Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 12
i
Morgunblaðið/Knstinn
Rikharður Daðason er hér f landsleik gegn Norður-írlandi á dögunum. Hann á aðeins eftir að leika einn leik með Viking áður en hann
heldur til Stoke. Það er bikarúrslitaleikur gegn Odd Grenland.
Bjami
lagði
upptvö
mörk
ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke
vann afar mikilvægan sigur á
Millwall, 3:2 í ensku 2. deildinni
á laugardag.
íris B Varamaðurinn
Eystéinsdúttir Chris Iwelumo
skrífar trá skoraði úrslita-
Englandi markið á síð-
ustu mínútunni fyrir heima-
menn eftir fyrirgjöf frá Bjama
Guðjónssyni.
Iwelumo var aðeins í leik-
mannahópi Stoke vegna þess
að Stefán Þórðarson meiddist í
upphitun fyrir leikinn og Iwel-
umo tók sæti hans á vara-
mannabekknum.
Millwall komst yfír í leiknum
en Peter Thome jafnaði eftir
góðan undirbúning Bjarna og
Mikaels Hansson. Thorne kom
Stoke yfír fimm mínútum síðar
en Millwall jafnaði rétt fyrir lok
fyrri hálfleiks. Millwall var at-
kvæðamikið í vítateig Stoke í
síðari hálfleik en heimamenn
börðust vel og vinnusemi þeirra
skilaði sér með sigurmarki.
Millwall-áhorfendur bmgð-
ust hinir verstu við úrslitum
leiksins og tóku að rífa upp sæti
úr stúku Stoke en lögreglan var
í viðbragsstöðu og náði fljótt að
róa öskuilla stuðningsmennina.
Stoke er nú í 10. sæti deildar-
innar með 20 stig en á tvo leiki
inni á Walsall sem er í efsta
sæti með 28 stig. Bjarni Guð-
jónsson og Brynjar Bjöm
Gunnarsson léku báðir allan
leikinn fyrir Stoke.
Ríkharður og Tryggvi skoruðu
KEPPNI f norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu lauk um helgina.
Ámi Gautur Arason og félagar hans í Rosenborg voru búnir að
tryggja sér meistaratitilinn og þeir enduðu tímabilið með því að
gera 1:1-jafntefli gegn Moss.
Arni Gautur stóð í marki Rosen-
borgar og stóð fyrir sínu. Ros-
enborg var að vinna titilinn níunda
árið í röð og einn leikmaður félags-
ins, Bent Skammelsrud, hefur verið
með í öll skiptin og það er met í
norsku knattspyrnunni.
Ríkharður Daðason og Tryggvi
Guðmundsson skomðu báðir fyrir
félög sín og enduðu jafnir í öðm
sæti yfír markahæstu leikmenn
deildarinnar ásamt Magne Hoseth
hjá Molde en allir skomðu þeir 15
mörk. Thorstein Helstad í Brann
varð markakóngur með 18 mörk.
Tryggvi skoraði annað mark
Tromsö sem vann öraggan útisigur
á Bodö/Glimt, 1:4. Ef að líkum læt-
ur var þetta síðasti leikur Tryggva
með Tromsö en hann hefur gefið til
kynna að hann vilji yfirgefa félagið.
Tromsö heldur í vonina um að kom-
ast í Evrópukeppnina en til þess að
svo eigi að verða þarf Viking að
vinna Bryne í úrslitaleik bikar-
keppninnar um næstu helgi.
Ríkharður Daðason kom Viking
yfir gegn Stabæk eftir 18 mínútna
leik en Stabæk jafnaði metin úr
vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir
leikslok. Ríkharður og Auðun
Helgason léku báðir allan leikinn
fyrir Viking. Pétur Marteinsson lék
ekki með Stabæk vegna meiðsla en
Marel Baldvinsson lék síðustu 15
mínúturnar.
Rúnar Kristinsson var í byrjun-
arliði Lilleström sem tapaði á úti-
velli fyrir Haugesund, 1:0. Rúnar
fór af velli á 68. mínútu en Indriði
Sigurðsson lék ekki með Lille-
ström.
Teitur Þórðarson og lærisveinar
hans í Brann tryggðu sér annað
sæti í deildinni og jafnframt sæti í
meistaradeildinni með stórsigri á
Molde, 4:0.
Haugesund og Start féllu 1 1.
deildina og sæti þeirra í úrvals-
deildinni taka Strömsgodset og
Lyn.
Válerenga þarf að fara í aukaleiki
gegn Sogndal til að eiga möguleika
á að halda sæti sínu í úrvalsdeild-
inni.
Eyjólfur innsiglaði
sigur Herthu Berlín
ÞAÐ stefnir í harða baráttu um þýska meistaratitilinn í knatt-
spymu á þessari leiktfð. Meistararnir f Bayern Múnchen og
Hertha Berlin deila efsta sætinu eftir nfu umferðir með 18 stig,
Schalke er í þriðja sætinu með 17 stig og Dortmund kemur þar á
eftir með 16 stig.
Eyjólfur Sverrisson skoraði
þriðja mark Herthu Berlin
, sem sigraði nýliða Energie Cottbus
á heimavelli, 3:1. Eyjólfur kom inn
á sem varamaður á 78. mínútu og
innsiglaði sigur heimamanna sjö
mínútum síðar. Cottbus, sem kom
svo á óvart um síðustu helgi með
því að leggja Bayern Munchen,
náði forystu eftir 19 mínútna leik
en 50.000 áhorfendur á ólympíu-
leikvanginum í Berlín sáu Darius
Wosz, Bryan Roy og Eyjólf
tryggja Herthu sigurinn og um leið
toppbaráttu í þýsku úrvalsdeild-
inni.
Leikmenn Bayern Munchen
náðu að hrista af sér slyðruorðið
og höfðu betur gegn grönnum sín-
um í 1860 Munchen, 3:1, en fyrir
leikinn höfðu Bæjarar mátt þola
tvö töp í röð. Uppselt var á
grannaslaginn en 69.000 áhorfend-
ur vom á ólympíuleikvanginum í
Munchen og sáu Bæjara sýna sitt
rétta andlit. Brasilíumaðurinn
Giovanni Elber skoraði tvö af
mörkum Bayem og Bosníumaður-
inn Halin Salihamidzic eitt en
Thomas Hássler lagði stöðuna fyrir
1860 Munchen.
„Þetta var góður leikur hjá lið-
inu, bæði sóknar- og varnarlega og
vonandi hefur liðið fundið taktinn á
nýjan leik,“ sagði Ottmar Hitzfeldt
þjálfari Bæjara eftir leikinn.
Búlgarski landsliðsmaðurinn
Krassimir Balakov bjargaði Stutt-
gart frá háðuglegu tapi á heima-
velli gegn botnliði Unterhaching en
Balakov jafnaði metin úr víta-
spymu fimm mínútum fyrir leiks-
lok.
Hamburger hafði mikla yfirburði
gegn Frankfurt en 2:0 sigur heima-
manna hefði orðið miklu stærri ef
leikmenn liðsins hefðu verið á
markaskónum. Sergei Barbarez,
markahæsti leikmaður deildarinn-
ar, skoraði fyrra markið og um leið
sitt áttunda á leiktíðinni og Niko
Kovac skoraði síðara markið.
Hjalti
íVal
HJALTI Þór Vignisson,
knattspyrnumaður úr
Sindra, er genginn til liðs
við Valsmenn, nýliðana í
efstu deildinni. Hjalti,
sem er 22 ára, er fyrrver-
andi unglingalandsliðs-
maður og hefur verið lyk-
ilmaður í liði Sindra
síðustu árin. Hann gekk
til liðs við Val síðasta vet-
ur en hætti vegna meiðsla
og spilaði með Sindra í 1.
deildinni í sumar.
Þá er útlit fyrir að Ár-
mann Smári Björnsson,
helsti markaskorari
Sindra síðustu árin, gangi
einnig í raðir Valsmanna.
Ub
\ 'ÍH
6B
sJ -
i 'í
HVA
nui
«(0>l
qq(
í^n
sbl
jíii*
IB'j
>íin
íqi
Uí.
:nl
m
G J
:i6: