Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 4
4 C Stafróf lífsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Myndin er fengin úr John Pfeiffer o.fl. (Studa Friðriksson Eslenskaði). Alfræðasafn A6. Fmman. Almenna bðkafélagið 1965. Nóbelsverðlaunahafar árið 1962. Fimm af sjö verðlaunum voru veitt fyrir afrek á sviði sameindalíffræðinnar. Frá vinstri: Maurice Wilkins, Max Perutz, Francis Crick, John Steinbeck, James Watson og John Kendrew. Efnafræðinginn Lev Davidovich Landau vantar á myndina; hann var á sjúkrahúsi. að erfðaþættirnir blönduðust eða eyddust, og rannsóknir annarra manna á gerð frumunnar, einkum frumukjarnans og litninganna í hon- um, runnu saman í nýja fræðigrein í upphafi 20. aldarinnar. Sú hlaut nafnið frumuerfðafræði. Enn aðrar rannsóknir, sem í byrj- un virtust óskyldar, tengdust að lok- um frumuerfðafræðinni, og til varð enn önnur fræðigrein, sem ýmist er nefnd sameindalíffræði eða sam- eindaerfðafræði. Hún leitast við að skýra alla lífsstarfsemi, og sér í lagi erfðir, út frá virkni ákveðinna sam- einda sem stilla þessa starfsemi. Árið 1869 tókst svissneska lækn- inum og lífefnafræðingnum Fried- rich Miescher (1844-1895) að ein- angra efni úr frumukjarna. Miescher renndi aldrei í grun mikii- vægi þessarar uppgötvunar sinnar og gerði því ekkert með hana frekar. Aratugum saman lá hún í gleymsku, eða rétt glytti í hana stöku sinnum. Rúmlega hálfri öld síðar bauð vís- indamönnum í grun, að efnið, sem Miescher hafði tekist að einangra og nú kallast deóxýríbósakjarnsýra (DNA), væri hlekkurinn sem vant- aði milli lifandi og lífvana efnis. Hópur visindamanna á miðri 20. öld, undir forystu breska lífeðlis- fræðingsins Maurice Hugh Frede- rick Wilkins (1916-), var sannfærð- ur um að leyndarmál lífsins væri falið í einhverri aðferð til sjálfseftir- myndunar. Ákváðu þeir að reyna að komast til botns í þessu og beittu í því skyni röntgenkristallafræði til að fá fram byggingu DNA-sameind- arinnar. Þeir komust ekki að neinni endanlegri niðurstöðu. En árið 1953 notfærðu tveir vís- indamenn við Cavendish-rannsókn- arstofuna í Cambridge á Englandi, þeir James Dewey Watson (1928-), bandarískur líffræðingur, og Francis Harry Compton Crick (1916-), breskur lífefnafræðingur, sér niðurstöður Wilkins og félaga til að sanna að bygging DNA væri ekki einföld gormmynd, eins og álitið hafði verið, heldur tvöfaldur skrúf- gangur, eins og uppvafinn stigi, sem gat rennst í sundur eins og rennilás. Hinir tveir nýju helmingar mynda grind til uppbyggingar nýrra DNA- sameinda. Margir vísindamenn telja, að þessi uppgötvun sé merk- asti atburður í líffræði á þessari öld. Fyrir að uppgötva byggingarform- úlu DNA og hæfni hennar til sjálf- seftirmyndunar og til að geyma og koma til skila erfðavitneskju, fengu þeir Wilkins, Watson og Crick Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknis- fræði árið 1962. Nýjar aðferðir komu fram á 8. og 9. áratugnum, annars vegar til að klippa erfðaefnið niður í litla búta og einangra á sérvirkan hátt og hins vegar til að fjölfalda eða magna upp stuttar raðir úr erfðaefninu. Þróun hinna nýju aðferða í sameindalíf- fræði gerði rannsóknir á erfðaefni mannsins mögulegar. Áhrifa þessar- ar þróunar gætir nú þegar í lækna- vísindum, en margt bendir til að að- ferðir sameindalíffræði eigi eftir að valda þar gjörbyltingu í nánustu framtíð. ■ Myndin erfengin ún Ömólfur Thortacius. Erfðafræöi. Iðunn 1998. Assyrísk lágmynd frá 9. öld f. Kr. Grímuklæddir prestar hrísta frjó úr karlblómum döðlupálma yf- ir pálma með kvenblómum. Með þessu var tryggð betri frævun og þurfti auk jiess aðeins fáa karlpálma, svo að meira akurrými fékkst undir kvenpálmana. Arabar gerðu þetta einnig síðar. Myndin er fengin úr Brian Ward (Jóhanna Jóhannesdóttir (slenskaði). Líkami mannsins og lækningar. Öm og Örlygur 1985. Francis Crick og James D. Watson sem ungir menn í Cambridge. að genanna í hverju genapari. Ann- að lögmálið er um óháða samröðun gena; samkvæmt því erfist hvert genapar óháð öðrum, þ.e.a.s. upp- röðun og aðskilnaður litninganna (en um tilvist þeirra vissu menn ekkert á dögum Mendels) er algjör- lega tilviljunarkenndur. Þótt aldrei tækist Mendel að ljúka kennaraprófinu, starfaði hann við tækniskólann í Briinn til ársins 1868, en það ár var hann kosinn ábóti klaustursins. Sjóndepra og annríki við klausturhaldið gerðu það að verkum, að hann gat lítið sinnt áframhaldandi rannsóknum eftir það, en hann reyndi þó hvað hann gat. Hann andaðist 6. janúar 1884, 62 ára að aldri, þar sem hann var að bjástra í garði sínum í Briinn. Verk Mendels voru send mörgum vísindabókasöfnum í Evrópu, en nær enginn vísindamaður þess tíma skynjaði þýðingu niðurstaðna hans og enga viðurkenningu hlaut hann því fyrir störf sín meðan hann lifði. Það var ekki fyrr en um aldamótin 1900, 16 árum eftir lát hans, að mönnum varð mikilvægi rannsókna hans ljóst. Þrír vísindamenn í jafn mörgum löndum (þýski grasafræð- ingurinn og heimspekingurinn Karl Erich Correns (1864-1933), hol- lenski grasafræðingurinn Hugo Marie de Vries (1848-1935) og aust- urríski grasafræðingurinn Erich Tsehermak von Seysenegg (1871- 1962) rákust þá á skýrslur hans, og vöktu athygli umheimsins á þeim, en hver þessara fræðimanna um sig hafði óháð hinum verið að vinna að því að setja fram lögmál um erfðir. Uppgötvun áðurnefndra lögmála Mendels er talin marka upphaf erfðafræðinnar sem nútímavísinda. Sameindalíffræðin verður til Erfðarannsóknir Mendels og arf- taka hans, sem leiddu í Ijós hvernig tiltekin einkenni gengu í arf án þess Orlög franska prinsins SONUR og erfingi franska konungsins Lúðvíks 16. og eigin- konu hans, Maríu An- toinettu, varð fangi byltingarmanna og lést 10 ára gainall úr berklum árið 1795. Foreldrarnir voru liálshöggnir af lýðveldissinnum tveim ái-uin fyrr, en í prinsinum litla komu saman tvær frægustu valdaættir Evrópu, Bourbonar og Habsborgarar. Byltingarmenn sögðu að ríkisarfinn hefði látist úr berklum í Temple-klaustrinu, þar sem hann var í haldi, árið 1795. En þeir voru margir sem neituðu að trúa þeim, sögðu að drengnum hefði verið smyglað út - og sumir sögðust vera hann sjálfur í eigin persónu og gerðu tiikall til ríkiserfða. Ritaðar hafa verið um 800 bækur um fangann en nú hafa erfða- fræðingar lagt fram sinn skerf með þvf að ranns- aka DNA- erfðaefni litla fangans. Það var tekið úr vel varð- veittu hjarta drengsins og borið saman við DNA-efni úr hári af höfði móður- innar. Niðurstaðan er að drengurinn sem dó í fangelsinu hafi verið hinn raunverulegi prins. Læknirinn sem krufði líkið stal hjartanu og geymdi í alkóhóli í tíu ár. Síðan var það lengi í vörslu spænskra Bourbona en loks skilað til Frakka 1975. ■ Lúðvík, sonur Lúðvíks 16. Frakkiandskonungs og Maríu Antoinettu. Drottningarklaustur Mendels í þessum garði Drottningarklaust- ursins í Briinn gerði Johann Gregor Mendel á árunum 1856-1864 tilraun- ir með kynblöndun á garðertum (Pisum sativum), til þess að sjá hvort einhver regla eða eitthvert mynstur væri í því hvernig eiginleikar plantn- anna erfðust. Uppgötvaði hann með því undirstöðulögmál erfðafræðinn- ar. Það var ekki fyrr en um aldamótin 1900,16 árum eftir lát hans, að mönnum varð mikilvægi rannsókna hans ljóst. ■ PresslUnk Syndir Jeffersons Thomas Jefferson var þriðji forseti Bandaríkjanna og meðal hinna merkustu á þeim stóli, hann var við völd í upphafi 19. aldar. Deilt hefur verið um það lengi hvort fótur sé fyrir sögusögnum um að hann hafi á sendiherraárum sfnum í París átt barn með kornungri, svartri am- bátt sinni, Sally Hemings. Rann- sóknir á DNA-erfðaefni í afkom- endum hennar og forsetans benda til að hann hafi verið faðir eins af börnum hennar. Bryon Woodson, afkomandi Hemings, sést hér ásamt eiginkonu sinni við Monticello, hús Jeffersons. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.