíkt verkefni. Uppfinningamenn
hafa nefnilega í gegnum tíðina
verið litnir hornauga - það er
ekki auðvelt hlutskipti að vera
Umhverfis verkstæði uppfinn-
ingamannsins á Tunghaga á
Völlum í grennd við Egilsstaði
ægir saman ýmiskonar hlutum,
meðal annars er þar gömul
bensíndæla, sem muna má fífil
sinn fegri, og gömul bflhræ.
uppfinningamaður á Islandi frek-
ar en annars staðar. Þeir eru ófá-
ir veggirnir sem þessir frum-
kvöðlar rekast á innan kerfisins.
Mennirnir hafa jú alltaf verið
þekktir fyrir að taka nýjungum
með fyrirvara - og uppfinninga-
menn kljást við þann vanda dag-
lega. Og vandinn eykst enn þá
frekar þegar talað er um eilífðar-
vélar - það er Iitið á menn sem
vinna að slíku verkefni eins og lit-
ið var á gullgerðarmennina á sín-
um tíma - þeir hljóta að vera vit-
laustir eða þaðan af verra -
ævintýramenn með enga tengingu
við raunveruleikann. Menn
gleyma því nefnilega að þar til
hlutir koma fram eru þeir álitnir
fáránlegir, óhugsandi, óþarfir og
jafnvel stórhættulegir. Aður en
síminn kom fram voru notaðar
dúfur og bréf - enginn kvartaði
og engum datt í hug að hann gæti
eftir nokkur ár talað þvert yfir
heiminn í gegnum vírspotta með
hjálp símtækis. Áður en sjónvar-
pið kom til sögunnar horfðu menn
á leikrit, lásu húslestra og spjöll-
uðu um náungann. Engum datt í
hug að hann gæti eftir nokkur ár
séð hreyfimyndir af fjarlægum
löndum, siðum og strfðum. Lik-
lega á það sama við um eilífðar-
vélina - þar sem hún er ekki til í
dag hlýtur hún að vera óhugsandi
og því eru þeir sem halda öðru
fram í besta falli draumóramenn,
í versta falli? ja, förum ekki út í
það hér. Ef hins vegar það gerðist
á næstu árum að eilífðarvélin
kæmi fram yrði hún líklega fljótt
hluti af daglegu lífi okkar, þætti
jafnsjálfsögð og sfminn og sjón-
varpið er í lífi okkar í dag - það
yrðu líklega fljótt til ótal út-
færslur og tegundir af vélunum
góðu. En í dag er því miður enn
þá fásinna að hugsa um þessa
hluti, hvað þá reyna að fram-
kvæma þá - því hefur ekki gengið
að fá fjármagn til að klára vélina
góðu en það breytist vonandi
fljótlega. Og gleymum því ekki að
ef græjan góða virkar myndi Is-
land komast á spjöld sögunnar -
þetta yrði staðurinn þar sem ei-
lífðarvélin var fundin upp - menn
kæmu í pflagrímsferðir til að
skoða herlegheitin!