Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 10

Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 10
r rl onn<:-ír7rírATvrv PírrníuTstrrrrírrf 10 C ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ HLYNUR Stefánsson úr ÍBV >g Rakel Ögmundsdóttir úr Sreiðabliki voru útnefnd leik- menn ársins í karla- og kvennaflokki á lokahófi knattspyrnufólks sem haldið /ar á Broadway á laugar- Jagskvöldið. Það eru leik- nennirnir sjálfir sem kjósa rn þetta kjör hefur verið naldið samfleytt frá árinu 1984 þegar Bjarni Sigurðs- son, markvörður ÍA, var kjör- inn leikmaður ársins. Hlynur lék sérlega vel með Eyjamönnum í sumar, batt vörn þeirra saman og skoraði mik- ilvæg mörk en lið ÍBV var í toppbar- áttu íslandsmótsins Sigurðsson og komst í bikar- úrslitin. Rakel var í aðalhlutverki hjá ís- lands- og bikarmeisturum Breiða- bliks í sumar. Hún varð næst- markahæst í deildinni með 22 mörk og varð markahæsti leikmað- ur kvennalandsliðsins með 6 mörk. Þar af gerði hún 4 gegn Rúmeníu á laugardaginn, sama dag og kjör- ið fór fram. Helgi Valur Daníelsson úr Fylki og María Björg Ágústsdóttir úr Stjörnunni voru valin efnilegustu leikmennirnir. Helgi Valur, sem er 19 ára, kom skemmtilega á óvart með Árbæjarliðinu, sem fékk hann lánaðan frá Peterborough í Eng- landi, og María, sem er 18 ára, átti ■ f ^Cft. Jn V gití i -Mm ié <• í jjSt •Vv |» ». « | Morgunblaðið/Jón Svavarsson María Björg Ágústsdóttir, markvörður Stjörnunnar, var valin efnilegasta stúlkan. Rakel Ögmundsdóttir úr Breiðabliki var kjörin sú besta og Hlynur Stefánsson var kjörinn leikmaður ársins í karlaflokki. Hlynur og Rakel leikmenn ársins mjög gott tímabil í marki Stjörn- unnar. KR-ingar sigruðu tvöfalt í kjör- inu á prúðustu leikmönnum íslandsmótsins því Bjarni Þor- steinsson hlaut þá viðurkenningu í karlaflokki og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í kvennaflokki. Breiðablik var prúðasta lið kvenna og Fylkir prúðasta lið karla. Það voru líka KR-ingar sem fengu gullskó Adidas í báðum flokkum. Olga Færseth varð markahæst í kvennaflokki og And- ri Sigþórsson í karlaflokki. Hjá konum fékk Rakel Ögmundsdóttir úr Breiðabliki silfurskóinn og Ást- hildur Helgadóttir úr KR brons- skóinn en hjá körlunum fékk Guð- mundur Steinarsson úr Keflavík silfurskóinn og Gylfi Einarsson úr Fylki bronsskóinn. Kristinn Jakobsson úr KR var útnefndur dómari ársins þriðja ár- ið í röð og í fimmta skiptið á síð- ustu sex árum. Lið ársins voru kjörin af fjöl- miðlum og þau má sjá á meðfylgj- andi myndum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kristinn Jakobsson var valinn dómari ársins í f immta skiptið á sex árum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Olga Færseth tók við gull- skó Adidas en hún varð markahæst í efstu deild kvenna með 26 mörk. Andri Sigþórsson fékk gullskóinn í karlaflokki. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Lið ársins í kvennaflokki. Aftari röð frá vinstri: Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks, íris Sæmundsdóttir, ÍBV, Ásthildur Helgadóttir, KR, Helga Ósk Hannesdóttir, Breiðabliki, Guðrún S. Gunnarsdóttir, KR, Auður Skúladóttir, Stjörnunni, Ema B. Sigurðardóttir, Breiðabiiki, María B. Ágústsdóttir, Sljörn- unni, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Fremri röð frá vinstri: Olga Færseth, KR, Guðlaug Jónsdóttir, KR, Margrét Ólafsdóttir, Breiðabiiki, og Rakel Ögmundsdóttir, Breiðabliki. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Lið ársins í karlaflokki. Aftari röð frá vinstri: Bjami Jóhannsson, þjálfari Fylkis, Ól- afur Öm Bjamason, Grindavík, Sverrir Sverrisson, Fyiki, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Kristján Finnbogason, KR, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Fremri röð frá vinstri: Veigar Páll Gunnarsson, Stjömunni, Gylfi Einarsson, Fylki, Sigurður Öm Jónsson, KR, og Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki. Á myndina vantar Andra Sig- þórsson og Bjama Þorsteinsson úr KR og Helga Val Daníelsson úr Fylki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.