Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR Allt að koma hjá FH „ÞETTA er allt að koma hjá okk- ur, hægt og rólega, en það kem- ur,“ sagði brosmildur stuðn- ingsmaður FH er hann yfirgaf íþróttahúsið í Kaplakrika í gærkvöldi. Þar sigraði FH lið Eyjamanna 27:19 og léku á köfl- um ágætan handknattleik þann- ig að trúlega er þetta allt að koma hjá Hafnarfjarðarliðinu. Liðin byrjuðu leikinn ekki gæfu- lega því heimamenn gerðu að- eins eitt mark í fyrstu sex sóknunum og gestirnir tvö mörk í fyrstu tólf Sveinsson soknunum. Fyrsta skrífar markið kom ekki fyrr en eftir fjórar mínútur og það voru Eyjamenn sem rufu múrinn. Það sem stóð upp úr í fyrri hálfleik var frábær markvarsla Bergsveins Bergsveinssonar hjá FH, en hann lék þama sinn 300. meistaraflokks- leik fyrir félagið og Gísla Guðmunds- sonar í marki ÍBV. Guðmundur Pedersen jafnaði metin 7:7 úr vítakasti og þá höfðu fimm vítaköst farið forgörðum, þrjú hjá ÍBV og tvö hjá FH. Bergseinn varði þrjú vítaköst í leiknum og eitt slíkt fór yfir hjá Eyjamönnum þann- ig að vítanýting þeirra var slæm. Gísli varði eitt vítakast og annað fór yfir. í síðari hálfleik fékk ÍBV ekki eitt einasta vítakast en FH-ingar eitt, um leið og leikklukkan gall. Þrátt fyrir fá vítaköst eftir hlé var vel tekið á í vörnum liðanna og það var aldrei gefið eftir. Fyrirliðar lið- anna, Hálfdán Þórðarson og Erling- ur Richardsson voru til dæmis rekn- ir út af þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og sýnir það baráttu al- veg til enda þrátt fyrir að FH hafi verið með sjö marka forystu. Eftir jafnan fyrri hálfleik tókst FH-ingum að finna leið til að stöðva sóknaraðgerðir Eyjamanna og þeir breyttu stöðunni úr 9:8 skömmu fyr- ir hlé í 13:8 skömmu eftir hlé enda gerðu þeir sjö mörk úr fyrstu átta sóknum sínum eftir hlé. Heimamenn komu mun betur út á móti skyttum ÍBV en liðið lék engu að síður fram- liggjandi vörn fyrir hlé, en leikmenn voru of staðir. Eftir hlé var meiri hreyfmg á vörninni og Eyjamenn áttu í hinu mesta basli með að finna leið fram hjá eða í gegnum hana og gerðu aðeins eitt mark fyrstu níu mínúturnar eftir hlé. Um miðjan hálfleikinn var staðan 18:14 en þá komu fimm mörk FH Ströms- godset vill semja við Veigar VEIGAR Páll Gunnarsson, knattspyrnumaður úr Stjörnunni, kom heim um helgina eftir dvöl hjá norska félaginu Ströms- godset. Hann stóð sig vel á reynslutíma hjá félaginu og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Norð- mennirnir mikinn áhuga á að semja við hann. Samn- ingur Veigars við Stjörnuna rennur út um áramót og lík- lega fær Garðabæjarfélagið því ekki greiðslu fyrir hann. Strömsgodset vann sér á dögunum sæti í úrvalsdeild- inni og mikill hugur er í herbúðum félagsins að ná langt þar á næsta tímabili. Með liðinu leika þeir Ste- fán Gíslason og Unnar Sig- urðsson en hugmyndir eru uppi um að leigja þann síð- arnefnda til félags í 1. eða 2. deild á næsta tímabili. gegn einu og staðan orðin vonlaus fyrir gestina. Eftir það fengu „minni spámenn“ IBV að reyna sig og stóðu ágætlega fyrir sínu. FH skaust upp í sjöunda sætið með sínum öðrum sigri í mótinu. Bergsveinn átti mjög góðan dag og fyrirliðinn Hálfdán fór fyrir sínum mönnum, barðist sem aldrei fjTr og var drjúgur á línunni, einkanlega í síðari hálfieik en þá mataði Valur Arnarson hann hvað eftir annað með skemmtilegum sendingum sem Hálfdán nýtti vel. Það má eiginlega segja að FH-ingar hafi verið á hálf- um hraða í fyrri hálfleik, sóknarlotur GUNNLEIFUR Gunnleifsson, markvörður Keflavíkur í knatt- spyrnu, verður á næstunni til reynslu hjá fjórum enskum félög- um. Valur Fannar Gíslason, varn- armaður úr Fram, verður sam- hliða honum hjá einu þeirra, Crystal Palace. Gunnleifur fór til Englands í Stjarnan fékk góðan liðsstyrk um helgina fyrir keppnina í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sum- ar þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson úr Val og Sigurður Karlsson úr Fylki gengu til liðs við félagið. Vilhjálmur er 23 ára varnarmað- ur sem var fastamaður hjá Val í sumar og hefur spilað 28 leiki í þeirra voru oft nokkuð langar án þess að þeir ógnuðu vörn IBV veru- lega en hún kom mjög langt út á móti. í síðari hálfeik var skipt um gír, boltinn gekk mun hraðar og allir voru ógnandi. Héðinn Gilsson gerði góð mörk fyrir hlé en lét öðrum eftir að skora eftir hlé. Guðmundur var sterkur svo og Sverrir Þórðarson. Hjá Eyjamönnum náði Jón Andri Finnsson ágætum sprettum eftir hlé en fram að því hafði mest mætt á Andriauskasi og Frovolasi og Ejunar Krúger átti þokkalega spretti. Besti maður liðsins var þó Gísli markvörð- ur sem varði mjög vel fyrir hlé. morgun og byrjar hjá 2. deildarlið- inu Bury en fer þaðan til Sheffield United og Barnsley. í næstu viku eiga þeir Valur Fannar að mæta hjá Crystal Palace. Gunnleifur og Valur Fannar léku báðir sinn fyrsta A-landsleik í sumar en Val- ur hefur áður verið erlendis, hjá Arsenal og Strömsgodset í Noregi. efstu deild með Val og KR. Sigurður er tvítugur miðju- eða sóknarmaður sem lék 7 leiki með Fylki í sumar og skoraði eitt mark. Þorsteinn Halldórsson, sem lengi lék með KR, FH og Þrótti R. og síðast með HK, hefur verið ráð- inn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Morgunblaðið/Golli Héðinn Gilsson gerði lagleg mörk í gær en hér er skot hans varið, Hálfdán Þórðar- son, fyrirliði FH, er við öllu búinn á línunni, en þar átti hann góðan leik í gær. foám FOLK ■ JÖRUNDVR Áki Sveinsson var í gær ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu næstu tvö árin. Hann mun jafnframt stýra 21 árs landsliði kvenna. ■ GUÐMUNDUR Viðnr Mete og félagar í Malmö tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu um helgina með því að sigra Brage, 4:2, á útivelli. Guð- mundur, sem er 19 ára og hefur spilað 20 deildaleiki með Malmö í ár, sat á varamannabekknum að þessu sinni. Gunnar Sigurðsson varði mark Brage, sem er um miðja deild. ■ HELGI Kolviðsson lék allan leikinn með Ulm sem tapaði heima gegn Oberhausen, 0:1, í næstefstu deildinni í þýsku knattspyrnunni. Helgi náði sér ekki á strik frekar en aðrir leikmenn Ulm, sem er í fimmta neðsta sætinu en félagið féll úr efstu deild í vor. ■ SLOBODAN Milisic, hinn reyndi júgóslavneski varnarmað- ur, hefur gert nýjan tveggja ára samning við KA og leikur því áfram með liðinu í 1. deildinni í knattspyrnu eins og tvö undan- farin ár. MATLI Viðar Björnsson, knatt- spyrnumaður frá Dalvík, hefur skrifað undir 2ja ára samning við FH en fyrir nokkru varð ljóst að hann færi til Hafnarfjarðarliðsins, eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu. ■ JÓN Skaftason ungur og efni- legur leikmaður úr 2. flokki KR hefur verið til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Derby. Jón lék með U-17 ára liði Derby um helg- ina og skoraði eitt mark og lagði upp annað 5:3 sigri á Liverpool. ■ BUXTEHUDE, mótherji ÍBV í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik kvenna, hélt áfram sigurgöngu sinni um helgina. Buxtehude vann þá Germania List á útivelli, 26:18, og er með fullt hús stiga í þýsku deildinni. Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Gunnleifur og Valur til Crystal Palace Styrkur til Stjörnunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.