Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 7
6 B FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 ^opt> OQ§) MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 B 7 -y ‘p0Þt> OQP Öm b Norðurl metið glæsiu ÖRN Arnarson vann í gær eitt mesta afrek íslensks íþróttamanns á Ólympíuleikum þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í 200 m bak- sundi, fyrstur íslenskra sundmanna. Árangur hans erfrábær, í ann- að sinn á innan við sólarhring bætti hann bæði íslands- og Norður- landametið en hann synti í undanúrslitunum á 1.58,99 mínútum sem er sjötti besti tími heims í greininni á þessu ári. Um leið bætti hann íslands- og Norðurlandamet sittfrá því um morguninn um 81/ 100 úr sekúndu. Með þessum glæsilega árangri tryggði Örn Arnar- son sér endanlega sess meðal bestu baksundmanna heims. Örn er fyrsti Norðurlandabúinn til að synda 200 m baksund undir tveimur mín., en Finninn Janni Sievinen átti gamla metið, sem hann setti í maí 1996-2.00,70 mín. Örn var þar með þriðji íslendingurinn til að setja Norðurlandamet - áður höfðu Guðjón Guðmundsson afrekað það 1974 á ÓL í Múnchen og Eðvarð Þór Eðvarðsson 1988. Krayzelburger hefur tvíbætt ÓL-metið LENNY Krayzelburger, Bandaríkj u nu m, hefur tvíbætt ólympíumetið í 200 m baksundi á Ólympíuleikunum. f undan- rásum synti hann á 1.58,40 og bætti ólympíumetið um 7/100 úr sekúndu. I undanúrslitum synti hann enn hraðar eða á 1.57,27. Krayzelburger er þó enn nokkuð frá heimsmeti sínu, það er 1.55,87. Hvort það fellur i úrslitunum kemur i Ijós í dag en Krazelburger, sem veður 25 ára 28. september, er greinilega í mjög góðri æfingu um þessar mundir. Ingibjörg Hinríksdóttir skrifarfrá Sydney Urslitasundið fer fram kl. 8.21 ár- degis og ríkir gífurleg spenna og eftirvænting á meðal íslenska keppnishópsins. Það var ekki laust við að taugaspennu væri vart á meðal íslend- inga sem staddir voru í ólympíulaug- inni í Sydney þegar undanúrslitin fóru fram. Örn átti frábært sund um morguninn en nú var stundin enn stærri og möguleiki á því að taka þátt í úrslitasundi á Ólympíuleikum í húfi, möguleiki sem íslenskum sund- manni, hefur auðnast áður. Örn lét taugaspennuna meðal íslensku áhorfendanna í ólympíulauginni ekki hafa nein áhrif á sig og eins og vant er var hann öryggið uppmálað frá byrjun, og synti að því er virtist mjög afslappaður. Synti hraðar í byrjun Hann tók hvert sundtakið á fætur öðru af öryggi og hélt sér framar- lega. Strax eftir 50 metra var ljóst að Örn synti hraðar en um morguninn, þá var hann á 28,48 sekúndum en nú á 28,16. Eftir 100 metra var tíminn 58,27 í samanburði við 58,79 í undan- rásunum um morguninn. Eftir 150 metra var hann enn á betri tíma en um morguninn, 1.28,74 í samanburði við 1.29,56 og loks lokatíminn 1.58,99, frábær timi og sá fjórði besti sem náðist í keppninni. Erfitt er að meta hvaða áhrif það hefur á Örn að synda tvö erfið sund með aðeins níu klukkustundar milli- bili. Það er þó ljóst að Örn hefur þeg- ar náð markmiði sínu, þ.e. að komast í úrslit í 200 m baksundi á leikunum. Hvort hann lætur þar við sitja eða ekki, þar sem markmiðið er í höfn, kemur í ljós árdegis í dag en sé tekið mið af því að hann virðist hafa synt nokkuð afslöppuð sund í bæði skiptin þá gefur það ákveðin fyrirheit um að hann eigi meira inni. Þó ber að halda kröfum aðeins niðri, árangur Arnar er frábær nú þegar og allt sem gerist Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson. Örn Arnarson veifar til áhorfenda þegar hann er kynntur til sögunnar. í úrslitum er því eingöngu enn frek- ari rós í hnappagatið á frábærum íþróttamanni sem hefur einbeittur unnið sitt verk árum saman. Enn er Öm að brjóta blað í sögu sundíþróttarinnar á íslandi. Fyrr í vikunni varð hann fimmtándi í 200 m skriðsundi og sýndi þá að hann væri til alls líklegur. Það var þá besti ár- angur íslensks sundmanns á Ólymp- íuleikum. Nú er allt komið undir Erni og þjálfara hans undanfarin fjögur ár, Brians Marshalls, hvemig lokaþáttur þessa frábæra ævintýris verður leikinn í ólympíuiauginni. Öm varð 19 ára gamall 31. ágúst sl. og hefur æft sund með skipulögð- um hætti frá því hann var sex ára gamall. Brian Marshall þjálfari og Öm Arnarson hafa undirbúið sig vel fyrir ÓL í Sydney. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson wmrnmŒr* Sérstök hönnunarkeppni var haldin árið 1998 þar sem menn ■ lögðu fram tillögur að verðlaunapeningum leikanna í Sydney Sigurvegari varð Wojciech Pietranik og hann vann síðan með OQP áströlsku framkvæmdanefnd leikanna að þróun peninganna. Hönnun • Á annarri hlið peninganna er mynd af Óperuhúsinu í Sydney, Ólympíukyndlinum og Ólympíuhringjunum. Á hinni hliðinni eru sigurgyðjan Nike, hringleikahús og ekill á stríðsvagni. • Á fleygskornum brúnum peningsins er sagt fyrir hvaða grein íþróttamaðurinn fékk verðlaunapeninginn. Málmurinn • Gull: Ekta silfur (99,9%) húðað með í það minnsta 6 grömmum af hreinu gulli. • Silfur: Ekta silfur (99,9%) • Brons: Að mestu úr bronsi en nokkru silfri er þó bætt í. Verðlaunaveitingar • Verðlaunaafhendingarnar á leikunum í Sydney verða alls 300 talsins á 16 dögum. • Konunglega ástralska mynt- sláttan í Perth hefur framleitt 1.000 gullpeninga, 1.000 silfur- peninga og 1.100 bronspeninga. Ólympiuhringimir, Sydney 2000 lógóið og táknmyndir íþróttagreina 8&©SOCOG 1996 Fáekki aukamiða á lokaþátt- inn hjá Emi ÚTILOKAÐ er að fá að- göngumiða á úrslitasund- keppni Ólympíuleikanna í dag þegar Örn Arnarson verður með lokaþáttinn í Sydney - keppir til úrslita - og er í raun fyrir löngu uppselt á öll úrslitakvöid. Stefán Konráðsson, aðal- fararstjóri íslenska ólymp- íuhópsins, sagði í gær- kvöldi að vonlaust væri að fá fleiri miða þannig að allir íslcnsku keppendurn- ir á Ólympíuleikunum gætu verið viðstaddir úr- slitasundið hjá Erni. Því verður aðeins íslenski sundhópurinn í höllinni þegar sundið fer fram auk flokksstjóra, þjálfara og aðal- og aðstoðar- fararstjóra ÍSÍ. Aðrir íslenskir íþrótta- menn verða að láta sér nægja að fylgjast með Erni ( sjónvarpi. Öm á sjöttu braut ÖRN Arnarson verður á sjöttu braut í úrslitum 200 metra baksundsins í dag. Emi á vinstri hönd við upphaf sunds- ins syndir Bandaríkjamaður- inn Aaron Peirsol, sem náði öðmm besta tíma keppenda í gær, 1.58,44, og honum á hægri hönd verður Króatinn Gordan Kozulj, sem varð sjötti í undanúrslitunum, fékk tím- ann 1.59,56. t ... W 5 mz * s”- ■* - Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Örn Arnarson sýndi geysilegt öryggi f Sydney, þar sem hann setti glæsilegt Norðurlandamet og bætti það síðan - er hann náði fjórða besta tímanum í 200 m baksundi. Omer næst- yngstur ÖRN Amarson er næst- yngstur þeirra átta sundmanna sem keppa til úrslita í 200 m bringusundi. Yngstur er Bandaríkjamaðurinn Aaron Pejrsol, fæddur 1983, en Öm er tveimur ámm eldri. Elsti kepp- andinn er Rogerio Rom- ero frá Brasiliu, hann kom í heiminn árið 1969, tólf ámm á undan Emi. allt lagt undir ÞAÐ er greinilegt á frammistöðu Arnar Arnarsonar að æfingaáætl- anir þjálfara hans, Brians Marshalls, hafa gengið upp. Hann og Örn hafa unnið markvisst og skipulega - afraksturinn skilaði sér í gær í undanúrslitum, enda var Brian ánægður að sundinu loknu. „Þetta er búinn að vera mjög góður dagur og það má segja að okkar tak- marki hafi verið náð. Örn er kominn í úrslit. Það er það sem við höf- um alltaf stefnt að,“ sagði Brian. Ingibjörg Hinriksdóttir skrífarfrá Sydney Brian sagði að úrslitasundið yrði allt öðruvísi en þau sem hann hefur synt á leikunum. „Það verður allt lagt undir - hver orkudropi notaður. Ég er sérstaklega ánægður með það hvað hann náði að bæta miklum hraða í síðara sundið - frá því fyrra í undan- rásum. Við gerðum smávægilega breytingu á tæknilegri útfærslu síð- ara sundsins frá því fyrra. Þetta er alveg rosalega gott og frábær árang- ur að komast í úrslit á Ólympíuleik- um. Hér er hann að keppa við alla bestu sundmenn heims og útkoman er þessi um leið og hann nær sjötta besta tíma í heims í ár. Þetta er glæsileg kynning fyrir íslenska sundmenn og ef við horfum aðeins á þann árangur að komast í úrslit á Ól- ympíuleikum þá er það stórkostlegt," sagði Brian Marshall. Ætti að gefa frí „Ég var að velta því fyrir mér hvort það ætti ekki að gefa Öllum krökkum á Islandi frí meðan úrslita- sundið stendur yfir, svo þau geti horft á Örn synda til úrslita á Ólymp- íuleikum. Betri kynningu á íslenskri æsku er vart hægt að hugsa sér. Ef það er ekki hægt að gefa frí á öllu Islandi, þá ætti það að minnsta kosti að vera mögulegt í Hafnarfirði, heimabæ Arnar,“ bætti Brian bros- andi við og var þar með rokinn til þess að undirbúa úrslitasundið með lærisveini sínum. Úrslitin í 200 metra baksundi verða kl. 8.21 að íslenskum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.