Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27; ORTÓBER 2000 C 3 BÍOBLAÐIÐ Aðalkarileikarinn: Jeffrey Donovan. nýtt að sjá. „Ég tók nokkrar ákvarðanir þegar við fórum af stað með verkefnið," segir Berlinger. „í fyrsta lagi á fólk eftir að kvarta sama hvað við gerum. Það er verið að kvarta um það á Netinu að við skulum yfirleitt vera að gera fram- haldsmynd. Líka um það að ég skuli hafa verið valinn sem leikstjóri. Ég ákvað að skapa ákveðna hugsýn og halda mig við hana hvað sem á bját- aði.“ Vondar framhaldsmyndir Berlinger notar t.d. ekki hand- helda myndavél til þess að gefa til- finningu fyrir raunverulegri heim- ildamynd líkt og gert var í Blair Witch. „Ég vil ekki að fólk fari á myndina til þess að sjá allt það sem það býst við að sjá.“ Myndin er tekin í nágrenni Burk- ittesville en ekki í smábænum sjálf- um því bæjarbúar hafa fengið nóg af áganginum sem fylgdi fyrri myndinni og höfnuðu samvinnu við leikstjórann. Með aðalhlutverkin fara óþekktir leikarar, Erica Leerhsen og Jeffrey Donovan. Joe Berlinger gerir sér ugglaust grein fyrir því að framhaldsmyndir hryllingsmynda eiga það til að vera miklu dýrari og miklu verri en frummyndirnar. Er af nógu að taka í því sambandi. Særingarmaðurinn II var svo vond að það hefur ekki spurst til hennar í aldarfjórðung. Fæstir vita að Keðjusagarmorðing- inn í Texas 2 er til. Unglingahroll- vekjur níunda áratugarins enduðu í algjörri kæfu þegar komið var að fimmtu eða níundu framhalds- myndinni. „Ég er vanur því að um fimm manns sjái myndirnar mínar,“ segir Berlinger, „svo þetta er talsvert annað mál fyrir mig. Ég held að margir eigi eftir að verða óánægðir en það eiga líka margir eftir að verða ánægðir með myndina.“ Leerhsen og Donovan: A kunnuglegum slóðum í Blair Witch 2. Hryllingsmyndin The Blair Witch Project er eitt af skondnustu fyrirbærum kvik- myndanna aö sögn Arnaldar Indriðason- ar og nú hefur framhald hennar veriö kvikmyndaö af heimildamyndageröar- manninum Joe Berlinger, sem segist vilja koma áhorfendum sínum á óvart. Spurningin er hvort honum takist þaö. Framhaldsmyndin: Erica Leerhsen fer með annað aðalhlutverkið. Skuggabókin: ÞAÐ er erfitt að segja hvað olli hin- um gríðarlegu vinsældum fyrri myndarinnar sem gerð var af óþekktum kvikmyndagerðarmönn- um fyrir smámynt en græddi fleiri milljarða í krónum talið. Ein ástæð- an er ugglaust markaðssetningin sem fór að mestu fram á Netinu og höfðaði sértaklega til ungra kvik- myndahúsagesta. Kvikmyndagerð- armönnunum tókst að búa til draugasögu sem var sönn í huga margra en ekki skáldskapur og létu líta svo út sem um alvöru heimildar- mynd væri að ræða er fjallaði um hvarf nokkurra ungmenna. Þá eru unglingahrollvekjur, og Norna- verkefnið flokkast sannarlega sem unglingahrollvekja, mjög vinsælar þessi misserin og er fólk sífellt að leita að einhverju nýju í þeim efnum þótt fjöldi framhaldsmynda í þeim geira virðist benda til annars. Og loks var myndin sjálf vel heppnaður hrollur um nokkur ungmenni sem hverfa inn í dimman skóg með upp- tökuvél og sjást aldrei aftur en það eina sem við fáum að sjá er það sem þau tóku upp á ferð sinni. Hug- myndin var góð og útfærslan einnig og nú er komið að framhaldinu. Fyrsta bíómyndin Framhaldið heitir Skuggabókin: Nornaverkefnið 2 eða Book of Shadows: Blair Witch 2 og eru höf- undar fyrri myndarinnar, Eduardo Sanchez og Daniel Myrick, fram- leiðendur hennar en leikstjóri er Joe Berlinger, heimildamyndagerð- armaður sem er að spreyta sig á skáldskap í fyrsta skipti. Ástæðan fyrir því að hann fékk leikstjórnina í hendur er sú að hann gerði verð- launaheimildamynd ásamt félaga sínum, Bruce Sinofsky, sem heitir Paradísarmissir og fjallar um hryllileg morð á þremur átta ára drengjum í skóglendi í nágrenni West Memphis í Arkansas. Var á tímabili talið að um einhverskonar trúarleg morð hafi verið að ræða og var maður að nafni Damien Echols handtekinn og dæmdur fyrir morð- in og bíður nú aftöku. Þeim Sanchez og Myrick þótti margt líkt með Nornaverkefninu og mynd Berlingers, trúarleg morð, skóglendi, heimildafrásögn, og fengu hann til lið við sig þegar Nornaverkefnið 2 fór í gang. Berl- inger hafði aldrei áður gert bíó- mynd og afþakkaði þegar gott boð. „Þeir sendu mér þrjú handrit,“ hefur breska kvikmyndatímaritið Empire eftir honum, „og þau voru öll beint framhald af fyrri mynd- inni. Annaðhvort voru það vinir eða ættingjar ungmennanna sem voru myrt sem fóru inn í skóginn og „lentu í vandræðum". Eða hópur sjónvarpsmanna fór inn í skóginn og „lenti í vandræðum". Mér fannst miklu sniðugra að gera ráð fyrir því að hin myndin væri ennþá til og hefði notið gríðarlegra vinsælda." Niðurstaðan er sú að enn er blandað saman skáldskap og raun- veruleika og nú meira en nokkru sinni fyrr. í þeim hugmyndum sem Berlinger sendi Sanchez og Myrick kom fram t.d. að myndin ætti að byrja á því að fjallað væri um vin- sældir The Blair Witch Project og því lýst hvernig bæjarlífið í Burk- ittesville hefur breyst frá því hryll- ingsmyndin/heimildamyndin var gerð. Þúsundfalt dýrari „Það sem höfðaði mest til mín í sambandi við fyrri myndina var hvernig línurnar á milli þess sem var satt og þess sem var logið voru gerðar óskýrar," hefur tímaritið eftir Berlinger. „Auk þess sem kaf- að var skemmtilega í þær persónur sem myndin fjallaði um.“ Hann seg- ist ekki hafa verið sérstaklega spenntur fyrir hinum yfirnáttúru- lega þætti myndarinnar. „Ég hef verið í skógi með hugsanlegum morðingja svo það þarf heilmikið til þess að hræða mig,“ segir leikstjór- inn. Nýja myndin er þúsundfalt dýr- ari en sú fyrri, kostar um tíu millj- ónir dollara, en ef hún á að græða hlutfallslega eins mikið og Blair Witch þarf hún að fá tæpa 47 millj- arða dollara í kassann. Erfitt að sjá það gerast. En það sýnir kannski í hnotskurn erfiðleikana sem Berl- inger stendur frammi fyrir sem höf- undur framhaldsins. Hann á aldrei, aldrei eftir að gera betur í miðasöl- unni. Hins vegar gæti hann gert betri mynd en það er allt annað mál. Hann lítur svo á að um helmingur þeirra sem hrifust af fyrri myndinni muni vilja meira af því sama og um helmingur muni vilja fá eitthvað LANCÖME PARIS TEINT IDOLE HYDRA COMPACT ENDINGARGÓÐUR FERSKUR FARÐI - SPF 8 Ótrólega ferskur, einstaklega Kökufarðinn er sérlega ferskur og silkimjúk E áferðin rennur jöfn og auðveldlega á húðinni. Því £ ber að þakka Aqua-glisse, háþróaðri tækni Lancóme sem kemur beint frá rannsóknarstofunum. Áferð húðarinnar helst jöfn, eðlileg og fersk allan daginn. Þetta er vegna þess að áferðin er nánast smitfrí. Farðinn er fáanlegur í 6 ferskum tónum. Eðlileg, létt, falleg og jöfn áferð sem endist allan daginn. I TRÚÐU Á FEGURÐ Komdu á næsta LANCÖME útsölustað og fáðu sýnishorn af frábærum kökufarða* Útsölustaöir Lancöme: REYKJAVÍK: Árbæjarapótek, Glæsibær snyrtivöruverslun, Gullbrá Nóatúni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Lyt og heilsa Austurveri, Mist snyrtivöruverslun Spönginni, Sara Bankastræti, Sigurboginn Laugavegi, Snyrtimiðstöðin Lancöme snyrtistofa Kringlunni, Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg, Nesapótek, Fína Mosfellsbæ. LANDIÐ: Amaro, Hjá Maríu Akureyri, Apótek Ólafsvíkur, Egilsstaða Apótek, , Krisma (safirði, Miðbær Vestmannaeyjum, Lyf og heilsa Hellu og Hvollsvelli, Sauðárkróksapótek, Lyf og heilsa Selfossi, Siglufjarðarapótek, Verslunin Perla Akranesi *Meðan birgðir endast lancóme ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.