Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 1

Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 1
/ / í minningu bandarískrar hryllingsbúðar Karloff, Price ComMM ITILEFNI af uppgangi hryllingsmynda að undanförnu fjallaði Sæ- björn Valdimarsson nýverið um einn sögufrægasta framleiðanda slíkra mynda gegnum tíðina, breska Hammer-félagið. Handan Atlantshafsins á svipuðum tíma starfaði önnur gömul hryllingsbúð. Það var American International Pictures, sem státaði einkum af myndum B-mynda- kóngsins Rogers Corman, gjarnan eftir verkum Edgars Allan Poes, og fóru einatt Vincent Price og Boris Karloff með aðal- hlutverkin. Sæbjörn minnist gamalla drauga frá AIP. 13. OKTÓBER 2000 ÁFÖSTUDÖGUM Síðasti kúrekinn féll fyrir eigin hendi Sélsotttr RicHanls Fwftiswofths EIN af bestu myndum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík er The Straight Story eftir David Lynch, einkar falleg saga af hinstu för aldraðs manns sem deyja vill sáttur við guð og menn. Aðalhlutverkið, leikur Richard Farnsworth, fyrrverandi áhættuleikari sem undanfarin ár hefur komist í fremstu röð bandarískra leikara af eldri kynslóð, maður sem virtist leika með hjartanu frekar en tækninni. Um síðustu helgi hætti þetta hjarta að slá. Arnaidur Indriðason minnist þessa sérstæða leikara og verka hans, sem um ókomna tíð geta hrifíð okkur. Nýtt í bíó Væntanlegt Kvikmyndasjóður tekur við verkefnum Menningarsjóðs Fantasía 2000 • Sambíóin Álfabakka og Há- skólabíó frumsýna Disney- teiknimyndina Fantasíu 2000 í leikstjórn Pixote Hunt, Hendel Butoy, Eric Goldbergs ofl. Fantas- ía 2000 er endurgerð Fantasíu frá 1940 með sjö nýjum atriöum og hefur gerð þeirra tekið níu ár en hvert nýju atriöanna er kynnt af leikurum, m.a. Steve Martin, Bette Midler og James Earl Jones. Ford og Pfeiffer Oi dag frumsýna Sambíóin Álfa- bakka, Stjörnubíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri spennutryllinn What Lies Beneath með Harrison Ford og Michelle Pfeiffer. Leik- stjóri er Robert Zemeckis en myndin segir frá dularfullum at- buröum í húsi hjónanna sem þau leika. Glataðar sálir OLAUGARÁSBÍÓ og Háskólabíó frumsýna í dag spennumyndina Glataöar sálir eða Lost Souls með Winona Ryder og Ben Chaplin í aöalhlutverkum. Leikstjóri er Jan- usz Kamlnski. Myndin segir frá ungri konu sem kemst að því að samsæri er í gangi um að gera djöflinum kleift að ganga um á meöal manna. Ástarsaga Wongs O ístuöi fyriráster nýjasta mynd Hong Kong-leikstjórans WongKar- wai, gerð árið 2000, og hreppti hún verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vorfyrir leik ogtöku. Hún er sýnd í Bíóborginni oggerist í Hong Kong árið 1962 og segir frá rit- stjóra nokkrum sem flytur með eigin- konu sinni í nýtt húsnæði. í sama hús flytur einnig ung kona ásamt sín- um eiginmanni. Shaft geng- ur aftur • Laugarásbíó og Borgarbíó, Akur- eyri frumsýna þann 27. október bandarísku spennumyndina Shaft með Samuel L. Jackson í aöal- hlutverki. Leikstjóri er JohnSingle- ton. Myndin er endurgerð sam- nefndrar hasarmyndarfrá áttunda áratugnum með RichardRoundtree í titilhlutverkinu. Segir hér af hinum svala Shaft og útistöðum hans við glæpamenn en Christian Baleier með hlutverk óþokkans. Strákurinn frá Disney O Disneyteiknimyndin The Kid með Bruce Willis verður frumsýnd í Sam- bíóunum Álfabakka, Nýjabíói Akur- eyrl og Stjörnubíói þann 3. nóvem- ber. Leikstjóri erJon Turtletaub og segir myndin frá miöaldra manni sem hittir fyrir sjálfan sig þegar hann var átta ára og fær að vita að líf hans hefur ekki þróast eins og drengurinn ætlaði sér. Leirkjúllar á leiðinni O Þann 20. októberfrumsýna Sam- bíóin Álfabakka, Háskólabíó, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri bresk/bandarísku leirbrúðumyndina Chicken Run. Hún veröur sýnd með íslensku ogensku tali en hún segir frá flóttatilraunum nokkurra kjúk- linga af kjúklingabúgaröi og mun að einhverju leyti vera byggð á stríðs- fangadramanu The Great Escape. Mel Gibson fer með aöalhlutverkið í ensku talsetningunni. Morgunblaðið/Jim Smart UM áramótin verður sett á lagg- irnar ný deild í Kvikmyndasjóði Is- lands, svokölluð almenn deiíd, sem tekur við þeim verkefnum Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva að út- hluta styrkjum til annarra kvik- mynda en leikinna bíómynda í fullri lengd, þ.e. heimildamynda, stuttmynda, teiknimynda og sjón- varpsmynda. Hin nýja deild fær á fjárlögum næsta árs 25 milljónir til ráðstöfunar en sú upphæð mun vaxa um 25 milljónir á hverju ári til ársins 2004 þegar hún nær 100 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að sérstakur deildarstjóri verði ráðinn að sjóðnum til að annast út- hlutun til verkefna, sem verður þá í reynd ekki í höndum úthlutunar- nefndar eins og verið hefur um leiknar bíómyndir. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs Islands, er þetta fyrirkomu- lag í samræmi við tímamótasam- komulag menntamálaráðherra og fjármálaráðherra við aðila ís- lenskrar kvikmyndagerðar frá því í desember 1998. Þar er gert ráð fyrir aukningu fjárveitinga til kvik- myndagerðar sem nemur alls 200 milljónum til leikinna bíómynda ár- ið 2002 og nú 100 milljónum til annarra mynda árið 2004. Hefur Kvikmyndasjóður nú á fjárlögum 160-170 milljónir til ráðstöfunar fyrir leiknar bíómyndir við úthlut- un í janúar næstkomandi og 25 milljónir til annarra mynda á næsta ári. Menningarsjóður útvarpsstöðva hefur verið lagður niður, en síðasta úthlutun hans var í vor. „Menning- arsjóður hafði þá um 60 milljónir til kvikmynda- og sjónvarpsverk- efna,“ segir Þorfinnur, „en munur- inn á þeirri upphæð og ráðstöfun- arfé nýju deildarinnar, þ.e. 25 milljónir, er þó minni en tölurnar einar segja til um. Þar kemur tvennt til. Annars vegar hefur sjóð- urinn svigrúm til að veita styrkvil- yrði af ráðstöfunarfé næsta árs á eftir, þ.e. alls af 50 milljónum króna, og hins vegar eiga sjónvarpsstöðvarnar sjálfar nú að hafa aukið fjármagn til innlendrar dagskrái’gerðar, sem nemur 10% af auglýsingatekjum þeirra en sú upphæð rann áður í Menningar- sjóð.“ Starfsemi almennrar deildar Kvikmyndasjóðs hefst 1. janúar. Hinn hefðbundni umsóknarfrestur um úthlutanir úr sjóðnum, sem er um miðjan nóvember, mun því að þessu sinni og hér eftir einungis gilda fyrir leiknar bíómyndir í fullri lengd, framleiðslu þeirra, handritsgerð og þróun. Úthlutanir almennu deildarinnar verða, að sögn Þorfinns, hins vegar ekki bundnar við ákveðinn umsóknar- frest einu sinni á ári, heldur geta kvikmyndagerðarmenn lagt inn umsóknir allt árið um kring. Stjórn Kvikmyndasjóðs mun á næstu dögum ákveða nánar um starfsemi deildarinnar. „Sú hug- mynd er uppi,“ segir Þorfinnur, „og hefur fengið jákvæðar undirtektir, að ákvarðanir um úthlutanir al- mennu deildarinnar verði í höndum sérstaks starfsmanns, deildar- stjóra, sem þurfi hins vegar að leggja þær ákvarðanir fyrir úthlut- unarnefnd til formlegrar af- greiðslu. Þetta yrði eins konar til- raun, íslensk útgáfa af því kerfi, sem kvikmyndastofnanir víða um lönd hafa notað. Starf þessa deild- arstjóra myndi nýtast sjóðnum með ýmsum hætti þar fyrir utan, því ætlunin er til dæmis að hann verði ráðgefandi sérfræðingur um markaðs- og sölumál þeirra verk- efna sem hann velur.“ Gert er ráð fyrir að staða deild- arstjórans verði auglýst til um- sóknar fljótlega. Að sögn Þorfmns Ómarssonar er þessi efling Kvik- myndasjóðs íslands gleðiefni á þeim gróskutímum sem nú ríkja í kvikmyndagerð hérlendis. Björk í Óskarinn? MARK Ordesky, forstjóri Fine Line Pietures, sem dreifir kvikmynd Lars von Trlers Myrkradansarinn - Dancer In the Dark í Bandaríkjunum, segist vonast til að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta myndin og að BJörk Guðmundsdóttir fái tilnefn- ingu sem besta leikkonan. Það er mál manna, sem til þekkja í Hollywood, að þessi ummæli þýði í raun að fyrirtækið muni leggja út í töluverðan kostnað við kynningar-og áróðursherferð, eins og gjarnan tíðkast þar um slóðir, til að reyna að hafa áhrif á bandarísku kvikmyndaakademíuna. í fréttabréfi sínu frá Holly- wood fjallar Þór Melsteð um viðtökur Myrkradansar- ans í Bandaríkjunum og vitnar m.a. í gagnrýnanda sjónvarpsstöðvarinnar CNN sem segir: „Björk á svo skilið að fá Óskarsverðlaunin að þeir ættu að senda þau til hennar strax og sleppa tilnefningunum.“ /2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.