Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 BÍÓBLAÐIÐ Leikkonan Catherine Deneuve erein af verndarenglum tékknesku móðurinnar Selmu í Dancer in the Dark. Hún vann ná- iö með leikkonunni og söngkonunni, en ekki poppstjörnunni, Björk, og ræðir um myndina í samtali við Pétur Blöndal, auk þess að koma inn á gelt, börn, Bunuel, sveitabýlið og íslandsferð sína. RANSKA leikkonan Cath- erine Deneuve hefur sporað út hvíta tjaldið í tæplega hundrað kvikmyndum síðan hún steig sín fyrstu skref í myndinni Les Collégiennes árið 1957. Deneuve öðlaðist snemma heimsfrægð en er umfram allt elskuð og dáð í Frakklandi, enda hefur hún alla tíð haldið tryggð við franska kvikmyndagerð og látið vera að fylgja straumnum vestur um haf. Þar af leiðandi hefur hún aðeins einu sinni verið tilnefnd til Óskars- verðlauna en á móti kemur að hún hefur tvisvar unnið til frönsku Cés- ar-verðlaunanna og sjö sinnum verið tilnefnd. Þá hefur hún unnið til verð- launa í Feneyjum og uppskorið heið- ursverðlaun á Berlínalnum árið 1998 fyrir glæsilegan leikferil. Nú síðast komst hún í sviðsljósið fyrir að Ieika á móti Björk í kvik- mynd danska leikstjórans Lars Von Triers Dancer in the Dark, sem hreppti gullpálmann á kvikmynda- hátíðinni í Cannes eins og frægt er orðið. Hvorugt gaf eftir Eins og flestum er vafalaust í fersku minni voru engir kærleikar með Trier og Björk eftir gerð Dancer in the Dark enda hafði komið til árekstra milli þeirra meðan á gerð myndarinnar stóð. Deneuve gerir lít- ið úr því: „Það getur aðeins hent í Cannes að allir rjúki upp til handa og fóta vegna þess að slegið hafi í brýnu milli Lars og Bjarkar." Hún kveður fast að orði svo hvín í hverjum sér- hljóða. „Hvaða máli skiptir það!?“ Svo heldur hún áfram, öllu mild- ari: „Björk er mjög feimin. Hún lagði sig alla fram um að fylgja leikstjóm Triers en það reyndist stundum erf- itt. Ekki bætti úr skák að annríkið var mikið hjá henni því eftir að tök- um lauk vann hún oft að tónlistinni langt fram á nótt. Ég held að það hafi verið hluti af vandamálinu. Þetta var farið að taka sinn toll og hún hafði ekki meira að gefa. Engu að síður reyndi hann að kreista meira úr henni, töku eftir töku, svo lengi sem honum fannst eitthvað mega betur fara. Hann gefst ekki upp svo glatt og ekki hún heldur; þau rifust því stundum og oftast tengdist það tón- listinni. Stundum var mjög af henni dregið, en það er eðlilegt við þessar kringumstæður." Það vakti nokkra athygli þegar Trier kvartaði undan því á blaða- mannafundi að Björk væri ekki leik- kona. Málið flækist enn frekar þegar kemur í ljós að Deneuve lítur ekki á Björk sem poppstjömu. „Hún er al- veg sér á parti,“ segir hún. ,Á Is- Iandi er hún umvafin nánum vinum og fjölskyldu og heldur lífi sínu út af fyrir sig; ég get ekki ímyndað mér að hún sé ein af þeim poppstjömum sem fara í tónleikaferðir og troða upp fyrir framan hundruð þúsund áhorfenda. Hún þarfnast þess að hafa þéttan hóp í kringum sig sem hún vinnur með og á í nánum sam- skiptum við. En það er ekki hægt að skipa henni í neinn flokk; það væru orðin tóm. Hún er alveg einstök manneskja, feimin en afskaplega sterkur persónuleiki." Vann náið með Björk Allt var enn í háalofti milli Bjarkar og Triers á frumsýningu Dancer in the Dark í Cannes og vakti athygli að Björk hélt sig við hlið Deneuve á leið upp rauða dregilinn. Sýnir það vel traustið sem myndaðist á milli þeirra við gerð myndarinnar. „Við unnum náið saman þar sem við lékum hvor á móti annarri í mörgum atriðum og var það enn brýnna vegna þess að hún er óvön leikkona. En við hitt- umst sjaldan fyrir utan tökur. Ég vissi að hún hafði í nógu að snúast og vildi vera út af fyrir sig. Við vorum hins vegar nánar meðan á tökum stóð og náðum vel saman.“ Lítið mæddi á Deneuve þegar kom að því að kynna Björk fyrir leiklist- argyðjunni. „Auðvitað lenti mest af því á Lars þar sem hann var leik- stjórinn. Ef mér fannst ég geta lagt henni lið og hjálpað henni að takast á við hlutverkið þá lagði ég mitt lóð á vogarskálarnar. En Lars vann náið með henni og það kom sjaldan fyrir að hún þyrfti mína liðveislu. Engu að síður bar ég mikla umhyggju íyrir henni þar sem ég vissi að hún væri viðkvæm - á vissan hátt eins og bam.“ Deneuve fékk hlutverk í Dancer in the Dark eftir að hafa skrifað Trier bréf þar sem hún hældi honum fyrir Brimbrot og forvitnaðist um næstu verkefni. I vingjamlegu svarbréfi lýsti Trier fyrir henni „einstöku og óvenjulegu verkefni, söngleik með Björk. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á hlutverki í myndinni. Ég var þá við tökur í Frakklandi og tók næstu flugvél til Kaupmannahafnar. Ef ráðist er í svona krefjandi verk- efni þarf maður að hafa tröllatrú á leikstjóranum. Eftir að hafa hitt Trier velktist ég ekki í neinum vafa; ég hreifst af honum og ákvað að láta Ber fullt traust til Trier Hún deilir ekki þeirri skoðun að hann sé sérvitringur. „Hann er sér- stakur rétt eins og Björk,“ segir hún. „Þau hafa ólík áhugamál en em bæði með það á hreinu hvað þau standa fyrir. Hann er með fóbíur sem hafa valdið honum erfiðleikum í lífinu. Fyrir vikið hefur hann þurft að standa fast á meiningu sinni, orðið að vera skrefi framar en aðrir þegar hann hefur verið að koma fótunum undir sig í lífinu og má segja að þess sjáist glögglega merki í leikstjómar- stílnum." Mikið var um spunavinnu á töku- stað. Deneuve er á því að það veiti aukið frelsi en henni stendur líka stuggur af því. „Mér finnst það í lagi þegar Lars er annars vegar því ég treysti honum. Ef eitthvað kæmi illa út myndi hann ekki halda því í mynd- inni. Til þess að taka þátt í spuna- vinnu, sem ég geri ekki oft, verð ég að hafa trú á leikstjóranum, á því að ósmekkleg atriði hafni ekki í mynd- inni fyrir slæma dómgreind eða mis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.