Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2, SEPTEMBER 2000 Stafróf lífsins c i Nýting og lækningar TlLIÐ er að nær 4.000 sjúkdóm- ar sem herja á menn séu erfða- íræðilegir, það er að orsakir þeirra séu að einhverju eða öllu leyti að fmna í genamenginu. Mjög misjafnt er hve arfgengir sjúkdómar eru tíðir en ljóst þykir að því stærra sem genið er veldur sjúkdómnum sé og flóknara þeim mun meiri líkur séu á að einhvers staðar sé galli. En stundum getur örlítill munur á gall- anum í slíkum genum í tveim mönn- um verið það sem skOui’ á milli feigs og ófeigs, ræður því hvort annar verður veikur en hinn ekki. Sérfræðingar segja að eftir því sem rannsóknum og þekkingu á erfðamenginu fleygi fram sjái þeir æ fleiri dæmi um galla í genunum. Eitt- hvað fer úrskeiðis í starfi genanna sem halda okkur gangandi með því að framleiða stöðugt nýtt efni er líkaminn notar við uppbyggingu vefja og efnafræðilega starfsemi, brunann. En það er enginn leikur að finna hvar í þessum örlitlu einingurn sökudólgarnir stunda iðju sína. í hverri frumu eru alls um 180 senti- metrar af DNA-lengjum og eining- arnar í efninu, sameindir sem nefnd- ar eru núkleótíðar, öðru nafni kimi eða niturbasar, eru liðlega þrjú þús- und milljónir og þeim er komið fyrir eins og þrepum í stiga á milii tveggja strengja sem mynda vafninga, svo- nefndan tvöfaldan helix. Samsetningin er svo margbrotin að ekld dugði neitt minna en öflug- ustu tölvur nútímans til að greina hana og nú er búið að Ijúka við drög að því starfi með genamengiskortinu. Genunum er síðan skipt milli 46 litn- inga sem fruman verður að búa til ná- kvæma eftirmynd af í hvert skipti sem hún skiptir sér. Líklega væri nær að furða sig á því að mistökin, erfðagallamir, skuli ekki vera miklu fleiri þegar haft er í huga hve flókið verkefni skiptingin er. Flestar frumurnar skipta sér með reglulegu millibili og gera það oft í lífi hverrar mannvera. Endurskapa þarf hvem litning og engu má skeika, hvert gen verður að vera eins og í frammyndinni - en er það ekki alltaf. Til allrar hamingju era flest mistökin skaðlaus. Þegar nýr einstaklingur verður til við getnað gerist kraftaverkið, hver DNA-vafningur klofnar þá í tvennt eins og rennilás væri eftir honum endilöngum svo að notuð sé mjög ein- földuð myndlíking. Nýja veran fær eiginleika beggja foreldra eftir ákveðnum reglum. Rétt magn af prótínum Við þurfum daglega mörg þúsund milljónir af nýjum prótínsameindum af fjölmörgum gerðum. Við þurfum að fá rétta tegund af prótíninu, hæfi- legt magn og það þarf að fara á rétta staði. Við þurfum blóðrauða til að flytja súrefni um æðakerfíð, mótefni til að beijast gegn veiram og bakter- íum, hormóna til að bregðast við streitu, svo að eitthvað sé nefnt. Og framleiðslan verður að vera traust og vönduð, aldrei máverða verkfall. Við erfum hundrað af breytingum í genum, svonefndum stökkbreyting- um, frá foreldram okkar og þeir einn- ig frá sínum foreldram. Að auki verða að meðaltali um 30 stökkbreytingar í okkur meðan við lifum, annaðhvort vegna þess að mistök verða við end- ursköpun prótínanna eða frumu- skiptingu en einnig vegna skaðlegra umhverfisáhrifa. Aðeins um 3% af DNA-efninu í litningunum era gen og flestar stökkbreytingar í DNA- efninu hafa því engin áhrif sem við þurfum að hafa áhyggjur af. En það er í genunum sem forritin að okkur era, skipanirnar sem notaðar era til að framleiða vefina. Ef röðun sam- eindanna í helixstiganum er röng getur niðurstaðan orðið að mikilvæg líkamsstarfsemi fari úr skorðum og jafnvel að líkaminn þoli ekki mistök- in. Við verðum lífshættulega veik og getum jafnvel dáið vegna röngu skilaboðanna sem bárast frá geninu. Hvernig á að hindra að gallar í genunum valdi sjúkdómum eða ótímabæram dauða? Þrennt er það Tortryggilegar ferjur og genalækningar PressLink DNA-erfðaefni fjarlægt með örmjórri glerpípu úr ófrjövguðu eggi. Sjálft eggið er á stærð við títuprjónshaus. Verkið var þáttur í klónun á dýri. PressLink Niðurstöður úr raðgreiningu á DNA rannsakaðar. sem kanna þarf í því sambandi. í fyrsta lagi, hvaða gen valdi sjúk- dómnum, í öðru lagi hvaða prótín- sameindir umrætt gen framleiði og í þriðja lagi, hvort hægt sé að laga gall- ann í geninu eða setja annað og heilbrigt gen í stað þess. Sérfræðingar segja að þegar gena- mengiskortið verði fullbúið eftir nokkur ár muni athygli manna bein- ast fyrst og fremst að leitinni að pró- tínum sem hafa áhrif á sjúkdómsferli. Líklega era þau aðeins nokkur þús- und af milljón eða enn fleiri prótínum og leitin gæti tekið hundi’að ár! Fruman ræðst á ferjur Genalækningai’ felast í að geni sem talið er að muni lagfæra erfðafræði- legan galla er komið fyrir í kjarna framu og verður þá að notast við svokallað genaferju. Helst hafa menn reynt að nota veirur til að feija nýja genið, veirur sem kunna sitt hlutverk eru duglegar við að brjótast inn í framukjama. Þær era þar að auki af- ar einfaldai’ að allri gerð, aðeins örlít- ið af annaðhvort deoxíiíbosakjarn- sýru, DNA, eða ríbósalqarnsýra, RNA, sem umlukin er prótíni. Notaðar era aðferðir sameindalíf- fræði til að eyða flestum genum veit- unnai’ og gera hana þannig hættu- lausa fyrir framuna. Síðan er genið sem á að lækna splæst saman við það sem eftir er af erfðaefni veirannar og henni komið fyrir í tilraunaskál með framum úr manninum. Veiran þjónar nú eðli sínu og ræðst inn í framuna en gerir henni að þessu sinni gagn ef allt fer vel, breytingin á írumukjarnan- um fjarlægir gallann. Fyrstu tilraunir með genalækn- ingar hófust 1991. Þá tókst vísinda- mönnum undir forystu W. French Anderson við Suður-Kaliforníuhá- skóla að breyta með genalækningum blóðframum í ungum sjúklingi og lagfæra galla. En mjög er umdeilt hve langt á veg genalækningar séu komnar og er helsti vandinn sagður vera að framurnar líta á veiruna sem hættulegt aðskotaefni og reyna að granda henni. Við það valda mótefni framunnar bólgum sem geta verið lífshættulegar. En menn reyna stöðugt nýjar leið- ir. Tekist hefur að dæla í framur í hjartavöðva manns saltupplausn með DNA-efni er innihélt milíjarða gena sem hafa þann eiginleika að þau auka blóðflæði í frumu. Tókst að laga al- varlega hjartakveisu sem hefði getað valdið dauða sjúklingsins, Floyd Stokes, sem nú kennir sér einskis meins. Gerðar vora sams konar til- raunir á alls 16 sjúklingum og era sexr þeirra nú alheilir. Ekki var notuð nein genaferja við verkið. En dr. Jeffrey Isner hjá St Elizabeths Medical Center í Boston, sem stjórnaði tilrauninni, viðurkenn- ir að í raun og vera skilji enginn hvemig DNA-efnið fari að því að komast í gegnum frumuveggina og inn í kjamann. Einnig segja heimild- ai-menn að ekki sé hægt að nota þessa aðferð við nema tiltölulega fáa sjúkdóma. Prótín, uppistaðan í okkur Sérfræðingar vita ekki enn meéK vissu hve mörg gen era í manninum, talið er að þau séu einhvers staðar á bilinu 50.000 til 140.000 en ekki ættu nú að líða mörg ár áður en niðurstaða fæst. I hverri framu, að undanskild- um rauðum blóðkomum, er eintak af hverju geni og því allar erfðafræði- legar upplýsingar sem líkaminn þarf á að halda. Genin framleiða síðan prótínin, sem gerð era úr amínósýr- um og era yfirleitt uppistaðan í vefj- um. Þau gegna lykilhlutverki í starf- semi líkamans. Prótíngerðimar sem þessi gen framleiða era líklega um miiljón og þegar búið verður að Ijúka endanlega við kortlagingu gena- mengisins verður næsta verkefnið að finna og greina þau prótín sem skipta máli í sambandi við sjúkdóma. Sé hægt að greina gallaða genið með efnafræðilegum rannsóknum á sjúka líkamsvefnum getur verið að fyrst finnist gallinn í prótíninu en síð- an verði hægt að finna hvaða gen framleiði prótínið. Ef ekki er annað- hvort hægt að leita uppi erfðaefnið sem erfist með sjúkdómnum eða leita að sams konar geni í t.d. mús og er þá DNA-efnið klónað þar til samsvöran fæst. Með slíkum aðferðum hafa á síðari áram fundist leiðir til að hindra eða lækna sjúkdóma á borð við slím" seigjuvanþrif (cystisc fibrosis), Duchenne-vöðvarýmun og fleiri arf- genga sjúkdóma. Fyrstu tilraunir með genaferjur sýndu að hættan á bólgum var mikil og gáfust menn í bili upp á að lækna meðal annars símseigjuvanþrif með þessari aðferð. Og ljóst þykir að sums staðar hafi menn teflt á tvær hættur í ákefðinni og ekki tekið nægi- legt tillit til aukaverkana. Mikil um- ræða er í Bandaríkjunum um að herða þurfi reglur um tilraimir á mönnum í þessum efnum. Dauði Jesse Gelsingers í fyrra lést 18 ára gamall maður í Bandaríkjunum vegna þess að lækn- ar við stofnun á vegum Pennsylvan- íuháskóla, IHGT, höfðu gert tilraun til að laga erfðafræðilegan galla í honum með því að koma fyrir breyttu geni í frumunum. Maðurinn, Jesse Gelsinger, hafði verið við þokkalega heilsu en var með sjaldgæfan efna- skiptasjúkdóm, OTC-skort, er var haldið niðri með lyfjum. Hann lét til leiðast að leyfa læknunum að gera til- raun með veiraferju. Nokkrum dög- um síðar var hann látinn eftir að mik- il bólga hafði myndast og ættingj- amir hafa höfðað mál. Háskólinn hefur nú ákveðið að ekki verði gerðar fleiri slíkar tilraun- ir en hann hefur fjárfest mikið í stofnuninni og vinna þar um 250, manns. En þrátt fyrir þetta berast sífellt fregnii’ af tilraunum með genalækn- ingar sem sagðar era lofa góðu. Gerðar hafa verið tilraunir með kvef- veirur sem látnar vora ferja gen inn í krabbameinsæxli í höfði og hálsi og tókst að minnka sum æxlin veralega, sum hurfu alveg. Aðferðinni var beitt ásamt hefðbundinni efnameðferð en árangurinn reyndist betri en í tilvik- um þar sem efnin vora látin duga. Sumir vísindamenn segja fullum fetum að umræða um genalækningar hafi einkennst af skrami og vanga_- veltum sem ekki hafi verið innstæða fyrir. En almennt era þeir samt á því að einhvern tíma á næstu áram eða áratugum muni genalækningar verða mikilvægur þáttur í læknavísindum. Hversu hröð þróunin verður er enn hulið móðu framtíðarinnar. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.