Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 4
Ur eggjum
í ísinn
Körfuknattleikssamband ís-
lands, KKÍ, og Kjörís hafa
gert með sér samstarfssamning
til þriggja ára um að fyrirtækið
verði aðalstuðningsaðili íyrir-
tækjabikarkeppninnar og mun
sigurlið keppninnar í ár hljóta
nafnbótina Kjörísbikarmeistari
árið 2000. Formaður KKÍ, Ólaf-
ur Rafnsson og framkvæmda-
stjóri Kjöríss, Valdimar Haf-
steinsson, undirrituðu samning
þar að lútandi í gær og fyrstu
leikir keppninnar fara fram í
kvöld.
Fyrirkomulag keppninnar er
með sama sniði og undanfarin
ár þar sem 16 bestu lið landsins
taka þátt.
I kvöld fara fram þrír leikir
og í sviga íyrir aftan nöfn lið-
anna sést hvemig liðin hafa rað-
ast samkvæmt reglugerð KKI.
I Borgamesi mætast Skalla-
grímur (9) og Hamar (8), í Graf-
arvogi tekur Valur/Fjölnir (13) á
móti Haukum (4) og í Seljaskóla
eigast við ÍR (11) og Keflavík
(6). Seinni leikur þessara liða
verða laugardaginn 7. október.
Annað kvöld verða fimm leik-
ir og þar mætast: ÍA (14) -
Njarðvík (3), KFÍ (10) - Pór Ak-
ureyri (7), Snæfell (12) - Tinda-
stóll (5), Þór Þorlákshöfn (15) -
Grindavík (2) og Stjaman (16) -
KR (1). Seinni leikur liðana
verður sunnudaginn 8. október.
Sigurliðin úr þessum viður-
eignum leika í 8 liða úrslitum
sem fara fram 19. og 21. október
og laugardaginn 11. nóvember
fara fram undanúrslitaleikimir
og úrslitaleikur keppninnar
verður leikinn í Smáranum í
Kópavogi daginn eftir.
Við vitum eitt - leikurinn í Teplice
verður virkilega erfiður. Tékk-
arnir em með eitt af bestu landslið-
um ^e'ms’ þann'g að
Sigmundur Ó. M verður á, brattJ
Steinarsson ann að sækja a
skrifar heimavelli þeirra.
frá Prag Við ætlum okkur
góða hluti og við sýndum það gegn
Rússum í Moskvu og gegn heims- og
Evrópumeistaraliði Frakka í París
að við getum gert góða hluti á góðri
stundu - emm til alls líklegir á er-
lendri gmndu.“
Eyjólfur sagði að leikmenn lands-
liðsins vissu það vel að þeir yrðu að
eiga toppleik til að ná góðum úrslit-
um enda Tékkar með mjög öflugt lið
sem sýndi góð tilþrif á Evrópumót-
inu í Hollandi og Belgíu í sumar.
Verðum að leika sem liðsheild
„Við ætlum okkur það - við verð-
um að leika sem liðsheild og það má
ekki stíga feilspor. Við emm allir
ákveðnir að gera okkar besta. Það
hefur verið sagt að við eigum litla
möguleika gegn léttleikandi liðum
eins og Tékkum en við getum ekki
gleymt því að Frakkar em einnig
léttleikandi.
Við stóðum í þeim - gerðum jafn-
tefli heima, töpuðum síðan aðeins
með einu marki fyrir þeim í Parísþar
sem heppnin var með Frökkum sem
fögnuðu sigri í fimm marka leik, 3:2.“
Tékkar með geysilega
öflugan leikmannahóp
Við höfum oft leikið gegn léttleik-
andi liðum. Danir em léttleikandi en
við náðum okkur ekki á strik gegn
þeim. Tapið gegn þeim var óheppi-
legt þvl að við vildum byrja vel á
heimavelli. Við vomm svekktir eftir
þann leik, ákveðnir að gera betur
næst.“
Pað heíur orðið geysileg upp-
sveifla hjá Tékkum á síðustu árum.
Erraunhæft að ætlast til að þeirgefí
eftir á heimavelli?
„Nei, þeir mæta eflaust með því
hugarfari að heimasigrar hafa mikið
að segja í baráttunni við sæti í HM í
Japan og Suður-Kóreu 2002. Tékkar
era með geysilega öflugan leik-
mannahóp - leikmenn sem leika úti
um alla Evrópu með sterkum liðum.
Það eru ekki nema þrír heimamenn í
liðinu sem mætir okkur. Hópur
þeirra er það sterkur að það nægir
ekki að hafa gætur á einum til þrem-
ur leikmönnum hjá þeim, heldur
verður að hafa góðar gætur á þeim
öllum. Við vitum um styrk Tékka og
erum ákveðnir að verjast honum,“
sagði Eyjólfur.
56. landsleikur Eyjólfs
Eyjólfur leikur á laugardaginn
sinn 56. landsleik en aðeins tveir í ís-
lenska landsliðshópnum hafa spilað
fleiri leiki. Rúnar Kristinsson er
leikjahæstur en hann leikur sinn 85.
landsleik og Birkir Kristinsson
markvörður verður í 69. sinn á milli
stanganna í íslenska markinu.
■ COLIN Pluck, enski varnarmað-
urinn sem lék með KA í sumar, er
kominn til reynslu hjá enska 2.
deildar liðinu Oldham. Það var Þor-
valdur Örlygsson, þjálfærí KA og
fyrrverandi leikmaður Oldham,
sem benti sínum gömlu félögum á
Pluck. Haft er eftir Þorvaldi að
Pluck hafi verið með bestu leik-
mönnum á íslandi í sumar.
■ MAIKEL Renfurm, hollenski
knattspymumaðurinn sem lék með
KR síðari hluta sumar, hefur samið
við skoska úrvalsdeildarliðið St.
Mirren út þetta tímabil. Renfurm
lék sinn fyrsta leik síðasta laugar-
dag þegar St. Mirren sigraði Dun-
fermline, 2:1.
■ AKUREYRARFÉLÖGIN Þór og
KA náðu á dögunum samkomulagi
um félagaskipti fimm handknatt-
leiksmanna þeirra á milli. Andreas
Stelmokas og Hans Hreinsson
skiptu úr Þór í KA og Hafþór Ein-
arsson, Þorvaldur Þorvaldsson og
Geir Kristinn Aðalsteinsson skiptu
úr KA í Þór.
mERIK Hajas, hinn gamalreyndi
sænski handknattleiksmaður, lék
kveðjuleik sinn í gærkvöld en hann
hefur neyðst til að leggja skóna á
hilluna vegna bakmeiðsla. Hajas er
38 ára og hefur undanfarin níu ár
leikið með GUIF í Svíþjóð.
■ VÍKINGUR mætir Linz frá Aust-
urrfki í 1. umferð Evrópukeppni
meistaraliða karla í borðtennis á
laugardaginn kl. 16 í TBR-húsinu.
Lið Víkings skipa þeir Adam Harð-
arson, Guðmundur E. Stephensen,
Markús Ámason og Sigurður Jóns-
son. Þjálfari liðsins er Hu Dao Ben.
■ HELGI Jónas Guðfinnsson og fé-
lagar í Ieper hafa byrjað vel í belg-
ísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik
og unnið tvo fyrstu leiki sína. Helgi
Jónas skoraði 16 stig gegn Mons
Haimaut þar sem Ieper vann,
98:76, á útivelli, en hann náði ekki
að skora í sigri gegn Welvegem á
heimavelli, 88:81.
■ FRIÐRIK Stefánsson, lands-
liðsmaður í körfuknattleik, skoraði
11 stig fyrir hið nýja lið sitt, Lapp-
eenrannan, í finnsku úi’valsdeild-
inni á sunnudaginn. Lappeenrann-
an, sem er nýliði í deildinni, fékk þá
skell á heimavelli gegn PuHu,
64:90.
■ ÍTALSKA knattspymusamband-
ið hefur útnefnt Franco Baresi sem
leikmann aldarinnar á Italíu. Bar-
esi lék um árabO með ítalska lands-
liðinu og AC Milano en lagði skóna
á hilluna fyrir nokkmm áram. Þá
var Fransesco Totti framherji
Roma valinn leikmaður ársins á
Ítalíu.
■ STEPHEN Lee, einn fremsti
snókerspilari heims, er sagður hafa
fallið á lyfjaprófi eftir meistaramót í
Brighton í síðasta mánuði. Sam-
kvæmt fréttum enskra fjölmiðla í
gær leiddi prófið í ljós að hann hefði
neytt kannabisefna. Lee vann
Kristján Helgason á heimsmeist-
aramótinu í Sheffield í vor og er
meðal þátttakenda á opna breska
meistaramótinu í Plymouth þessa
dagana.
j 500 miðar
í ennóseldir
| UM 500 miðar eru eftir á
landsleik Islendinga og
Norður-íra í knattspymu
sem fram fer á Laugar-
dalsvellinum á miðvikudag-
inn í næstu viku. Miðarnir
í verða til sölu á Laugar-
dalsvellinum á leikdegi og
hefst miðasala klukkan 10.
EyjólfurSverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er bjartsýnn
Morgunblaðið/Kristinn
Það er að mörgu að hyggja þegar landsliðið er á ferðinni. Hér er Gunnar Sverrisson sjúkraþjálfari
að hlúa að Auðuni Helgasyni sem hefur átt í smávægilegum meiðslum að undanförnu.
Vitum um
styrk Tékka
„LEIKURINN hér í Tékklandi er afar þýðingarmikill fyrir okkur og
þá sérstaklega eftir að við töpuðum fyrsta leiknum - heimaleikn
um okkar gegn Dönum,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins, eftir komuna hingað til Prag í gærkvöldi.