Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^01)0 OC^p Inge de Bruijn heldur sigurgöngu sinni áfram á ÓL og heimsmetin falla Heldur stundum að hún sé ósýnileg SUNDKONAN Inge de Bruijn hefur verið ákaflega áberandi í heimi sundsins undanfarin mis- seri og virðist ætla að verða einn af gullkálfum sundkeppni Ólympíuleikanna í Sydney. Það má segja um de Bruijn að hún sé eins og rauðvín, verði betri og betri með aldrinum en hún er orðin 27 ára gömul. Mörgum þykir hún einnig verða myndarlegri með hverju ár- inu. Eftir gott ár í fyrra virðist yfir- ■■■■■■ standandi ár ætla að jvar vera enn betra. Alls Benediktsson hefur hún sett skrífar heimsmet í skrið- fráSydney SUndi og flugsundi níu sinnum á árinu, þar af eitt á Ól- ympíuleikunum í 100 m flugsundi og fastlega er reiknað með að hún bæti enn einu metinu við og sínum öðrum gullverðlaunum á leikunum í úrslitum 100 m skriðsundsins. Saga de Bruijn er um margt merkileg. Hún var unglingastjarna í heimi sundíþróttarinnar í Evrópu og sem barn vakti hún strax athygli fyrir hversu vel hún tók leiðbein- ingum. Henni gekk hins vegar illa að brjótast út úr hlutverki ungling- astjörnunnar. Hún keppti á Ólymp- íuleikunum í Barcelona fyrir átta árum en tókst ekki að krækja í nein verðlaun og smátt og smátt virtist ferill hennar vera að fjara út. Botn- inum var eflaust náð árið 1996 þeg- ar hún var ekki valin í hollenska landsliðið í sundi fyrir leikana í Atl- anta. Sá sem sniðgekk hana við val- ið var enginn annar en kærastinn og þjálfari hennar hjá PSV Eind- hoven, Jacco Verhaeren. „Þar með var botninum náð, áhugi minn fyrir sundi var enginn. Ég verðskuldaði ekki að vera valin og í raun fékk það mig til þess að velta vöngum yfir því hvort ég hætti alveg og gæfi sundið upp á bátinn eða þá að slá í klárinn á nýjan leik,“ segir de Bruijn þegar hún rifjar upp þessa tíma fyrir fjórum árum. Eftir að hafa tekið sér gott frí frá sundinu ákvað de Bruijn að taka slaginn upp á nýtt. Fá sér annan þjálfara, gefa Verhaeren upp á bát- inn sem þjálfara og taka upp sam- starf við Bandaríkjamanninn Paul Bergen. De Bruijn og Verhaeren halda þó áfram búskap eftir sem áð- ur, samstarfsslitin í lauginni höfðu ekki áhrif á persónulegt samband þeirra, þvert á móti, ástin blómstr- ar sem aldrei fyrr. Eftir að sam- starfið við Bergen hófst tóku hjólin fljótlega að snúast á nýjan leik hjá de Bruijn en Bergen er vel þekktur sundþjálfari og veit vel hvernig á að þjálfa sundmenn í fremstu röð. Hann þjálfaði m.a. Tracy Caulkins fyrrverandi ólympíumeistara í sundi um nokkurra ára skeið með góðum árangri. Teknar voru upp nýjar æfingaaðferðir sem felast m.a. í miklum lyftingum, kaðlaklifri og sundi með þunga skó á fótunum. Allt hefur þetta styrkt de Bruijn mjög og framfarirnar hafa ekki lát- ið standa á sér. „Bergen reif mig einnig upp andlega, þar lá helsti veikleiki minn. Áður fyrr var ég hrædd við andstæðinga mína. Núna hræðist ég engan í lauginni, ég hef það á tilfinningunni á stundum að ég sé ósýnileg," segir de Bruijn. Vegna mikilla framfara á stuttum tíma hefur de Bruijn orðið fyrir barðinu á illu umtali og raddir hafa verið uppi um að hún hafi notað ólögleg lyf til þess að bæta árangur sinn og sé hin nýja Michel Smith sem reyndar nú sé Michel de Bruijn eftir að hafa gifst Hollendingnum Eric de Bruijn. Sá er reyndar ekki náskyldur Inge de Bruijn þótt eft- Inge de Bruijn og bandaríska stúlkan Jenny Thompson fagna eftir að de Bruijn setti heimsmet í 10O m skriðsundi. Bætti eigið heimsmet HOLLENSKA sundkonan Inge de Bruijn sló sitt eigið heimsmet í gær er hún synti 100 m skriðsund á 53,77 sekúndum. Fyrra metið var 53,80 sekúndur og setti hún það á móti í Sheffíeld í Englandi þann 28. maí á þessu ári en þá hafði gamla metið staðið síð- an árið 1994 en það var 54,01 sek. Metið sló de Brujin í gær í síðari riðli undanúrslita skriðsundskeppninnar en hún sigraði fímmfaldan ól- ympíumeistara, Jenny Thompson, sem lauk keppni á 54,40 sek. De Brujin á þar með góða möguleika á að landa sín- um fyrstu gullverðlaunum á Ólympíuleikum í ein- staklingsgreinum. Thompson í sjöunda himni irnafnið sé það sama. Michel tók miklum framförum á stuttum tíma og sópaði að sér verðlaunum á Ól- ympíuleikunum í Atlanta 1996. Síð- ar féll hún á lyfjaprófi og var dæmd í keppnisbann. De Bruijn blæs á all- ar raddir um að hún hafi óhreint mjöl í pokahorninu. „Það er hrein- asta rugl og komið frá mönnum sem hafa horn í síðu minni og sjá ofsjón- um yfir því að ég nái árangri," segir de Bruijn um leið og hún viður- kennir að umræðan hafi haft slæm áhrif á sig. Gullverðlaun de Bruijns í 100 m flugsundi í vikunni voru hennar fyrstu í keppni í 50 metra laug, bæði á heimsmeistaramóti og Ól- ympíuleikum. Hún hefur hins vegar unnið til nokkurra gullverðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í styttri lauginni, þ.e. 25 metra. Það var því ekki að undra að de Bruijn fagnaði ákaft eftir sigurinn á mánudaginn, stór áfangi á löngum ferli var í höfn. Á þessu ári hefur hún slegið heims- metin hvað eftir annað og þvi til alls líkleg á leikunum eins og heimsmet hennar í 100 m flugsundi á mánu- daginn undirstrikar. Nú um stundir á hún heimsmetin í 50 og 100 m skriðsundi, 50 og 100 m flugsundi en 50 metra flugsund er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum og því verður það ekki bætt í Sydn- ey. De Bruijn er hins vegar viss um að hún tekur ekki þátt í fleiri Ól- ympíuleikum þegar þessir verða að baki því ætlar hún að njóta líðandi stundar og safna að sér gullverð- launum og metum á meðan tæki- færi gefst til. Jenny Thompson var lykillinn að gullverðlaunum Bandaríkjanna í 4x200 metra skriðsundi kvenna á Ólympíuleikunum í gær. Thompon vann þar með sín sjöundu gullverð- laun á Ólympíuleikum sem er met hjá sundkonum. Ástralar náðu góðri forystu í fyrri helmingi sundsins en bandaríska stúlkan Lindsay Benko vann upp mesta forystu Ástrala og var Thompson aðeins 25/100 úr sekúndu á eftir fyrsta manni á lokasprettinum. Thompson átti ekki í miklum erfið- leikum með að ná Petriu Thomas og synti örugglega í markið, fyrst allra, og varð tíminn 7.58,52 sem er nýtt Ólympíumet. Sveitina skipuðu Samantha Arsenault, Diana Munz, Lindsay Benko og Thompson. Ástralar höfnuðu í öðru sæti og Þjóðverjar því þriðja. Thompson hefur unnið til gull- verðlaunanna sjö á síðustu þrem- ur Ólympíuleikum en þau koma öll úr boðsundi. Með sjöunda pen- ingnum jafnaði hún gamalt met þýsku sundkonunnar Kristin Otto sem vann sitt sjöunda gull á Ól- ympíuleikunum 1988 í Seúl. AIls hefur Thompson unnið átta verð- laun á leikum og er það einnig met yfir flesta unna verðlauna- peninga af sundkonu en hún vann til silfurverðlauna 1992 í 100 m skriðsundi. Thompson er í öðru sæti yfir flest gullverðlaun íþróttakonu á Ólympíuleikum en Larissa Latynina frá fyrrum So- vétríkjunum vann alls níu gull á sínum ferli. Thompson getur með sigri í 100 m skriðsundi á fimmtu- dag og 4x100 m fjórsundi á laug- ardag einnig náð því meti. O’Neill þurfti að játa sig sigraða Misty Hyman sigraði í 200 m flugsundi á Ólympíuleikunum í gær. O’Neill sigraði þar með Astralann Susan O’Neill en hún var talin sigurstranglegust fyrir keppnina. Þetta var fyrsti ósigur O’Neill á stórmóti síðan 1994 og því komu úrslitin nokkuð á óvart. Hyman fór fram úr í blálokin og O’Neill varð að játa sig sigraða. Hyman vann á tímanum 2.05,88 sem er aðeins sekúndubrotum frá heimsmeti O’Neill sem er 2.05,81.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.