Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Gintas, leikmaður Aftureldingu, sækir að marki FH-inga að Varmá.
Morgunblaðið/Kristinn
Létt hjá
Frömumm
FRAMARAR unnu öruggan sigur á ÍR-ingum í íþróttahúsi Fram.
Lokatölur urðu 27:18 í leik sem Framarar höfðu undirtökin allan
tímann- Framarar sýndu allt annan og betri leik heldur en gegn
FH-ingum í fyrstu umferðinni og ekki verður annað séð en að
Safamýrarliðið verði í toppbaráttunni í vetur.
G uömundur
H marsson
skrifar
Framarar gáfu tóninn strax í byrj-
un leiksins. Þeir komust í 7:2 og
þann mun náðu ÍR-ingar aldrei að
vinna upp. Breiðhylt-
ingar áttu í miklum
vandræðum með
sóknarleik sinn og
skyttum liðsins voru
mjög mislagðar hendur. Þegar þeim
tókst að ná skoti í gegnum vöm
Framara fóru þau oftar en ekki langt
framhjá markinu. Framarar leiddu í
hálfleik með tveimur mörkum og þeii'
hófu síðari hálfleikinn af krafti, skor-
uðu tvö fyrstu mörkin ogjuku muninn
svo jafnt og þétt áður en yfir lauk.
Anatoli Fedioukine þjálfari Fram-
ara var duglegur að skipta mönnum
inn og út og fyrir vikið voru leikmenn
hans mjög ferskir.
Hjálmai' Vilhjálmsson átti mjög
góðan leik. Hann var ógnandi í skyttu-
stöðunni hægra megin og skoraði 6
glæsileg mörk. Róbert Gunnarsson
var mjög sterkur á línunni og nýtti sín
færi afar vel en í heild má segja að
liðsheild Framara hafi verið sterk.
Gunnar Berg Viktorsson hafði frekar
hægt um sig. Hann skaut lítið en þess
í stað átti hann margar sendingar sem
gáfu mörk. Framarar eiga eftir að
styrkjast þegar á líður. Guðmundur
Helgi Pálsson er frá vegna meiðsla og
Björgvin Björgvinsson er því í leik-
stjómendastöðunni á meðan og hann
skilaði því hlutverki með sóma.
Mosfellingar í ham
MOSFELLINGAR láta ekki deigan síga og á sunnudagskvöldið
völtuðu þeiryfir FH-inga í Mosfellsbænum með því að skora 13
mörk úrfyrstu 16 sóknum sínum án þess að Hafnfirðingar fengju
rönd við reist og náðu þeir góðu forskoti og síðan 30:25 sigri eftir
að hafa slakað á í lokin. Fyrir vikið er Afturelding enn ósigruð og
meðal efstu liða en FH-ingar hafa ekki nælt sér í stig og eru með-
al neðstu liða.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Augljóst var strax í byrjun að þar
mættust stálin stinn sem hvergi
mundu gefa eftir enda var strax
nokkuð um pústra
þegar leikmenn létu
vita af sér. Fljótlega
sást einnig að Mos-
fellingar voru alltaf
skrefinu á undan því vömin var geysi-
sterk og í sóknarleiknum var hvergi
slegið af. Framan af varði Bergsveinn
Bergsveinsson í marki FH varla skot
en þegar hann varði vítaskot um
miðjan fyrri hálfleik virtist sem Hafn-
firðingar væm að rétta úr kútnum.
En það stóð stutt yfir því Aftureld-
ingarmenn héldu eftir sem áður að
gemýta sóknir sínar og refsa gestun-
um fyrir hver einustu mistök, hvort
sem var í vöm eða sókn.
Heimamenn höfðu átta marka for-
skot í leikhléi og héldu þeim mun
fram eftir síðari hálfleik en þá var
eins og þeir ætluðu sér að láta það
nægja. Gestimir úr Hafnarfirði
gengu þá á lagið og náðu reglulega að
minnka muninn niður í sex mörk en
þar við sat. Þegar ljóst var að úrslit-
um yrði tæplega breytt leystist leik-
urinn nánast upp, leikmenn hófu að
stimpast - oft eins og til að vita hvað
þeir kæmust upp með mikið hjá dóm-
urum leiksins sem áttu sjálfir í vand-
ræðum með að eiga við þetta ástand.
En fimmsigurinn var öraggur, 30:25.
Mosfellingar léku eins og sá sem
valdið hefur og Uóst að liðin sem
koma í heimsókn verða að finna svar
við því. Vömin lá aftarlega en hefur
efni á því þar sem leikmenn era
margir nógu stæðilegir til þess. „Okk-
ur var uppálagt af þjálfaranum að
taka vamarleikinn strax af festu og
það gekk enda náðum við góðri for-
ystu,“ sagði Þorkell Guðbrandsson
sem stóð í stórræðum í gærkvöldi
þegar hann skoraði flest mörk Aftur-
eldingar en var síðan rekinn út af með
rautt spjald. „Það er að þakka vöm-
inni auk þess að við nýttum færin
okkar sem er bragarbót frá síðasta
leik þegar við nýttum of fá færi og
vömin var of götótt. Við erum að
byggja upp nýja vörn því margir era
famir og auk þess er nýr markvörður
svo það tekur sinn tíma að koma
þessu saman. Við hins vegar lærðum
af þessum leik að við getum þetta og
unnum leikinn strax í fyrri hálfleik,
höfðum tíu mörk í forskot þegar tíu
mínútur vora eftir,“ bætti Þorkell við
en hann átti góðan leik ásamt Reyni
Þór Reynissyni markverði. Magnús
Már Þórðarson lét að venju hafa mik-
ið fyrir sér á línunni og Bjarki kom
ferskur inn á en auk þess fengu marg-
ir að spreyta sig og þar kom í ljós að
varamannabekkurinn er vel sldpaður.
Annað hljóð var í strokknum hjá
FH-ingum. „Við komum einfaldlega
ekki klárir til leiks og það er ekki
hægt að afsaka eitt eða neitt,“ sagði
Bergsveinn Bergsveinsson mark-
vörður FH en hann stóð á milli stang-
anna í hinu markinu í fyrra. „Við átt-
um aldrei möguleika því þeir sölluðu á
okkur mörk úr hraðaupphlaupum og
vítaskotum og kaffærðu okkur strax í
byijun. Þetta er að vísu heldur ekki
auðveldur útivöllur en óþarfi að láta
fara svona með sig,“ bætti Berg-
sveinn við en hefur ekki lagt árar í
bát. „Þetta verður ekki verra og nú
eram við aftur á byrjunarreit en það
er nóg eftir af mótinu. Nú verðum við
að fara heim, leggjast á koddann og
hugsa okkar ráð, hver og einn.“ Sjálf-
ur náði Bergsveinn sér ekki á strik en
það má segja um flesta leikmenn.
Guðmundur Pedersen var þó traust-
ur í sínum færum.
„Þetta var allt annar leikur hjá
okkur núna en í leiknum gegn FH í
fyrstu umferðinni. Við lékum þann
leik mjög illa og voram stálheppnir að
vinna. Við ákváðum að taka okkur
saman í andlitinu og byrja leikinn af
krafti. Það gekk eftir og við héldum
haus allan tímann. Við eram með góða
breidd og þjálfarinn getur því verið að
rótera með mannskapinn og hvilt
menn á réttum tíma,“ sagði Róbert
Gunnarsson, línumaðurinn sterki í liði
Fram, við Morgunblaðið eftir leikinn.
Homamaðurinn Bjami Fritzson
stóð upp úr í liði ÍR-inga. Hann sýndi
skemmtileg tilþrif í hægra hominu og
skoraði helming marka sinna manna.
Sóknarleikui- IR-inga vai' slakur og
baráttan og stemmningin, sem oft
hefur einkennt liðið, var ekki til
staðar. Ef marka má þennan leik
Breiðhyltinga verður hlutskipti
þefrra að beijast í neðri helmingi
deildarinnar.
Tap hjá
Stavanger
Lærisveinar Sigurðar Gunnars-
sonar í norska handknattleiks-
liðinu Stavanger Handball hafa tap-
að fyrstu tveimur leikjum sínum í
norsku 1. deildinni. í fyrstu umferð-
inni tapaði Stavanger fyrir Runar og
um helgina tapaði liðið á útivelli fyrir
Skien, 23:19. Þröstur Helgason, sem
gekk í raðir Stavanger frá Víkingi í
sumar, var ekki á meðal markaskor-
ara hjá Stavanger í leiknum.
Skjern tapaði
Skjem, lið þeirra Arons Kristjáns-
sonar og Daða Hafþórssonar, spilaði
um helgina á útivelli á móti Aalborg
HSH, sem Gunnar Erlingsson, fyrr-
verandi markmaður Stjörnunnar,
leikur með. Aalborg HSH sigraði í
leiknum, 23:19, eftir að hafa haft
undirtökin allan tímann. í hálfleik
var staðan 12:11. Aron átti fjögur
mörk í leiknum en Daði kommst ekki
á blað. Gunnari var einu sinni skipt
inn á í leiknum í víti og varði.
Bjerringbro, lið Jóhanns Samúels-
sonar, sigraði Tvis Holstebro 27:22.
Lið Tvis Holstebro er einnig með ís-
lenskan leikmann, Sigurð Þórðar-
son, fyrrverandi Haukamann.
Kaflaskipt á Nesinu
GRÓTTA/KR sýndi á sunnudag hvers vegna margir segja þá
„spútnikk“-lið deildarinnar í vetur. Liðið sigraði Stjörnuna 24:20
á Seltjarnarnesi eftir að hafa lent mest 7 mörkum undir (fyrri
hálfleik og verið 15:9 undir i hálfleik. Leikurinn var ótrúlega
kaflaskiptur og skoraði Stjarnan aðeins 5 mörk í síðari hálfleik á
móti 15 mörkum Gróttu/KR.
Iris Björk
Eysteinsdóttir
skrifar
Stjaman hóf leikinn af geysilegu
öryggi. Liðið nýtti nánast
hverja einustu sókn á meðan Grótta/
KR átti í mestu vand-
ræðum með að finna
taktinn. Stjaman lék
vömina framarlega
og lokaði öllum gluf-
um. David Kokelion var driffjöðurin í
vöminni og homamaðurinn Björgvin
Rúnarsson var atkvæðamikill í sókn-
inni og skoraði sex marka Stjömunn-
ar í fyrri hálfleik. Flest gekk upp hjá
liðinu sem meira að segja náði alltaf
að skora er það var einum og jafnvel
tveimur mönnum færra. Grótta/KR
átti í mestu vandræðum með að halda
sóknarmönnum Stjörnunnar í skefj-
um. Mikið ráðleysi var í sókninni og
nýtti liðið aðeins eitt hraðaupphlaup
allan hálfleikinn. Skytturnar skutu
oft úr vonlitlum færam og rannu
margar sóknir liðsins út í sandinn
sökum skipulagsleysis. Um miðbik
hálfleiksins misnotaði Grótta/KR sex
sóknir í röð.
í síðari hálfleik var allt annað uppi
á teningnum. Stjarnan missti David
snemma út af þar sem hann hlaut
sína þriðju brottvísun og fékk því
ekki að taka meira þátt í leiknum. Við
það virtist allur botn detta úr varnar-
leik liðsins og á sama tima gekk ekk-
ert upp í sókninni. Grótta/KR skoraði
fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks.
Stjaman skoraði aðeins tvö mörk á
fyrstu 7 mínútunum og þurfti svo að
bíða 17 mínútur eftir því næsta. Á
meðan skoraðu leikmenn Gróttu/KR
sex mörk í röð og fundu þar með tní á
sjálfa sig. Liðið þétti 6-0 vörn sína og
nýtti hverja sóknina á fætur annarri.
Hilmar Þórlindsson lék stórt hlut-
verk og skoraði fimm mörk í síðari
hálfleik. Aleksander Petersons skor-
aði þijú mörk í hálfleiknum ásamt
Davíð Ólafssyni en þeir hrukku báðir
í gang í síðari hálfleik.
„Þetta var ótrúlegur leikur og
kaflaskiptur," sagði Ólafur Lárasson
þjálfari Gróttu/KR. „Við voram í
fyrri hálfleik enn þá að eltast við
þann draug sem var meðal okkar áð-
ur en mótið byrjaði. Það var búið að
búa til ákveðnar skýjaborgir í kring-
um þetta lið, að það væri „spútnikk"-
lið en það vora orð landsliðsþjálfar-
ans. Fólk var að búa til óraunhæfar
hugmyndir um getu liðsins þar sem
hún var ekki komin í Ijós. Menn era
búnir að vera að spila sig út úr því og
það er búið að taka 90 mínútur eða
einn og hálfan leik og svo gátu menn
sýnt hvað í þeim bjó í 30 mínútur í
síðari hálfleik,“ sagði Ólafur.
Eyjólfur Bragason þjálfari Stjöm-
unnar var ekki upplitsdjarfur í leiks-
lok enda hreint ótrúlegt að missa því-
líkt forskot í tapaðan leik. „Menn
komu einfaldlega ekki nægilega ein-
beittir í síðari hálfleikinn. Þeir töldu
sig búna að innbyrða sigur. Sóknin
var algjörlega bitlaus og í hæga-
gangi,“ sagði Eyjólfur.