Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 2

Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ. BIOBLAÐIÐ Melsteð Hittir Oskar Björk? Hér í Hollywood kemur það stöku sinnum fyrir að kvikmynd kemur upp á yfirborðið sem skiptir fólki í tvo óiíka hópa. Annar hópurinn heldurvart vatni afhrifningu en hinn botn- ar ekkert íþví hvaða írafár þetta er á þeim fyrrnefnda. Um þessar mundirgeisar hér einmitt eitt slíkt íra- fár og myndin sem um ræðir er nýjasta mynd Lars von Triers, Dancer in The Dark, sem ætti aö vera hverjum íslendingi kunnug þar sem Björk hlaut verðlaun sem besta leikkonan á Cannes kvikmynda- hátíöinni í maí síðastliðnum og myndin nú í sýningum á íslandi. Klofningur áhorfenda er slíkur að Entertain- ment Weekly birti tvær um- fjallanir, eina úrhvorum hópi. Slíktger- ist sárasjald- an. Umfjallanir um myndina, von Trier og Björk hafa birstíöllum helstu fagtímaritum Hollywood. Andlit Bjarkar hefur prýtt for- síöur fjölda tímarita, auk þess sem viðtöl hafa birst í sjónvarpi. í októberhefti Premiere erfjög- urra síðna grein þar sem fjallaö er um Björk og frábæra frammi- stöðu hennart myndinni og hún spurð nokkurra spurninga. Blaöamaður Premie're nefndi í greininni að enginn leikstjóri hefði lagt svona mikiö á herðar aðalleikkonu síöan CarlDreyer leikstýröi Ástríðu Jóhönnu af Örk árið 1928 þar sem reynslan var svo erfið að aðalleikkonan Maria FalconettHék aldrei aftur í kvikmynd. Gagnrýnendur hér vestra hafa keþpst við að lofa leik Bjarkarí myndinni. Það þarf að leitaansi langtafturtil aðfinna sambærileg lýsingarorð í kvik- myndaumfjöliunum eins og hafa verið notuð um frammi- stöðu Bjarkar. „Kraftaverki lík- ust,“ segirgagnrýnandi New YorkTimes, „Stórkostlegur leik- ur,“ segir Kenneth Turan, gagn- rýnandi Los Angeles Times, „Undursamleg... hrein snilld..." segirgagnrýnandinn frægi Rog- erEbert. Þó ekki séu allir jafnhrifnir af myndinni I heild þá eru nánast allir sem sjá hana sammála um að leikur Bjarkarsé stórkost- legur, sama hvorum hópnum þeirtilheyra. Gagnrýnandi CNN orðaði það svona: „Björké svo skilió að fá Óskarsverölaunin að þeir ættu að senda þau til hennar strax og sleppa tilnefningunum." Forstjóri kvikmyndafyrirtækis- ins Fine Line Pictures, Mark Ordesky, sagði á blaöamanna- fundi eftirfrumsýninguna: „...við vonumsttil að myndin verði tilnefnd sem besta myndín og Björk sem besta leikkonan þegarkemurað Óskarnum." Þá vaknar auðvitað spurning- in sem hefur verið á vörum allra íslendinga frá þvf í vor: Fær Björk Óskarsverðlaun? Svar: Tilnefning er a.m.k. góður möguleiki. LTCJ Björk sem Selma: Óskar strax... Seigla í Sheldon Reyfarahöfundurinn Sidney Sheld- on hefur átt bækur á toppi metsölu- listanna lengur en elstu menn muna. Þó hefur verið frekar hljótt un hann síöustu árin. Þó ekki lengur. Nýjasta skáldverkið hans, The Skyis Falling, er að tylla sér f gamalkunnugt sæti á listunum. Ekki nógmeð það, bókin er sögð fyrirtaks kvikmyndaefni og haröur slagur er hafinn um kvik- myndaréttinn hjá stórveldum í Holly- wood. Særingamaður- inn snýr aftur Endursýningar á Særingamannin- um (The Exorcist) hafa gengið vonum framar, reyndar beturen flestar aðrarmyndirleik- stjórans Willi- ams Friedkins í áratugi, en nú eru tæp þrjátfu ár liðin frá því að þessi ágæti hroll- ur var frumsýnd- ur. Sá sem þess- arlínurskrifar geturfullyrtaf eigin raun að myndin hefur elst vel og má telja í hópi sígildra hryllingsmynda. Tim Burton: Leitar að stjörnum úr dýraríkinu. Enn af Apa- plánetunni (The Visitor) Tim Burton, leikstjórinn sem margir vilja telja meö snillingum Presslink William Friedkin: Sígildur Særinga- maður? samtímans, er enn að punta leikhóp- inn sinn í myndinni sem spáð er hvað mestri aðsókn að ári. Að þessu sinni erviðbótin ekki úrmannheim- um heldur hefur leikstjórinn ungi ver- ið á rjátli um dýragarða Vesturheims til að smala saman óárennilegum hópi villidýra; alvöru górilluapa, órangúta, sjimpönsum og bavíönum, sem leika eiga lausum hala á meóal fólksins. Köngurlóar- maðurinn i megrun Þær fréttir berast að Sam Raimi, leikstjóri Spider-Man, lítistekki á út- litið á Tobey Magu- ire, sem fara á með titilhlutverkið. Verið eraö trimma af piltinum mörg og ógæfuleg auka- kíló. Það kæmi ekki á óvart þótt hann lenti fyrir rest á varamanna- bekknum - eins og annarýstrubelgur; Mark nokkur Bosnich' Þá er það helst aö frétta af kvikmyndagerðinni að John Malk- ovich mun vera hættur við að fara með hlutverk aöal illmennisins í myndinni. Michael Bay í innkaupum á mannráni Hasar- myndaleikstjór- inn snjalli, Michael Bay (Armageddon, The Rock, Bad Boys), festi á dögunum kaup á handriti um mannrán, sem Bay hyggst leik- stýra sjálfur í framtfðinni. Fyrst lýkur hann sjálfsagt við eina dýrustu mynd ársins, Pearl Harbor. Associated Press John Malkov- ich: Villekki vera illmenni. Sjónarhorn Eftir Sæbjöm Valdimarsson ÞA ER lokið Kvikmyndahátíð t Reykjavík, þeirri 17., ef taldar eru með forverar henn- ar, kenndarvið Listahátíö. Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefurnú þegar skapað sér nokkra sérstöðu því þaö er fátítt aö þeir sem gleðjast hvað mestyfir tilveru hennar eru engir aðrir en kvikmyndahúsaeigendur. Því með henni hefur fundist óvæntur farvegur mynda sem lent hafa uppí hillu hjá bíóunum með hinn hrollkennda, „listræna" stimpil íbak og fyrir. Sumt afþeim er tros, annað ágætt, einsoggerist oggengur á kvik- myndahátíðum um allan heim. Það sem máli skiptir er að þetta sam- starferað þróast í rétta átt, úrháifgerðum samtíningi í metnaðarfyitri verk. Val mynda í ár var nokkuð gott og meira bar á myndum frá fjarlægum löndum en verið hefurað undanförnu. Sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri að upplifa verk þríggja, mætra leikstjóra frá Kína. Suzhoufljótið eftirLou Ye; Titræöi við keisarann, eftirChen Kaige og þá var Fullkomnir saman, eftir Hong Kongmanninn Wong Kar-wai. óneitanlega frekar óvenjuleg úr þeirri áttinni og sama gildir um fleiri myndir þessa sér- stæða leikstjóra á hátíðinni. Takeshi Kitanoer sagður hvað merkastur japanskra leikstjóra. E.K. = eftir Kurosawa. Ekki gneistaði Kihujiro af snilli en varengu að síður óvenjulega uppbyggð og skemmtilegt innlegg þar sem leikstjórinn sjálfur var býsna góður í aðalhlutverkinu. Alþjóðlegi, taívanski leikstjórinn AngLee, reyndi að mæta með nokk- ur verka sinna. Þau bárust til landsins, Lee var hinsvegar upptekinn við störfsín. Nýjasta myndhans, Krjúpandi tígur, dreki íleynum, ein sú besta á þeirri sautjándu. Evrópskar myndir voru að vonum mest áberandi. Því miðurengin frá Rússlandi, sem oftaren ekki hefuráttgilda fulltrúa á Kvikmyndahátíð. CosyDens, tékkneska leikstjórans Jans Hrebejks, var hinsvegar skín- andi mynd um „ vorið" í Tékkóslóvakíu 68, sem var allt annað en „gott, grænt og hlýtt". ítalinn Giuseppe Tornatore gladdi meö Þjóösögunni 1900, tvímælalaust bestu mynd sinni frá Cinema Paradiso. Wim Wend- ers átti eina bestu mynd veislunnar, Buena Vista Social Club. Þó öllu frekar hinir aldurhnignu unglingarsem skipuðu þetta latneska band sem spilaði sig inní hjörtu gestanna. Leikstjórn Wenders varhinsvegar ósköp dauðyflisleg í samanburði við fjörugan sambataktinn. Frá Vesturheimi komu góðar sendingar. HæstberÁ beinu brautinni- Straight Story, nýjasta mynd David Lynch, sem einng var, þvímiður, síð- asta myndhins heillandi leikara, Richards Farnsworth. Hinn athygiis- verði, kanadíski leikstjóri, Atom Egoyan, átti Ferðalag Feliciu, og okkar eigin, altént íslenskættaði og bráðflinki Sturla Gunnarsson, kom með Fyrirlitningu, sem sannarlega varmeð athygiisverðarí myndunum í ár. Gestirnir voru fáir. í fararbroddi fórjúgóslavneski furðufuglinn Dusan Makavejev, sem kom með allnokkrar af sínum gömlu (og umdeildu) myndum í farangrinum. Stórefnilegur Þjóðverji, Weit Helmer, kommeð sitt byrjendaverk; Tuvalu, sem féll ígóðan jarðveg. Síðast en ekki síst kom svo Vestur-íslendingurinn Sturla Gunnarsson, sem á næstu miss- erum mun styrkja böndin við „gamla landið", þarsem hann mun næst leikstýra verki í samstarfi við íslensku kvikmyndasamsteypuna. Góðirgestir, en það sem helst mætti finna að í ár er að íþeirra hópi þyrfti að vera frægara nafn. Það gefur hátíðinni vissan gæðastimpil útá- við ogglæðir aðsóknina og fréttaflutninginn. Til að svo geti orúið þurfa ríki og borg að losa aðeins betur um dauðahaldið á pyngjunni. Á vefsíðu breska útvarpsins, BBC Online, má finna umfjöllun um kvikmyndir á bönd- um og diskum eftir íslenskan greinahöfund, Almar Hafliðason. Páll Kristinn Pálsson komst að því að Almar skrifar ekki aðeins um kvikmyndir, heldur leikur í þeim líka. „ Staying in with Almar“ ALMAR er 25 ára gamall sonur Haf- iiða Haiigrímssonar tónskálds og Ragnheiðar Arnardóttur. Hann fæddist í London, en flutti þriggja ára til Edinborgar þar sem foreldr- ar hans búa enn. Atján ára fór Alm- ar í háskólanám í sögu og stjórn- málafræði í Glasgow og hefur búið þar síðan. En hvernig kom það til að hann fór að skrifa um kvikmyndir? „Eg hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum," segir Almar. „Á unglingsárunum byrjaði ég að safna myndböndum - ég á núna um 3.000 stykki - og meðan ég var í háskólan- um sá ég um kvikmyndaþátt í skóla- útvarpinu. Eftir útskriftina fór ég að vinna við almannatengsl, gera auglýsingar, skrifa kynningarbækl- inga o.s.frv.. Ég spáði ekkert í að reyna að fá mér vinnu sem tengdist kvikmyndum, enda mjög erfitt að komast í eitthvað slíkt hér í Skot- landi. Svo var það fyrir tveimur ár- um að sjónvarpsstöðin Channel Four tók viðtal við mig um mynd- bandasafnið, það þótti svo skrítið að einhver ætti 3.000 myndbönd! Og í framhaldi af því datt mér í hug að kannski væri ekki svo galið að fara að skrifa um þetta áhugamál mitt. Ég hafði samband við blaðið Go Magazine sem tók mér vel og ég skrifaði fyrir það í nokkra mánuði, eða þangað til ég frétti að BBC Scotland væri að leita að fólki til að fjalla um myndbönd og DVD-geisla- diska. Ég sendi þeim línu og sýnis- horn af því sem ég hafði gert og það féll í svo góðan jarðveg að ég fékk sérstakan dálk á vefsíðu þeirra sem kallaðist Staying in with Almar. Snemma á þessu ári voru svo vefsíðumál BBC endurskoðuð, sem varð til þess að sett var upp síðan BBC Films en henni er stýrt frá London. Ég bjóst þá ekki við að fá að halda áfram, ég vissi það væru svo margir um hituna í aðalstöðvun- um, en ákvað að gefa mig ekki og eftir tveggja mánaða stapp fékk ég starfið. Núna er ég aðalskríbent þeirra um myndbönd og DVD, en skrifa einnig um gamlar myndir og greinar sem tengjast nýjum mynd- um í bíóunum, en gagnrýni þær ekki sjálfur. Og þetta gengur mjög vel, við fáum um 60.000 heimsóknir á síðuna á viku, en allt í allt heim- sækja nokkrar milljónir BBC On- Almar: Kannski er það íslendingurinn... line á viku, enda er þetta stærsta vefsíða í Evrópu. Allur hinn ensku- mælandi heimur notfærir sér hana þannig að maður er að fá tölvupóst mjög víða að.“ Meðfram þessum skrifum starfar Almar enn dálítið við almannatengsl og svo hefur hann leikið í sinni fyrstu bíómynd. „Það er nú ekki stórt hlutverk," segir hann. „Ég leik mann sem vinnur við áfyllingar í stórmarkaði. En myndin, sem kem- ur á markað í byrjun næsta árs, heitir Late Night Shopping, leik- stjóri er Saul Metzstein og hand- ritið skrifaði Jack Lothian sem er einn af mínum bestu vinum. Fram- leiðslufyrirtækið er Film Four, sem gerði t.d. myndirnar Four Wedd- ings and a Funeral, Shaliow Grave og Trainspotting og er í rauninni eina almennilega kvikmyndafyrir- tækið hér í Skotlandi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leikhúsi, leikið mikið í skólaleikritum og meðan ég var í háskólanum tók ég tveggja ára kúrs í leiklist. Og ég fór með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttaröð sem hét YoungPersons Guide to Becom- ing a Rock Star. En eins og í kvik- myndabransanum er hér mikil sam- keppni í leikhúsinu og bara örfá prósent þeirra sem læra leiklist sem fá eitthvað að gera. Ég á þó von á að gera eitthvað meira með Jack vini mínum og hann hefur líka orðað við mig að ég framleiddi myndir með honum vegna reynslu minnar í markaðsmálum. Mig langar mikið að komast áfram í leiklistinni. Ætli það sé ekki íslendingurinn í mér,“ segir Almar og hlær. „Eru íslend- ingar ekki frægir fyrir að vera dug- legir við að koma sér á framfæri?“ Almar hefur oft komið til íslands en aðeins í skamman tíma í senn og hann hefur ekki séð margar íslensk- ar bíómyndir. „Ég sá Sódómu Reykjavík eftir Óskar Jónasson þegar ég var á Islandi fyrir mörgum árum og minnir að hún hafi verið fín. Svo hefur Cold Fever eftir Frið- rik Þór verið sýnd hérna í sjónvarp- inu, mér þótti hún góð og hún fékk afar lofsamlega dóma í blöðunum." Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér skrif Almars Hafliðasonar á vef BBC geta slegið inn slóðina www.bbc.co.uk/films.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.