Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 fMttgtstiHjifeifr ■ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER BLAÐ Landsliðið ámót í Indlandi GEIR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knatt- spyrnusambands Islands, sagði í gær að KSI hafí ákveðið að þiggja boð frá Indveijum um að taka þátt í sextán liða móti á Indlandi 10. til 25. janúar næstkomandi. „Ég reikna fastlega með að landsliðið verði að mestu skipað leikmönnum sem leika heima á fslandi, þar sem atvinnumenn okkar í Evrópu eru flestir í verkefnum með liðum sínum á miðju keppnistímabili." Geir sagði að það væri aðeins ein önnur Evrópuþjóð á listanum yfir þau Iið, sem taka þátt í mótinu - Júgóslavar. Flestar þjóðirnar koma frá Asíu og Suður- Ameríku. Fá góðan stuðning ÍSLENSKA landsliðið fær góð- an stuðning þegar það mætir Tékkum í Teblice á laugai-dag- inn, en vel yfir 300 íslendingar verða á leiknum. Hér í Prag verða um 700 íslendingar á ferðinni um helgina, í helgarferð á vegum Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, Heimsferða og Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Víkingurinn Þórir Gunnarsson, ræðismaður ís- lands í Prag og eigandi veitinga- staðarins Reykjavík í miðborg Prag, segir að áhuginn sé mikill á leiknum. Fyrir utan íslend- inga, sem eru hér í Tékklandi, kemur hópur íslendinga hingað frá Norðurlöndum og Þýska- landi. Þórir hefúr rekið hinn vin- sæla veitingastað Reykjavík hér í nokkur ár, en hann var þekkt- ur sem veitingamaðurinn á Mat- stofu austurbæjar á árum áður. Felixson-fjöl- skyldanáferð LANDSLIÐIÐ henti gaman að, þegar þeir fengu límmiða á tösk- umar í Keflavík. A þeim stóð Felixson. Töskurnar voru skráðar á Bjarna Felixson, íþróttafréttamann Ríkisút- varpsins. „Það er ekki Simpson- fjölskyldan sem er hér á ferð, heldur Felixson-fjölskyldan," sagði einn landsliðsmannanna. Morgunblaðið/Kristinn Búningamir eftir í London ÞEGAR íslenska landsliðið í knatt- spyrnu kom til Prag 1 gærkvöldi varð landsliðshópurinn að bíða hátt í klukkustund í langferðabifreið fyrir utan flugvöllinn. Ástæðan var að tvær búningatöskur hópsins skiluðu sér ekki með öðrum farangri frá London. „Þetta er afar slæmt því í töskunum voru tvö búningasett - hvítt og blátt, auk þess að í þeim vom upphitunarbúningar," sagði Guð- mundur R. Jónsson liðsstjóri. Guðmundur sagði að hann vonað- ist til að búningatöskurnar skiluðu sér frá London í dag. „Ef búningarn- ir koma ekki hingað til Prag fyrir landsleikinn í Teplice á laugardaginn verðum við að leika í búningum ung- mennaliðsins sem mætir Tékkum í Liberec á föstudaginn. Það þýðir að við þurfum að fá búningana þvegna á föstudagskvöldið," sagði Guðmund- ur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ís- lenskt landslið fær ekki búninga þeg- ar það hefur millilent í London. Arið 1985 var handknattleikslandsliðið á ferð til Frakklands með viðkomu í London. Búningataska liðsins glat- aðist þá þannig að senda varð bún- inga í hraðpósti frá íslandi til Lyon þar sem landsliðið tók þátt í móti. Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins voru á skotskónum með liðum sínum um helgina. Eiður Smári Guðjohnsen, sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir Chelsea, slær hér á létta strengi við Ríkharð Daðason á hótelinu í Prag. Skyttumar Ijórar komnar til Prag FJÓRIR leikmenn íslenska landsliðsins voru á skotskónum með liðum sínum um síðustu helgi. Ríkharður Daðason skoraði tvö mörk fyrir Víking í Noregi, Eiður Smári Guðjohnsen eitt mark fyrir Chelsea í stórsigri á Liverpool, þar sem Eiður Smári átti stórleik, Arnar Grétarsson opnaði markareikning sinn fyrir Lokern og þá skoraði Þórður Guðjohnsen sitt fyrsta mark fyrir Las Palmas á Spáni. Eg vona svo sannarlega að þeir verði eins markaheppnir í leiknum gegn Tékkum,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari ís- lands. Atli benti á að landsliðið hefði skorað mark eða mörk í öllum leikjum liðsins á árinu. „Við eigum að hugsa fram á veg- inn í leiknum gegn Tékkum og vera óragir við að sækja að marki þeirra. Við erum með marga leik- menn sem geta hrellt hvaða varnir sem er. Okkur er refsað fyrir mis- tök. Við verðum að hafa það sjálfs- traust til að refsa mótherjum okkar fyrir mistök. Ef við náum að halda réttu jafnvægi í varnarleiknum, fá- um við alltaf tækifæri. Sem betur fer erum við með leikmenn sem skora ef þeir fá tækifæri. Ég vona að við höldum því áfram í næstu leikjum - gegn Tékkum og Norður- írum, að skora mörk,“ sagði Atli. - ATLISEGIR BIRKI MARKVÖRÐ NÚMER EITT/C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.