Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 12
42 C Stafróf lífsins MORGUNBIAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Ymis viðhorf IFYRSTA lagi sé maðurinn skap- aður í Guðs mynd, til andsvars og ábyrgðar í persónulegu sam- félagi við Guð. í öðru lagi til samfélags í kærleika og réttlæti við meðbræður sína og systur, og í þriðja lagi til trúmennsku við lífrík- ið, Guðs góðu sköpun. „Helgaður skapara sínum, ber- andi mynd hans og líkingu, er mann- inum trúað fyrir þeirri einstöku köll- un og ábyrgð að verða meðskapandi Guðs að þróa og þroska mannlífið, bæði manneskjuna sem persónu og einstakiing og mannfélagið sem ^vettvang menningar og réttlátrar þjóðfélagsskipanar," heldur Björn áfram. Ýmsar siðferðilegar spurningar hafa vaknað „Rannsóknir í líffræði og erfða- fræði, sem leitt hafa til kortlagning- ar á erfðamengi mannsins, bera vott um síkvika sköpunargáfu og vits- munaþroska mannsins. Það fær ekki dulist að með þessum einstæða áfanga í framvindu vísindanna hefur maðurinn öðlast yfirburðavald þekk- ingar til góðra verka, að leita uppi meingen sem valda alvarlegum sjúk- dómum, ásamt því að vekja vonir um lækningar með genatækni og þróun nýrra lyfja. En svo mjög sem ástæða *fer til að fagna þeim þáttaskilum í læknavísindum sem nú eru orðin að veruleika er því ekki að leyna að ýmsar siðferðilegar spurningar hafa vaknað, og margur óttast að sú mikla þekking og tækni til góðra verka kunni að verða misnotuð eins og stundum vill verða þegar miklu Er allt leyfilegt? Bjöm Björnsson er prófessor í siðfræði við guðfræðideild Háskóla íslands. Hann segir að mannhelgi sé lykilhugtak í kristnum mannskilningi. Mannhelgi megi skoða í þremur vídd- um, þríþættum tengslum sem mestu skipti um mannlegt eðli. valdi ásamt fjárhagslegum hags- munum er til að dreifa.“ Minnihlutahópar auðveld bráð fordóma ,Á meðal siðferðilegra mála kem- ur strax upp í hugann nýting erfða- fræðiþekkingar til svonefndra erfða- bóta eða mannakynbóta, en hörmu- leg reynsla af slíkum tilraunum sýnir að þeim fylgja ævinlega for- dómar, ekki síst kynþáttafordómar, og í skjóli þeirra ofsóknir. Minni- hlutahópar, þeirra á meðal fatlaðir, verða auðveld bráð fordóma þegar þeim er gefið í skyn að standast ekki mælikvarða hins „réttskapaða" manns, og verði um leið fjárhags- byrði á herðum þeirra sem uppfylla alla „gæðastaðla“.“ Nefnir Björn í þessu sambandi frétt sem heyra mátti í útvarpinu miðvikudaginn 9. ágúst sl„ en þar sagði frá breskum vísindamönnum sem fundið hefðu einstakt erfðaefni ofurgreindra barna. Fréttinni fylgdi ummæli um áhyggjur þeirra sem sjá fyrir að að því muni koma að for- Morgunblaðiö/Ásdís Bjöm Bjömsson, prófessor í siðfræði vií guðfræðideild Háskóla íslands. eldrar vilji eignast erfðabreytt börn. „Tilhugsunin um nauðsyn ríkrar for- eldraábyrgðar og tilfinningu fyrir réttindum barna á nýrri öld tækni- breytinga á vissulega heima í sið- ferðilegri umræðu um þessar mund- ir.“ Hverjir fá að njóta ávaxtanna? Önnur mikilvæg siðferðisspurn- ing segir Björn að lúti að réttlæti. „Hverjir fá að njóta ávaxta líftækni- byltingarinnar? Formælendur gena- mengisáætlunarinnar leggja áherslu á að allir vísindamenn skuli hafa beinan aðgang að hinni nýju þekk- ingu. En hvað um almenning um heim allan sem leitar lækningar meina sinna? í Morgunblaðsgrein 27. júní sl. þar sem fjallað var um þessi málefni segir m.a., að margir hafi bent á að hægt verði að misnota þessa nýju þekkingu og tækni eins og önnur mannanna verk á siðlausan hátt; þeir fullyrði að hátækniþekk- ingin muni aðallega koma auðugum til góða. Og loks sé bent á að eftir sem áður muni fólk í þróunarríkjun- um halda áfram að deyja unnvörpum vegna þess að grundvallaratriði eins og hreint vatn skorti. Áherslan í vestrænum læknavísindum á flókin erfðavísindi muni ekki breyta neinu um hlutskipti þeirra." Aivarlegasta spurningin er guðfræðilegs eðlis En alvarlegasta siðferðispuming- in andspænis líftæknibyltingunni er að mati Björns guðfræðilegs eðlis. „Hvar liggja mörkin milli góðs og ills í kjölfar þeirra lífvísinda og mann- vlsinda sem höfða til æ víðtækari áhrifa og valda? Er allt leyfilegt, sannri mennsku samboðið, eða er til Guð sem í syni sínum Jesú Kristi, sönnum manni, sönnum Guði, opin- beraði hvað það merkir að vera manneskja, sköpuð í mynd Guðs til þeirrar lífsfyllingar sem í því felst að lifa með Guði og varðveita lögmál hans, lögmál lífsins?“ Björn segir leiðara Morgunblaðs- ins 29. júní sl„ hafa verið mjög at- hyglisverðan í þessu sambandi og eftirminnilegan. Hann bar yfir- skriftina „Erfðamengið kortlagt". Þar sagði í niðurlagsorðum: „Þess vegna skiptir öllu að vísindamenn noti þekkinguna sem þeir nú hafa innan seilingar með hæfilega auð- mýkt gagnvart sköpunarverkinu í huga og gleymi aldrei að upplýsing- arnar í erfðavísunum eru, þegar öllu er á botninn hvolft, helgir dómar sem þeim er allra náðarsamlegast veitt leyfi til að rannsaka. Að þeir gleymi ekki að öll erum við einstök og markmið læknavísindanna er að bæta heilsu og draga úr þjáningu." „Erindi guðfræðinnar inn á vett- vang erfða- og lífvísinda birtist þannig með ýmsum hætti,“ segir Bjöm að lokum, „og er það vel.“ ■ Reuters ■ Fædd um miðjan aldur ÆRIN Dollý, sem skoskir vísinda- menn einræktuðu, klónuðu, árið 1996 var fyrsta spendýrið sem kom í heim- inn með þessum hætti. Notuð var fruma úr júgri sex ára gamallar kind- ar. Litningar í frumum styttast með aldrinum og komið hefur í ljós að Dollý, sem er nákvæm eftirmynd „móðurinnar", var þriggja ára þegar hún fæddist eða miðaldra sé lífaldur sauðkindar hafður í huga. Tæknin hefur því reynst hafa ákveðna van- ■>kanta. Skýrt var frá tilurð einrækt- uðu kindarinnar í vísindatímaritinu Nature árið 1997. Þótt sérfræðingar vísuðu því flestir á bug að til þess kæmi að klónuð mannvera yrði senn að veruleika voru aðrir vantrúaðir. Þeir sögðu sem svo að hvað sem liði boðum og bönnum myndi einhvers staðar verða riðið á vaðið þegar búið væri að fullkomna tæknina. Menn hafa klónað fleiri dýrateg- undir eftir innreið Dollý. Eitt af því sem vekur áhuga er að fyrr á þessu ári tókst að einrækta grísi en talið er ^ð hægt verði að nota sum líffæri úr svínum sem varahluti í menn. Skortur er á líffærum í fólk til ígræðslu. En margt ber að varast, meðal annars óttast sumir að séu dýralíffæri grædd í fólk gætu sjúkdómar, sem aðeins herja á svín og aðrar dýrategundir, orðið hættulegir mönnum. ■ Dularfullur uppruni Lemba AP LEMBAR eru svartur þjóð- flokkur, alls um 50.000 manns, í sunnanverðri Af- ríku sem lengi hefur stað- hæft að þjóðin sé ein hinna „týndu“ ættkvisla gyðinga sem fjallað er um í Bibliunni. Fólkið talar bantú-mál eins og fleiri blökkuþjóðir en trú og helgisiðir flestra Lemba eru af sama toga og tíðkaðist meðal gyðinga fyrir eitt til tvö þúsund árum og frá- sögnin um gyðinglega upp- runann var varðveitt í munnlegri geymd. Nú hafa rannsóknir á erfðaefni þjóðarinnar og saman- burður við sýni úr fólki á suður- hluta Arabiu-skagans líklega staðfest sannleiksgildið. Lembarnir eru erfðafræðilega skyldir mörgu fólki sem nú býr í suðurhluta Jemen og þjóðsögur þeirra af borginni dýrlegu, Senna, sem þeir yfirgáfu gætu verið á rökum reistar. Til er þorp í afskekktum eyðimerkur- dal á þessum slóðum sem líklegt má telja að sé leifar Senna enda sagt í munnmælum á staðnum að í dalnum hafi forðum verið mikil byggð og áveitur. En áveitustífl- urnar hafi brostið fyrir um þús- und árum og fóik flúið burt. Að sögn Lembanna sigldu þeir yfir hafið til Afríku fyrir um þúsund árum. DNA-sýnin gefa ótvíræðar vís- bendingar um að Lembar eigi sér aðrar rætur en Afríkumennirnir í grennd við þá enda þótt þeir hafi smám saman blandast svo mikið blökkumönnum að þcir eru nú einnig svartir á hörund. Vitað er að margt gyðinga til forna bjó á svæðum utan heimalandsins, mcðal annars í suðurhluta Ara- bíu, í sumum tilvikum hefur fólk- ið flúið þangað eða verið herleitt frá ísrael. Samkvæmt frásögnum Lemb- anna var það gyðingaprestur nokkur, Buba að nafni, sem fór fyrir þeim á ferðinni löngu frá Miðausturlöndum til suðurhluta Afríku. Prestur, cohen, sér um Gyðingaprestur, svonefndur cohen, með bænasjal fer með bænir við Grátmúrinn í Jerúsalem ásamt félögum sínum. Embættið erfist í karllegg og í ritum gyðinga er fullyrt að að prestamir séu allir afkomendur Arons, eldri bréður Mése. Nýjar rannsóknir á erfðaefni gyðingapresta um allan heim benda til að fótur sé fyrir þeirri sögu. fórnir í musterinu en rabbíni er á hinn bóginn sá sem predikar. Starf prestanna hefur gengið í arf í þúsundir ára og erfðafræð- ingar hafa nú komist að þvf að uin það bil annar hver gyðinga- prestur í heiminum hefur ákveð- in einkenni í DNA-efni genanna, sameiginlegan þátt í Y-litningi sem einvörðungu erfist milli föð- ur og sonar. Sami erfðaþáttur, sem breytist afar lítið með tíman- um, finnst aðeins í 3-5% gyðinga- karla almennt. Rennir þetta stoð- um undir þá fullyrðingu gyðinga að prestarnir séu allir afkomend- ur Arons, bróður Móse sem leiddi fsraelsmenn frá Egyptalandi, lík- lega fyrir rúmum 3.000 árum. Ættbálkar Lemba eru 12 og cinkum er mikið um áðurnefnt einkenni gyðingapresta í litning- um þeirra sem tilheyra æðsta ættbálkinum sem kenndur er við Buba. Og hvað með Lembana al- mennt? Erfðaþátturinn umræddi reyndist tiltölulega algengur ineðal karlanna og fannst í 53% karia í ættbálkinum Buba. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.