Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ FIMMTUDAGUR14. SEPTEMBER BLAÐ Gísli missti af eigin veislu GÍSLI Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magn- ússonar, varð 41 árs 9. september, en hann gat ekki verið viðstaddur veglega afmælis- veislu sér tii heiðurs sem haldin var í æfinga- búðunum í Wollongong, suður af Sydney þar sem hann var upptekin á fundi í Sydney. Það kom þó ekki í veg fyrir að íslenski hópurinn héldi upp á daginn og starfsmenn á hóteiinu sem hópurinn býr á sló upp í þrjár tertur sem þeir gáfu Gísla í afmælisgjöf. Tveimur dögum eftir afmælis var „annar í afmæli" haidin og þá gat Gísli verið viðstaddur. A miðvikudag- inn þegar Morgunblaðið var í heimsókn í Wollongong var enn nokkuð eftir af tertunum og í ljós kom að það hafði alveg farist fyrir að kveikja á kertunum. Rétt er að geta þess að terturnar voru hreinasta hnossgæti. Martha Ernstsdóttir undirbýr sig fyrir maraþonhlaup á ÓL í Sydney Sefurís efnistjal í 4.100 metrah MARHTA Ernstsdóttir, mara- þonhlaupari úr ÍR, hefur und- anfarnar fimm vikur sofið í sér- útbúnu súrefnistjaldi, en tjöld af þessu tagi hafa undanfarin misseri verið afar vinsæl hjá mörgum íþróttamönnum sem keppa í úthaldsgreinum, s.s. langhlaupurum, skíðagöngu- mönnum og hjólreiðaköppum. Að sofa í tjaldi sem þessu kemur í stað þess að æfa langhlaup upp í fjöllum í „þunnu lofti“ eins og margir hlauparar gera hluta ársins. Þannig fjölga þeir m.a. rauðum blóð- komum í blóði sínu, það eykur blóðflæðið í líkamanum og út í vöðvana sem aftur gerir það að verkum að vöðvarnir geta lengur verið undir miklu álagi, þreytast síð- ar eða minna. Inni í tjaldið er dælt súrefni með slöngum úr sérútbúinni dælu. Henni er hægt að stjóma á þann hátt að súrefnið „þynnist" allt frá um 14% og niður 12% og þarf að aðlagast breytingunni í nokkmm þrepum. Nú um stundir fær Martha sömu áhrif af því að sofa yfir nótt og væri hún Ivar Benediktsson skrifar frá Sydney við æfingar í 4.100 metra hæð yfir sjávarmáli. „Ég hef verið að þrepa mig upp smátt og smátt og verð við það allt fram að því að keppni hefst í maraþonhlaupinu 24. september,“ sagði Martha er hún útskýrði kosti tjaldsins fyrir blaðamanni Morgun- blaðsins. „Tjöld sem þessi em tals- vert notuð, einkum af okkur sem viljum ekki neyta ólöglegra lyfja til þess að bæta árangur okkar,“ sagði Martha ennfremur, en notkun tjaldsins er alveg lögleg. „Það er ekkert sem bannar þetta enda kem- ur þetta í sama stað niður og að æfa uppi í fjöllum, hátt yfir sjávarmáli." Martha vildi ekki gefa upp verð tjaldsins en viðurkenndi að það væri allnokkru dýrara en hefðbundin úti- vistartjöld, enda þjónaði það öðmm tilgangi. „Ég er með fjölskyldu og hef ekki efni á því að vera í æfinga- búðum eins mikið og því ákváð ég og Jón Oddsson, eiginmaður minn, að kaupa þetta tjald fyrir hluta þeirrar upphæðar sem ég hefði annars þurft að kosta til dýrra æfingaferða,“ sagði Martha sæl með tjaldið góða. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Ólympíuskegg Jóns í höndum hönnuða JÓN Arnar Magnússon tug- þrautarkappi vakti mikla at- hygli á síðustu Ólympíuleikum þegar hann Iét sér vaxa skegg mikið sem hann litaði í íslensku fánalitunum dagana sem hann keppti. Jón Arnar segist að sjáifsögðu verða einnig með sér- staka ólympiuútgáfu af skeggi að þessu sinni. Skeggvöxturinn gengur vel en útlit skeggsins verður ekki í hans höndum að þessu sinni og segist hann ekki vita hvernig það muni líta út að þessu sinni. „Það hafa fjórir hönnuðir tekið að sér það verkefni að þessu sinni og ég verð því að bíða eft- ir niðurstöðum þeirra eins og aðrir,“ sagði Jón Araar í gær. Hönnuðirnir fjórir eru stúlkurn- ar í íslenska frjálsíþróttaliðinu, þær Guðrún Amardóttir, Martha Ernstsdóttir, Vala Flosa- dóttir og Þórey Edda Elísdóttir. Þær vildu ekkert gefa upp er Morgunblaðið hitti þær að máli; sögðu það vera algjört hernað- arleyndarmál fram að keppni. ALFREÐ GÍSLASON FRAMLENGIR SAMNING SINN VIÐ MAGDEBURG / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.