Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Krappur dans hjá ÍBV Stúlkurnar í KA/Þór komu íslandsmeisturum ÍBV í opna skjöldu á laugardaginn þegar liðin mættust á Akureyri. ■■■■■■■ Svo virtist sem ÍBV- StefánÞór stúlkurnar teldu sig Sæmundsson áskrifendur að sigri skntar en hið unga lið KA/ Þórs lék sinn besta leik í vetur, gaf hvergi eftir og tókst að jafna í 19:19 þegar ríflega sex mínútur voru til leiksloka en meistararnir náðu að knýja fram eins marks sigur, 21:20. Heimastúlkur höfðu frumkvæðið í byrjun en urðu þó að gefa eftir er líða tók á hálfleikinn. Staðan var 9:14 þegar ein og hálf mínúta var til leik- hlés en KA/Þór lagaði stöðuna í 11:14. KA-stúlkumar mættu stað- fastar til seinni hálfleiks og skoruðu tvö fyrstu mörkin. Staðan 13:14 og það var ekki fyrr en eftir 8,27 mín. að Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir skoraði fyrir IBV og hafði liðinu þá ekki tek- ist að skora í 10 leikmínútur. Ingi- björg sá til þess að Vestmanneyingar héldu 1-2 marka forskoti og það var líka hún sem tryggði sigm- liðsins í lokin. Amela Hegic, skytta ÍBV, var tek- in úr umferð allan leikinn og stóð Ás- dís Sigurðardóttir sig vel í því. Ingi- björg var langbest hjá ÍBV og skoraði 8 mörk. Hjá KA/Þór varði Sigurbjörg Hjartardóttir vel og þær Eyrún Gígja Káradóttir og Elsa Birgisdótt- ir voru sterkar í sókninni. Þá sýndi Martha Hermannsdóttir lagleg til- þrif en hún mætti fá lánaða skaps- muni frá Eyrúnu eða Ásdísi. Klara Stefánsdóttir batt vömina vel saman. Frammistaða KA/Þórs kom mjög á óvart. Stúlkumar era yngri, lág- vaxnari ogreynsluminni en leikmenn annarra liða í deildinni. Liðið er hins vegar að fá tvær rússneskar stúlkur í hópinn og með sama áframhaldi gæti farið að styttast í fyrsta sigurinn. ■ ALEXANDER Tutschkin, rúss- neska handboltastórskyttan, er hættur hjá Hildesheim í Þýska- landi og genginn til liðs við Sant- ander á Spáni. Hann gekk til liðs við Hildesheim, nýliða í efstu deild- inni í Þýskalandi, fyrir þetta tíma- bil en hafði þar skamma viðdvöl. ■ MATS Olsson, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður. Svía, er fram- kvæmdastjóri Santander og hann taldi Tutschkin á að flytja til Spán- ar. Tutschkin, sem er 35 ára, skor- aði 7 mörk fyrir Rússa þegar þeir sigruðu Svía í úrslitaleiknum í handknattleikskeppni Ólympíuleik- anna í Sydney í haust en hann hefur leikið fyrir þrjár þjóðir, Sovétríkin, Hvíta-Rússland og Rússland. ■ CIUDAD Real á Spáni er að reyna að ná í Talant Dujshebaev, spænska landsliðsmanninn frá Minden. Horst Bredemaier, fram- kvæmdastjóri Minden, segir að þær tilraunir séu til einskis, Dujshebaev verði um kyrrt í Þýskalandi út þetta tímabil. ■ GUERIC Kervadec, hinn öflugi franski línumaður sem leikur undir stjóm Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg, er hættur með franska landsliðinu. Kervadec, sem er 28 ára og hefur spilað 180 landsleiki, hefur fengið nóg af metnaðarleysi yngri leikmanna í franska liðinu og hefur gagnrýnt þá harkalega. ■ LEMGO frá Þýskalandi burstaði Innsbruck frá Austurríki, 31:16, á útivelli í 2. umferð EHF-bikarsins á laugardaginn. Kehrmann skoraði mest fyrir Lemgo, 7 mörk. Morgunblaðið/Golli Magnús Arnar Magnússon er hér búinn að snúa Finn Jóhannsson af sér og skorar eitt af mörkum sínum fyrir Gróttu/KR gegn ÍR. Þurftu engin töfraorð „VIÐ fundum það sem við leituðum að í síðustu leikjum,“ sagði Ólaf- ur Lárusson, þjálfari Gróttu/KR, eftir 28:22 sigur á ÍR á Seltjarnar- nesi á laugardaginn. „Það er spiiamennskan, sem við sýndum í leikjunum fyrir mótið; góður varnarleikur þar sem menn töluðu saman, tóku vel á í vörninni og lokuðu á skot svo að markvarslan kom með auk þess að sóknarleikurin var agaður,“ bætti Ólafur við en það var ekki fyrr en eftir að hann tók leikhlé að liðið hrökk í gang. „Ég sagði engin töfraorð - þetta er allt til staðar og menn náðu loks- ins að stilla sig inn á það og gátu þar sem galdrað sjálfir." Gestimir úr Breiðholtinu byrjuðu betur og náðu 5:2 forystu á 8. mínútu en þá taldi Ólafi, þjálfara Gróttu/KR, tíma- ■■■■■■■ bært að ræða við sína Stefán menn og tók leikhlé. Stefánsson Sú ræða virtist hafa góð áhrif því tíu mín- útur liðu fram að næsta marki ÍR á meðan heimamenn bættu við fimm mörkum og áður en flautað var til leikhlés höfðu Breiðhyltingar aðeins skorað þrjú mörk á tæpri tuttugu og einni mínútu. Fátt var um varnir fram fram eftir síðari hálfleik en Grótta/KR þó alltaf með forystuna. Heimamenn misstu þó aðeins tökin í stöðunni 19:13 um miðjan síðari hálf- leik og ÍR-ingar létu ekki bjóða sér það tvisvar og minnkuðu muninn nið- ur í tvö mörk, 22:20, þegar rúmar tíu mínútur vora til leiksloka. En þar við sat, óðagotið varð mikið í sókninni og Grótta/KR skoraði fimm næstu mörk - þar af fjögur eftir hraðaupphlaup og bjöminn var það með unninn. Hlynur Morthens markvörður átti mjög góðan leik fyrir Gróttu/KR en hann var líka dyggilega studdur af félögunum í vöminni. Magnús Arnar Magnússon var sterkur á línunni og sleit sig ítrekað úr höndum Finns Jó- hannssonar. Aleksander Petersons lék á als oddi í sókninni og Atli Þór Samúelsson mætti ferskur inn á. „Þetta var einfaldlega lélegur leik- ur af okkar hálfu,“ sagði Jón Krist- jánsson, þjálfari IR, eftir leikinn. „Það lukkuðust að vísu nokkrar sóknir í byrjun en vömin gekk aldrei upp og markvarslan var slök auk þess að menn létu hávaðann og lætin í húsinu leiða sig í alls konar vitleysu í sóknarleiknum. Eg var búinn að ræða þetta fyrir leikinn, að reynt sé að trekkja menn upp í sóknarleik- num með hávaða. Við náðum reyndar samt að komast aðeins inn í leikinn um tíma og fundum lyktina af sigri en urðum þá alltof stressaðir, gerðum mistök í sendingum og misstum alla yfirvegun. Það er þekkt með þetta lið að eftir að búið er að spila vel leikur liðið illa næsta leik og einnig öfugt,“ bætti Jón við en sem kunnugt er unnu ÍR- ingar háttskrifað lið Aftureldingar í síðasta leik. Af ÍR-ingum vora Finn- ur Jóhannsson, Einar Hólmsteinsson og Erlendur Stefánsson bestir þótt þeir hafi ekki sýnt neitt sérstakan leik frekar en félagar þeirra. Létt hjá Aftureldingu AFTURELDING átti ekki í miklum vandræðum með að sigra slakt lið HK á sunnudagskvöld í 4. umferð t. deildar karla í handknattleik. í leikslok skildu 10 mörk liðin að en á tímabili náði Afturelding 13 marka forrystu í leiknum og lokatölur leiksins urðu 36:26 Aftureld- ingu f vil. Magnús Már Þórðarson, línumaður Aftureldingar, naut sín vel í leiknum enda voru samherjar hans duglegir að senda boltann á Magnús og þá sérstaklega Savukynas Gintavas. Aðalsmerki Kópa- vogsliðsins undanfarinn ár hefur verið varnarleikurinn en að þessu sinni gekk afar illa að stoppa í götinn og einhæfur sóknarleikur liðs- ins gerði þeim enn erfiðara fyrir. Það var Stefán Freyr Guðmundsson sem byrjaði leikinn vel fyrir HK og skoraði eina mark sitt í leiknum ■■■^■M á skemmtilegan Sigurður Etvar hátt með vinstri Þórólfsson hönd en Stefán er rétthendur. Mosfell- ingar tóku síðan við aðalhlutverki kvöldsins og skoruðu átta mörk úr jafnmörgum skottilraunum. Hlynur Jóhannesson, markvörður HK, var ekki öfundsverður að standa fyrir aftan slaka vörn og átti Hlynur lít- inn möguleika að verja skot heima- manna. Sverrir Þór Björnsson var mesta ógn HK í stöðu vinstri skyttu og 10 mörk frá honum dugðu skammt þar sem aðrir leik- menn vora lítið ógnandi. Yfirburðir Aftureldingar voru það miklir í lok fyrri hálíleiks að Bjarki Sigurðs- son, þjálfari Aftureldingar, leyfði sér að taka leikhlé er 7 sekúndur vora eftir af fyrri hálfleik og setti upp leikkerfi þar sem Reynir Þór Reynisson markvörður átti að ljúka sókninni. Leikaðferðin tókst með ágætum en Reyni Þór mistókst að skora úr vinstra horninu en margir vildu meina að Reynir Þór hefði átt að fá dæmt vítakast þar sem brotið var á honum í skottilrauninni og staðan í hálfleik var 17:12. Margir af lykilmönnum Aftureld- ingar léku minna en oft áður í seinni hálfleik og ungir leikmenn fengu að spreyta sig. Bjarki Sig- urðsson þurfti lítið að hafa fyrir því að skora fjögur mörk í seinni hálf- leik og þeir Haukur Sigurvinsson, Hilmar Stefánsson og Atli Rúnar Steinþórsson skiluðu sínu hlutverki með sóma. Leikstjórnandi Aftur- eldingar, Savukynas Gintavas gerði nánast það sem hann vildi gegn slakri vörn HK og stjórnaði leikn- um vel ásamt því að skora 3 mörk og félagi hans frá Litháen Galk- auskas Gintas setti fimm mörk í stöðu vinstriskyttu og virtist hafa lítið fyrir því. Það er greinilegt að vinstrihand- ar leikmennirnir vaxa ekki á trján- um í Kópavoginum og ógnunin frá Garcia og Samúel ívari Árnasyni var ekki mikil. Línusendingar á Alexander Arnarsson vora heldur ekki margar og greinilegt að Sig- urður Sveinsson hefur ekki náð að smita leikmenn HK með þeim eig- inleika. Óskar Elvar Oskarsson skoraði fjögur mörk fyrir HK og var ágætur en það dugði skammt. Mosfellingar virðast til alls líklegir í vetur og leikur liðsins var sann- færandi. Mikil breidd er í leik- mannhóp þeirra og hárrétt ákvörð- un hjá Bjarka Sigurðssyni þjálfara liðsins að gefa sem flestum leik- mönnum tækifæri á að spila og það var nánast sama hverjir komu inn á, aldrei minnkuðu yfirburðir Aft- ureldingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.