Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Midnight in the Garden of Good and Evil: Eastwood með aðalleikurum sila- legs suðurríkjadrama, f.v. John Cusack, Kevin Spacey, Paul Hipp ogJack Thompson. Clint Eastwood - hin hliðin Reuters Lukkunnar pamfíll: Eastwood með eiginkonu sinni, Dina Ruiz. Utan hvfta tjaldsins hefur Clint Eastwood almennt reynt að halda sigtil hlés. Einkalíf hans hefur engu að síður lent f kast- Ijósi fjölmiðla. Hann kvæntist fyrstu konu sinni, Maggie John- son, árið 1954 en eignaöist barn utan hjónabands, dóttur- ina Kimber með leikkonunni Roxanne Tunis. Þau Johnson eignuðust síöar saman soninn Kyle og dótturina Alison, sem bæði hafa starfað við myndir föður sfns. Eastwood og John- son skildu á 8. áratugnum þeg- ar hann tók upp ástarsamband við leikkonuna Sondra Locke. Skilnaður þeirra Lockes nokkr- um árum síðarvarerfiöurog leiddi til margra milljóna doll- ara bótakröfu á hendur honum. Þau sömdu að lokum. Ea- stwood á dótturina Francesca með ástkonu sinni um tíma, annarri leikkonu, Frances Fish- er. Hann er nú kvæntur Dina Ruiz, sjónvarpsfréttakonu sem er 35 árum yngri en hann, og á með henni dótturina Morgan. Eastwood tók um tíma þátt í stjórnmálum, var borgarstjóri heimabæjar síns Carmel f Kal- ifornfu. Hann stundar nokkrar aukabúgreinar, framleiöslu á íþróttaklæðnaði sem vió hann er kenndur og bjórnum Pale Rider Ale, hann átti krána East- wood’s Hog’s Breath Inn sem hætti starfsemi í fyrra og undir- býr lagningu golfvallar, bygg- ingu hótels og lúxusíbúöa í Monterey County, suður af San Francisco, þrátt fyrir hávær mótmæli umhverfissinna. voru prýðilega heppnaðar og gáfu honum tækifæri til að túlka ýmsar dekkri hliðar slíkra persóna (t.d. Thunderbolt And Lightfoot fyrir Michael Cimino, Escape From Al- catraz fyrir Don Siegel og Tightrope fyrir Richard Tuggle). Clint Eastwood hefur sýnt tak- markaða en smekklega leikhæfileika; hann nýtir vel það sem hann hefur og mætti vel kalla meistara lágmarks- leiksins. En leikstjómarhæfileikar hans eru ótvíræðir, ekki síst hvað snerti hasaratriði. Yfir myndum hans var áreynsluleysi og afslöppun; þær voru gjörsamlega lausar við tilgerð. Það var þó ekki fyrr en Nútímalista- safnið i New York hélt yfirlitssýning- ar á verkum hans árið 1980 sem hæfi- leikamir vom almennt viðurkenndir. Virðing hans jókst enn frekar - og að utan - þegar franska ríkisstjómin heiðraði hann fyrir framlag sitt til kvikmyndanna í kjölfar yfirlitssýn- inga í franska safnabíóinu árið 1985. Þetta hefur sjálfsagt eflt listrænan metnað Eastwoods. Árið 1988 gerði hann Bird, vandaða en brokkgenga og of langa ævisögumynd um djass- leikarann Charlie Parker, en East- wood er mikill djassáhugamaður og tónlistamnnandi yfirleitt og hefur m.a. samið lög fyrir ýmsar myndir sínar (t.d. Bronco Billy, Heartbreak Ridge og Unforgiven). Toppurinn Eastwood var að nálgast sextugt og aðdráttarafl hans sem stjömu far- ið að dvína. En hann lét ekki deigan síga og kom sífellt á óvart. Hann vottaði sögufrægum leikstjóra virð- ingu sína þegar hann gerði og lék að- alhlutverkið í White Hunter, Black Heart (1990), snjallri lýsingu á John Huston á Afríkuslóðum. Leikhæfi- leikar Eastwoods hafa sjaldan notið sín betur. En hápunktur ferilsins var hinn magnaði vestri Unforgiven (1992), þar sem hann í senn vegsam- aði hefðina og endurskoðaði hana, dyggilega studdur af meðleikumm sínum Gene Hackman og Morgan Freeman og klassahandriti Davids Webb Peoples. Þama tókst East- wood á ný að slá í gegn, bæði í miða- sölunni og í listinni. Myndin færði honum Óskarsverðlaun íyrir bestu mynd og bestu leikstjóm. Eastwood tileinkar Unforgiven „Sergio og Don“. Síðan hefur Eastwood sent frá sér skelli jafnt sem smelli. A Perfect World (1993) var heldur mislukkað jukk með þeim Kevin Costner, Bridges Of Madison County (1995) Ijúfsár ástarsaga með þeim Meryl Streep þar sem Eastwood sýndi einkar vandaðan, hófstilltan leik, Absolute Power (1997) rétt bærileg- ur samsæriskrimmi, Midnight In the Garden Of Good And Evil (1997) allt of langt og silalegt suðurríkjadrama sem þó átti sínar góðu stundir og Trae Crime (1999) misráðin drama- tísk spennumynd, þar sem engu var líkara en Eastwood væri haldinn elli- glöpum, teldi sig stælt kyntröll sem enn gæti sigrað ungmeyjahjörtu. Rétt sem snöggvast missti Clint Eastwood stíl sinn og reisn. Þetta slyðraorð hefur Clint East- wood nú hrist af sér með Geimkú- rekunum. Þar horfist hann í augu við aldurinn í gamansamri sögu af fjór- um gömlum geimföram sem sinna út- kalli um nýja háskaför; hér er því vönduð formúla á ferð fremur en frumleiki. Og þá er þess ógetið að leikarinn Clint Eastwood hefur enn aðdráttarafl stjörnunnar; það sannar frammistaða hans í spennumyndinni In the Line Of Fire, sem Wolfgang Petersen leikstýrði og naut mikilla vinsælda árið 1993. Eastwood leikur með ágætum roskinn leyniþjónustu- mann, sem má muna sinn fífil fegri en á þó fullt eftir af púðri þegar á reynir - og spilar á píanó, eins og hann gerir reyndar sjálfur. Clinton Eastwood yngri er enn til alls líklegur, sjötugur að aldri. Þögla, sterka týpan getur opnað sig. Þegar ellismellurinn Geimkúrekarnir tók að mala gull vestra í sumar sagði hann Hollywood til syndanna: „Sjálf- sagt eiga eftir að koma héðan fleiri myndir um gamla gaura í geimnum. Hollywood veit ekki hvað nýsköpun er. Hollywood er hermikráka." Oháði bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Darren Aronofsky vakti mikla athygli með samsæristrylli sínum Pí og hefur nú gert aðra bíómynd sem heitir Requiem for a Dream. Arnaldur Indriðason skoðaði hvað hér er á ferðinni. Pí VAR dulmögnuð sálfræði- leg spennúmynd, svarthvít og full af ofsóknarbrjálæði og innilokunarkennd en hún var sýnd hér í tengslum við þarsíð- ustu Kvikmyndahátíð í Reykjavík og naut nokkuri'a vinsælda miðað við hátíðamyndir. Hún fjallaði um stærð- fræðing sem þjáðist af stórkostlegu mígreni og glímdi við það verkefni að finna reglu í verðbréfaviðskiptum sem hann gæti hagnast á en flæktist inn í dularfullt samsæri því fleiri vildu hagnast en hann. Aronofsky lék sér skemmtilega með tölur og tilvilj- anir og merkingu þeirra og skapaði sérstætt og eftirminnilegt listaverk. Saga eftir Selby Hann hreppti leikstjóraverðlaunin á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum, sem Robert Red- ford setti á laggimar og hefur síðan orðið að einskonar Mekku óháðrar bandarískrar kvikmyndagerðar, og síðan hafa margii- áhugamenn um kvikmyndir beðið eftir að heyra meira frá Aronofsky. Nú síðast frétt- ist það að hann væri búinn að gera nýja mynd sem heitir Requiem for a Dream og er byggð á skáldsögu eftir Hubert Selby þann sama og skrifaði Last Exit to Brooklyn. „Ég geri mér grein fyrir að hvað feril minn varðar eftir Pí er „Req- uiem“ kannski ekki rétti leikurinn," hefur bandaríska kvikmyndatímarit- ið Premiere eftir handritshöfundin- um og leikstjóranum. „Það er alltaf hægt að græða peninga og gera stærri bíómyndir en það besta við að gera eitthvað svona ólíkt og undar- legt er að það efast enginn um heil- indi mín.“ Aronofsky las fyrst sögur Selbys þegar hann stundaði nám við Harv- ard og gerði síðar stuttmynd úr einni af sögum hans á meðan hann var enn við kvikmyndanám. „Það er svo mikil mannúð í sögum Selbys,“ segir hann. „Þegar ég les það sem hann skrifar líður mér kannski ekki alltaf vel en það höfðar til mín.“ Myndin hans kostar 4,5 milljónir dollara, sem næg- ir varla fyrir launum aukaleikara í Hollywood - mynd, og segir frá nokkram einstaklingum sem búa á Coney Island. Þeirra á meðal eru Sara Goldfarb, sem Ellen Burstyn leikur, sonur hennar, Harry (Jared Leto) og kærastan hans, Marion (Jennifer Connelly) og besti vinur, Tyrone (Marlon Wayans úr Scary Movie). Öll dreymir þau um betra ltf og era tilbúin að fóma talsverðu fyrir það. Myndin fjallar um eiturlyfjaneyslu að einhveiju eða miklu leyti, persón- Aronofsky með Ellen Burstyn: Skelfingin uppmáluð. stæða móður í erfiðri lífsbaráttu. Ell- en hefur ekki verið áberandi í kvikmyndunum á undanfömum ár- um og er gott til þess að vita að Aron- ofsky skuli hafa fengið hana til liðs við sig. Jennifer Connelly leikur ungan tískuhönnuð í „Requiem“ og leigði sér íbúð í New York skammt þar frá sem myndin var tekin. „Ég vakti all- ar nætur,“ segir hún, „og málaði og hlustaði á tónlistina sem persóna mín hlustaði á og reif utan af mér fötin og gerði allt það sem hún myndi gera.“ Frjálst fall Jennifer ráðfærði sig einnig við vin sinn sem gengið hafði í gegnum eit- urlyfjameðferð. Eftir því sem fíkn persónu hennar, Marion, eykst neyð- ist hún til þess að selja sig og lendir í niðurlægjandi kynferðislegum að- stæðum sem var „talsverð martröð að leika í,“ segir leikkonan. Stílfræðilega á „Requiem" margt sameiginlegt með Pí, sérstaklega hvað varðar það sem Aronofsky kall- ar „hip-hop klippingu“, aðferð við klippingu sem hann segir að eigi sér rætur í því umhverfí sem hann ólst upp við í Brooklyn á níunda áratugn- um. „Ég vildi finna upp aðferð við að segja sögur af fólki með því að nota hip-hop hugmyndir, með því að blanda saman í eitt hljóðum og myndum." Hann bindur t.d. mynda- vél við höfuð leikaranna sinna í ákveðnum atriðum og beinir þeim að andlitum mótleikaranna. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er þrífóturinn,“ er haft eftir Burstyn. „Það sem þessi mynd fjallar um,“ segir Aronofsky, „er hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess að losna undan raunveraleikanum. Þessi mynd hefði aldrei gengið upp hefði ég reynt að halda aftur af mér. Ég vildi búa til frjálst fall þar sem þú kemst að því á leiðinni niður að þú hefur gleymt fallhlífinni í flugvélinni. Myndin segir frá því tímabili þegar þú gleymir fallhlífinni og þar til þú skellur á jörðinni." Jennifer Connelly: Vakti allarnætur. umar glíma við fíkn sína með ólíkum hætti. Hinn 72 ára gamli Selby var viðstaddur sumar tökurnar og Aron- ofsky fékk hann til þess að lesa upp- hátt fyrir leikarana þau atriði úr bók- inni sem verið var að taka í það og það skiptið. „Það var mjög tilfinn- ingaþrangið,“ segir leikstjórinn. Ellen Burstyn Hlutverkið sem Ellen Burstyn hafði með höndum var henni mjög erfitt. Ellen leikur roskna ekkju af gyðingaættum sem notar spítt til þess að grenna sig áður en hún kem- ur fram í uppáhaldsleikjaþætti sínum í sjónvarpi. Ellen þurfti að klæðast búningi sem gerði hana akfeita og viðeigandi andlitsgervi svo sýna mætti hversu mikið hún grenntist en það var ekki síst hin tilfinningalega breyting sem á konunni verður, sem lagðist þungt á Ellen. „Ég er skelf- ingin uppmáluð mestallan tímann,“ er haft eftir hinni þrautreyndu leik- konu. „Það er ekki hægt að látast í slíkum atriðum. Þú verður að kvelja sjálfa þig.“ Burstyn á að baki merkilegan feril í kvikmyndunum sem hófst með verðlaunaleik hennar í The Last Pict- ure Show. Hún var frábær í Særing- armanninum sem áhyggjufull móðir Lindu Blair og loks lék hún í Alice Doesn’t Live Here Anymore, mynd sem hún seldi sjálf Warner Bros., fór með aðalhlutverkið í og hreppti Ósk- arsverðlaun fyrir en hún lék ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.