Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ w Dávío Kristinsson Lífið á Norð- urhjara Titillinn á frumraun Barböru Albert, ,,Norðurhjari“ (Nord- rand), vísar í senn til eymdar- legs blokkarhverfis í útjaðri Vínarborgar og til þess aö Austurríki ernyrsti tangi Balk- anskaga. Jaðartilveruna þekkir leikstjórinn afeigin raun eftirað hafa alist uþp í úthverfinu. Brot úr sjónvarpsfrétt- um sýna árið 1995, stríö hrjáir Júgósla- víu og áhrifa þess gætir noröur fyrir Alpa. Jasmin sem býr með fjöl- skyldu sinni í félagslegri íbúö veitir stríðinu litla eftir- tekt. Meö tómlegum svip horfir hún ásamt systur sinni (sem erfórnarlamb kynferðislegrar misnotkunar föðurins) og drukkinni móð- ur á prinsinn bjarga ösku- busku í imbanum. Jasmin, drusluleg í allt of þröngum gallabuxunum, flýr ömurleg- ar heimilisaöstæður með rjómakökuáti og skyndikyn- lífi. Fyrir tilviljun hittir hún gamla skólasystir í dapur- legu umhverfi: Biðstofu fóst- ureyðingadeildar. Þessi vandræöalegi árekstur verð- ur til þess að Jasmin flytur inn til hinnar gjörólíku Tam- öru. Hin 21 árs gamla Tam- ara er dóttir serbneskra inn- flytjenda og býr ein i litlu húsi í útjaðri Vínarborgar eft- ir að fjölskyldan fluttist aftur til Sarajevo fyrir stríösbyrjun. Þegar hún fær þær fréttir að bróðir hennar hafi látist á vígvellinum segir hin þekk- ingarsnauða Jasmin „Heivít- is Serbarnir" til að styðja viö bakið á vinkonu sinni. Mennirnir sem veröa á vegi þeirra eru „landamæra- menn“. Tamara á að baki sársaukafull sambandsslit við Roman sem gætir landa- mæranna í suðaustri. Bosn- íska liðhlaupanum Senad tekst að smygla séryfir þessi sömu landamæri á dráttarvél. Rúmeninn Valent- in stundar vafasöm viöskipti og bíöur eftir vegabréfsárit- un til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna. Á flótta und- an skyndiárásum út- lendingaeftirlitsins bjargar Senad lífi Jasmin sem liggur áfengisdauð við bakka Dón- ár með andlitið í snjónum. Líflínur fjórmenninganna snertast í gleðivímu á gam- lárskvöld. Þótt þau eigi vió andstreymi að stríða er líf þeirra ekki vonlaust. Barb- ara Ijær raunsæislegri mynd sinni Ijóðrænt yfirbragð meö stuttum skotum á borð við fall fyrstu snjókornanna á andlit einstaklinga sem ör- lögin eiga eftir að leiöa sam- an um stund. Saman við ótta og brostin hjörtu bland- ast vinnátta og örvæntingar- full von. Langt var síöan að Austurríkismenn höfðu átt mynd í samkeppninni í Fen- eyjum þegar Nordrand opn- aði hátíóina í fýrra. Nina Proll (Jasmin) fékk Marc- ello-Mas fro/anníverðlaunin fyrir stórkostlegan leik og Barbara hlaut Max-Ophuls verðlaunin fyrir handrit myndarinnar. Nýjar úthlut- unarnefndir Skipaðar hafa veriö nýjar nefndir við Kvikmyndasjóð íslands til að út- hluta fjármagni til leikinna bíómynda og handritsgerðar. I úthlutunarnefnd leikinna bíómynda, sem veitir styrki til framleiðslu, undirbúnings og þró- unar verða Guðrún Vilmundardóttir og Pétur Blöndal, auk Christofs Wehmeiers, sem fyrir varí nefndinni. Til liös við Bjarna Jónsson, sem fyrir varíhandritsnefndinni, koma Björn Vignir Sigurpálsson og Kolbrún Jarlsdóttir. Umsóknarfrestur rennur út samkvæmt venju um miðjan nóv- emberog úthlutun ferfram u.þ.b. tveimur mánuðum síöar. Eins og fram kom í síðasta Bfóblaði veróur sérstakurdeildarstjóri ráðinn að sjóðnum til að úthluta til stuttmynda, heimildamynda, teiknimynda og leik- ins sjónvarpsefnis. Steven Spielberg: Byggir nú á eigin hugmynd. Júragarðurinn III Tökur eru hafnar á þriðju myndinni um Júragarðinn eða Júragarðinum III en hinartvær myndirnar, sem byggðu á spennusögum íslandsvin- arins Michael Crichtons, nutu mik- illa vinsælda undir leikstjórn Steven Spielbergs. Spieiberg mun sjálfur eiga hugmyndina á bak viö nýju myndina en reiðir sig ekki á rithöf- undinn. Handritið gera þeir Jim Tayl- or og Alexander Payne og er talað um að tökum Ijúki núna í desember. Á myndin að vera tilbúin í sumar- myndaslaginn árið 2001. Með aðal- hlutverkin fara Sam Neill, sem lék í hinum myndunum tveimur, Téa Leoni, sem fór með hlutverk frétta- konu í Deep Impact, Alessandro Niv- ola, William H. Macy og hinn tólf ára gamli Trevor Morgan. James Stewart: Endurgerður. Fleiri endurgerðir Hollywood er sífellt aö endurgera myndir sfnar ogfer eftir þeirri gullnu reglu að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Munu nokkrar endurgerðir nú vera í undirbúningi. Við höfum frétt af Apaplánetunni sem heitir Gesturinn í þetta sinn og er með Marc Wahlberg í gamla hlutverkinu hans Charlton Hestons. Aðrareru: The FourFeath- ers með ástralska leikaranum Heath Ledgeríaðalhlutverki, Mr. Deeds Goes to Town, Trouble in Paradise og Charade, einnig Saga úr vesturbæn- um eða West Side Story auk þess sem MGM hyggst endurgera Bleika pardusinn og gamla mynd með Jimmie Stewart, Harvey, þar sem Stewart lék á móti ósýnilegri risa- kanínu og þótti fara á kostum. Annaudí Berlín Tökur standa nú yfir á nýrri mynd franska leikstjórans Jean - Jacques Annauds, Enemyat the Gates. Með aðalhlutverkin fara Jude Law, Ed Harris, Rachel Weisz og Joseph Fiennes af hinni margrómuðu Fiennes - fjöl- skyldu. Myndin gerist í síðari heimsstyrjöldinni Annaud: Osk- arsverðlauna- hafinn Abra- ham ekki góður maður. og varm.a. tekiní Berlín en hún seg- irástarsögu Law og Weisz en Harr- is blandast inn í málin svo úrverð- ur ástarþrfhyrningur. Annaud er hæstánægöur með ieikaraliðið í myndinni og segist reyndar aldrei hafa lent f neinum vandræöum meö leikarana sína nokkurn tímann. „Nema þegar ég gerði Nafn rósarinn- ar,“ bætir hann við. „Þá lenti égí úti- stöðum við F. Murray Abraham. Hann var ekki sérlega indæl mann- eskja." Sjónarhorn ! Skráargat! i biomynaanna j | Eftir flmald Indriðason NOKKUR ár eru liðin síðan Hreyfimyndafélag- | ______ ið, held ég það hafi verið, sýndi meistaraverk j I Stanley Kubricks, 2001: A Space Odyssey íHáskólabíói ogsýningin sú I I ermér enn í fersku minni og miklu fremur en nokkur önnur sem sýnd var I S á sama tíma. Ég hafði séð myndina ungur drengur í Reykjavík þegar hún [ var sýnd í Gamla bíói í upphafi áttunda áratugarins og botnaði þá ekki [ neitt í neinu; mannapar, tölva með brostið hjarta oggeimfiaugar og ■ Dóná svo blá og öfug tímasveifla ígeimrými sem færði aðalpersónuna I aftur til jarðar í fósturlíki. Sumsé, ekki beint Apaplánetan. Ég fór aö átta | mig betur á 2001 þegar myndböndin komu til sögunnar og hún fékkst á j j leigunum vegna þess að Kubrick gat ekki komið í veg fyrir það eins og j I hann gat komið í veg fyrir að t. d. A Clockwork Orange fengist leigð I (græddi ekki annað á því en að hörmulegar sjóræningjaútgáfur gengu j kaupum og sölum, en það er önnur saga). 2001 í sjónvarpi var einhvern ! veginn ekki eins og hún átti að sér að vera, varla nema keimur afannarri [ ■ og betri mynd. Égsá 2001 ekki aftur í kvikmyndahúsi fyrr en á sýning- I unnigóðu hjá Hreyfimyndafélaginu sennilega tveimur áratugum eftirað | ég sá hana fyrst í bíói og það var hreinlega eins og ég væri að sjá hana í j I fyrsta skipti. Hún var stórfengleg, óendanlega mikilúðleg, óendanlega I I stílhrein, óendaniega dularfull. Óendanleg. Ég hefekki botnað í henni I ennþá en það að sjá hana aftur í allri sinni dýrð f kvikmyndahúsi færði [ manni enn eina sönnun þess að Kubrick var snillingur kvikmyndaaidar. Og á sýningunni fékk maður líka enn eina sönnun þess hvað sjónvarp- [ ■ iö er hryllilega púkalegur miðill sem pakkar stórvirkjum kvikmyndagerð- I arinnar niður í lítið, þröngt skráargat sem sýnir aðeins brot þess sem er | fyrir innan. Það er hörmulegt til þess að vita að myndir sem gerðar voru | I fyrir hvíta tjaldiö skuli aðeins fást séðar í sjónvarpi. Og það er hörmuiegt I I aö vita til þess að kvikmyndagerðarmenn nútímans, ótíkt t.d. Kubrick, I I hafa ieyft sjónvarpinu að hafa áhrif á iist sína og gera bíómyndir með [ litla, þrönga skráargatiö f huga vegna þess að þeir vita að framhaldslíf [ mynda þeirra byggist á myndbanda- og sjónvarþsglápi. Þess vegna eru ■ ailar þessar nærmyndir í myndum dagsins. Þeir vita ekki hvað er bak- I grunnur eða sviðsmynd eða myndræn dýpt vegna þess að sjónvarpið j fletur það allt út í eintóna nærmynd. Kubrick vissi hvað hann var að gera j I þegar hann amaöist við því að myndir hans færu f sjónvarp. Sem færir okkur að málefni þessa pistils. Um það bil sem 2001 var I I sýnd í fyrsta sinn f Gamla bíói var nokkuð til í kvikmyndahúsarekstri hér [ sem hét endursýningar og nutu talsverðra vinsælda. Með mynd- J bandavæðingunni lögöust endursýningarnar afog við hættum að fá ann- [ ■ að tækifæri til þess að sjá kvikmyndir í kvikmyndahúsi. Myndirnar, sem ■ I voru endursýndar, voru aföllum stærðum oggerðum. Tvær þær vinsæl- | | ustu voru ugglaust Arnarborgin og Hetjur Kellys en aðrar eins og Doktor j Í Zívagó eðajafnvel Guðfaðirinn nutu einnig vinsælda f endursýningum. Í I Nú er sjálfsagt enginn áhugi á endursýningum nýrra mynda, fæst af I I því kvikmyndafóðri sem framleitt hefur verið á undanförnum áratugum [ þolir frumsýningu, hvað þá meira (The Matrix t.d. er undantekning), en [ væri það ekki áhugavert að endursýna eins og eina og eina gamla stór- ■ mynd svo fólki gefist kostur á að sjá þær eins og þær voru gerðar en I ekki eins og þær eru nióurnjörfaðar f imbakassa? Kvikmyndaklúbbar | gætu verið vettvangur slfkra sýninga eins og Hreyfimyndafélagiö sann- | Í aði glæsilega með 2001. Ogvonandi væntanlegt cinematek eða safna- I Í bíó. Stóru kvikmyndaverin f Hollywood trúa ennþá á endursýningar. j Fantasía, Særingarmaðurinn og Blood Simple eru aðeins þrjú dæmi af [ mörgum á undanförnum árum um myndir, sem settar hafa verið í endur- ■ dreifingu. Sumar, eins og Særingarmaðurinn, eru lítillega breyttar en I það er ekki aðalmálið. Aðalmálið er að sýna þær f heimkynnum kvik- j myndanna, bíóhúsunum. j I______________________________________________________I Snemmsumars lét Kvikmyndasafn íslands framkvæma Gallup-könnun á áhuga al- mennings á fyrirhuguðu sýningahaldi þess, eða starfrækslu cinemateks. Niður- stöður voru afarjákvæðar, segirforstöðumaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson í spjalli við Pál Kristin Pálsson. n / oiiu smu verai B Mjðg liktegl S Freksr liktogt □ Hvorkiné O Frokar oiiklegl j 0 Mjógólitíegt Þetta graf úr könnuninni sýnir svör við spurning- unni: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir koma á sýningar í íslenska cinematekinu, t.d. einu sinni á ári? „MARKMIÐIÐ með þessari könnun var að athuga grundvöll fyrir starf- rækslu cinemateks hér á landi,“ segir Sigurjón. „Já, við kjósum að nota al- þjóðlega hugtakið fremur en orðið safnabíó vegna þess að það spannar betur starfsemina sem þar fer fram og svo finnst okkur það síðamefnda einhvem veginn vísa til þess að við værum eins og lokuð, rykfallin geymsla en ekki framsækin stofnun. En cinematek er kvikmyndahús sem einbeitir sér að reglubundnum sýn- ingum allt árið um kring á sem breið- ustu úrvali mynda frá öllum skeiðum sögunnar og líka myndum sem af ein- hverjum ástæðum komast ekki í al- mennu bíóin. Könnunin sýnir okkur að jarðvegurinn hér er mjög góður. Til dæmis svöraðu yfir 50% að þeir teldu mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir myndu sækja sýningamar, hvort sem um væri að ræða íslenskar eða erlendar myndir. Á bak við þær prósentur era um 80.000 manns. Það hlýtur að teljast nokkuð góður út- gangspunktur því svona starfsemi er nýjung hér á landi. Hér hafa að vísu starfað kvikmyndaklúbbar eins og Fjalakötturinn, klúbbar framhalds- skólanna og svo Filmundur sem núna sýnir myndir á fimmtudagskvöldum í Háskólabíói. Þeir hafa hins vegar verið reknir á allt öðram forsendum, að mestu í sjálfboðavinnu, starfið hefur eingöngu miðast við sýningar yfir vetrarmánuðina og einkum boðið upp á erlendar kvikmyndir en minna horft til þess að gera íslensku kvik- myndasögunni skil.“ Mikilvægur þáttur í starfsemi cin- emateksins er fræðsla fyrir böm og unglinga. „Það var einn hluti könn- unarinnar að fá fram afstöðu foreldra til þess og niðurstaðan var sú að yfir 90% vildu að börn þeirra hlytu slíka fræðslu. Það, ásamt sýningum á alls kyns efni sem fólki stendur almennt ekki til boða, mun skila sér í því að kvikmyndasmekkurinn breikkar og það hefur síðan t.d. þau áhrif að sjónvarpsstöðvarnar og kvikmynda- húsin geta farið að sýna miklu fjöl- breyttari myndir. Núna eram við allt of bundin í samtímanum og Holly- wood-kúltúrnum.“ Kvikmyndasafn íslands var flutt til Hafnarfjarðar fyrir fjóram áram og þá var einnig gerður samningur um leigu á Bæjarbíói til fimmtán ára en þar mun cinematekið vera til húsa. Og í því felst enn einn nýtingar- möguleikinn að mati Sigurjóns: „Það má líta svo á að leigu- samningurinn fari mjög vel saman við áherslur menntamálaráðherra og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu á sviði margmiðlunar, bæði með tilliti til skólakerf- isins og almenns sí- menntunarstarfs innan atvinnulífsins. Alveg eins og stærðfræði er ákveðinn grannur í margmiðlunarstarfi, t.d. við uppbyggingu forrita og tölvuleikja, þá er kvikmyndasagan í öllu sínu veldi líka ákveðinn grannui- í því starfi. Það er ekki nóg að þjálfa menn í tæknilegum hliðum margmiðlunar, það verður að vera eitthvert innihald og þá koma til skjalanna atriði eins og frásagnartækni, möguleikar hreyfimynda og mai'gskonar önnur vitneskja sem cinematekið býr yfir.“ Þótt Kvikmyndasafnið hafi haft Bæjarbíó til umráða í fjögur ár er endurgerð á húsinu ekki lokið. „Enn á eftir að ljúka við nokkra dýra pósta áður en við getum hafið sýningar," segir Sigurjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.