Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 4
Þungur róður hjá
Haukum í Portúgal
G uðmundur
Hilmarsson
skrífar
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í
handknattleik héldu í morgun
áleiðis til Portúgals en á
sunnudaginn mæta Haukar
portúgalska liðinu ABC Braga
í fyrri viðureign liðanna í 2.
umferð undankeppni meist-
aradeildarinnar. Braga þurfti
ekki að fara í 1. umferðina
eins og Haukarnir sem slógu
út belgíska meistaraliðið
Eynatten.
Ljóst er að þungur róður er fram
undan hjá leikmönnum Hauka
á sunnudaginn. Lið Braga er geysi-
sterkt og hefur á
síðustu árum náð
langt í Evrópu-
keppninni. Valinn
maður er í hverju
rúmi en þó ber þess að geta að liðið
varð fyrir blóðtöku fyrir tímabilið
jsegar portúgalski landsliðsmaður-
inn Carlos Rasande gekk í raðir
Porto en hann hefur verið besti
leikmaður Braga undanfarin ár.
Haukar eiga svo sem ekki ýkja
góðar minningar frá viðskiptum
sínum við Braga. Liðin áttust við í
Evrópukeppninni fyrir fjórum ár-
um og þar fóru Portúgalarnir með
sigur af hólmi, unnu báðar viður-
eignirnar og heimaleikinn með
miklum mun.
Haukarnir fara í leikinn á sunnu-
daginn með gott veganesti. Liðið er
á toppi 1. deildarinnar með fullt hús
stiga eftir fjórar umferðir og hefur
skorað í þessum leikjum að meðah
tali 33 mörk og fengið á sig 24. í
fyrrakvöld lögðu meistararnir erki-
-Qendur sína úr FH á nokkuð sann-
Viggó Sigurðsson stjómar Haukum í Evrópuleik.
Morgunblaðið/Ásdís
færandi hátt og það hlýtur Viggó
Sigurðssyni, þjálfara Hauka, að
flnnast gott veganesti.
„Jú þessi byrjun okkar á mótinu
er gott veganesti en við gerum okk-
ur alveg grein fyrir því að þetta
Halldór tognaöi á nára
SIGUR Hauka á FH í 1. deild
karla í handknattleik í fyrra-
kvöld varð þeim dýrkeyptur
því að Halldór Ingólfsson fyrir-
liði tognaði á nára og er óvíst
hversu mikið hann getur beitt
sér í Evrópuleik Hauka gegn
Braga á sunnudaginn. Halldór
hefur farið mikinn í upphafí
íslandsmótsins og hefur skorað
grimmt, siðast tólf mörk gegn
FH-ingum. „Ég reikna með að
hann geti spilað en hann getur
örugglega ekki beitt sér að
fullu. Halldór er okkur mjög
þýðingarmikill, ekki bara í
sókn heldur líka í vöminni og
hraðaupphlaupunum og hann
er eini örvhenti útispilarinn
hjá okkur,“ sagði Viggó Sig-
urðsson, þjálfari Hauka.
verður mjög erfltt enda er lið Braga
geysiöflugt og með mikinn metnað í
Evrópukeppninni. Þetta er mjög
rútinerað og reynt lið sem hefur
náð mjög langt í alþjóðlegum hand-
bolta. Eg lít svo á að við megum
ekki tapa þessum útileik með meira
en fimm mörkum ætlum við að eiga
möguleika á að komast áfram og ég
veit að strákarnir ætla að selja sig
mjög dýrt. Eg hef ekki miklar upp-
lýsingar um Braga-liðið en ég veit
þó að í því eru að minnsta kosti þrír
rússneskir leikmenn og sjálfsagt
hafa þeir fengið góðan leikmann í
staðinn fyrir Rasande," sagði Viggó
Sigurðsson, þjálfari Hauka, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Keftvíkingum spáð sigri
FORRÁÐAMENN og fyrirliðar kvennaliðanna fimm í 1. deild
kvenna í körfuknattleik spá liði Keflavíkur sigri í deildarkeppn-
inni og KR er spáð öðru sæti. íþróttafélag stúdenta verður sam-
kvæmt spánni í 3. sæti, Körfuknattleiksfélag ísafjarðar í því
fjórða og Grindvíkingum er ætlað það hlutskipti að komast ekki í
úrslitakeppnina.
Njarðvíkingurinn Kristinn Ein-
arsson er þjálfari Keflavíkur
og spáin kom honum ekki á óvart.
„Við ætlum okkur að vinna þá titla
sem eru í boði og erum þegar búin
að vinna fyrsta leikinn sem var
keppnin um meistara meistaranna.
Það er að sjálfsögðu slæmt að að-
eins fimm lið séu með í deildinni en
á móti kemur að leikirnir verða
flestir jafnir og vonandi skemmti-
legir. Keppnistímabilið er langt og
aðeins 16 leikir í deildinni og það
verður ögrandi verkefni að halda
einbeitingunni ef langt er á milli
leikja, sagði Kristinn.
Henning Henningsson, þjálfari
KR, er að stíga sín fyrstu spor sem
þjálfari kvennaliðs í körfuknattleik
og var nokkuð sáttur við að deildin
skyldi ekki byrja fyrr en um helg-
ina. „Þetta kom okkur vel, ég er að
kynnast mínum leikmönnum og
það var gott að fá aðeins lengri
tíma til að stilla saman strengina."
Henning var sammála félaga sínum
í Keflavík um að of fá lið væru í
deildinni. „Það þarf að gera átak í
kvennakörfuboltanum og það er
verkefni sem félögin sjálf þurfa að
leysa. Reyndar er 2. deild kvenna
að stækka og það er jákvætt en
það þarf meira til,“ sagði Henning.
Fyrsti leikur 1. deildar verður á
morgun, laugardag, kl. 14 og þar
taka Grindvíkingar á móti Keflvík-
ingum og á mánudag leika ÍS og
KR í Kennaraháskólanum kl. 20.15.
I 2. deild kvenna er Njarðvíking-
um spáð sigri, sameiginlegu liði IR
og Breiðabliks öðru sæti og Akur-
nesingum því þriðja. Röð annarra
liða í deildinni samkvæmt spánni
verður þessi: Þór Akureyri, Ham-
ar, Haukar, og Ungmennafélag
Hrunamanna rekur lestina.
■ DAVID Beckham leikmaður
Manchester United og enska
landsliðsins þarf ekki að gangast
undir aðgerð á hné eins og óttast
var. Beckham hefur átt við meiðsli
að stríða að undanfömu og gat ekki
leikið með Englendingum gegn
Finnum í fyrrakvöld. Við skoðun hjá
sérfræðingi kom í Ijós að meiðslin
eru ekki alvarlegs eðlis heldur þarf
Beckham að taka sér nokkurra
daga hvíld.
■ JAPANSKI landsliðsmaðurinn
Hidetoshi Nakata er mjög ósáttur í
herbúðum ítalska liðsins Roma og
segist vilja yfirgefa liðið gefi Fabio
Capello sér ekki tækifæri til að
spila. „Um leið og ég er viss um að
ég sé ekki í myndinni hjá Capello
mun ég fara fram á að komast til
annars liðs,“ sagði Nakata.
■ BRYAN Robson knattspyrnu-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins
Middlesbrough hefur nú augastað á
Króatanum Zvonomir Boban sem
leikur með AC Milan á Italíu. Boban
hafnaði tilboði frá Chelsea á dögun-
um þar sem hann var ekki sáttur við
launatilboð félagsins og Robson
segist tilbúinn að ganga að kröfum
leikmannsins samþykki hann að
ganga í raðir Boro.
■ SALIH Heimir Porcn hefur verið
ráðinn aðstoðarþjálfari knatt-
spymuliðs Breiðabliks og hann
þjálfar jafnframt 2. flokk félagsins.
Heimir, sem er 35 ái'a og hefur verið
búsettur á Islandi í 11 ár, hefur
ákveðið að leggja skóna á hilluna og
einbeita sér að þjálfuninni.
■ ERLINGUR Kristjánsson, hand-
knattleikmaðurinn reyndi sem enn
er í leikmannahópi KA, jafnar vænt-
anlega félagsmet Þorleifs Ananías-
sonar þegar KA tekur á móti Fram í
1. deildinni í kvöld. Þorleifur lék 546
leiki fyrir KA á sínum tíma og lengi
vel leit út fyrir að það stæði um ald-
ur og ævi.
mJIMMY Floyd Hasselbaink og
Franck Leboeuf, hinir kunnu leik-
menn Chelsea, hafa verið úrskurð-
aðir í tveggja leikja bann af Knatt-
spymusambandi Evrópu fyrir
framkomu sína við dómarann eftir
tapleik Chelsea gegn St. Gallen í
UEFA-bikamum á dögunum.
Bannið taka þeir út næst þegar lið
þeirra kemst í Evrópukeppni.
■ GERRY Taggart getur líklega
ekki leikið með Leicester gegn
Manchester United í toppslag
ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Taggart fór af velli eftir fyrri hálf-
leikinn gegn íslandi á Laugardals-
vcllinum í fyrrakvöld þar sem
meiðsli í hné tóku sig upp.
■ PETER Taylor hjá Leicester var
í gær útnefndur knattspymustjóri
septembermánaðar í ensku úrvals-
deildinn. Þá var Tim Flowers mark-
vörður Leicester fyrir valinu sem
besti leikmaður deildarinnar.
Leicester vann þrjá leiki í septem-
ber, Ipswich, Southampton og
Chelsea og gerði jafntefli gegn
Everton. Þessi árangur skaut
Leicester á topp deildarinnar í
fyrsta sinn í 38 ár.
■ BJARKI Gunnlaugsson er að ná
sér af nárameiðslum sem hafa hrjáð
hann að undanfömu. Allt kapp er
lagt á að gera hann leikfæran með
Preston fyrir leik liðsins gegn Tran-
mere í ensku 1. deildinni á morgun
og sjúkraþjálfari Preston mun meta
í dag hvort Bjarki geti spilað.
■ HELGI Jónas Guðfínnsson var
stigahæstur hjá Ieper með 19 stig
þegar liðið vann 2. deildar félagið
Beringen, 96:72, í 16-liða úrslitum
belgísku bikarkeppninnar í körfu-
knattleik í fyrrakvöld. Beringen hóf
leikinn með 15 stig í forgjöf, sam-
kvæmt reglum keppninnarpen Iep-
er hafði minnkað þann mun í tvö
stig í lok fyrsta leikhluta.