Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 1
+
. B L A Ð ALLf 3 A L A N D 5 5 M A N N A
1— - : -•--- : • — —1
mmm* K o n u r
Fitness
ÖU helstu vörumerkin á einum staö.
2000
U ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER
BLAÐ
INTER
■ ■
i *- ■
INTER
Strömsgodset vill
fá Guðmund
Steinarsson
GUÐMUNDUR Stein-
arsson, framherji Kefl-
vikinga í knattspyrnu,
var mjög' ánægður með
dvöl sína hjá norska
liðinu Strömsgodset en
hann kom heim fyrir
helgina eftir vikudvöl
hjá liðinu.
„Þeir tilkynntu mér
að þeir ætluðu að
reyna að ná í mig og
mundu setja sig í sam-
band við Keflavík. Mér
leist mjög vel á klúbb-
inn. Æfingaaðstaðan er mjög
fín, þjálfararnir góðir og mér
fannst vera mikill hugur í félag-
inu,“ sagði Guðmundur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Guðmundur, sem er 21 árs
gamall, sló í gegn með Keflvík-
ingum í sumar og skoraði 14
mörk, jafnmörg og
Andri Sigþórsson en
Andri fékk gullskó-
inn þar sem hann lék
færri leiki.
Að sögn Rúnars
Amarsonar for-
manns knattspyrnu-
deildar Keflavíkur þá
óskuðu forráðamenn
Strömsgodset eftir
því að fá ýmsar upp-
lýsingar um Guð-
mund og hann reikn-
aði með því að heyra
frá félaginu fljótlega varðandi
hugsanleg kaup á Guðmundi en
hann á tvö ár eftir af samningi
sínum við Suðurnesjaliðið.
Stefán Gíslason og Unnar
Sigurðsson leika með Ströms-
godset, sem tryggði sér sæti 1
úrvalsdeildinni um helgina.
ALLSPORT
Eiður Smári opnaði marka-
reikning sinn á „Brúnni“
EIÐUR Smári Guðjohnsen kom heldur betur, sá og sigraði er Chelsea
lagði Liverpool að velli á Stamford Bridge á sunnudag, 3:0. Hann lagði upp
eitt mark og skoraði síðan sjálfur þriðja markið. Eiður Smári fékk mikið
hrós fyrir leik sinn og í nokkrum blöðum í Englandi var hann valinn maður
leiksins. „Þetta var frábær dagur fyrir Eið. Hann barðist í hveiju einasta
einvígi, lék mjög vel og skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið,“ sagði Ranieri.
Hér á myndinni fyrir ofan er Eiður Smári búinn að leika á Sander West-
erveld, markvörð Liverpool - og sendir knöttinn í netið.
KR með Veigar
Pál í sigtinu
VEIGAR Páll Gunnarsson knatt-
spyrnumaður úr Stjörnunni er
einn þeirra leikmanna sem
íslandsmeistarar KR-inga hafa
áhuga á að fá í sínar raðir fyrir
næsta tímabil samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins. KR-ingar
vilja fá Veigar Pál til að fylla skarð
Andra Sigþórssonar en Andri er á
leið til austurríska félagsins Salz-
burg eins og fram hefur komið.
Veigar Páll kom heim í síðustu
viku eftir 10 daga dvöl hjá Stoke.
Hann stóð sig vel hjá íslendinga-
liðinu og fékk góða dóma fyrir
frammistöðu sína með varaliðinu.
Stoke hefur boðið Veigari að koma
aftur og þá er hann með boð frá
norska liðinu Strömsgodset að
koma út og æfa með liðinu en það
tryggði sér um helgina sæti í úr-
valsdeildinni að ári.
INTER
SPORT
INTER
SIDNEY-BRÉF: LEIKARNIR HENNAR VÖLU / B8
Pín frístund - Okkar fag
Bíldshöfða • 110 Reykjavík
• 510 8020 • www.intersport.is