Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 5

Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 C 6 ; BÍÓBLAÐiÐ Al(;c Baldwin: Arásin á Porluhófn, 4 metsölubókinni, en þar á bæ eru menn óhressir út í Steven Spielberg, sem hætti við leikstjórnina. Fengu Chris Columbus, höfund Home Alone- myndanna til að hlaupa í skarðið. DRIVEN Sylvester Stallone er ekki dauður úr öllum æðum, fer með aðalhlutverk- ið í næsta spennutrylli Rennys Harlin. Myndin gerist við og á kappasksturs- brautinni. Ungur og efnilegur ökuþór (Kip Pardue), brotnar undir álagi á miðju keppnistímabili, þá er náð í gamla jaxlinn, hver skyldi það vera annar en ítalski folinn? Burt Reynolds og Robert Sean Leonard koma við sögu í minni hlutverkum. Stallone er einnig skrifaður fyrir handritinu, svo við getum átt von á hasar með Rockybragði. CÓLLATERAL DAMAGE Önnur hálfhöktandi átakamynda- hetja gærdagsins, Amold Schwarzenegger, fer með aðalhlut- verkið í nýjustu mynd Andrew Davis (The Fugitivé). Efnið er klisjukennt en gæti virkað; Vöðvafjallið leikur stríðshetju sem reynir að ná fram hefndum á hópi hryðjuverkamanna sem drápu konu hans og barn. RATRACE DreamWorks stendur á bak við nýj- ustu mynd Jerrys Zucker, sem skemmt hefur bíógestum með urmul skopmynda í gegnum árin. Nú hendir hann gaman að gróðabralli manna í fjárhættuspilaborginni Las Vegas og leikhópurinn skemmtileg blanda bandarískra og breskra gamanleikara á borð við John Cleese, Whoopi Gold- berg, Jon Lovitz, Cuba Gooding Jr., og Rowan Atkinson THE MEXICAN Kunnur auglýsingamyndaleik- stjóri, Gore Verbinski, stýrir Brad Pitt og Juliu Roberts, leikurunum vin- sælu, í stórkarlalegri gamanmynd um bófa (Pitt) sem hyggst flytja með sér illræmda byssu sem á hvílir bölvun, norður yfir landamærin. Kærastan (Roberts) vill að hann losi sig við hólk- inn og taki upp venjur hins almenna borgara. Kathy Bates kemur við sögu. TOMB RAIDER Paramount væntir mikils af tölvu- leikjaævintýri sem leikstýrt er af Simon West (Con Air), einum þeim efnilegasta í spennuafþreyingargeir- anum. Engin önnur an Engilfríð Jóns- dóttir (Angelina Jolie), fer með aðalhlutverk Löru Croft, sem er harla óvenjulegt. Yfirieitt eru það menn með eftirnafni einsog Pitt og Stallone, sem sitja að aksjónkörlunum. Myndin verður tekin að hluta til hérlendis, eins og fram kom í BÍÓBLAÐINU. THESCORE Virkilega áhugavert leikaraval ein- kennir þessa, hvað sem öðru líður. Það verður vonandi ánægjulegt að sjá þrjá af bestu leikurum sinnar kynslóðar; Marlon Brando, Robert De Niro og Edward Norton, hlið við hlið. Myndin er glæpadrama um roskinn innbrots- þjóf sem er sestur í helgan stein og farin að njóta illa fenginna ávaxta iðju sinnar þegar nýliði í greininni kúgar hann til að leggja sér lið við síðasta verkefnið. Frank Oz (Bowfinger), leikstýrir. CROCODILE DUNDEEIN LA Hefur einhver áhuga á að sjá Mick Dundee (Paul Hogan) í útistöðum við trantaralýð í Los Angeles? Hæpið. Karlinn hefur ekki komist lönd né strönd síðan hann sló eftirminnilega í gegn fyrir hálfum öðrum áratug í dæmigerðri einnar myndar velgengni. ALONG CAMEA SPIDER Lee Tamahori gerði hina mögnuðu Once Were Warriors og flutti til Hollywood. Þar hefur lánið látið hann í friði, þótt honum tækist vel upp í The Edge. Hér gæti hann komist aftur á beinu brautina, leikaravalið og sagan lofa góðu. Morgan Freeman leikur mann sem verður að hafa uppá tveim- ur bömum sem lent hafa í höndum óþekkts raðmorðingja. Monica Potter, Michael Wincott og Penelope Ann Miller fara með minni hlutverk. WINDTALKERS Nýjasta mynd John Woo lofar góðu. Nicolas Cage og Noah Emmerich leika vopnabræður úr síðari heimsstyrjöld sem eru fengnir til að vernda Navajo-indíána sem búa yfir afdrifaríku leyndarmáli. WHAT’S THE WORST THING THAT COULD HAPPEN? Danny De Vito og hinn bráðefnilegi og upptekni William Fichtner fara með aðalhlutverkin í glæpagríni um innbrotsþjóf sem er rændur lukkugripnum sínum. Reynir að ræna honum aftur. Martin Lawrence kem- ur einnig við sögu. ROLLERBALL Endurgerðir geta verið góður kost- ur og þeir sem muna hasarinn Roller- ball, vita að sagan er góð og myndin frá 75 var það líka. James Caan lék íþróttamann í dauðasporti framtíðar, þar sem sá sem lifði af var sigurvega- rinn. Kata Dobó, Chris Kiein og LL Cool Jay ásamt franska lukkutröllinu Jean Reno, fara með aðalhlutverkin í árgerð 2001, undir leikstjóm Johns McTiernan. HANNIBAL Hér er vitaskuld átt við mannætuna sem Anthony Hopkins gerði ódauð- lega í margfaldri Óskarsverðlauna- mynd fyrir allnokkrum árum. Hopk- ins endurtekur hlutverkið í fram- haldsmyndinni en Julianne Moore er komin í stað Jodie Foster. Myndina gera MGM og Universal í sameiningu og em vongóðir um metaðsókn. Gary Oldman, og gamli, góði Linu Wert- miiller leikarinn Giancarlo Gianini, fara með aukahlutverk undir leiðsögn Ridleys Scott. HART’S WAR Universal stendur eitt að virkilega lofandi mynd um laganema (Edward Norton), sem kvaddur er í herinn á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Tekinn til fanga af nasistum og neyddur til að veija samlanda og -fanga, sem er saklaus gmnaður um morð. Gregory Hoblit (Prímal Fear) leikstýrir. Öskarsverðlaunalykt í loft- inu. OUTLAWS Nútímavestraunnendur geta átt von á góðu því hér býr að baki einvala- lið. Barry Levinson leistýrir mynd um tvo bankaræningja sem verða báðir ástfangnir af stúlku sem þeir taka í gíslingu. Engir aðrir en Billy Bob Thomton og Bmce Willis leika raufai-- ana og Cate Blanchett stúlkukindina. Blanchett víðsfjarri Elizabeth I., en gerii- hlutverkinu örugglega óaðfinn- anleg skil, líkt og meðleikararnir. BEHIND ENEMY LINES Stríðsmyndir verða dálítið áberandi að ári, þ.á m. þessi Fox-mynd sem seg- - ir sögu tveggja atvinnuhermanna sem era að reyna að flýja af fjandsamlegu yfirráðasvæði óvinarins. Annar hai'ð- soðinn, gamalreyndur nagli í land- gönguliði flotans (Gene Hackman), hinn ungur og lítt reyndur flugmaður (Owen Wilson). Lofar góðu, ekki satt? FROMHELL Hughes-bræðurnir, Albert og Allen, em taldir í hópi efnilegustu kvik- myndagerðarmanna samtímans. Verður fróðlegt að sjá hvernig þessum fyrrum íbúum South Central fátækt- arhverfisins og smiðum blökkumanna- mynda, vegnar í átökum við jafnhá- breskt fyrirbrigði og Jack the Ripper, Scotland Yard og sorahverfi Lundúna á 19. öld. Þeir era með ákjósanlegasta mannval í öllum aðalhlutverkum:K Johnny Depp, Katrinu Cartlidge, Robbie Coltrane, Heather Graham og Ian Holm. Óskarar, einn eða fleiri, ekki ólíklegur afrakstur. THE VISITOR Margir hafa beðið endurgerðar Planet of the Apes, einnar bestu vís- indaskáldsögukvikmyndar sögunnar með óþreyju því nokkur ár era liðin síðan Fox tilkynnti að von væri á henni. James Cameron og Schwarzen- egger era aðeins tvö nöfn af mörgum sem komið hafa við sögu. Nú eru tökur hinsvegar hafnar undir nýju nafni, með Tim Burton yndir stýri; Mark Wahlberg, Helenu Bonham Carter og Michael Clarke Duncan í aðalhlut- verkum. Ég spái því að hún verði ein * af toppmyndum ársins 2001. A.l. Það er við hæfi að ljúka þessari framtíðarsýn á myndinni sem átti að verða næsta verkefni meistara Kubr- icks. A.I. stendur fyrir gervigreind og gerist í náinni framtíð. Steven Spiel- berg og fyrirtæki hans, DreamWorks, tóku verkefnið yfir þegar Kubrick féll frá. Spielberg var lengi að slípa til handritið eftir sínu höfði áður en tökur hófust og búið er að velja þann ágæta leikara Jude Law í aðalhlutverkið. Aðrir era minna þekktir. Myndin erJ ein sú metnaðaríyllsta sem nú er í framleiðslu og næsta víst að Spielberg verða ekki á mörg mistök, hann hefur átt erfitt með að sanna sig fyrir elít- unni og nú má ekkert út af bregða. Hann getur þetta. Af þessaii upptalningu má Ijóst vera að kvikmyndahúsagestum þarf ekki að leiðast á því herrans ári 2001, sem löng- '• um var svo óralangt úti í buskanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.