Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR Kefiavík - Njarðvík 106:96 Iþróttahúsið í Keflavík, þriðja umferð úr- valsdeildar karla í körfuknattleik, Epson- deildinni, fimmtudaginn 12. október 2000. Gangur leiksins: 0:2, 7:2, 13:7,13:13, 17:17, 27:21,35:23,46:38,48:41,56:41,77:61,79:63, 82:66,87:66,87:74,97:87,103:96,106:96. Stig Keflavíkur: Calvin Davis 26, Falur Harðarson 25, Birgir Öm Birgisson 14, Magnús Þór Gunnarsson 13, Gunnar Ein- arsson 12, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Guð- jón Skúlason 3, Hjörtur Harðarson 3. Fráköst: 13 í sókn - 39 í vöm. Stig UMFN: Brenton Birmingham 29, Logi Gunnarsson 27, Teitur Örlygsson 11, Hall- dór Karlsson 10, Jes V. Hansen 8, Ragnar H. Ragnarsson 5, Sævar Garðarson 3, Friðrik Ragnarsson 3. Fráköst: 9 í sókn -19 í vöm. Dómarar: Jón Bender og Leifúr Garðarsson vom góðir. Villur: Keflavik 26 - UMFN 22. Áhorfendur: Um 350. ÍR - Grindavík 79:84 Iþróttahús Seljaskóla: Gangur leiksins: 2:0, 4:5, 6:15, 8:18, 23:18, 23:22,26:22,34:34,36:40,40:49,42:51,57:53, 63:55,63:64,72:68,75:78,79:84. Stig ÍR: Cedriek Holmes 28, Eiríkur Önund- arson 25, Sigurður Þorvaldsson 15, Ásgeir Bachman 5, Halldór Kristinsson 2, Hregg- viður Magnúss. 2, Steinar Arason 2. Fráköst: 26 í vöm -10 í sókn. Stig Grindvíkinga: Guðlaugur Eyjólfsson 21, Páll Axel Vilbergsson 19, Kim Lewis 18, Kristján Guðlaugsson 13, Pétur Guðmun- dsson 7, Dagur Þórisson 4, Guðmundur As- geirsson 2. Fráköst: 28 í vöm -14 í sókn. Dömarar: Helgi Bragason og Jón H. Eð- valdsson. Agætur dagur hjá þeim. Villur: í R19 - Grindavík 17. Áhorfendur: Um 80. Þór-Haukar 92:103 Iþróttahöllin 4 Akureyri: Gangur leiksins: 3:6, 10:6, 12:12, 21:16, 23:27,31:37,40:41,49:48,49:52,53:58,62:61, 69:65,77:67,77:91,89:98,92:103. Stig Þöm: Clifton Bush 30, Magnús Helga- son 18, Óðinn Ásgeirsson 17, Einar Öm Að- alsteinsson 9, Hermann D. Hermannsson 8, Sigurður Sigurðsson 6, Konráð Óskarsson 2, Guðmundur Oddsson 2. Fráköst: 23 í vöm -14 í sókn. Stíg Hauka: Rick Mickens 44, Bragi Magn- ússon 27, Marel Guðlaugsson 11, Davíð Ás- grímsson 10, Jón Amar Ingvarsson 4, Eyj- óifur Jónsson 4, Lýður Vignisson 3: Fráköst: 23 í vöm - 5 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögnvald- ur Hreiðarsson. Sæmilegir. Viliur: Þór 31 - Haukar 23. Áhorfendur: Um 150. Tindastóll - Valur/Fjölnir 92:80 íþróttahúsið á Sauðárkróki: Gangur leiksins: 2:6, 9:14, 15:17, 25:24, 29:27, 36:30, 41:37, 51: 41, 53:43, 65:47, 68:49,72:57,72:62,84:65,90:69,92:80. Stig Tindastóls: Shawn Myers 26, Adonis Pomonis 19, Michail Antropov 12, Láms Dagur Pálsson 11, Kristinn Friðriksson 10, Svavar Birgisson 8, Ómar Sigmarsson 6. Fráköst: 20 í vöm -12 í sókn Stig Vals/Fjöinis: Brynjar Sigurðsson 19, Herbert Amarson 15, Drazen Jozic 12, Bjarki Gústafsson 9, Kjartan Orri Sigurðs- son 9, Delawn Gradison 8, Pétur Sigurðsson 4, Sigurbjöm Bjömsson 4. Fráköst: 28 í vöm -10 í sókn. Villur: Tindatóll 16 - Valur/Fjölnir 25. Dómarar: Einar Þ. Skarphéðinsson og Erl- ingurS. Erlingsson. Áhorfendur: 325 Hamar - KR 76:67 Iþróttahúsið IHveragerði. Gangur ieiksins: 0:2, 8:15, 15:18, 18:22, 30:28,37:29,40:30,42:30,42:35,52:52,59:55, 61:57,64:62,67:62,70:65,73:67,75:67, 76:67. Stig Hamars: Chris Dade 16, Pétur Ingvars- son 15, Skarphéðinn Ingason 11, Gunnlaug- ur H. Erlendsson 13, Hjalti Jón Pálsson 8, Svavar Páll Pálsson 4, Ægir Hrafn Jónsson 4, Óli Barðdal 3, Láms Jónsson 2. Fráköst: 4 í sókn - 25 í vöm. Stig KR: Jón Amór Stefánsson 25, Ólafúr J. Ormsson 14, Magni Hafsteinsson 11, Jón- atan J. Bow 8, Amar S. Kárason 7, Hjalti Kristinsson 2. Fráköst: 2 í sókn - 24 í vöm. Villur: Hamar 28 - KR 26. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Rún- ar Gíslason. Áhorfendur: 310 IKVOLD HANDKNATTLEIKUR Nissandeild 1. deild karla: KA-heimili: KA-Fram.............20 Vestmannaey.: IBV - Stjaman.,...20 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH-Valur............20 2. deild karla: Víkin: Víkingur - Þór A.........20 Selfoss: Selfoss - Fylækir......20 KÖRFUKNATTLEIKUR Epsondeild - úrvalsdeild karla: Borgames: Skallagrímur - KFÍ....20 1. deild karla: Akranes: fA - ÍS................20 BLAK 1. deild karla: Hagaskóli: Þróttur R.- Þróttur N...19.30 l.deildkvenna: Hagaskóli: Þróttur R. - Þróttur N..20.45 Keflvíkingar kjöl- drógu Njarðvíkinga Meistarar lutu í gras týrir Hamri ÍSLANDSMEISTARAR KR urðu að lúta í gras á heimavelli Hamars I Hveragerði í gærkvöldi, 76:67. KR hefur ekki unnið inn stig I fyrstu þremur leikjum sínum og ekki hægt að segja að útlitið sé gott þar á bæ þar sem þeir svartröndóttu voru ekki sannfærandi gegn Hamarsmönnum. Þeir Steinar Kaldai og Hermann Hauksson voru meiddir og munaði um minna. Jónatan Bow gekk ekki heldur heill til skógar í leiknum en það útskýrir hins vegar ekki tapið heldur lék Hamar Ijómandi vel. Helgi Valberg skrifar Það er alltaf gott að vinna, þetta eru núverandi íslandsmeistar- ar og því er þetta stórsigur fyrir okk- ur sem erum að berj- ast fyrir stöðu okkar í deildinni. Allir lögðu sig 100% fram og það var nákvæm- lega það sem ég sagði við strákana að við yrðum að gera til að vinna leikinn. Þeir lentu að vísu í ýmsum hremm- ingum en við unnum og það skiptir máli,“ sagði Pétur Ingvarsson, spil- andi þjálfari Hamars eftir leikinn. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega. KR-ingarnir hófu leikinn af krafti en Hamarsmenn voru rólegir þangað til þeir skiptu í fluggírinn. Þar spilaði stórt hlutverk Gunnlaugur H. Er- lendsson sem kom sjóðandi heitur af bekknum og blés baráttuanda í fé- laga sína. Eftir fyrsta leikhluta var KR með tveggja stiga forystu en þá kom leikhlutinn þar sem segja má að heimamenn hafi unnið leikinn. Hamramir léku góða vörn og þar skiluðu turnamir þrír, Hjalti, Svavar og Ægir hlutverki sínu vel. Heima- menn lokuðu nær öllum svæðum og KR fékk fá auðveld skot og nýtingin hjá þeim hrapaði niður. I raun er ekki hægt að taka neinn fram yfir í Hamarsliðinu en hjá KR var það tvi- mælalaust Jón Amór Stefánsson sem hélt sínum mönnum á floti, vann vel og barðist eins og ljón. Hann var vel studdur af fyrirliðanum Ólafi J. Ormssyni en saman gátu þeir ekki unnið leikinn. í hálfleik hafði Hamar þægilegt 12 stiga forskot og það var eins og baráttuvilji heimamanna kæmu gestunum verulega á óvart. í seinni hálfleik mætti allt annað KR lið til leiks og minnkaði það for- skot Hamars jafnt og þétt. Með miklu harðfylgi komst KR yfir, 52:53, og þar átti mikinn þátt Jónatan Bow en það var greinilegt að hann kvald- ist enn af meiðslunum. Jón A. Stef- ánsson átti á þessu tímabili feikileg- an sprett en Hamar átti leynivopn á bekknum - Gunnlaug Erlendsson. I síðasta leikhluta munaði mikið um að besti maður KR, Jón Arnór fór meiddur út af en það þurfti að vefja ökklann á honum. Hann náði sér ekki á strik eftir það. Þá voru gestirnir í bullandi villuvandræðum og ekkert gekk upp hjá þeim. A þessu tímabili sýndu heimamenn mikinn karakter og spiluðu mjög agað, bæði í vörn og sókn. Þegar fór að renna upp fyrir áhorfendum að leikurinn var að vinnast, ætlaði allt að ganga af göflunum í íþróttahús- inu. Þá gripu KR-ingar til þess ör- þrifaráðs að spila stífa pressuvörn á Hamar en þeir leystu vel úr henni. Það var því lánlaust KR-lið sem fór af leikvelli en að sama skapi ríkti mikil gleði á pöllunum og á vallar- helmingi heimamanna. „Veit frá fyrri tíð að það er erfitt að stela stigum héma“ Tindastólsmenn sýndu. það enn einu sinni að þeir eru erfiðir við að eiga á heimavelli þegar þeir sigr- uðu Valsmenn sann- Einar færandi 92:80 í Sigtryggsson gærkveldi. Jafnræði skrifar var me$ liðunum í byrjun en sterk vörn heimamanna setti gestina gjörsamlega út af laginu og neyddi þá til þess að reyna flest skot að körfunni utan þriggja stiga línunnar og eftir hörkubyrjun KEFLVÍKINGAR léku á als oddi þegar þeirfengu í heimsókn ná- granna sína úr Njarðvík sem spáð var sigri í deildinni. Leikurinn var hraður og spennandi en Keflvíkingar voru alltaf skrefinu á undan - stundum meira en tuttugu stigum - og sigruðu 106:96. Hraðinn var mikill í byrjun því eins og bæði lið vissu skipti máli að ná forystunni. Heimamönn- um tókst betur, sér- stefán staklega var Calvin Stefánsson Davis atkvæðamikill skrifar í byrjun þó að minna sæist til hans síðar. Verið getur að leikmenn hafi samt ekki gert skyldu sína í vörninni því eftir tíu mínútur höfðu Keflvíkingar fengið þrjár villur en Njarðvíkingar enga. Þegar á leið fóru lætin í byrjun að taka sinn toll og menn nýttu ekki færin sín eins og áður en þó voru Keflvíkingar sem fyrr alltaf nokkr- um stigum á undan. Sama var upp á teningnum eftir hlé, Keflvíkingar alltaf fyrri til að skora og jókst sjálfstraustið um leið en hlutskipti Njarðvíkinga var að eyða allri sinni orku í að vinna upp muninn. Þegar heimamenn náðu 21 stigs forystu og 5 mínútur til leiks- loka slógu þeir af svo að Njarðvík náði að saxa á forskotið en það var of seint. „Þessi sigur sýnir okkur hvað við getum, við komumst tuttugu stig yfir en eigum ekki að leyfa okkur að slappa svona af og missa niður en það kemur alltaf upp púki sem segir þér að slappa af því sigurinn er í höfn en það er ekki fyrr en bjallan glym- ur,“ sagði Falur Harðarson sem var góður í gærkvöldi. „Það var því gott að vinna en það er hættulegt að kom- ast svona langt fram úr og langt liðið á leikinn. Við erum með svo breiðan hóp að það skiptir ekki máli hverjir eru inn á í hvert sinn en það er ein- mitt markmiðið - að liðið sé eins og vel smurð liðsem getur skipt mikið inn á,“ bætti Falur við og sagði liðið þurfa að sanna sig. „Við erum mjög ósáttir við spána sem setur okkur neðarlega því þetta er alls ekki það sem við höfðum í huga. En svona er þetta og við verðum að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér.“ Logi Gunnarsson, sem var bestur Njarðvíkinga, var ekki eins sáttur. „Við vorum allt of seinir í gang og hleyptum allt of langt fram úr okkur. Við ákváðum að vera harðir í vörn- inni og berja svolítið frá okkur en gerðum það ekki í fyrstu tveimur leikhlutunum svo að ætluðum að byrja seinni hlutann af miklum krafti en gáfum þá allt of mörg frí skot. Við hrukkum reyndar í gang í síðasta leikhluta en þá var það of seint því við vorum búnir að eyða of mikilli orku í að elta þá allan leikinn. í lokin vorum við orðnir æstir og reyndum að rjúka út í þá smeygðu þeir sér inn fyrir vörnina," sagði Logi. „Við verð- um að gera miklu betur næst þó ekki væri nema stöðva þessi skot og meg- um ekki hlaupa svona um eins og litl- ir krakkar." Tindastóls í þriðja leikhluta var raun- ar aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti, skoruðu fyrstu stigin og höfðu frumkvæði í leiknum fyrstu fimm mínútumar en þá þéttu Tindastóls- menn vörnina og náðu að jafna. Jafn- ræði var með liðunum út þennan hluta og var jafnt á flestum tölum en í öðrum leikhlutanum sýndu heima- menn að þeir ætluðu sér ekkert nema sigur, léku mjög fasta vörn, semVals- menn réðu illa við, og hraðar sóknir sem skiluðu stigum. Smátt og smátt juku Tindastólsmenn forskotið en þeir Herbert Arnarson, Brynjar Sig- urðsson og Bjarki Gústafsson héldu Val inni í leiknum með þriggja stiga skotum en tæplega helmingur stiga Vals fyrir hlé voru þannig skoruð. Tindastólsmenn mættu grimmir til leiks eftir hlé og gerðu nánast út um leikinn í upphafi þriðja leikhluta sem var mjög góður. Náðu þeir tuttugu stiga forskoti, sem Valsmenn náðu þó að minnka niður í tíu stig tvisvar sinnum, en lengra komust þeir ekki. I liði Tindastóls áttu Shawn Myers, Adonis Pomonis, Lárus Dag- ur, Ómar Sigmarsson, Michail Antr- opov og Kristinn Friðriksson allir mjög góðan leik en hjá Val voru best- ir Brynjar Sigurðsson, Herbert Am- arson og Drazen Jozic sem börðust vel. í leikslok var Valur Ingimundar- son að vonum ánægður með sína menn, sagði að nú hefðu hlutirnir gengið upp þrátt fyrir að fyrsti leik- hlutinn hefði ekki verið góður frekar en sá síðasti. „Ég veit frá fyrri tíð að það er erf- itt að stela hér stigum, þetta er fim- asterkur heimavöllur og við náðum ekki að spila kerfin okkar, komum hreinlega ekki skilaboðunum á milli manna,“ sagði Pétur Guðmundsson, þjálfari gestanna. Falur Harðarson átti góðan leik með Keflvíkingum er þeir lögðu k körfu eftir gott gegnumbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.