Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ r BÍÓBLAÐIÐ SiguröurSverrir Pálsson Vinterberg og stofnunin í SÍÐASTA pistli sagöi ég frá baráttu Thomasar Vinter- bergs viO dönsku kvikmynda- stofnunina, þarsem hann taldi aO einn ráögjafinn (konsulent) hefOi lofað sér 10 millj. dkr. til myndarinnar „It’s All About Love“, enráð- gjafinn taldi sig síOaraöeins geta látiö hann hafa 3 millj. vegna þess aO myndin verður tekin uþþ á ensku. SkoraO var á stofnunina aO koma með skýr svör um stefnu og framtíðarsýn. Íopnugrein í kvikmynda- blaöi Politiken gerirfram- kvæmdastjóri stofnunar- innar, HenningCamre, hreintfyrir sínum dyrum. Þar kemur skýrt fram, aö ráðgjaf- ar stofnunarinnar, konsúlent- arnir, ráöa einir hvemig þeir ráöstafa því fé sem þeir hafa til úthlutunar. Stofnunin hefur t.d. ekki sett sér neina reglu um úthlutuntil enskumæl- andi mynda, þetta er ákvörö- un ráögjafans. Camre lýsir því síöan hvaö stofnunin kemur víöa viö í styrkveitingum, alltfrá hug- mynd til framleiðslu á öllum tegundum mynda, sýninga í kvikmyndahúsum, á kvik- myndahátíöum, varðveislu í safni og útgáfu bóka. Þá kem- ureinnigfram aö stofnuninn hefur 92 millj. dkr. (þ.e. 920 millj. íkr.) meira fé til umráöa í áren 1998 ogveitir 1,6 millj- aröa íkr. til framleiöslu kvik- mynda á þessu ári. Þetta er allt saman gott og blessað og stofnunin er án efa aö gera mjöggóöa hluti. Þaö er hins vegar undar- legt, aö hvergi í þessari löngu grein tekur Camre á vanda- málinu sem er kveikjan aö þessu öllu saman. Hvergi er minnst á neina möguleika eöa leiöirtil aö leysa mál Vint- erbergs. Og þaö verður aö telj- astfremuróeðlilegt, miöaö viö hæfileika Vinterbergs og alla þá peninga sem þó eru í umferö innan stofnunarinnar. Monas Verden og Netið Fyrir nokkru sagði égfrá leikstjóranum Jonas Elmer og nýju myndinni hans Monas Verden, en upptökum er nú lokið. Jonas notar spuna sem aöalaöferö í sínum myndum ogfór þá nýstárlegu leiö að kynna verkið á Netinu, þar sem hægt var aö koma meö hugmyndiraö setningum, framvindu efnisins eöa hverju ööru, sem fólki gat dottiö í hug. Viðbrögðin urðu meiri en búistvarviö. „Fólkhefurtekiö þetta mjög alvarlega," segir Jonas, og hann hefur nýtt margar hugmyndir og setning- ar af Netinu. Hann er þó ekki viss um hversu mikiö af þeim verður meö eftir aö myndin hefur veriö klippt. „Ég er samt nokkuð viss um aö eitt af aö- alatriðum myndarinnarveróur hægt aö rekja til einnartillög- unnará Netinu. Hugmyndin var bara svo góö aö hún varö aö vera með í myndinni." Frumsýning erfyrirhuguö í september á næsta ári. Hægt er aö fýlgjast meö framvindu verksins á www.monasver- den.tv2.dk. íslenskar myndir í Miami Þrjáríslenskar kvikmyndir voru ný- lega sýndar í nokkur skipti í Cosford Cinema, sem er í tengslum vió Há- skólann í Miami í Bandaríkjunumn. í blaöinu The Miami Herald varfjallaö um hina óvenjulegu grósku í íslensk- um kvikmyndaiönaöi og birtar um- sagnir um myndirnar Börn náttúrunn- ar, Tár úr steini og Ungfrúin góða og húsiö. Var þeim öllum gefin sama ein- kunn, tvær og hálf stjarna af fjórum mögulegum. Svo skemmtilega vildi til, aö verðlaunamyndin Dancerin the Dark, þar sem Björk leikur aðal- hlutverkiö, var tekin til sýningar í Suð- ur-Flórída á sama tíma, og er sýnd í sex kvikmyndahúsum. Gefurgagnrýn- andi Miami Herald henni fjórar stjörn- ur. Rokk og rugl Skoska popphljómsveitin Bay City Rollers naut jafn mikillar hylli og aó- hláturs á 8. áratugnum fyrirtónverk á borö viö Shang-A-Lang en geysilegar vinsældir hennar breyttust aö nokkr- um árum liönum t niöurlægingu, inn- byröis deilur, drykkjuskap, dópneyslu ogfjárhagskröggur. Sem sagt alveg eftirformúlunni. Nú hefur Courtney Love, söngkona og leikkona og ekkja Kurts Cobain Nirvanaforingja, keypt kvikmyndaréttinn aö bókinni Bye Bye Baby, sem lýsir kostulegum leiöangri táningsstúlku í New Jersey til aö kom- ast upp í rúm meö einhverjum úr hljómsveitinni. Myndin ájafnframt að lýsa tyrrgreindum ferli hljómsveitar- innar og hefur skoski leikarinn Ewan McGregor lýst áhuga á aö leika söngvara hennar Les McKeown. Polanski prófar píanista Næsta mynd Romans Polanski, þess flinka en mistæka leikstjóra, mun heita The Pianisteöa Píanistinn og er byggö á hrikalegum endur- minningum landa hans, píanóleikar- ans Wladyslaw Szpilman. Sá vargyð- ingur sem, rétt eins og Polanski, flúði fangabúöir nasista. Til þess aö finna leikara í aðalhlutverkiö greip Pol- anski til óvenju- legs ráös. Hann lét setja litla auglýs- ingu T breskt dag- biað þar sem lýst vareftir „dökkleit- um“ og „per- visnum" manni á aldrinum 25-35 ára; hann þurfti ekki aö hafa reynslu af leiklist en hins vegarvera „tilfinninganæm- ur, viökvæmur og heillandi". Skemmst er frá því aö segja aö þús- undir manna mættu í leikprufuna og stóðu í biðrööum eftirgangstéttum Lundúna. Niöurstaöa mun enn ekki liggja fyriren myndinferítökuríVar- sjá og Berlín snemma næsta árs. Bonnevie eftirsótt Norska leikkonan Maria Bonnevie, sem tókfýrstu skrefin á leiklistar- brautinni undir handleiöslu Hrafns Gunnlaugssonar í Hvíta víkingnum, er orðineinafeftir- sóttustu leikkonum Norðurlanda. Hún hefurm.a. veriö aö Maria leika aöalhlutverk í Bonnevie: nýjustu mynd leik- Fer vítt og stjórans Marius breitt. Holsts, ásamt danska leikaranum Kim Bodnia (Pusher, Bleeder), en þau leika þar sem dregið hefur sig út úr skarkala borgarlífsins og sest aö á afskekktu bóndabýli þegar gamall vinur kemur óvænt í heimsókn og raskarfriönum. Maria Bonnevie er líka aö leika aöal- hlutverk í Bók Dínu eftir samnefndri bók Herbjargar Wassmo. Leikstjóri veröurDaninn Ole Bornedal(Nætur- vörðurinn) en myndin ergerð á ensku. Demme stefnir á krimma Óskarsverölaunaleikstjórinn Jon- athan Demme stefnir að því aö leik- stýra næst myndinni Intolerable Cruel- ty, sem veriö hefur sjö ár á handrits- ogundirbúningsstigi. Upprunalegir höfundar handritsins em þeir Coen- bræður, Joel og Ethan, en það hefur nú veriö endursamiö af Jake Hogan og Barbara Benedek. Þar segir frá óprúttnum lögfræöingi sem svífst einskistil aö losa skjólstæöing sinn úr hjónabandi sínu. Hugh Grantog Tea Leonie m í sigtinu fyrir aöalhlutverkin. Roman Pol- anski: Leitað meðal þús- unda. Sjónarhorn Eftir Áma Þórarinsson GÁFUÐ kona, sem nú er látin en hét Dorothy ______________ Parker, sagði einu sinni: „ Þaö er aðeins þrennt sem égkrefst frá karlmanni: „Hann þarfaO vera laglegur, samviskulaus og heimskur. “ Stundum flögrarað mérþegarég skoöa úrval afbíómynd- um á boðstólum og ekki síður lista yfir aðsóknarmestu myndirnar, að kröf- ur Dorothy Parkers til karlmanna væru orðnar aO viOmiöun á kvikmynda- markaOnum líka. Obbinn af afþreyingarmyndum nútímans, fyrstog fremst amerískum auövitað, eru laglegar, samviskulausar og heimskar. ÞaO er bara þannig. Fyrr á árinu skrifaði ég á þessum stað hugleiðingu um það hvort teikn væru á lofti um betri tíma og nefndi til marks um það nokkrar nýlegar Hollywoodmyndir sem í senn hafa prýöilegt afþreyingargildi og listrænan metnað, myndireins ogAmerican Beauty eftir Sam Mendes, Magnolia eft- ir Paul Thomas Anderson og Election eftir Alexander Payne, auk mynda reyndra úrvalsleikstjóra eins og Martins Scorsese og Milos Forman. Þessar myndir eru nálægt markaðsmiOjunni; sumar, ekki síst American Beauty, í hóþi mestu aðsóknarmynda ársins. Og á því er enginn vafi að þæreru tilmarks um betri tíma. En þær eru líka undantekningar frá reglunni; því miður er heldur enginn vafi á því. Reglan er: Laglegur, samviskulaus og heimskur. Þessi regla ein- kennir umfram allt þær myndir sem jafnan njóta mestu aðsóknarinnar, kannski vegna þess að þærnjóta viðamestu markaössetningarinnar. Ann- ars vegareru unglingamyndirnar, hvort heldurerunglingahrollvekjurnar eða unglingakómedíurnar, sem eru svo stundum sameinaðarí ungl- ingahrollvekjukómedíur á borð við ScaryMovie. Hins vegareru svo hasar- myndirnar, sem, eins og ég hefáöurnöldrað um hér, reiða sig æ meira á steingeldar tæknibrellur og æ minna á efnislega hugvitssemi, raunveru- lega kunnáttu í að byggja upp spennu. Efvið skoöum lista síöustu viku yfir mestu aðsóknarmyndirnar á íslandi kemurþó í Ijós enn ein gleðileg undantekning frá reglunni. Vinsælasta myndin í íslenskum bíóum varþá nýjasta mynd Roberts Zemeckis, What Lies Beneath, en hún hefurjafnframt verið ein vinsælasta myndin í bandarískum bíóum mánuðum saman. What Lies Beneath erekki list- rænt stórvirki en hún fer ekki þær reglubundnu leiðir sem vænlegastar þykja á markaðnum núna. Söguhetjurnar eru á miðjum aldri, vel leiknaraf Michelle Pfeiffer og Harrison Ford, tæknibrellurnar almennt hófstilltar og þjóna sögunni frekar en að þær komi í staðinn fyrir söguna og sagan sjálf er tiltölulega skynsamleg og kunnáttusamleg spennuflétta, sem tekst að koma nógu oftá óvart, en þó ekki eins oft og hún reynir að láta áhorfend- um bregða. Meginatriöið er þó það, að hér heldur um stjórnvölinn leikstjóri sem vandarsig við aö misbjóða ekki áhorfendum og ber virðingu fyrir þeim. What Lies Beneath er ekki frumleg; hún sækir sínar aðferðir og efn- isatriði í kvikmyndasöguna án þess að blikna, einkum verk Hitchcocks. En hún gerir það vel. Þessum kröfum fullnægja offáar myndir núoröiö, of fáar vegna þess að aðsóknin sýnirþörffyrírannað og meira en laglegheit, samviskuleysi ogheimsku. Éghefveltþví fyrir mér hvað kröfurnar þrjár sem Dorothy Parker gerði til karlmanna segðu um hana sjálfa. Ég velti þvílíka fyrirmérhvað samsvar- andi einkenni kvikmyndamarkaOarins segi um okkur öll sem mótum hann. L .1 Anna Th. Rögnvaldsdóttir byrjaði þegar á forskólaaldri að sækja stíft kvikmynda- sýningaríTjarnarbíói. Og það voru ekki bara þrjúbíóin á sunnudögum ... er ekki nrt Árt „Við krakkarnir í Suð- UP C° urgötunni, þar sem ég Eftir Pál Kristin Pálsson bjó, og Tjarnargötunni límdum okkur við dyravörðinn á fimm og sjö-sýn- ingum og nauðuðum, segir Anna. „Það var beðið eftir að ljósin væru slökkt og myndin byrjuð, og stundum komst maður inn og stundum ekki. Ef það tókst ekki biðu þeir alhörðustu í portinu eftir hléinu og skutust inn um hliðardyrnar og sáu seinnipartinn. A þessurrf árum voru myndir ekki textaðar og því síður talsettar og ég var svo ung að ég náði engum söguþræði, heldur sá myndirnir sem röð atvika. Hæst í minningunni ber íslensku myndirnar Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, Síðasti bærinn í dalnum og Gilitrutt, og gaman- myndir Jerry Lewis. Maður sá sömu myndimar aftur og aftur, en þær voru alltaf jafn ferskar. Það sem mér fannst mest til koma var að Jerry gat labbað upp veggi og síðan áfram eftir loftinu á hvolfi, og þetta gat hann gert dag eftir dag! Svo var á þessum tíma starfandi kvikmyndaklúbbur í Tjarnarbíói og sýndi að mig minnir klukkan 11 á laugardagsmorgnum. Þeir sem stóðu að klúbbn- um höfðu greinilega öðrum hnöppum að hneppa en að stugga krakkaormum frá og við gátum vals- að þama óáreitt inn og út. Eg man þó í rauninni bara eftir einni mynd af öllum þeim sem ég sá þar, Andalúsíuhundinum eftir+ Bunuel. Sex ára gam- alli fannst mér sú mynd fyllilega standast saman- burð við Jerry Lewis.“ Anna fluttist 9 ára vestur á Mela og þótti allt önnur bíómenning ríkja þar í kringum hið virðu- lega Háskólabíó. „Tólf ára reyndi ég svo fyrst að skrifa kvikmyndahandrit, eftir skáldsögu Björns Th. Björnssonar, Virkisvetur. Það er afar róman- tísk og glæst saga sem gerist á 15. öld. í saman- burði við hana fannst mér allt annað sögulegt efni jafn óspennandi og grámyglulegt og gamlar svart- hvítar ljósmyndir frá aðalfundum Kaupfélags Suður-Þingeyinga. Það heillaði mig ekki síst hvað texti Björns Th. höfðaði sterkt til allra skynfæra; litir, litbrigði árstíðanna, birta, áferð hlutanna og ilmur, og hann býr til umhverfí en ekki bara bak- tjöld fyrir persónur sínar. Hins vegar vafðist handritsgerðin mjög fyrir mér, eins og hún gerir reyndar almennt enn þann dag í dag! Ég var 18 ára er ég fór í alvöru að hugsa um hvernig kvik- myndir væru gerðar og settar saman. Það var þegar ég sá Citizen Kane eftir Orson Welles. Sú mynd er sérstök og reyndar mjög hátimbruð smíð, en samt kaupir maður hana tilfinningalega vegna þess að veröldin sem þar er sköpuð er svo sterk.“ Anna vill ekki orða það svo að hún eigi sér fastar uppáhaldsmyndir. „Én öðru hverju uppgötvast myndir sem höfða sterkt til manns og geymast í minningunni sem vörður eða vegvísar í upplifun á kvikmyndalistinni. Meðal slíkra mynda eru Régle du Jeu eftir Renoir og Hlébarðinn eftir Visconti. Nú er talsvert talað um að kvikmyndin sé dauð, en mér fínnst það ekki rétt. Hins vegar skiptist kvik- Anna Th. Rögnvaldsdóttir útskrifaðist ár- ið 1985 frá London Int- ernational Film School með aðaláherslu á leikstjórn, og rekur ásamt Ólafi bróöur sínum kvik- myndafyrir- tækið Ax. Hún hefurunnið við margarís- lenskar kvik- myndir, gert heimildarmyndir og stuttmyndirnar Hlaupár og Kalt borð. Um þessar mundir undirbýr hún eigin sakamálaseríu í þremur þáttum fyrir sjónvarp: Allar leiðirtil hafsins eru kaldar. myndasagan í frjó og ófrjó tímabil, og ég held að við séum núna að koma út úr löngu ófrjóu tíma- bili, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hin móð- ursýkislega góðu viðbrögð sem Pulp Fiction fékk hér um árið voru andsvar við stöðluninni sem lengi hefur einkennt alla þætti kvikmyndagerðar í Hollywood. Og myndir frá Hong Kong og öðrum svæðum i Asíu, eins og sýndar voru á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Reykjavík, bera vott um að mikill þroski hafi orðið þar síðasta áratuginn. í þeim ríkir leikgleðin, þar er ekki verið að búa til myndir fyrir þrýstihópa og tryggingafélög eins og í Hollywood. Svo ég er bjartsýn á framtíð kvik- myndarinnar." ■ r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.