Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
4
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fyrsti sigur meistaranna var í sjónmáli
er leikur þeirra hrundi gegn Þór
Rýtingur Óðins
í bak KR-inga
ÞAÐ var hægt að gefa sér það fyrir fram að viðureign KR og Þórs
yrði áhugaverð, en ekkert gat búið áhorfendur undir það sem
gerðist í leikslok. fslandsmeistararnir, sem voru enn án stiga eft-
ir þrjár umferðir á íslandsmótinu, tóku á móti ungu liði Þórs, sem
kom svo skemmtilega á óvart síðastliðið vor með góðri f rammí-
stöðu í úrslitakeppninni. Eitthvað varð undan að láta og það kom
í hlut meistaranna eftir trylltar lokasekúndur og ævintýralegan
endi. Hann var draumi líkastur hjá Óðni Ásgeirssyni og félögum
hans að norðan, en martröð fyrir Inga Þór Steinþórsson og læri-
sveina hans í KR-liðinu, sem eru enn stigalausir. Óðinn tryggði
liði sínu sigur með þriggja stiga körfu á lokasekúndunni, en það
var í eina skiptið sem gestirnir voru yfir í leiknum.
gftir æðisgengna baráttu í vörn og
Edwin
Rögnvaldsson
skrifar
óvænt framlag Einars Aðal-
steinssonar í sókninni höfðu leikmenn
Þórs minnkað mun-
inn gegn KR í tvö
stig er aðeins sextán
sekúndur voru eftir.
Norðanmenn áttu
innkast. Þeir sóttu að KR-ingum, en
tóku skot í erfiðu færi og Jónatan
Bow, KR-ingurinn sterki, náði bolt-
anum undir eigin körfu - fimm sek-
úndur eftir. Þá gerðist undarlegur
hlutur, Bow henti boltanum frá sér og
beint til mótherjanna. Sigurður Sig-
urðsson fékk boltann og sendi á Óðin,
sem sendi knöttinn rakleiðis í körf-
una handan þriggja stiga línunnar -
0,37 sekúndur eftir. Örvæntingarfull-
ar tilraunir KR-inga í kjölfarið báru
sigraði í
baráttulei
B
Tindastólsmenn innbyrtu góðan
sigur í íþróttahúsinu á Sauðár-
króki, 81:73, þegar ÍR heimsótti þá á
sunnudagskvöld. Sig-
Bjöm urinn var hinsvegar
Björnsson ekki fyrirhafnarlaus
skrifar 0g vamarleikur gest-
anna reyndist Tinda-
stólsmönnum oft á tíðum erfiður.
Leikurinn fór fjörlega af stað og
það voru gestimir sem vora sprækari
fyrstu mínútumar. Hreggviður
Magnússon hóf leikinn með fallegu
þriggja stiga skoti sem rataði beint í
körfuna. ÍR-ingar héldu síðan foryst-
unni vel fram yfir miðjan fyrsta leik-
hluta en þá náðu heimamenn að jafna
og komast yfir, og þannig hélst stað-
an allt til leiksloka.
Þegar á upphafsmínútum annars
hluta náðu Tindastólsmenn að skapa
sér um tíu stiga forskot og þann mun
náðu gestimir ekki að minnka þrátt
fyrir mikla baráttu. Heimamenn, með
Shawn Myers sem besta mann, léku
góða vöm og sýndu enn að ef vömin
bilar ekki verða stigin ekki auðsótt í
greipar liðsins. Þá áttu Lárus Dagur,
Antropov, Kristinn og Pomones allir
ágætan leik.
í liði gestanna var Eiríkur Önund-
arson bestur en einnig áttu Sigurður
Þorvaldsson, Hreggviður og Halldór
Kristmannsson góða spretti.
Bæði liðin lentu í nokkrum villu-
vandræðum og þegar í þriðja leik-
hluta voru Omar Sigmarsson og
Kristinn Priðriksson í liði Tindastóls
og Eiríkur Önundarson í liði gest-
anna komnir með fjórar villur og urðu
því að leika gætilegar en ella. Þegar 6
mínútur lifðu af leiknum fékk Krist-
inn sína fimmtu villu.
Tindastólsmenn fögnuðu vel í leiks-
lok þegar góður sigur eftir baráttu-
leik var í höfn.
engan ávöxt, sem eðlilegt er á svo
stuttum tíma.
Óðinn sagðist hafa beðið um bolt-
ann þegar Þórsurum áskotnaðist
hann svo óvænt úr höndum Bows.
,,Að sjálfsögðu gerði ég það,“ sagði
Óðinn. „Þetta gerist ekki mikið sæt-
ara.“
Framan af virtist sem uppsöfnuð
orka KR-inga væri að leysast úr læð-
ingi. Hittni þeirra í fyrri hálfleik var
lygileg. Liðið var sérlega léttleikandi,
skoraði margar körfur eftir fallegan
samleik. Sem sagt, liðið lék við hvurn
sinn fingur og gladdi augað. Þetta var
sama ásjóna og KR-liðið hafði síðast-
liðið vor er það tryggði sér ís-
landsmeistaratitilinn. Staðan í leik-
hléi var 51:38, KR í hag. Fátt benti til
þess að Þórsarar gætu staðið gest-
gjöfun sínum á sporði þetta kvöldið.
í upphafi síðari hálfleiks breyttust
forsendumar lítið eitt. Skotnýting
KR var ekki jafn góð og hún var á
hinum enda vallarins fyrir hlé, sem
orsakaðist sumpart vegna betri vam-
ar af hálfu Þórsliðsins. Clifton Bush
og Óðinn, sem höfðu haldið liði sínu á
floti í fyrri hálfleik, héldu uppteknum
hætti auk þess sem Sigurður Sig-
urðsson og Einar Öm Aðalsteinsson
veittu þeim liðveislu sína í
sóknarleiknum. Sigurður gerði góðar
þriggja stiga körfur og Einar Örn
skoraði fjórar körfur í röð, breytti
stöðunni úr 71:61 í 74:68, lagði sem
sagt grunninn að lokaáhlaupi Þórs-
ara. Einar jafnaði síðar leikinn, 76:76,
með ótrúlegri körfu úr horninu eftir
skyndiupphlaup.
Jón Arnór Stefánsson tók síðar
loks af skarið fyrir KR-inga þegar
hálf mínúta var eftir, skoraði með
góðu stökkskoti og kom liði sínu
tveimur stigum yfir á ný. Ólafur Jón
Ormsson braut síðar á Sigurði Sig-
urðssyni utan þriggja stiga línunnar,
en dómarar leiksins ályktuðu rétti-
lega að Sigurður hefði ekki reynt að
skjóta þegar hann lenti undir Ólafi;
sem kom aðvífandi úr háloftunum. I
kjölfarið fékk Þór innkast og eru af-
leiðingar þess raktar hér að ofan.
Fögnuður Þórsara í leikslok var að
vonum gríðarlegur. Þeir eltu Óðin
uppi og hylltu félaga sinn, sem átti
stórleik. Hann skoraði 23 stig, tók
þrettán fráköst og hitti úr níu af
sextán skotum, þar af báðum þriggja
stiga tilraunum sínum. Clifton Bush
var einnig fimasterkur og bar ægis-
hjálm yfir Jóntan Bow. Bush skoraði
18 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex
stoðsendingar.
KR-ingar voru stjarfir undir lokin
og skoruðu aðeins fjögur stig gegn
sextán stigum Þórs síðustu sjö mínút-
ur leiksins. Þar af var aðeins ein
karfa, sem Jón Arnór skoraði á loka-
mínútunni. Hin tvö stigin komu úr
fjórum vítaskotum. Enginn virtist
vilja taka af skarið þegar á móti blés.
Þetta er undarlegt að sjá hjá meist-
araliði, og enn furðulegra er að sjá
andstæðurnar í leik liðsins fyrir og
eftir hlé.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðs-
ins, reyndi þó að líta á björtu hliðam-
ar eftir áfallið. „Menn em mjög sárir.
Ég tel að við hefðum átt sigurinn skil-
inn, mun meira en Þórsarar. Það varð
einhver raglingur í sókninni. Það
kom kafli þar sem við einfaldlega
hættum að gera það sem hafði gengið
vel. En ég var mjög ánægður með
margt. Það er margt sem hefur lag-
ast. Ég hef trú á að viljastyrkurinn í
KR-liðinu sé nægur til að snúa blað-
inu við eftir þetta,“ sagði Ingi Þór.
Fyrstustigin
VALUR/FJÖLNIR fékk sín
fyrstu stig í úrvalsdeildinni á
sunnudaginn er liðið lagði KFÍ
með tíu stiga mun, 92:82. ís-
firðingar eru því enn án stiga í
deildinni og nokkuð Ijóst að
veturinn verður langur og
strangur hjá þeim - og sjálf-
sagt Val/Fjölni líka.
H
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
eimamenn byrjuðu mun betur
og eftir fjórar mínútur var
staðan orðin 11:2 og eftir fyrsta leik-
hluta 24:11. Allt virt-
ist stefna í stórsigur
heimamanna en
gestimir gáfust ekki
upp þrátt fyrir nokk-
urt mótlæti framan af öðram leik-
hluta. Staðan var 40:21 um tíma en
fram að leikhléi gerðu gestirnir 18
stig en heimamenn níu og munurinn
í hálfleik var tíu stig og það sem um
tíma virtist ætla að verða auðveldur
leikur heimamanna var á ný orðinn
nokkuð jafn og spennandi.
Leikmenn Vals/Fjölnis gerðu ekki
sömu mistökin og í síðasta heimaleik
er þeir glutraðu niður unnum leik á
síðustu mínútunum á móti Skalla-
grími. Nú héldu menn út allan leik-
inn og fengu sín fyrstu stig, munur-
inn hélst í kringum tíu stigin, enda
Dwayne Fontana, sá sem var allt í
öllu hjá ísfirðingum, orðinn dauð-
þreyttur. Hann átti mjög góðan leik,
gerði 39 stig og greinilegt að þar fer
bæði flinkur og duglegur leikmaður.
Fontana gerði öll 11 stig KFÍ í
fyrsta leikhluta og í þeim þriðja
gerði hann 15 af 17 stigum liðsins. í
öðram leikhluta átti Sveinn Blöndal
góðan leik, gerði þá 11 stig og Baldur
Jónasson fann sig loks, gerði tvær
þriggja stiga körfur á lokakaflanum
fyrir hlé en að öðru leyti fór lítið fyrir
honum.
Heimamenn léku lengstum ágæt-
lega, vörnin var hreyfanleg og í
sókninni voru hindranir þeirra það
einnig án þess að dómararnir sæju
ástæðu til að dæma á liðið. í öðrum
leikhluta var sóknarleikurinn ótta-
lega ræfilslegur, menn vora að reyna
að hnoða boltanum einhvern veginn
inn í vítateiginn með misjöfnum ár-
angri. Þetta lagaðist þó á ný en sókn
liðsins þarf að ganga betur og á
stundum sýndu menn það að þeir
hafa hæfileikana til slíks.
DeLawn Grandison, Brynjar Karl
Sigurðsson og Herbert Arnarson
voru bestu menn liðsins og Kjartan
O. Sigurðsson átti góðan kafla þegar
mikið reið á í fjórða leikhluta, tók þá
mjög mikilvæg fráköst og gerði þrjú
stig af miklu harðfylgi. Sigurbjörn
Björnsson átti einnig fínar síðustu
mínútur, var yfirvegaður og rólegur
þegar á þurfti að halda.
Rick Mickens skoraði grimmt á móti Skallagrími. Hér sækir hann að köi
Tomilovski og Pálmi Þ. Sævarsson.
Haukar
ÞRÁTT fyrir að Haukar hafi unnið
Skallagrím með tuttugu stiga mun,
95:75 þá var nokkurt basi á þeim.
Borgnesingar voru yfir mestallan
fyrri hálfleikinn en náðu ekki að
fylgja því eftir og í fjórða leikhluta
gerðu heimamenn 30 stig en gest-
irnir 15.
Heimamenn voru talsvert lengi að taka
við sér í leiknum og það var aðeins
Rick Mickens sem var með á nótunum í
I fyrsta leikhluta, gerði þá
Skúli Unnar f 6 af 21 stiPliðsins-L£ð,f
Sveinsson Vigmsson og Marel Guð-
skrifar laugsson laumuðu hvor
niður einu þriggja stiga
skoti. Á sama tíma dreifðist stigaskor gest-
anna vel og um tíma voru þeir með níu
stiga forystu. Gestunum hélst ekki á for-
ystunni og með svæðisvörn um tíma í öðr-
um leikhluta náðu Haukar að komast yfir,
en Borgnesingar náðu forystunni á ný rétt
fyrir hlé og hafði fimm stiga forystu í upp-
hafi þriðja leikhluta.
Nú tók við slakur leikur gestanna og á
sama tíma gekk Haukum betur að koma
Guðmund-
ur lék
of mikið
GUÐMUNDUR Bragason,
körfuknattleiksmaður hjá
Haukum, hefur verið meidd-
ur í vetur en á von á að hann
geti byrjað að leika eitthvað
með liðinu í næstu viku. Guð-
mundur fór í spegium á
hægra hné í haust vegna lið-
þófa og er ekki búinn að ná
sér afþvíenn.
Guðmundur lék með Hauk-
um í Kjörísbikarnum á móti
Val/Fjölni og eftir þann leik
bólgnaði hægra hnéð mikið.
„Ég spilaði allt of mikið og
þetta seinkar inér eitthvað,
en vonandi get ég byrjað að
leika eitthvað í næstu viku,“
sagði Guðmundur í samtali
við Morgunblaðið og bætti
við að það væri svo erfítt að
vera á bekknum að hann
hlakkaði mikið til að komast
þaðan og inn á völlinn.