Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
Guðmundur
Benedikts-
son hafnaði
tilboði KR
FRAMTÍÐ Guðmundar Bcncdiktssonar
knattspyrnumanns í KR er óráðin en samn-
ingur hans við vesturbæjarliðið rennur út
um áramótin. Guðmundur fékk í gær tilboð
frá KR-ingum um nýjan samning við félagið
en hann hafnaði því tilboði og gerði KR-
ingum gagntilboð. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins ber mikið á milli tilboðanna
en það skýrist á næstu dögum hvort Guð-
mundur verður áfram í herbúðum
íslandsmeistaranna eða hverfi á braut eins
og hinn framherji liðsins, Andri Sigþórsson,
sem er á leið til austurríska liðsins Salzburg.
Guðmundur
Torfason
tekur við ÍR
GUÐMUNDUR Torfason var í
gær ráðinn þjálfari 1. deildar-
liðs ÍR í knattspyrnu og skrifaði
undir tveggja ára samning við
Breiðholtsliðið í gær.
Guðmundur tekur við starfi Njáls
Eiðssonar sem stýrt hefur ÍR-
ingum undanfarin fjögur ár en er nú
orðinn þjálfari IBV.
Guðmundur þjálfaði lið Fram á
nýliðnu tímabili en honum var sagt
upp störfum þegar þremur umferð-
um var ólokið. Til Framara kom Guð-
mundur frá Grindvíkingum en hann
þjálfaði lið þeiira í þrjú ár, 1996-1998
og var aðstoðarþjálfari Fylkis árið
1995.
„Við erum mjög ánægðir með að fá
Guðmund til okkar og bindum miklar
vonir við störf hans hjá félaginu. Nú
tekur við að tala við þá leikmenn hjá
okkur sem eru með lausa samninga
og við vonumst til að halda þeim flest-
um. Það er góður efniviður hjá í R svo
ég tel að við þurfum ekki að bæta
mörgum leikmönnum í hópinn íyrir
næsta sumar,“ sagði Gissur Jóhanns-
son, formaður knattspymudeildar
IR, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Tvær efnilegar frá
Akranesi til Vals
VALUR hefur fengið til liðs
við sig tvær af efnilegustu
knattspyrnukonum landsins.
Það eru þær Elín Anna Stein-
arsdóttir og Laufey Jóhanns-
dóttir sem báðar koma frá IA.
Báðar leika þær með ungl-
ingalandsliðinu sem er komið
í milliriðil í Evrópukeppninni.
Laufey, sem er 18 ára, lék að
auki einn leik með 21-árs
landsliðinu f ár og Elin Anna,
sem er 17 ára, lék líka með
stúlknalandsliðinu.
Þá hafa Valsmenn samið að
nýju við landsliðskonurnar
þrjár, Ásgerði H. Ingi-
bergsdóttur, Rósu Júlíu Stein-
þórsdóttur og Rakel Loga-
dóttur, en önnur lið hafa litið
hýru auga til þeirra í haust.
„Það er engin launung að
við stefnum á toppinn í
kvennafótboltanuin á nýjan
leik. Við enduðum í fimmta
sæti í sumar, sem er lakasti
árangur okkar í manna minn-
um og við sættum okkur ekki
við slíkt,“ sagði Björn Guð-
bergsson, formaður kvenna-
ráðs Vals, við Morgunblaðið.
Ásgeir Heiðar Pálsson hefur
verið ráðinn þjálfari Valslið-
sins en hann hefur stýrt sig-
ursælum 2. flokki félagsins
undanfarin ár.
Ríkarður og Eiður
Smári hættulegir
NORÐUR-frum fannst þeir hafa
átt meira skilið úr viðureign
sinni við Island í undankeppni
HM á Laugardalsvellinum í
fyrrakvöldsegir enska blaðið
The Daily Telegraph. Þrátt fyr-
ir það viðurkennir blaðið að Is-
land hafi augljóslega verið betra
liðið í leiknum og Eiður Smári
Guðjohnsen og Ríkarður Daða-
son hafi verið hættulegir f sókn-
inni en Roy Carroll hafí oft
bjargað Norður-frum úr miklum
vandræðum með frábærri mark-
vörslu. Til að fullkomna von-
brigði Norður-Ira fékk fyrirliði
liðsins og einnig fyrirliði West
Ham, Steve Lomas, að líta gula
spjaldið og missir því af næsta
leik liðsins.
Keflvíkingar án taps
Keflvíkingar og Grindvíkingar eru einu liðin sem ekki hafa tap-
að í úrvalsdeild karla til þessa. KefIvíkingar lögðu granna sína f
Njarðvfk og hér dansar Gunnar Einarsson fyrir framan Loga
Gunnarsson.
Brentford fylgdist
með Sigurði Ragnari
„NJÓSNARAR" frá Brentford, lið-
inu sem Ólafur Gottskálksson og
ívar Ingimarsson leika með í ensku
2. deildinni, fylgdust í fyrrakvöld
með Sigurði Ragnari Eyjólfssyni
leika með varaliði Walsall gegn
Schunthorpe samkvæmt frétta-
vcfnum Teamtalk. Walsall setti
Sigurð á sölulista fyrr í vikunni og
sagði Teamtalk Brentford ásamt 2.
deildarliðinu Port Vale og 3. deild-
arliðinu Carlisle einnig hafa fylgst
með Sigurði. Walsall tapaði leikn-
um 4:1 og skoraði Sigurður eina
mark Walsall og fékk ágætis dóma
fyrir fí-ammistöðu sína í leiknum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Rússará
Akureyri
RÚSSNESKU hand-
knattleikskonurnar Elena
Shatolova og Tatiana Tarout-
ina hafa fengið atvinnuleyfi á
Akureyri eftir nokkurt þref
og geta því byijað að spila
með KA/Þór innan skamms.
Þær ná þó ekki að spila gegn
IBV í 1. deildinni á morgun en
búast má við þeim í næsta leik
iiðsins. Þær Shatolova og Tar-
outina eru báðar 31 árs, skytt-
ur vinstra og hægra megin,
og ættu að styrkja verulega
hið unga Akureyrarlið.
ERFIÐUR RÓÐUR FRAMUNDAN HJÁ HAUKUM í PORTÚGAL / B4