Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 D 7 BIOBLAÐIÐ m r Sæbjöm Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir _____ Bíóin I borginni Ekki missa af TÉKKNESKU ÚRVALSMYNDINNI HEIMA ER BEST EÐA COSY DENS, SEM MÆLTIST AFAR VEL FYRIR Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í REYKJA- VÍK OG RENNUR NÚ SENN SITT SKEIÐ Á ENDA í ALMENNUM SÝN- INGUM. LEIKSTJÓRINN, JAN HREBEJK. HEFUR GERT BRÁÐ- SKEMMTILEGA OG MANNESKJU- LEGA MYND UM AÐDRAGANDA „VORSINS í PRAG“ OG INNRÁSAR SOVÉTMANNA EINS OG ÞETTA SPEGLASTILÍFI HVERSDAGSFJÖL- SKYLDNA AF ÓLÍKUM TOGA. HEIMA ER BEST ER FULL AF SKONDNUM UPPÁKOMUM OG KYNDUGUM KARAKTERUM, SEM LEIKHÓPURINN SKILAR AFSTAKRI PRÝÐI. NÝJAR MYNDIR THE CELL Háskólabíó; Kl. 5:45 -8- 10:15. Laugarásbíó: K/. 5:50 -8- 10:15. Aukasýningar föstudag kl. j 00:25, um helgina kl. 3:45. KJÚKLINGAFLÓTTINN - CHICKEN RUN ÍSLENSKT TAL: BíóhölHn: Kl. 4-6. Aukasýning um helgina kl. 2. Háskólabíó: KI..6-8-10. Aukasýningum helg- inakl.2-4. ENSKTTAL: Bíóhöllin: Kl.4-6-8-10. Aukasýningumhelg- ina kl.2. LOSER Stjórnubíó: Kl. 6-8 - 10. Aukasýning fðstudag kl. 12., um helgina kl. 2-4. LOSTSOULS Háskólabíó: Kl. 8-10. Laugarásbíó: Kl. 8-10. FANTASIA 2000 Háskólabíó: Kl. 6-8.. Aukasýning um helgar kl. 2-4. Mánudag kl. 5. Bíóhöllin: Kl. 4-6.. Aukasýning um helgina kl. 2. GOSSIP Bíóhöllin: Kl.. 6-8-10. \ Kringlubíó: Kl. 4 - 6 - 8:10 - 10. Aukasýning föstudagkl. 12. DANCERIN THE DARK ★ ★★★ DRAMA ÍSLENSKI DRAUMURINN ★★★★ GAMAN íslensk. 2000 Leikstjóri: Robert Douglas. Aðal- leikendur: Þórhallur Sverrison, Jón Gnarr, Hafdís Huld. íslensk gamanmynd, sem er mein- fyndin, hæfilega alvörulaus en þó meö báöa fætur í íslenska veruleik- anum, er komin fram. Alveg hreint af- bragðsgóð mynd. Bíóhöllin :kl.4-6-8-10. æfingum í Havana og ð tónlistar- feröalagi til Amsterdam og New York. Ómissandi. Bíóborgin kl:&8. Aukasýning föstdag kl. 10. Um helgina kl. 4 THE STRAIGHT STORY ★★★ ^ DRAMA. Bandarísk. 1999. Leikstjóm og handrit David Ltnch. Aðalhlutverk: Richaer Famsworth. Bíóborgin; föstudagur: kl. 8. um helgina: kl. 4. HIGH FIDELITY ★★★ GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Stephen Frears. Að- alleikendur: John Cusack, Ibeb Hjejle, Todd Lou- iso, Jack Black. Skondin og mannleg mynd um sjálf- svorkunnsamtfórnarlamb í ástarmál- um. Frábærir leikarar. Bíóborgin. kl. 10. 101 REYKJAVÍK ★★★ GAMAN íslensk. 2000. Leikstjóm og handrit: Baltasar Kormákur. Aðalleikendur: Victoria Abril, Hilmir Snær Guðnason, Hanna María Karisdóttir, Balt- asar Kormákur. Svört kynlífskómedía úr hjarta borg- arinnar, nútímaleg og hress sem skoöar samtímann í frísklegu og fersku Ijósi raunsæis og farsa. Vel leikin, einkum af hinni kynngimögn- uóu Almodóvar-leikkonu Victoriu Abr- il og eryfir höfuö besta afþreying. Háskólabró; Alla daga kl. 10. U-5713 ★★★ STR'IÐ Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit Jonathan Mostow. Aðalleikendur Matthew McConaughey, Bill Paxton, Harvey Keitel. Vel gerð og spennandi stríösmynd um kafbátahernað. Bryddar ekki á umtalsveröum nýjungum en stendur fyrir sínu sem góö afþreying. Bíóhöllin Kl. 8-10:10. Kringlubtó: kl. 8-10:10. Bíóborgin; kl. 8-10:15. Aukasýning föstudag kl. 5:45. WHAT LIES BENEATH ★★★ HROLLUR Leikstjóm og handrit: Robert Zemeckis. Aöalleik- endur Harrison Ford, Michelle Pfeiffer, James Remar. Kunnáttusamlega geröur spennu- tryllir og nútímadraugasaga í anda Hi- tchcock gamla. Pfeiffer og Fordarinn ítoppformi. Hrollvekjandi afþreying. Regnboginn; K/. 5:30 - 8 - 10:30. Aukasýning um helgina kl. 3. Bíóhöllin; Kl. 5:30 -8 - 10:30. Aukasýning um helgina kl 3. X-MEN ★★★ SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjóm og handrit Bryan Singer. Aðalleikendur: Patrick Stewart, lan McKellen, Famke Janssen. Rn afþreying sem kynnir áhorfand- ann fyrir áhugaverðum persónum og furðuveröld stökkbreytta fólksins. Sagan ofur einföld, boöskapurinn sömuleiðis en stendur fyrir sínu. Aö- alleikararnir eru góöir, bestur Hugh Jackson semJarfi. Regnboginn. kl. 10. ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/ ÍSL.TALI ★ ★^FJÖLSK. Frönsk. 1999. Leikstjóri Claude Zidi. HandritGér- ard Lauzier. Aðalhlutverk Christian Clavier, Ger- ard Depardieu, Roberto Benigni. Leikin mynd um gallharða Galla í Gaulverjabæ sem eru í miklu upp- áhaldi hjá smáfólki um víöa veröld. Dugar pöbbum og mömmum líka. Talsetningin ágæt. Bíóhöllín; kl. 3:45.Aukasýning um helgina kl. 1:30. Kringlubío; kl. 3:45 - 5:45. Aukasýning um helg- ina kl. 1:30. Stjörnubíó; kl 5:50. Um helgina kl. 1:30 - 3:40. ÁSTRÍKUR OG STEIN- RÍKUR M/ENSKU TALI ★★% stj. FJÖLSK. Frönsk. 1999. Leikstjóri ClaudeZidi. HandritGér- ard Lauzier. Aðalhlutverk Christian Clavier, Ger- ard Depardieu, Roberto Benigni. Leikin mynd um gallharða Galla í Gaulverjabæ sem eru t miklu upp- áhaldi hjá smáfólki um víða veröld. Dugar pöbbum og mömmum líka. Bíóhöllln.W. 8-10:10. BIG MOMMA’S HOUSE ★★% GAMAN. Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Raja Gosnell. Hand- rit: Darryl Quarles. AöaUeikendur: Martin Lawrence, Nial Long, Paul Giamatti. Grínleikarinn Martin Lawrence bregö- ur sér í gervi roskinnar og hávaða- samrar ömmu í dálaglegu sumargrini fyrir alla fjölskylduna. Ágætis skemmtun og Martin fer stundum á kostum. Regnboginn kl. 6-8. Aukasýningar um helgarkl. 2-4. HOLLOW MAN ★★1A SPENNA Leikstjóm: Paul Verhoeven. Aðalleikendur: Kevin Bacon, Elizabeth Shue, Josh Brolin, William Dev- ane. Vísindamaöur missir stjórn á sér þegar hann gerist ósýnilegur og viö tekur ásjálegur en heldur dellu- kenndur spennutryllir. StjörnubíóW. 8-10:10. Laugarásbíó kl. 8 -10:10. Aukasýning um helgar kl. 5:45. SCARY MOVIE ★★J£ GAMANHROLLUR Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Keenan Ivory Wayans. Handrit; Shawn og Marlon Wayans. Aðal- leikendur: Shawn og Marlon Wayans, Shannon El- izabeth, Carmen Electra. Fyndin og frikuö mynd sem skýtur á hrollvekjur seinustu ára með beittum og grófum húmor. Laugarásbíó kl. 6-8-10. Aukasýning föstudag kl. 12, um helgina kl. 4. Stjörnubíó kl. 6 - 8 Aukasýningar laugardag/ sunnudagkl 4. Regnboginn kl. 6-8-10. Aukasýningum helg- ina kl. 2-4. SHANGHAI NOON ★ ★ % GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Tom Dey. Aðalleik- endur Jackie Chan, Owen Wilson, LucyLi. Hressilegur og skemmtilegur gaman- vestri meö flottum bardagaatriöum en stundum lummulegum húmor. Laugarásbíó kl. 6. Aukasýning um helgina kl. 4. TITAN A.E. ★★^TEIKNIMYND Bandarísk. 2000. Leikstjórar: Don Bluth og Gary Goldman. íslensk talsetning: HilmirSnær Guðna son, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttirofl. Spennandi og skemmtileg geimfant- asía um ungan mann sem hefur þaö í valdi sínu aö bjarga mannkyninu frá glötun. Regnboginn. íslenskt tal kl. 6. Aukasýningai laugardag/sunnudag kl. 2 - 4. Enskt tal kl. 8. Bíóhöllin. íslenskt tal kl. 3:50. Aukasýning laug ardag/sunnudagkl. 1:45. TUMITÍGUR - íslenskt tal ★ ★% TEIKNIMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri Jun Falkenstein. Handrit:A.A. Milne. RaddirLaddi, Jóhann Sigurð arson, Sigurður Sigurjónsson o.fl. Þokkaleg teiknimynd fyrir yngstu kynslóöina, segiraf ævintýrum Tuma og vinar hans. Góð talsetning. Bíóhöllin; kl. 4. Laugardag/sunnudagkl. 2. Kringlubíó; kl. 4. Aukasýning laugardag/sunnu dagkl.2. ROADTRIP ★★ GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Todd Phillips. Aöal leikendur: Breckin Meyer, Seann William Scott, Amy Smart. Nokkuð fyndin gamanmynd um Ijóra lúöa á ferðalagi. Hlutverk hins súra Tom Greens mætti vera stærra. Kringlubíó kl. 6-8-10. Aukasýning föstudag kl. 12. TAXI 2 ★★ SPENNA Frönsk. 2000. Leikstjóri: Gerard Krawczyk. Hanc rit: Luc Besson. Aðalleikendur: Samy Nacen Frédéric Diefensthal. Eltingaleiksmynd af gamla skólan um. Fátt nýtt, leiðinlegir leikarar. Háskólabíó; kl. 8 -10. Mánudagkl. 6-8. Háskólabíó; Laugardag ogsunnudagkl. 4. POKEMON/ÍSL. TAL ★ BARNAMYND Japönsk. 1999. Leikstjórar: Michael Hargrey, Kunohiko Yuyama. Handrit: Norman J. Grossfeld, Takeshi Shudo. Teiknimynd. Ljót, leiöinleg, fær eina stjörnu fyrir aö ná til barnanna meö einhverjum óskiljanlegum hætti. Bíóhöllin; kl. 4. Aukasýning laugardag/sunnudag kl.2. Kringlubíó; Alla daga kl. 4 - 6. Aukasýning laugar- dag/sunnudagkl. 2. BUENA VISTA SOCIAL CLUB ★★★ % TÓNLIST Þýskal/Bandar/Frakkl/Kúba. 1999. Leikstjóm og handrit: Wim Wenders. Ómótstæðileg tónlist ómótstæði- legra kúbanskra tónlistarmanna, fjörgamalla aö árum en þess fjörugri. Þeir eru mennirnir á bak viö myndina ásamt Ry Cooder. Fylgst meö þeim á Dönsk/Bresk. 2000 Leikstjóri: Lars Von Trier. Aðalhlutverk: Bjðrk Guðmundsdóttir, PeterStorm- are, Catherine Deneuve. Túlkun Bjarkar í nýjustu mynd danska leikstjórans Lars Von Triers er alveg einstök og heldur uppi brothættum söguþræöi. Háskólabíó kl. 5:20. Um helgina ki.2-5. Svipmynd FÁTT benti til að telpan Winona Horowitz, sem heitir eftir fæðing- arbænum sínum, Eftir Sæbjöm Valdimarsson knimmaskuði í Minnesota, yrði fræg leikkona eftir örfá ár, er hún flutti ásamt foreldrum sínum til Kalifomíu. Nýja heimilið var hippakommúna á búgarði í norðurhluta fylkisins. Þar undu síðhærðar og grásprengdai- dreggjar hippasamfélagsins sér hið besta í hálfgerðri einangrun og raf- magnsleysi. Svo lengi sem eitthvað var til að „droppa“ og troða í pípu- stertinn. Foreldrarnh- í fararbroddi, enda er guðfaðir Rydcr enginn annai- en LSD-gúrúinn Timothy Leary og meðal fjölskylduvinanna á þessum ár- um var Allen Ginsberg, „beat“- skáldið kunna. Nokkrum árum síðar fluttist hún ásamt fjölskyldunni í menninguna, nærri San Fransisco. Uppeldið var með þeim hætti að stúlkan varð fyrir einelti í skóla sök- um óvenjulegrar framkomu. 11 ára var Ryder byrjuð í leiklistar- námi og farin að hafa augun hjá sér í þeim efnum. Reyndi t.d. að fá hlut- verk í Desert Bioom (’86), en fékk ekki. Þurfti ekki að bíða lengi - á fjórtanda afmælisdegi sínum fékk stúlkan sitt fyrsta kvikmyndahlut- verk, í myndinni Lucas (’87). Breytti um leið eftirnafninu í Ryder og Ijóst hárið var litað svart, og hefur haldið hvoi-utveggju. Eftir stormandi lukku sem unglingur með sjálfsmorðs- hyggju og á fleira sameiginlegt með húsdraugunum en uppaforeldrum sínum í Beetlejuice, varð leikkonan unga ein sú uppteknasta og eftirsótt- asta í kvikmyndiðnaðinum. Jafnvel svo að hún varð að leggjast inn á sjúkrahús árið 1992, sökum þung- lyndis vegna ómennsks vinnuálags og langþreytu. Þá hafði hún leikið í hverri öndvegismyndinni á eftir ann- arri: Heathers (’89), Great Balls of Fire (’89), Edward Scissorhands (’90), Mermaids (’90), Night on Earth (’91), Dracula (’92), auk nokkurra annarra. Á tíunda áratugnum fór Ryder að reyna að losna úr viðjum táningahlut- verka og leita eftir öðrum sem reyndu meira á þolriíin. Vann þá m.a. fyrir Jarmusch, Coppola og ekki síst Mart- in Scorsese, sem laðaði fram ótrúlega þroskaðan Ieik hjá Ryderí The Age of Innocence , sem færði henni Óskars- vei'ðlaunatilnefningu. Hús andanna, undir stjórn Bille August, var öllu slakari. Það var síðan í kvikmynda- gerð Gillian Annslrong á hinu sígilda hefur kynnst því aö frægöin er hverful, gleymskan hraövirk, kvik- myndaiönaðurinn og áhorfendur ótryggir stuðningsmenn. Hvorir- tveggju í endalausri leit aö nýrri söluvöru, ferskum á- trúnaöargoöum. Samkeppnin ósvífin, þar sem öllum brögðum er beitt, það er ekki meöaljónum hent aö ná á toppinn í Hollywood og því síður aö halda sér þar til langframa. Þetta hefur Winona Ryder þurft aö reyna á þeim röska áratug sem liðinn er síöan þessi fínlega og hæfileikaríka leikkona vakti fyrst á sér athygli. Hún er öllum minnisstæö sem sáu hana leika á móti Jason Robards jr. í Square Dance (87), samleikur þeirra skyggöi á allt annað. Fleiri en gestir Laugarásbíós hrifust af leik hinnar ungu Ryder, hún fékk umsvifalaust hlutverk í Beetlejuice (88), þar stóö hún sig meö slíkum ágætum aö leikkonan, þá aöeins 17 ára, komst í stjörnuhóp útvalinna, þar sem hún hefur haldið sig síðan. skáldverki. Little Women (’94), sem Rydcr sannaði sig endanlega sem dramatísk leikkona og aftur í How to Make an American Quilt, ári síðar. í millitíðinni kúventi hún stefnunni, lék óörugga nútímastúlku í Reality Bites (’94). Því næst tók við sterkur og þroskaður leikur á móti Joan Allen og Daniel Day-Lewis í kvikmyndagerð I deiglunni - The Crucible (’96). Þvílíkur ferill hjá Ryder, sem á þessum tímapunkti var aðeins 22 ára gömul, en með hvorki fleiri né fæni en 14 athyglisverð og vel afgreidd hlutverk að baki. Þá fyrst kom örlítið bakslag, sem er jafnvel fullsterkt til orða tekið þótt leikkonan yi-ði aðeins minna áberandi á næstu árum og frekar óheppin í myndavali. Boys kom á markaðinn ’96, kolféll en Ryder sögð fimagóð, líkt og mótleikai-ar hennar, Lukas Haas og John C. Reil- ly. Síðan komu lítil hlutverk í athygl- isverðum myndum: Looking for Richard (’96), Celebrity (’98) og Being John Malkovich (’99). Inná milli kom síðasti hlutinn í Alien -bálknum; Re- surrection (’ 97), þar sem þessi undur- netta og fínlega leikkona, með sína postulínshvítu húð og viðkvæma yfir- bragð, passaði ekki alltof vel inní groddalegt efni og sviðsmynd. Síðast sáum við Ryder fara á kost- um á móti Óskarsverðlaunahafanum Angelinu Jolie í Girl, Interrupted (’99), og nú fer hún með aðalhlutverk- ið í hrollinum Lost Souls, sem verið var að frumsýna hér og víða annars- staðar um síðustu helgi. Autumn in New York var frumsýnd síðsumars vestan hafs, mótleikari hennar Richard Gere. Að ári fáum við svo að berja þessa álfkonu augum í a.m.k. tveimur myndum; Simone, þar sem hún leikur á móti A1 Pacino og Prúitt Taylor Vince, sem stendur sig með ágætum á móti Tim Roth í mynd Tomatore, Þjóðsagan um 1900, og verið er að sýna hér um þessar mund- ir. Þá verður frumsýnd að ári Just to Be Together , nýjasta mynd ítölsku goðsagnarinnar Michaelangelo Anl onioni. Mótleikaramh- Andy Garc og Sam Shephard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.