Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ ♦ Julie Walter leikur eitt lykilhlutverkid í Billy Elliot: Hér er hún með Jamie Bell sem leikur titiipersónuna. Jamie Bell í hlutverki Billy Elliot: Stekkur hæð sína íloft upp. * Billy Elliot er ný bresk mynd sem vakið hefur óvenjumikla athygli í Bretlandi, Bandaríkjunum ogvíðar. Hún segirfrá ungum dreng sem vill fremur dansa ball- ett en æfa box og fylgja því nokkrir erfið- leikar í lífi hans. Arnaldur Indríðason kynnti sér hverjir standa að baki myndar- *• innar og m.a. hvernig tókst að hafa uppi á rétta leikaranum ítitilhlutverkið. ' % Í3 I§1 Ballettæfingar frekar en box: Billy stingur í stúf við umhverfið. BILLY Elliot hefur hlotið óvenju hástemmt lof gagnrýnenda sem segja hana eins óvæntan glaðning frá Bretlandi og Fjögur brúðkaup og jarðarför og Með fullri reisn voru á sínum tíma. Helgina sem hún var frumsýnd í Bretlandi tók hún inn meira en fyrmefnda myndin og náði náði næstum því að jafna met hinnar síðamefndu. Hefur Billy Elliot m.a. verið jafnað við hina fimmtán ára gömlu sænsku klassík Mit liv som en hund eftir Lasse Hallström. Aðalpersóna myndarinnar er Billy -íElliott, 11 ára gamall, sem býr í kol- anámubænum Teeside á Englandi árið 1984 þegar hið sögufræga kol- anámuverkfall stendur yfir. Hann hefur einstakan áhuga á ballettdansi og kemst að því að hann er mjög fær dansari en faðir hans, námuverka- maður í verkfallinu, tekur ekki í mál að hann læri ballett og sendir hann á boxæfingar í staðinn. En Billy lætur ekki bjóða sér slíkt og stundar eftir það leynilegar ballettæfingar á milli þess sem hann stígur í hringinn. í nýlegu hefti breska kvikmyndatím- aritsins Empire segir að myndin sé „ekki aðeins ein af bestu bresku myndum ársins heldur ein af bestu myndum ársins yfirleitt.“ Fyrsta mynd leikstjórans Leikstjóri myndarinnar er Steph- en Daldry en með aðalhlutverkin fara Jamie Bell, sem leikur titilper- sónuna, Julie Walters, sem kunnust er fyrir að leika Rítu í Ríta gengur menntaveginn, Jamie Driven, Jean Heywood og Gary Lewis úr mynd Kens Loaeh, My Name Is Joe. Handritshöfundur Billy Elliott er Lee Hall og hann fékk hugmyndina þegar hann bjó í Bandaríkjunum. Hann byggði að einhverju leyti á sinni eigin æsku og var í ár að velta sögunni fyrir sér á milli þess sem hann fékkst við önnur verkefni en loksins þegar hann settist niður að skrifa handritið lauk hann því á að- eins þremur vikum. Hann kynnti sér vel ballettlistina og heimsótti Kon- unglega ballettskólann í London og ræddi við dansara sem komu frá smábæjum eins og Billy. Hann fór síðan með handritið til framleiðand- ans Greg Brenman, sem leist strax vel á söguna. „Hugmyndin um ungan dreng sem elst upp í námuþorpi þar sem lífsbaráttan er hörð og vill verða ballettdansari var stórkostlega hjartnæm," er haft eftir Brenman. Handritið barst m.a. kvikmyndafyr- irtækinu Working Title Films, sem framleiddi á sínum tíma Fjögur brúðkaup og jarðarför, Elizabeth og Notting Hill, og Jon Finn, sem starf- ar við íyrirtækið, gerðist einn af framleiðendum hennar. „Afi minn var kolanámumaður og ég þekki vel til í því samfélagi sem myndin lýsir,“ segir hann. „Öll móð- urfjölskylda mín vann í námunum sem við notuðum sem sögusvið myndarinnar. Ég þekkti líka vel þá tilfinningu að fara frá svo lokuðu samfélagi vegna þess að ég var sá fyrsti í minni fjölskyldu sem fór að heiman og í háskólanám." Finn þekkti vel Stephen Daldry sem á endanum leikstýrði myndinni en Billy Elliott er fyrsta myndin sem hann gerir í fullri lengd (hann á eina stuttmynd að baki, Eight). Daldry er sagður einn af fremstu leikhús- mönnum Bretlands en hann hefur sett upp margar frábærar sýningar í London, m.a. An Inspector Calls, og á Broadway. „Ég vissi það um leið og ég las handritið að þetta var mynd sem mig langaði til þess að gera,“ er haft eftir leikstjóranum. „Sagan snart við mér og mig langaði strax til þess að lesa handritið yfir aftur.“ Nálin í heystakknum Leitin að drengnum sem fara skyldi með hlutverk Billys var löng og ströng en um 2000 ungir piltar voru reyndir í hlutverkið. „Það var algjör martröð í fyrstu að hitta alla þessa stráka," segir framleiðandinn Finn, „og við fórum að pæla í því hvort yfirleitt væri vinnandi vegur að fá réttan leikara í hlutverkið." Leikstjórinn Daldry tekur undir þetta: „Það var mjög erfitt að finna strák sem gat bæði dansað og leikið og kom frá norðausturhéruðum Englands, hafði rétta framburðinn og var á réttum aldri. En á endanum fundum við Jamie Bell, sem hafði fullan skilning á öllum þáttum sög- unnar og hafði þetta við sig sem fær mann til þess að finna til með honum og hafa af því miklar áhyggjur hvað af honum yrði. Það má segja að við höfum fundið nálina í heystakkn- um.“ Jamie Bell er 13 ára strákur úr bænum Billingham og finnst hann vera óendanlega heppinn að hafa hreppt hlutverkið. Hann byrjaði að æfa dans þegar hann var sex ára. „Ég sá stelpu í steppdanskeppni en henni vegnaði ekki sérlega vel, missti frá sér milljón takta,“ segir Jamie. „Svo ég sagði við mömmu mína að ég gæti gert þetta miklu betur og hún keypti handa mér steppskó og sagði að ég gæti sótt námskeið í steppdansi." Rétt eins og í tilfelli Billys í mynd- inni var ekki auðvelt fyrir Jamie að byrja dansinn. „Það kostaði miklar æfingar og strákarnir í skólanum stríddu mér og sögðu að svona dans væri meira fyrir stelpur en stráka. Þeir sögðu að ég ætti miklu frekar að spila fótbolta eða ruðning svo ég sagði þeim ekkert frá því þegar ég fór í danstímana á eftir fótbolta- æfingunum." Hann segir að það hafi verið gam- an að vinna með leikstjóranum Daldry. „Hann sagði mér ekki að þetta yrði að vera svona og svona heldur sagði hann alltaf að ég ætti að reyna að hafa þetta svona eða hins- egin. Við notuðum bæði hans hug- myndir og mínar og blönduðum þeim saman þangað til við náðum því fram sem er í myndinni." Hann seg- ist ekki hafa verið sérlega stressað; ur framan við myndavélarnar. „I eina skiptið sem ég var virkilega stressaður var fyrsta tökudaginn þegar ég átti að ganga niður ein- hvern garðstíg og ég sá þessa risa- stóru myndavél. Ég fríkaði næstum út.“ * Eins og fullorðinsleikari Daldry segir að til séu tvennskon- ar barnaleikarar. ,Annarsvegar er það barnaleikarinn sem leikur lítið annað en sjálfan sig og svo er það hins vegar leikarinn sem getur sett sig í spor annarrar persónu. Það besta við Jamie er að ég gat leikstýrt honum á nákvæmlega sama hátt og ég leikstýri fullorðnum leikurum og hann skildi allt það sem ég sagði og fór nákvæmlega eftir leiðbeining- um.“ Myndin var tekin á Norðaustur- Englandi og hófust tökur í ágúst á síðasta ári en helsta vandamálið var að finna kolanámur sem enn voru starfræktar. „Við urðum að fara alla leið til Lynemout og Ellington til þess að hafa uppi á þeim,“ er haft eftir framleiðandanum Finn. „Sem betur fer fundum við eina námu sem reyndist síðasta kolanáman á öllu svæðinu sem enn er við lýði svo við þurftum ekki að reiða okkur á neinar tölvubrellur til þess að búa hana til.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.