Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 B 7 Morgunblaðið/Golli rfu gestanna en til varnar eru Evgeni >tungu af knettinum rétta boðleið. Eitt enn hafði nokkur áhrif á að Haukar náðu öruggum tökum á leiknum og það voru dómararnir. Borgnesingar máttu bókstaflega ekki hreyfa sig í vörninni þá var dæmd villa á þá og það er óhætt að dáðst að þeim að hafa ekki fengið fleiri en tvær tæknivillur fyrir að mótmæla dómurunum. Haukar nýttu sér meðbyrinn og það skal ekki tekið af þeim að þeir léku síðari hálf- leikinn vel, gerðu 19 stig gegn fjórum á miðkafla þriðja leikhluta og lauk þeim hluta 19:13 og þeim fjórða 30:15 þannig að sigurinn var öruggur. Gestirnir gerðu að- eins 28 stig í hálfleiknum. Hjá Haukum var Mickens sterkur, fljót- ur og lunkinn með knöttinn og þegar Hafn- fírðingar verða komnir með Guðmund Bragason undir körfuna verða þeir erfiðir öllum liðum. Davíð Ásgrímsson lék ágæt- lega og þeir Jón Arnar Ingvarsson og Bragi Magnússon áttu ágæta kafla. Þá má geta Eyjólfs Jónssonar sem var grimmur í fráköstum. Hjá Borgnesingum var Ari Gunnarsson sterkur svo og Evgeni Tomilovski sem á þó eftir að koma sér í betri æfingu. h ÍÞRÓTTIR Fimm ára meint synd dregin upp á yfirborðið ÞORBERGUR Heiðarsson er átján ára piltur sem æft hefur með Njarðvík undanfarin fimm ár og er kominn í leik- mannahópinn en verður samt að láta sér lynda að missa af næstum tíu ieikjum með lið- inu af fáheyrðum ástæðum, sem jafnvel mætti kalla smá- atriði. Málavextir eru þeir að hann æfði með Keflavík um tíma þegar hann var tólf ára en skipti þá yfir til Njarðvíkur. Að sögn Þorbergs var honum þá sagt að það þyrfti ekki að skrá féiagaskiptin vegna ungs aldurs en annað er nú að koma upp á yfirborðið því eft- ir tapleik Njarðvíkinga fyrir Tindastól í fyrstu umferð var Körfuknattleikssambandinu bent á að hann væri enn skráður í Keflavík og því yrði að skrá hann yfir með tilheyr- andi bið eftir félagaskipti. Körfuknattleikssambandið fór eftir þessum ábendingum og því verður Þorbergur að láta sér lynda að bíða enn lengur eftir fleiri tækifærum í efstu deild en það gerir málið enn klaufalegra að í fyrra var rætt um þessi félagaskipti og þá var enginn athugasemd gerð. Þriggja stiga skot hríð Njarðvíkinga Ingi og Öriygur til Þórs INGI Hrannar Heimisson og Ör- lygur Þór Helgason, sem hafa leikið með Leiftri í efstu deild- inni í knattspyrnu undanfarin tvö ár, eru gengnir á ný til liðs við sitt gamla félag, Þór á Akur-. eyri. Þórsarar unnu 2. deiidina með yfirburðum í sumar og verða ásamt Leiftri og fjórum öðrum liðum af Norðurlandi í 1. deild á næsta ári. Örlygur lék 28 Ieiki og Ingi 24 með Leiftri í efstu deild á þessum tveimur ár- um. Þór hafði áður fengið Hlyn Birgisson og Pál V. Gíslason, fyrrum Ieikmenn sína, frá Leiftri, og væntanlega bætist sá fimmti, Júlíus Tryggvason, í hópinn. ÞRIGGJA stiga skothríð gerði útslagið í 96:71-sigri Njarðvíkinga á Hamarsmönnum, sem sóttu þá heim á sunnudaginn - þó rötuðu tólf langskot úr næstum jafn mörgum skotum ofan í körfuna og gestirnir frá Hveragerði fengu ekki neitt við ráðið enda nýttu þeir aðeins tvö af þrettán þriggja stiga skotum sínum. Njarðvíkingar virðast var að rísa úr öskustónni eftir slæma útreið í byrjun móts enda ekki seinna vænna ef spá um sigur í deildinni á að ganga upp. Olíkt var komið á með liðum, sem mættust á sunnudaginn því Hamarsmenn hafa fengið á sig fá stig að meðaltali en að Stefán sama skapi einnig Stefánsson skorað fá á meðan skrífar Njarðvíkingar hafa verið iðnir við körf- una en um leið fengið á sig mikið af stigum. Fyrstu mínútumar skiptust liðin á að skora en ákveðin vörn Njarðvíkinga var Hamarsmönnum erfið. Þegar svo gestirnir fóni að kvarta undan pressunni gleymdu þeir sér um tíma og heimamenn gengu á lagið með því að ná fimmtán stiga for- skoti í fyrsta leikhluta. Hamarsmenn lögðu samt ekki árar í bát og börðust allt hvað af tók til að jafna metin en hittnin var ekki sem best, vantaði herslumuninn og örlaði á kæmleysi hjá þeim síðustu mínútumar í fyrir leikhlé svo að Njarðvfldngar héldu níu stiga forystu. Hvergerðingar náðu að saxa for- skotið niður í sex stig um miðjan þriðja leikhluta en þá skall á þeim áð- umefnd þriggja stig skothríð, sem jók forskot Njarðvfldnga upp í 26 stig þegar mest var. Það virtist sumum af gestunum of mikið til að vinna upp en náðu að halda í horfinu fram til leiks- loka. „Ég er ánægður með leikinn því þetta var það skásta sem sést hefur til okkar lengi,“ sagði Friðrik Ragnars- son, annar af þjálfurum Njarðvík- inga, og einnig leikmaður en hann byrjaði inn á og átti prýðisleik. „Við vorum á tánum og að berjast en það hefur vantað auk þess að vömin hefur verið í molum en við höfum reynt að byggja hana upp hægt og hægt. Við höfum fengið 96 stig á okkur að með- altali í hverjum leik svo að ég er ánægður með að halda því við 71 núna í kvöld því einhvers staðar verður maður að byrja og ég vona að þetta sé fyrsta skrefið í því að það sé að ganga upp. Við emm auðvitað ekki sáttir við byrjun okkar á mótinu en höfum ver- ið að tapa á erfiðuðustu útileikjum á landinu, í Keflavík og á Sauðárkróki. Hins vegar hefur verið stígandi í leik okkar, er að vísu engan veginn nógu gott en ég er ánægður með hvað strákarnir lögðu sig mikið fram,“ bætti Friðrik við og sagði ekki hafa verið á áætluninni að hefja þriggja stiga skothríð í þriðja leikhluta. „Menn fengu góð skotfæri og létu vaða um leið en það var ekld lagt upp með það heldur vom menn að óhlýðn- ast.“ Jes V. Hansen var öflugur og tók 7 vamarfráköst og Logi Gunnars- son áttu einnig góðan leik fyrir Njarðvík þegar öll fimm skot hans inni í teig rötuðu í körfuna ásamt fjór- um af sex þriggja stiga skotum. Ás- geir Guðbjartsson tók flest fráköst, átta. „Við klúðraðum þessu á stuttum kafla og þeir stungu okkur af - hittu úr öllum skotum ofan í körfuna og við áttum ekkert almennilegt svar við því,“ sagði Pétur Ingvarsson, spilandi þjálfari Hvergerðinga, eftir leikinn. „Við vomm inni í leiknum þar til þessi kafli kom en það er kannski munur- inn á góðum og lélegum liðum - það kemur góð rispa hjá þeim góðu. Við höfum líka verið í vandræðum á úti- völlum og verið getur að leikmenn trúi því ekki að þeir geti unnið þar - það er þá eitthvað sem þarf að laga. Annars er ég sáttur við liðið í þessum leik þótt ekki hafi allt gengið upp, sóknin var í lagi og við reiknum ekki með að skora meira en sjötíu stig í leik en þar sem við fáum á okkur meira en níutíu stig hlýtur eitthvað að vanta upp á vamarlefldnn. Njarðvík- ingamh- hittu að vísu líka vel.“ Sjálfur var Pétur ágætur í leiknum ásamt bræðmnum Svavari og Hjalta Jóni Pálssonum og Ægir Hrafn Jóns- son var einnig sterkur þegar hann fékk frið til þess. Chris Dade reyndi hvað hann gat en fékk of lítinn tíma auk þess að hittnin var ekki sem best þegar aðeins eitt af sjö þriggja stiga skotum rataði í körfuna. Kefhríkingar sterkir FYRRI hálf leikur í viðureign Grindavíkur og Keflavíkur í úrvals- deildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld var jafn og skemmtilegur og heimamenn í Grindavík voru yfir í hálfleik, 44:40. Gestirnir úr Keflavík sýndu klærnar í þriðja leikhluta og gerðu út um leikinn sem endaði 83:92. Leikurinn var allgóð skemmtun fyrir áhorfendur sem vom sennilega fleiri á bandi gestanna. Fyrsti leikhluti var GarðarPáll Jafn a flestum tölum Vignisson og það var ekki fyrr skrifar en Bergur Hinriks- son kom inn á fyrir heimamenn að þeir tóku kipp og leiddu 22:16. Grindvíkingar hefðu getað verið með stærra forskot eftir fyrsta leikhluta en þeir fóm illa með upplögð færi. Kefivíkingar komu sterkir til leiks í öðrum leikhluta og virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur en botn- inn datt úr leik þeirra þegar Calvin Davis fékk sína þriðju villu um miðj- an annan leikhluta. Bæði Kristján Guðlaugsson og Páll Axel Vilbergs- son voru góðir í þessum leikhluta og heimamenn fóm með örlítið forskot til hálfleiks 44:40. í þriðja leikhluta virtist sama spennan og hafði verið í fyrri hálfleik ætla að halda áfram. Heimamenn voru í brasi með svæðisvörn gest- anna en héldu þó í horfinu. Þegar þrjár mínútur voru til loka þriðja leikhluta byrjaði martröð heima- manna. Félagarnir Falur Harðarson og Guðjón Skúlason settu niður 4 þriggja stiga körfur og á rúmlega mínútu kafla snerist leikurinn frá því að vera 55:56 í 55:68. Bæði Jón N. Hafsteinsson og Calvin Davis áttu stórleik í liði Keflavíkur í þessum leikhluta og í raun heilt yfir leikinn. Keflvíkingar fengu góðan vind í segl- in pg þá er ekki að sökum að spyrja. í síðasta leikhluta héldu gestirnir haus en heimamenn játuðu sig þó aldrei sigraða og héldu áfram til loka leiks sem lauk með sigri gestanna sem settu 92 stig gegn 83 heima- manna. Bestir í liði Keflavíkur vom Jón N. Hafsteinsson og Calvin Davis. Grindvíkingar réðu lítið við þá félaga og var Calvin Davis óstöðvandi undir körfu heimamanna í síðari hálfleik. Heimamenn áttu ágætis rispur en það voru of fáir sem tóku rispu í hvert skipti. Páll Axel Vilbergsson var þó sterkur allan tímann. Leikmaður Keflavíkur, Falur Harðarson, var kátur í lok leiks og þegar hann var spurður að því hvort gömlu mennirnir Guðjón og Falur hefðu klárað leikinn svaraði hann: „Já, við gerðum út um leikinn þarna. Við fóram að hitta en höfðum ekki hitt vel utan af velli. Þegar meðbyr er, þá er að skjóta.“ Einar Einars- son, þjálfari Grindvíkinga, var ekki jafn kátur. „Við hengdum haus og tókum ótímabær skot þegar á móti blés. Það má ekki gefa Keflvflringum frí skot og svona forskot missa Kefl- víkingar ekki niður. Skotin hjá okkur duttu ekki, við vorum þó að fá frí skot. Við voram ragir í byrjun svæð- isvarnarinnar en það lagaðist með innkomu Dags. Þetta er bara einn leikur en það er verst að þetta er á heimavelli. Við töpum að minnsta kosti ekki fleiri leikjum hér,“ sagði Einar. Pétur Bjöm til Fylkis PÉTUR Björn Jónsson, fyrrver- andi leikmaður með ÍR og Leiftri, sem lék með KA sl. keppnistíma- bil, er genginn til liðs við Fylki. Pétur Björn, sem var um tíma hjá- Hammerby í Svíþjóð, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Arbæjarliðið, sem hefur einnig fengið Blikann Hreiðar Bjarnason til sín. Þá hafa Kjartan Sturluson, markvörður, og Kristinn Tómas- son endurnýjað samninga sína við Árbæjarliðið til þriggja ára. og haf Það er nokkuð ljóst af opnunar- leik íslandsmótsins í körfu- knattleik kvenna á laugardaginn að ekki hefur munur- Qarðar inn á milli Grinda- Vignisson víkur og Keflavíkur skrifar minnkað frá því á síðasta tímabili. Stúlkurnar úr Keflavík voru yfir í hálfleik, höfðu skorað 46 stig gegn 24 stigum heimastúlkna úr Grinda- vík. Leiknum lauk svo með stór- sigri Keflvíkinga sem skoraðu 84 stig gegn 34 stigum Grindavíkur. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkurstúlkna sagði: „Mér líst vel á veturinn. Liðið er mjög ungt, þær voru hræddar í byrjun en þegar við vorum að spila okkar leik þá stóðu mínar stelpur jafn- fætis þeim úr Keflavík. Þetta á eft- ir að lagast þegar líður á veturinn," sagði Pétur. Það er óhætt að taka undir orð Péturs bæði hvað varðar hræðsl- una og hve ungt lið Grindavíkur er. Fimm af þeim 10 sem spiluðu þennan leik eru fæddar 1985. hluta. Hjá gestunum áttu Marin Karls- dóttir og Theodóra Káradóttir góð- an leik en Keflavíkurliðið verður ekki dæmt af þessum leik frekar en lið heimamanna sem átti ágæta kafla inni á milli. Tvær stúlkur stóðu upp úr í liði heimamanna, Sigríður Ánna Ólafsdóttir og Erna Rún Magnúsdóttir en hún er fædd 1985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.