Morgunblaðið - 13.10.2000, Síða 3

Morgunblaðið - 13.10.2000, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Ijarðvíkinga. Hér skorar hann auðvelda Semb hefur boðist til að segja af sér NILS Johan Semb, landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu, hefur boð- ist til að segja starfí sínu lausu í kjöl- far ósigursins gegn Ukraínumönnum í Osló í fyrrakvöld. Semb kom þessum skilaboðum til ráðamanna 1 norska knattspyrnusambandinu eftir leikinn og mun stjórn sambandsins ræða á næstu dögum hvort verða eigi við þessari beiðni. Norðmönnum hefur tekist að kom- ast í úrslit heimsmeistarakeppninnar tvö síðustu skipti en staða þeirra í dag er ekki góð, tvö stig í þremur leikjum. Vilja reka Söderberg og Lagerback Sænskir íjölmiðlar eru harðorðir í garð landsliðsþjálfaranna Tommy Söderberg og Lasse Lagerback eftir markalaust jafntefli Svía gegn Slóvök- um. Sænsku blöðin krefjast þess að þjálfararnir verði reknir en Svíar eru í þriðja sæti síns riðils, tveimur stigum á eftir Tyrkjum og Slóvökum. Hrun hjá Þórsurum ÞÓR tók á móti Haukum á Akureyri í gærkvöldi og höfðu gestirnir sigur, 92:103. Leikurinn var mjög jafn allt þartil 5 mínútur voru eftir en þá hrundi leikur Þórsara og Haukarnir stungu af með þá Braga Magnússon og Rick Mickens í fararbroddi. Fyrsti leikhlutinn einkenndist af mistökum á báða bóga. Jafn- ræði var með liðunum en Þórsarar ___^_ höfðuávallt forystu. s Heimamenn gerðu Sigfryggsson færri mistök °S skrifar voru 21:16 yfir þeg- ar annar leikhluti hófst. Haukarnir komu ákveðnir í þann hluta og röðuðu niður þriggja stiga körfum. Þórsarar svöruðu í sömu mynt og úr varð mikil skotkeppni. Stigin hrönnuð- ust upp og voru Haukarnir ávallt með yfirhöndina. Bragi Magnús- son fór hamförum og hittni hans var stórkostleg í þessum leikhluta. Þórsarar gáfu lítið eftir en voru þó þremur stigum undir í hálfleik, 49:52. Barningurinn hélt áfram í þriðja hlutanum og náðu Þórsarar þá aft- ur yfirhöndinni. Leikmenn börðust mjög vel og var Clifton Bush gríð- arlega öflugur undir körfu Hauka- manna. Þar hirti hann ófá sóknar- fráköstin og skilaði þeim í körfuna. Haukarnir voru í villuvandræðum ogvirtust slegnir út af laginu. I síðasta leikhlutanum létu Þórsarar kné fylgja kviði og náðu fljótlega tíu stiga forystu, 77:67. Þá tók Ivar Asgrímsson, þjálfari Hauka, leikhlé og eftir það gjör- breyttist leikur beggja liða. Leikur Þórsara hrundi og Haukarnir hrukku í gang. Þeir skoruðu 24 stig í röð og náðu 14 stiga forystu þegar tæpar 3 mínútur voru eftir. Rick Mickens átti frábæran leik- kafla og skaut heimamenn hrein- lega í kaf. Á meðan geiguðu skot Þórsara hvert á fætur öðru. Hjá Haukunum var Rick Mickens mjög góður. Hann skor- aði 44 stig og hitti úr sex þriggja stiga skotum. Bragi Magnússon var einnig í miklu stuði og hittni hans var með ólíkindum. I liði heimamanna var Clifton Bush mjög góður og Magnús Helgason skoraði 5 þriggja stiga körfur. Lið- ið lék mjög vel lengi vel en reynsluleysi leikmanna hefur ef- laust háð þeim á lokakaflanum. Grindvíkingar sluppu fyrir horn Grindvíkingar sluppu fyrir horn í gærkvöldi er þeir heimsóttu ÍR-inga í Seljaskólann, sigruðu 84:79 eftir að vera 63:55 undir eftir þriðja Ieikhluta en í honum gerðu gest- irnir aðeins sex stig. Grindvíkingar eru því enn ósigraðir í deildinni eins og Keflvíkingar. Athygli vakti í byrjun að Eiríkur Önundarson var ekki í byrjunarliði IR en í hans stað lék Ólafur J. Sig- urðsson sem leikstjórnandi. Hann gerði það þokkalega en var ekki nógu ógnandi og gerði sig í raun aldrei líklegan til að skjóta. Gest- irnir náðu ágætri forystu en góður kafli ÍR undir lok fjórðungsins færði þeim eins stigs forystu en það átti eftir að breytast í næsta fjórðungi þar sem ÍR breytti í svæðisvörn um tíma og Grindvík- ingar gerðu 27 stig gegn 17. Eftir hlé mættu heimamenn grimmir og unnu þriðja leikhluta 23:6. Á þessum tíma léku ÍR-ingar gn'ðarlega sterka vörn, Grindvík- ingar reyndu vart að fara undir körfuna til að taka fráköst og gerðu aðeins tvö stig í átta og hálfa mínútu! En leikur er ekki búinn fyrr en íjórði leikhlut er búinn og það vissu gestirnir, mættu með skemmtilega útfærða svæðisvörn eftir hléið og gerðu 9 fyrstu stigin og voru komnir stigi yfir. Allt var í járnum en á lokakaflanum hafði Grindavík betur enda virtust ÍR- ingar hálftaugatrekktir og hittu illa. Holmes, Eiríkur og Sigurður Þorvaldsson voru bestir í liði IR, Sigurður tók meðal annars 8 frá- köst. Miklu munaði að þeir Halldór Kristmannsson og Hreggviður Magnússon áttu slakan dag, sér- staklega sá fyrrnefndi. Lewis fór mikinn í fyrri hálfleik en hafði sig lítið í frammi eftir hlé og gerði þá aðeins tvö stig, bæði úr vítaskotum. Páll Axel Vilbergsson var sterkastur gestanna og Guð- laugur var lengst af mjög „heitur" í þriggja stiga skotunum. Þá átti Kristján Guðlaugsson ágætan leik. ■ CALVIN Davis var drjúgur við fráköstin hjá Keflavík í leiknum við Njarðvfk í gærkvöldi. Hann tók 4 fráköst í sókn en 22 í vörn. ■ CALVIN nýtti skotin sín inni í teig vel, skoraði úr 12 af þrettán skotum. Hinsvegar vöfðust víta- skotin fyrir honum en þar hitti hann aðeins úr tveimur af sex. ■ JÓN NORDAL Hafsteinsson lét einnig mikið að sér kveða fyrir Keflavík þegar hann skoraði úr öll- um fimm skotum sínum inni í teig og að auki tók hann níu fráköst. ■ LOGI Gunnarsson úr Njarðvík- urliðinu hitti vel úr þriggja stiga skotum sínum, 5 af sex skotum en inni í teig fóru aðeins fjögur af 19 ofan í körfuna. ■ BRENTON Birmingham úr Njarðvík var hins vegar mjög nýt- inn innan teigs, setti sjö af níu skot- um þar í. Hann skaut sjö sinnum utan þriggja stiga línunnar og hitti tvívegis. ■ ÍR-INGAR léku í íþróttahúsi Seljaskóla á nýjan leik en þarf hafa staðið yfir endurbætur á gólfinu. Línurnar sem marka körfuknatt- leiksvöllin eru nokkuð nýstárlegar því þær eru gráar. ■ CETRICK Hoimes, leikmaður ÍR hitti vel innan teigns, setti 14 skot af 19 niður en það gerir 73,7% nýt- ingu. ■ HITTNI heimamanna utan þriggja stiga línu var léleg. Halldór Kristmannsson hitti ekki úr fjórum skotum sínum og Hreggviður Magnússon reyndi fimm sinnum án þess að hitta. ■ GUÐLAUGUR Eyjólfsson var hins vegar í stuði í liði Grindavík- inga en hann setti niður sex þriggja stiga skot en reyndi 11 sinnum. ■ GUÐMUNDUR Guðmundsson, þjálfari Dormagen í þýska hand- boltanum, varð íyrir tvöföldu áfalli í fyrrakvöld. Lið hans steinlá fyrir Wallau Massenheim, 28:16, í 64 liða úrslitum bikarkeppninnar og sænski landsliðsmaðurinn Christ- ian Ericsson meiddist og verður frá keppni í 6-8 vikur. ■ WUPPERTAL, lið Heiðmars Felixsonar, er úr leik eftir tap fyrir Grosswallstadt, 27:20. Önnur ís- lendingalið komust áfram en Gúst- af Bjarnason og félagar í Minden lentu í mestum vandræðum. Þeir knúðu fram sigur á liði Dessau í framlengdum leik, 28:27. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 B 3 ssta sölustað WWW.1X2.is lýttu þér tölvuval á n ða tippaðu á Netinu aðeins 10 kr. rööin. Ath. Sölustaðir ioka kl. 13.00 á morgun! +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.