Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 5

Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 5
MORGUJMBLAÐip FÖ^TIIDAGUR 13, ORTÓBER 20Q0 C 5 Hringadróttins- saga 1-3 A Nýja-Sjálandi standa nú yfir tökur á þremur bíómyndum sem byggja á sögu J.R.R. Tolkiens, Hringadróttins- sögu eöa Lord ofthe Rings aö sögn Arn- aldar Indriðasonar. Leikstjóri myndanna er heimamaöur, Peter Jackson, en New Line Cinema framleiðir og er óhætt aö segja aö myndanna sé beöió meö tals- veröri eftirvæntingu. Sú fyrsta mun væntanleg í kvikmyndahús um jólaleytið 2001. JACKSON ákvað að gera þrjár bíómyndir í beit úr sögunni enda er hún gríðarlega viða- mikil og verður varla gerð al- mennileg skil með öðrum hætti. Reynt hefur verið að kvik- mynda söguna áður og þá í teikni- myndaformi en hún þótti endaslepp. Teiknimyndahöfundurinn Ralph Bakshi, sem annars var þekktur fyrir að gera dónalegar teiknimynd- ir, gerði Hringadróttinssögu árið 1978 sem sýnd var í Tónabíói á sín- um tíma. Hún var meira en tveir tímar að lengd og tæknilega vel unnin og oft áhrifarík en Bakshi treysti sér ekki til þess að filma alla söguna og má segja að hann hafi hætt í miðju kafi; myndin hans náði ekki að segja frá endalokum sagna- bálksins og má ímynda sér að það hafi átt að gera í framhaldsmynd sem aldrei varð neitt úr. Þar að auki var lítill tími nema til þess að setja fram helstu upplýsingar um sögu- svið og persónur fyrir þá áhorfend- ur sem ekki þekktu til og botnuðu lítið í Hobbitum, Góllum og Lauf- álfalandi. Þrjár myndir í einu Peter Jackson ætlar sér að leysa það vandamál. Hann hefur nægan tíma til þess að segja söguna alla í þremur bíómyndum sem verða i það minnsta sex tímar að lengd saman- lagt (nokkur tíska er það nú um stundir að kvikmynda fleiri en eina mynd í einu, The Matrix 2 og 3 verða t.d. gerðar í einu). Hann hefur líka gefið sér góðan tíma til þess að kvikmynda verkið. Tökur hafa stað- ið yfir mánuðum saman á Nýja-Sjá- landi og enn er eitt og hálft ár þang- að til tökum á síðustu myndinni lýkur þegar þetta er skrifað. Jack- son hefur fengið í lið með sér vei-u- lega góðan leikarahóp auk þess sem tölvutæknibrellur munu spila nokkra rullu í ævintýrinu en Jack- son hefur allar nýjustu græjur til þess að framkvæma tölvubrellur á Nýja-Sjálandi. Hann er ásamt Lee Tamahori og Jane Campion kunnasti kvikmynda- leikstjóri Nýja-Sjálands. Hann gerði í fyrstu blóðugar spennu- myndir og lærði allt í faginu með því en þegar hann eltist fór alvaran að taka völdin og hann gerði þá frá- bæru mynd Heavenly Creatures, sem byggðist á óvenjulegu sakamáli í Nýja-Sjálandi frá sjötta áratugn- um þegar stúlka nokkur myrti móð- ur sína. Myndin vakti athygli á leikstjór- anum í Hollywood og hann komst í kynni við kvikmyndagerðarmanninn Robert Zemeckis (Forrest Gump) og gerði ágæta draugamynd í kjölfarið sem hét The Frighteners með Michael J. Fox í aðalhlutverki. Stór hluti myndarinnar byggðist á tölvubrellum og Jackson byggði sitt eigið tölvubrelluver á Nýja-Sjálandi vegna myndarinnar og mun nota það við gerð Hringadróttinssögu 1-3. Barátta góðs og ills Aðstandendur Tolkiens voru tregir í fyrstu að leyfa- kvikmyndun verksins. Sjálfur hafði höfundurinn ekki mikla trú á að hægt væri að setja töfraheim hans á hvíta tjaldið svo vel færi. Nýlega gáfu rétthafar þó eftir, New Line Cinema hreppti •< kvikmyndai’éttinn og ákvað að setja 100 milljónir dollara í kvikmyndirn- ar. Peter Jackson sóttist mjög eftir því að fá að gera myndirnar sem mikill aðdáandi Tolkiens og fallist var á að Nýja-Sjáland væri kjörinn staður fyrir tökur. Landslagið bauð upp á ævintýraheima og það er nógu fjarlægt til þess að kvik- myndahópurinn gat unnið sitt starf að mestu óáreittur af fjölmiðlum. Eins og kunnugt er fjallar Hringadróttinssaga um baráttu góðs og ills og segir af ævintýrafor hobbitans Fróða og félaga hans með töfrahring sem var í eigu óbermis- ins Saurons. Fara á með hringinn til Dómsdyngju þar sem honum skal eytt en ýmsar og ógurlegar hættur leynast á leiðinni. Við sögu kemur fjöldi persóna úr heimum manna, trölla og álfa og hefur Peter Jackson safnað í mynd- ina fínum leikarahópi eins og áður sagði. Elijah Wood fer með hlutverk Fróða, Sean Astin er Sámur, Somin- ic Monaghan er Kátur og Billy Boyd er Pípin, allt vinir Fróða. Aðrir leik- arar eru Ian Holm, Ian McKellen og Christopher Lee miklir dánumenn úr breska kvikmyndaheiminum, Cate Blanchett og Liv Tyler fara V' með helstu kvenhlutverkin en aðrir leikarar eru Sean Bean, Brad Dour- if, Viggo Mortensen, Orando Bloom, John Rhys - Davies, Bernard Hill og ástralski leikarinn Hugo Weav- ing, sem lék óþokkann í The Matrix. Frumsýnd jólin 2001 Reiknað er með að fyrsta myndin í flokknum verði frumsýnd í Bret- landi um miðjan desember árið 2001 en nokkrum dögum síðar í Banda- ríkjunum. Frásagnir af tökustað eru fátæklegar. Breska kvikmynda- tímaritið Empire segir þær fréttir að Cate Blanchett, sem leikur álfa- drottninguna Galadríel, hafi ráðið til sín fólk til þess að kenna sér „álf- ísku“, hvað svo sem það nú er. „Að til skuli vera fólk sem talar álfamál," segh- leikkonan, „er algerlega stór- furðulegt. Það er eins og fólkið sem talar klingonísku." Einnig berast þær fréttir að Jackson hafi í hyggju að leggja sér- staka áherslu á ástarsamband á milli Arwenar, sem Liv Tyler leikur, og Aragoms, sem Mortensen leikur, og gera það að lykilatriði í plottinu. Aðrir segja að leikstjórinn sé verk- inu mjög trúr og fylgi sögu Tolkiens eftir í stóru og smáu. Allir hinir fjölmörgu aðdáendur Tolkiens hljóta að bíða myndanna með mikilli efth’væntingu og má ugglaust líkja henni við þá spennu sem fylgdi fjórðu Stjörnustríðs- mynd George Lucas. Sú mynd olli nokkrum vonbrigðum þegar hún loks var sýnd. Vonandi að ekki verði sama uppi á teningnum í tilfelli Hringadróttinssögu. Maestro þitt fé HVAR SEM ÞÚ ERT w

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.