Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 5
Stafróf lífsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPIEMBER 2000 C 5 Nokkur merkisár í sögu erfðafræðinnar Fyrir Krist 7000 Menn hafa tamið flest þau dýr, sem nú eru húsdýr, og gert flestar þær villiplöntur að nytjaplöntum, sem nú eru ræktaðar. 6000 Menn farnir að velta fyrir sér kynbótum; velja hraustustu og bestu dýrin til undaneldis og tína fræ bestu jurtanna til ræktunar. 400-200 Hippokrates, Aristóteles og aðrir grískir vísindaheimspekingar velta fyrir sér reglum erfða. Eftir Krist 1717 1760 1866 1879/1882 1883 1883 1900 1901 1902- 1909 1903- 1909 1906 1908 1908-1910 1909 1909 1910 T. Fairchild framleiðir afbrigði skrautblóma með kynblöndun tegunda. J. G. Kölreuter uppgötvar að afbrigði plantna geta líkst öðru hvoru foreldra, eða verið sambland beggja. G. j. Mendel birtir grein sína „Tilraunir við kynblöndun plantna" og birtir þar lögmál sín um erfðir. W. Flemming uppgötvar litningana og lýsir hegðun þeirra við skiptingu (mítósu) frumukjarnans. F. Galton setur fram kenningar um hvernig bæta megi mannkynið með vali á foreldrum. Fræðigreinina kallar hann „eugenics", sem mætti útleggja mannbótafræði eða mannakynbætur. W. Roux setur fram þá tilgátu að erfðavísarnir séu í litningunum. K. E. Correns, H. M. de Vries og E. T. von Seysenegg komast að sömu meginniðurstöðum um erfðir og Mendel og kynna lögmál hans fyrir umheiminum. H. M. deVries seturfr'am kenningu um stökkbreytingar. W. Bateson skilgreinir hugtakið „genetics" (erfðafræði) og ýmis meginhugtök greinarinnar. W. L. Johannsen notar fyrstur manna orðið „gen" um erfðaþætti Mendels og skilgreinir arfgerð og svipgerð. W. Bateson og R. C. Punnett sýna fram á tengsl gena innan litninga. G. H. Hardy og W. Weinberg setja fram, hvor öðrum óháð, genatíðnilögmál, sem síðan er við þá kennt og nefnt Hardy-Weinberg lögmálið. H. Nilsson-Ehle sýnir fram á fjölgenaerfðir. G. H. Shull ræktar maísafbrigði með kynblöndun stofna. A. E. Garrod sýnir fram á að vissir arfgengir sjúkdómar stafi af trufluðum efnaskiptum. T. H. Morgan sannar hlutdeild litninga í erfðum. 1913 A. H. Sturtevant kortleggur röð gena innan litnings í bananaflugu (Drosophila melanogaster). 1918 H. J. Muller rannsakar stökkbreytingu sem tengist kynferði í bananaflugum. 1921 C. B. Bridges sýnir fram á að hlutfall X-litninga og annarra litninga ræður kynferði í bananaflugum. 1926 H. J. Muller framkallar stökkbreytingar með röntgengeislum. 1928 F. Griffith breytir stofnum lungnabólgugerla með því að flytja efni, sem síðar reynist vera DNA, úr dauðum gerlum í lifandi. 1930 R. A. Fisher setur kenningu C. Darwins um náttúrlegt val fram í tölfræðilegu formi. 1931 S. Wright setur stofnerfðafræði í tölfræðilegt form. 1931 C. Stern, H. B. Creighton og B. McClintock skýra eðli litningavíxla. 1935 G. W. Beadle og B. Ephrussi rannsaka efnafræði gena og þætti þeirra í myndun ensíma. 1936 R. B. Goldschmidt skilgreinir gen sem efnasambönd fremur en sem afmarkaða litningahluta. 1936 T. Dobzhansky tengir saman þróunarkenninguna og meginhugmyndir erfðafræðinnar. 1941 G. W. Beadle og E. L. Tatum rannsaka lífefnafræðilegan grunn erfða hjá einfrumusveppi. 1944 O. T. Avery, C. M. MacLeod og M. McCarty sanna að DNA en ekki prótín eru erfðaefni í flestum lifandi verum. 1946 M. Delbruck og W. T. Bailey sýna fram á endurröðun erfðaefnis í veirum. 1946 J. Lederberg og E. L. Tatum sýna fram á endurröðun erfðaefnis í bakteríum. 1950 D. Bevis ákvarðar með legstungu ákveðna þætti í arfgerð fósturs. 1950-1955 E. Chargaff rannsakar efnafræði kjarnsýrusameinda. 1952 N. D. Zinder og J. Lederberg uppgötva veiruleiðslu, flutning erfðaefnis með veirum, milli gerla (Salmonella). 1952 A. D. Hershey og M. Chase uppgötva að einungis DNA, ekki prótín, sýkir gerilfrumur. 1953 J. D. Watson og F. H. C. Crick lýsa efnasamsetningu DNA. 1955 S. Benzer efnagreinir erfðaefni í veirum (T4). 1956 F. Jacob og E. L. Wollman uppgötva að erfðaefni færist á milli gerla við mökun. S. Ochoa og A. Kornberg framleiða „gervikjarnsýru" (DNA og RNA) á tilraunastofu. 1956 H. Fraenkel-Conrat og R. C. Williams framleiða blendinga af tíglaveikiveiru (tóbaksmósaíkveiru) úr prótíni af einum stofni og kjarnsýru (RNA) úr öðrum. 1956 F. Jacob og E. L. Wollman sýna fram á n.k. kynferli í gerlum, þar sem bútur af litningi berst úr einni frumu í aðra. 1958 M. Meselson og F. W. Stahl uppgötva að annar helmingur í hverjum litningi sem til verður við skiptingu er nýr, hinn gamall. 1958 F. H. C. Crick spáir fyrir um tilvist tRNA. 1958 P. C. Zamecnik lýsir því hvernig tRNA tengist amínósýrum. 1961 F. Jacob lýsir prótínmyndun í ríbósómum og hlutverki mRNA við niðurröðun amínósýrueininganna. 1961 M. W. Nirenberg og S. Ochoa leysa táknmál erfðanna í sameindum DNA og mRNA. 1964 C. Yanofsky og fl. staðfesta að alger samsvörun er milli niðurröðunar kirna í DNA og amínósýrueininga í prótíni. 1969 Vísindamönnum við læknaskóla Harvardháskóla tekst að einangra gen í fyrsta sinn. 1970 Vísindamenn við Wisconsinháskóla nýmynda gen í rannsóknastofu. 1973 S. Cohen og H. Boyer koma geni úr afrískum klófroski í gerilfrumu, þar sem genið verður virkt. 1975 Vísindamenn margra þjóða lýsa eftir siðareglum í erfðatækni á ráðstefnu í Asilomar í Kaliforníu. 1976 Fyrsta erfðatæknifélag heims, Genentech, er stofnað í San Francisco. 1978 Vísindamenn í Kaliforníu einrækta genið, sem stýrir myndun insúlíns í mönnum. 1980 Gen úr manni, sem stýrir myndun interferóns, grætt í gerilfrumu. 1980 M. Cline og samstarfsmenn hans fá fram erfðabreytta mús með því að koma genum úr einu dýri fyrir í öðru. 1982 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna leyfir sölu á fyrsta lyfinu, sem framleitt er með erfðatækni, mannainsúlíni, sem myndað er í bakteríum. 1983 Sýnt fram á erfðamark fyrir Huntingtonsveiki, á litningi nr. 4. Þar með er hægt að finna hverjir eiga eftir að veikjast, en eftir sem áður er sjúkdómurinn ólæknandi. Sjálft genið er einangrað 10 árum síðar. 1983 K. Mullis uppgötvar hvernig fjölfalda má gen með svonefndri PCR-tækni. 1984 A. Jeffreys þróar „erfðafræðilega fingrafaragreiningu" þar sem aðgreina má einstaklinga út frá sérkennum í DNA.' 1985 „Erfðafræðilegu fingrafaragreiningunni" beitt í fyrsta sinn við rannsókn sakamáls. 1986 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna heimilar notkun bóluefnis gegn lifrarbólgu-B, en það er fyrsta bóluefni handa mönnum sem framleitt er með erfðatækni. 1988 Harvardháskóli fær fyrsta einkaleyfið fyrir erfðabreyttu dýri, mús sem mjög hættir til að fá brjóstkrabbamein. 1989 Miðstöð fyrir rannsóknir á genamengi mannsins sett á stofn í Bandaríkjunum, undir forystu J. Watsons. Stofnunin, sem veltir þremur milljörðum dala, á að hafa umsjón með raðgreiningu og kortlagningu á genamengi mannsins. 1990 Starfsemin formlega hafin, 1. október. 1990 W. F. Anderson læknar fjögurra ára stúlku af sjúkdómi í ónæmiskerfi, svonefndri ADA-vöntun. 1997 Fyrsta einræktaða dýrið, ærin Dollý, ræktuð í Skotlandi. 2000 Lokið við frumgerð að korti yfir genamengi mannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.