Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 12
i
i
\
Leikmenn þýska landsliðsíns stigu stríðsdans eftir að þeir höfðu lagt Júgóslava að velli, 28:22. ap
Mikilvægir sigrar
Frakka og Þjóðveija
RÚSSAR og Svíar eru öruggir áfram úr sínum riðlum í hand-
knattleikskeppni karla á Olympíuleikunum eftir þriðju umferð riðla-
keppninnar sem fram fór í gær. Báðar þjóðirnar eru með fullt hús
stiga. Þjóðverjar og Frakkar unnu mikilvæga sigra i gær og eru
einnig taplausir í góðri stöðu.
Igær lögðu Rússar liðsmenn Suð-
ur-Kóreu, 26:24, eftir að hafa ver-
ið fjórum mörkum yfir í hálfleik,
17:13. Lev Voronin var markahæst-
ur leikmanna rússneska liðsins í
leiknum, skoraði 7 mörk, og Vassili
Koudinov var næstur með 6. Chul-
Won Paek skoraði helming marka S-
Kóreu, 12, en markahæsti leikmaður
þýska handknattleiksins undanfarin
ár, Shin-Kyung Yoon, komst ekki á
blað og átti aðeins tvö markskot all-
an leikinn. Kórea komst í 13:10 í
byrjun síðari hálfleiks en gaf síðan
eftir, rétt eins og gegn Júgóslövum
og Þjóðveijum. Dmitri Torgovanov
tryggði Rússum sigur með síðasta
markinu í leiknum.
Svíar rólegir þrátt
fyrir gagnrýni
Svíar unnu afar auðveldan sigur á
Túnis, 27:18, eftir hafa verið með sjö
marka forskot í hálfleik, 14:7. Stefan
Lövgren fór á kostum og skoraði 10
mörk, Mathias Franzen var með sjö
mörk.
' Enginn lék þó betur í sænska lið-
inu en markvörðurinn Peter Gentzel,
hann varði 24 skot. Svíar svöruðu að
nokkru harðri gagnrýni á frammi-
stöðu þeirra, nema hvað Staffan Ols-
son lét hana sem vind um eyru þjóta
og hafði sig lítið í frammi. Skoraði
ekki mark og skaut bara tvisvar. Per
Carlén, fyrrverandi samherji hans í
landsliðinu sem nú er sjónvar-
psfréttamaður, gagnrýndi Staffan
talsvert eftir tvo fyrstu leikina og
sagði að hann hefði bara spilað vel í
10 mínútur á leikunum. „Ég er mjög
rólegur.
Við komumst alltaf betur í gang
eftir því sem við nálgumst úrslita-
leikina," sagði Staffan Olsson. Auk
hans eru Magnus Wislander og Ola
Lindgren enn eftir af „gamla geng-
inu“ sem hefur verið í slagnum í 14
ár og unnið allt sem hægt er að vinna
nema ólympíutitilinn. Island mætir
Svíþjóð í fyrsta leik sínum á HM í
Frakklandi í janúar.
Frakkar unnu Spánverja í hörku-
leik, 25:23. Frakkar höfðu forystu í
leiknum allan fyrri hálfleik og fram
eftir þeim síðari að Spánveijar sneru
við taflinu og náðu þriggja marka
forskoti um tíma. í stöðunni 22:19
snerust vopnin í höndum Spánverja
skyndilega og Frakkar gengu á lag-
ið, skoruðu fimm mörk gegn engu og
gáfu ekkert eftir það sem eftir lifði
leiks. Jerome Fernandez skoraði 7
mörk fyrir Frakka og Guillaume
Gille 4 en Rafael Guijosa gerði 7
mörk fyrir Spánverja og Talant
Dujshebajev 5.
Þjóðveijar unnu góðan sigur á
Júgóslövum í stórleik í A-riðlinum,
28:22. Volker Zerbe og Frank von
Behren skoruðu 6 mörk hvor fyrir
Þjóðverja en Aleksandar Knezevic
gerði 5 mörk fyrir Júgóslava og Nen-
ad Perunicic 4.
Fyrsti sigur Egypta
Slóvenía vann afar öruggan sigur
á heimamönnum, Aströlum, 33:20,
þrátt fyrir að áhorfendapallarnir
væru þéttskipaðir stuðningsmönn-
um heimaliðsins sem létu óspart í sér
heyra. Þá vann Egyptaland, mót-
herji Islands á HM í janúar, sinn
fyrsta sigur á leikunum þegar það
lagði Kúbu, 29:26. Hussein Zaki var
atkvæðamestur Egypta með 8 mörk.
Rússar, Þjóðverjar og Júgóslavar
enda væntanlega í þremur efstu sæt-
um A-riðils og Egyptar og Suður:
Kóreubúar slást um fjórða sætið. I
B-riðli verða Svíar, Frakkar og
Spánveijar án efa í toppsætunum og
Slóvenía stendur vel að vígi í baráttu
við Túnis um fjórða sætið.
■ ENN falla. keppendur á Ólympíu-
leikunum á lyfjaprófi. Nú hefur
Búlgaranum Ivan Ivanov verið
gert skylt að skila silfurverðlauna-
peningi þeim, sem hann hlaut í 56
kg flokki í ólympískum lyftingum á
fyrsta keppnisdegi leikanna, eftir
að í ljós kom að hann hafði neytt
örvandi lyfja.
■ DÖNSKU hjónin Peter Gade og
Camilla Martin stefna hraðbyri í
úrslit einliðaleiks karla og kvenna í
badmintonkeppni Ólympíuleik-
anna. Takist þeim að vinna verða
þau önnur hjónin sem vinna einliða-
leiksflokkana á Ólympíuleikum því
Susi Susanti og Allan Budi Kusma
frá Indónesíu tókst það árið 1992 í
Barcelona.
■ BEATRICE Caslareu sundmað-
ur frá Rúmeníu tók ekki þátt í und-
anúrslitum 200 m bringusunds
kvenna í gær þótt hún hefði náð
sjötta besta tímanum inn í undan-
úrslitin. Astæðan fyrir því að hún
hætti við var að síðar um kvöldið
sem undanúrslitin áttu að fara fram
var hún í eldlínunni í 4x200 m
skriðsundi með rúmensku sveitinni
og tók það framyfir.
■ PENNY Heyns, heimsmethafa
og ólympíumeistara í 200 m bring-
usundi kvenna tókst ekki að vinna
sér sæti í undanúrslitum í grein-
inni. Hún hafnaði í 20. sæti í undan-
rásum, synti á 2.30,17 mínútum.
Heimsmet hennar er 2.23,64 sett í
ólympíulauginni á Kyrrahafsleik-
unum í fyrra og ólympíumetið er
2.25,41 sett í Atlanta fyrir fjórum
árum. Heyns varð í þriðja sæti í 100
m bringusundi fyrr í vikunni.
■ VIKTOR Bodrogi, frá Ungverja-
landi, sem varð í 15. sæti í undan-
rásum 200 m bringsunds karla, var
síðar dæmdur úr leik fyrir að hafa
kafað lengi-a en 15 metra við upp-
haf sundsins, en keppendum er
miskunnarlaust vísað úr keppni fari
þeir framyfir línuna. I hans stað
kom Brasilíumaðurinn Leonardo
Costa inn í 16 manna úrslitin. Hann
varð síðan fjórtándi í undanúrslit-
um og komst ekki áfram í úrslit.
mALLS seldust 70.000 aðgöngu-
miðar á hinar ýmsu keppnisgreinar
Ólympíuleikanna á þriðjudaginn og
hafa aldrei selst fleiri miðar á leik-
ana á einum degi.
■ ÞAÐ verða Þjóðveijar og Norð-
menn annars vegar og Bandaríkin
og Brasilia hins vegar sem mætast
í undanúrslitum kvenna í knatt-
spymu. Þetta varð ljóst í gærkvöldi
þegar Norðmenn gerðu hið ómögu-
lega þegar þær lögðu Kínverja,
sem nægði jafnteflið, velli með sig-
urmarki Magunn Haugunn, 2:1.
■ HEIMS- og Ólympíumeistarar
Bandaríkjamanna, unnu Nígeríu í
miklum baráttuleik, 3:1. Brandi
Chastain, Kristine Lilly og Shann-
on MacMillan skoruðu mörk
bandanska liðsins.
Hafsteini gekk ekki sem skyldi
Hafsteini Ægir Geirsson fékk
ekki byr í seglin á fyrsta keppn-
isdegi sínum af sex í siglingum á Las-
erkænu. Farnar
voru tvær umferðir í
gær og rak Haf-
steinn lestina af 43
keppendum í þeim
báðum og skipti þar
mestu að hann varð fyrir óhappi á
báðum hringum.
Á fyrri hring varð hann fyrir því að
Ivar
Benediktsson
skrifar
frá Sydney
lenda í samstuði við einn andstæð-
inga sinn og þar sem Hafsteinn var
hinn seki varð hann að taka út refs-
ingu með því að sigla tvo hringi um
sjálfan sig. Við það missti hann nokk-
uð af lestinni. Á síðari hring velti
Hafsteinn kænu sinni á síðasta lensi-
legg og tapaði verulegum tíma.
„Burt séð frá óhöppunum þá er ég
alls ekki ósáttur við hvernig Haf-
steinn sigldi að þessu sinni,“ sagði
Birgir Ara Hilmarssonar, flokks-
stjóri í siglingum. Hann sagði ástæð-
una fyrir veltunni á síðasta
lensileggnum vera fyrst og fremst þá
að mjög misvindasamt var á hafnar-
svæðinu þar sem bátamir sigldu.
„Flotinn er mjög þéttur eftir tvær
umferðir og Hafsteinn hefur alla
möguleika á að bæta stöðu sína, hann
er ekkert langt á eftir næstu mönn-
um.
Það munar þessum óhppum sem
hann varð fyrir, við það tapaði Haf-
steinn verulegum tíma. En það eru
fimm dagar eftir af keppninni og
hann kemur reynslunni ríkari til
leiks á næsta keppnisdegi á morgun.
Það var ekkert nema eðlilegt að Haf-
steinn væri svolítið spenntur við upp-
haf keppninnar enda stóra stundin
loksins runnin upp,“ sagði Birgir.
Brasilíumaður er í efsta sæti eftir
hringina tvo, hefur þrjú stig.
Austurríldsmaður og Slóveni eru
jafnir í öðru sæti og þá kemur Svíi.