Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 C 5 KÖRFUKNATTLEIKUR Nafn og númer Örlygs | upp á vegg í Njarðvík | TEKIN hefur verið upp sú nýbreytni hér á landi af hálfu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur að heiðra leikmenn félags- ins með því að hefja nöfn þeirra og númer upp á vegg í íþróttahúsinu í bænum, heimavelli margfaldra íslands- og bik- •! armeistara Njarðvíkur. Fyrir leik heimamanna og ÍR á sunnu- É dagskvöld var Örlygur Aron Sturluson heiðraður með þessum i hætti en hann lést af slysförum í janúar síðastliðnum. Órlygur j. var lykilmaður í liði Njarðvíkur, leikmaður íslenska landsliðs- i ins og einn alefnilegasti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar þegar hann lést. Morgunblaðið/Kristinn Jón Arnar Ingvarsson rennir sér framhjá Óla Barðdal (11) og Svavari Pálssyni, varnarmönnum Hamars, og skorar. Haukar unnu Hvergerðingana örugglega með 99 stigum gegn 60 í fyrsta leik sínum álslandsmótinu. HAUKAR léku sinn fyrsta leik á íslandsmótinu í körfuknattleik gegn liði Hamars frá Hveragerði á sunnudag og er skemmst frá því að segja að yfirburðir Hafnarfjarðarliðsins voru miklir og lokatölur leiksins urðu 99:60. Allir leikmenn Hauka skoruðu í leiknum og þar fór Bragi Magnússon fremstur í flokki með 18 stig á 19 mínútum, en lærisveinar Péturs Ingvarssonar hittu illa úr skotum sínum og áttu vægast sagt slakan dag. Hamar vann KFÍ með 33 stiga mun í fyrstu umferð og miðað við það sem Hamarsliðið sýndi gegn Haukum er Ijóst að verulegur munur er á getu liðanna í úrvalsdeildinni. Haukarnir gáfu tóninn strax í upphafi og skoruðu sjö íyrstu stigin og eftir átta mínútna leik hafði liðið náð 11 stiga forystu, 20:9. Á Sigurður Elvar þeim tíma fengu þeir skrilarSS°n Marel Guðlaugsson og Bragi Magnússon sína þriðju villu og komu ekki við sögu fyrr en í seinni hálfleik. Hver- gerðingar hitttu aðeins úr fjórum skotum í sautján tilraunum í fyrsta leikhluta og stóru leikmennirnir í liðinu náðu ekki að finna leið framhjá Eyjólfi Jónssyni, sem varði alls 5 skot í leiknum. Jón Arnar Ingvarsson var duglegur að keyra upp að körfu Hamarsmanna í fyrri hálfleik og skoraði Jón öll stigin sín 12 í fyrri hálfleik. I byrjun seinni hálfleiks minnk- aði forskot Hauka í 9 stig og Chris Dade virtist líklegur til að hrökkva í gang en Bragi Magnússon slökkti í þeim vonum með tveimur þriggja stiga körfum í röð auk þess að skora og fá vítaskot að auki og munurinn var 22 stig í lok þriðja leikhluta eftir að Davíð Ásgrímsson skoraði þriggja stiga körfu í þann mund sem flautan gall. Bandaríkja- maðurinn í liði Hauka, Riek Mickens, átti ágætan leik og hann gladdi augu áhorfenda þegar hann tróð boltanum af miklu afli í lok leiksins eftir sendingu Lýðs Vignis- sonar. Haukum er spáð 5. sæti deildarkeppninnar og Hvergerðing- um því tíunda og munurinn á liðun- um á sunnudaginn var mikill. Ham- arsliðið náði ekki að nýta sér hæðina gegn frekar lágvöxnu liði Hauka og aðeins þeir Pétur Ingvarsson og Chris Dade létu að sér kveða í sókninni. Ivar Ásgríms- son gat leyft sér að hvíla lykilmenn stóran hluta leiksins og við fyrstu sýn eru margir í liðinu sem geta skorað mikið af stigum; Mickens, Bragi, Lýður og við bætist síðan Guðmundur Bragason er fram líða stundir. „Það kom mér þægilega á óvart hve mikil breidd er í Haukaliðinu," sagði Ivar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. „Erlendi leikmaðurinn okk- ar lék vel fyrir liðið og þannig verð- ur það líka að vera ef árangur á að nást. Fyrsti leikur íslandsmótsins er alltaf erfiður þar sem spennustig leikmanna er oft hærra en vana- lega. Bragi kláraði þetta í seinni um sérstaklega. Ótímabær skot (1; óðagot einkenndu sóknarleik þeirra. ! Njarðvíkurliðið náði að rétta úi' kútnum með gámalkunnum hættji; svæðisvörn af gerðinni l-2-l-l. jí kjölfar hennar fengu þeir hraðaupp hlaup sem þeir nýttu eins og þeiéi einum er lagið. Þar vai- Logi Gunn- arsson fremstur í flokki. Þar er eld- fljótur drengur á ferð sem gleðqr augað með stökkkrafti sínum og loftfimleikum. Hann var þó oft helf- ur bráður og var helst til skotglaður. En pressuvörn Njarðvíkurliðsir|s og aukinn frískleiki slógu ekki gesj,- ; ina út af laginu. Þeir aðlöguðuét fljótt og voru nær ávallt ski-efi 'á undan. Þetta gerðu þeii- með lykil- menn á varamannabekknum. Þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta fékk Holmes fjórðu villu sína. Jón Örn Guðmundsson, þjálfari ÍR, brá á það ráð að hafa hann | áfram innan vallar en skipti yfir í j svæðisvörn til að minnka hættuna á j að hann fengi eina villu enn. Þá kom til kasta Ragnars Ragn- arssonar, bróðurs Friðriks, annars ; þjálfara liðsins. Hann gerði þá þrjár ! þriggja stiga körfur með skömmu i millibili og kom heimamönnum yfir, ; 77:74. Fram að þessu hafði þriggja | stiga skotnýting Njarðvíkur verið 1 fjarri því sem menn eiga að venjast j á þessum slóðum. Á hinum enda vallarins hélt Eirík- ur liði sínu á floti en hann fékk fimmtu villu sína þegar tvær og hálf mínúta lifði leiks og staðan 91:á8 fyrir Njarðvík. Nær komust Breið- , hyltingar ekki en lokatölumar, i 102:95, bera vott um stærri sigijr Njarðvíkur en raun varð á. En það er aðalsmerki meistara- ! liða að sigra, ýmist með góðum leik, sæmilegum eða jafnvel slæmum. Njarðvíkingar sýndu á sér allar hlið- ar á sunnudagskvöld og segir mér hugur að slæmu köflunum eigi eftir að fækka hægt og bítandi í vetur. áblað NJARÐVÍKINGAR unnu fyrsta sigur sinn á nýhöfnu íslandsmóti á sunnudagskvöld er þeir lögðu nýliða ÍR á heimavelli sínum suður með sjó, 102:95, í bráðskemmtilegum og fjörugum leik. Þetta var j jafnframt fyrsti sigur smiðanna tveggja, Friðriks Ragnarssonar og j Teits Örlygssonar í hlutverki þjálfara í deildarkeppninni. Þeir mega vel við una því lið þeirra átti lengi vel á brattann að sækja gegn Breiðhyltingum sem tefla fram gerbreyttu liði frá því í fyrra er þeir j unnu sér þátttökurétt í efstu deild. j Lið ÍR lætur ekki að sér hæða. í fararbroddi eru fjórir menn sem léku ekki með liðinu í fyrra. Þeir eru Cedrick Holmes, Eiríkur Ön- Rögnvaldsson undarson, Halldór skrifar Ki'istmannsson og Hreggviður Magn- ússon. Þrír síðasttöldu leikmennirn- ir hafa þó allir leikið undir merkjum ÍR áður. Hin margvíslegu vopn. sem þessir menn færa ÍR-liðinu, voru áberandi í „ljónagryfjunni“ á sunnudags- kvöld. Eftir jafnan fyrsta leikhluta sigu gestirnir fram úr. Holmes var sterkur undir körfunni, Eiríkur út- sjónarsamur sem leikstjórnandi, Halldór ógnandi íyrir utan og Hreggviður lipur og snar í snúning- um. Þeim til aðstoðar voru ungh- og dugmiklir piltar sem virtust óhræddir við að láta til sín taka. En Njarðvíkingar eru með betra lið. Það er vitað. Slæmu kaflarnir þeirra eru betri en slæmir kaflar IR- liðsins. Aftur á móti virtust huglægir erfiðleikar plaga heimamenn, á köfl- hálfleik, Eyjólfur var frábær í vörn- inni og ungu strákarnir bættust síð- an við í fjórða leikhluta,“ sagði ívar. „Haukarnir voru góðir og við vorum lélegir, einföld skýring,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars. „Við höfðum góða tilfinn- ingu fyrir leikinn að okkur tækist að sigra Haukana en það sem við lögðum upp með gekk ekki eftir þar sem við hittum afleitlega í leiknum. Við þurfum að eiga toppleiki ef við ætlum okkur einhverja hluti í þess- ari deild,“ sagði Pétur. Steve Ryan lét sig hverfa frá ísafirði ÁSTRALSKI leikmaðurinn Steve Ryan sem ísfirðingar höfðu feng- ið til liðsins lét sig hverfa með flugvél frá fsafirði eftir aðeins þriggja daga dvöl á íslandi án þess að láta nokkum mann vita. „Við vomm mjög ánægðir með Ryan og hann átti að leika sinn fyrsta leik með félaginu 13. októ- ber, “ sagði Karl Jónsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Fé- lagið situr aðeins eftir með útgjöld sem fylgja því að fá leik- manninn til landsins og þessu máli verður fylgt eftir af okkar hálfu. Okkur vantar leikmann sem er svipaður og Ryan eða yfir tveir metrar á hæð og við emm að lita í kringum okkur en það getur tekið 6-8 vikur að fá nýjan leikmann," sagði Karl. Liðsheild Hauka sterk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.