Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 C 3 Reuters r á skotskónum fyrir sína menn ren Ward varnarmann Watford. nog leik skjær skoraði tvö af mörkum Unit- ed og Dwight Yorke eitt. West Ham vann góðan sigur á Blackburn, 2:0. Davor Suker skor- aði fyrra markið & 67. mínútu og Paolo di Canio bætti við öðru úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok. John Hartson jók enn á vand- ræði Bryan Robsons, knattspyi'nu- stjóra Middlesbrough, þegar hann tryggði Wimbledon sigurinn með marki úr vítaspyi'nu fimm mínút- um fyrir leikslok. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Boro og sterk- ar líkur eru á að Robson verði lát- inn taka poka sinn á næstu dögum. Guðni skoraði Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, skoraði eitt af mörkum Bolton þegar liðið sigraði QPR, 3:1, í 1. deildinni. Guðni jafnaði metin fyrir sína menn á lokamínútu fyrri hálf- leik með skallamarki og Robbie Elliott og Michael Ricketts bættu svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Bolton er þar með komið upp í fjórða sæti deildarinnar. Birgir Leifur og Ólafur Máryfirpari BIRGIR Leifur Hafþórsson og Ólafur Már Sigurðsson léku báðir yfir pari Perelada- vallarins á Spáni í gær á fyrsta keppnisdegi af fjóruni á öðru stigi forkeppninnar að sæti í evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur lék ó 73 höggum, einu yfir pari, og er í 45.- 59. sæti af þeim 79 kylfingum sem Ieika á Peralada. Ólafur Már er eini áhugamaður- inn sem keppir á umrædduin velli og í gær lék Ólafur á 74 höggum og er í 60.-65. sæti. Birgir Leifur og Olafur Már komust báð- ir áfram af fyrsta stigi og á öðru stigi leika 235 kylfingar á þreniur völlum, 72 holur, og verður keppendum fækkað eftir 54 þannig að þeim sem eru átta höggum á eft- ir 30. manni verður heimilt að halda áfram. Sem stendur er keppandinn í þrítugasta sæti keppninnar á Perelada-vellinum á pari, 72 höggum, en Englendingarnir Lee James og Paul Streeter eru í forystu, á 67 höggum eða fnnm undir pari. Þrjátíu efstu af hverjum velli komast í lokamótið, sem verður á San Roque- og Sotogrande-völlunum á Spáni 17.-22. nóv- ember. Þar munu þeir 90 sem tryggja sig áfram bætast í hóp 78 kylfinga sem féllu út af evrópsku mótaröðinni í ár vegna slælegs árangurs. Birgir Leifur hefur komist í lokamótið í þau þrjú ár sem hami hefur reynt en ekki komist inn í mótaröðina þótt tvívegis hafi munað sáraiitlu. Ólafur Már er hins vegar að reyna fyrir sér í fyrsta sinn. Eriksson þjálfarí Englands SÆNSKI þjálfarinn Sven Göran Eriksson hefur verið ráðinn lands- liðsþjálfari Englands - mun taka við stjórn enska landsliðsins 1. júlí 2001 og stjórna liðinu fram yfir heimsmeistarakeppnina 2006. Eriksson, sem er þjálfari Lazio á Ítalíu, er geysilega hæfur þjálfari - það hefur hann sýnt sem þjálfari IFK Gautaborgar, Benfica, Roma, Fiorentina, Sampdoria og Lazio. Hann er fyrsti þjálfarinn utan Eng- lands sem mun stjórna enska landsliðinu. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því að hann tæki við erfiðasta þjálfarastarfi í heimi í landi þar sem þjálfarar fá það óþvegið í fjölmiðlum ef ekki gengur vel. „Bobby Robson var ofsóttur vegna gráa hársins, Glen Hoddle vegna trúar sinnar, Terry Venables vegna viðskipta sinna og Graham Taylor vegna alls annars. Velkominn í erf- iðasta starf í heimi,“ sagði í Aft- onbladet. Félagar Eriksson í Svíþjóð hafa þó ekki áhyggjur af honum, segja hann frábæran þjálfara og sterkan persónuleika sem muni örugglega ráða við þann þrýsting sem fylgir því að þjálfa enska landsliðið. „Þetta eru tímamót í sænskri sögu,“ skrifar Mats Olsson í Expressen. „Það eru sjálfsagt til stærri verkefni í knattspyrnunni í heiminum en það er ekkert eins mikils metið, spennandi, mikilvægt og líklega jafndásamlegt og að taka að sér þjálfun knattspyrnulandsliðs Englands," sagði í Expressen. Bresk blöð voru hins vegar upp- full af enskri íhaldssemi og Jack Charlton, fyrrum varnarjaxl í enska landsliðinu og þjálfari Ira, var ekkert að liggja á skoðun sinni: „Stórslys," sagði hann og benti á að franskur þjálfari væri við stjórnvölin hjá franska landsliðinu, þýskur hjá því þýska og ítalskur á Italíu. Bróðir hans, Bobby, var sama sinnis og sagði það móðgun við þjóðarstolt Englendinga að fá erlendan mann sem landsliðsþjálf- ara. Bresku blöðin bentu á að Eng- lendingar hefðu fært heiminum knattspyrnuleikinn og fannst hræðilegt til þess að hugsa að stíga þyrfti þetta skref sem þeim fannst ekki happadrjúgt. Gordon Taylor, formaður félags atvinnumanna í Englandi, gagn- rýndi einnig ráðningu Svíans og sagði aðra menn betri kost án þess þó að nefna nein nöfn. Eitt af því sem honum fannst að Eriksson var að hann hefði aldrei þjálfað lands- iið áður. Þeir Englendingar eru þó til sem eru ánægðir og telja að ráðningin sé af hinu góða. „Eg er ánægður. Hann er mjög fær þjálfari," sagði Terry Butcher, fyrrverandi lands- liðsfyrirliði Englands. Annar fyrir- liði, Alan Mullery, er einnig ánægð- ur. „Ef það á að meta árangur og hæfni manna eitthvað þá er Eriks- son rétti maðurinn," sagði hann og benti á að það hefði verið Englend- ingurinn George Raynor sem hefði komið Svíum í úrslitaleik HM 1958. Sænski þjálfarinn Sven Göran Eriksson hefur þjálfað með góð um árangri í Svíþjóð, á Ítalíu og Portúgal. FOLK ■ PEGGUY Arphexad leikur í kvöld sinn fyrsta leik í marki Liverpool sem mætir Chelsea í enska deildar- bikarnum. Arphexad kom til Liver- pool frá Leicester í sumar og þá var um það samið að hann léki alla leiki í deildarbikarkeppninni. Sander Westerveld hefur ekki verið sann- færandi í marki Liverpool að undan- förnu en Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri félagsins, segir að hann sé áfram markvörður númer eitt. ■ ÁRNI Gautur Arason, markvörð- ur norsku meistaranna í Rosenborg, gæti fengið harða samkeppni um markvarðarstöðuna á næstu leiktíð því forráðamenn Rosenborgar hafa sýnt áhuga á að kaupa Espen John- sen, markvörð Start. ■ PAUL Sturrock var í gær ráðinn knattspyrnustjóri hjá enska 3. deild- arliðinu Plymouth. Sturrock sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnu- stjóri hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Dundee United fyrr á leiktíðinni og hefur verið atvinnulaus síðan. ■ DAVID Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar í körfuknattleik, segir að færri stjömur verði valdar í lið Bandaríkjanna á næstu Ólymp- íuleikum í Aþenu árið 2004. ■ STERN segir að væntanlega verði fleiri leikmenn valdir í liðið sem ekki eru aðalstjörnur liða sinna_ í NBA- deildinni. A nýafstöðnum Ólympíu- leikum þótti leikur Draumaliðsins einkennast af einstaklingsframtaki og flestir leikmenn liðsins voru ósáttir með sín hlutverk. ■ BANDARÍKJAMAÐ URINN Bri- an Frasure féll á lyfjaprófi á Ólymp- fumóti fatlaðra í Sydney vegna of mikils magns af nandrónól-hormón- inu. Frasure tók þátt í 100 og 200 metra spretthlaupum einfættra og vann hann silfur í báðum greinum. ■ ÞAÐ sem hefur vakið athygli er að frjálsíþróttakonan Marion Jones og eiginmaður hennar C.J. Hunter eru vinir Frasures og hefur hinn fatlaði íþróttamaður æft mikið með Jones á undanfömum ámm. ■ HUNTER féll sem kunnugt er á fjórum lyfjaprófum sem tekin voru af honum fyrir Ólympíuleikana í Sydney og vakti mál hans heimsat- hygli. Frasure er fyrsti frjálsíþrótta- maðurinn sem feliur á lyfjaprófi á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney. Brasilíu- menn reiðir Brasilíumenn era reiðir og sárir yfir hótun Sepp Platters, for- seta Aiþjóða knattspyrnusambands- ins, þess efnis að Brasilíumönnum verði meinuð þátttaka í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu árið 2002, hætti utanaðkomandi aðilar ekki að hafa afskipti af stjórn knattspymumála í landinu. „Ég er sannfærður um að Brasilía verður með á HM svo framariega sem liðið er ekki að tapa inni á vellin- um. Fyrir mitt leyti yrði heimsmeist- arakeppnin lítt spennandi án þátt- töku Brasilíu. Við munum halda áfram rannsókn á málum knatt- spyrnuhreyfingarinnar utan vallar og ef eitthvað er ekki í lagi verður fundin leið til að laga hlutina,“ sagði þingmaður á brasih'ska þinginu í samtali við Reuters fréttastofuna í gær. Margir hafa gagnrýnt brasilíska knattspyrnusambandið fyrir slælega stjómum og vinna þingnefndir með- al annars að rannsókn á því hversu mikil tengsl era á milH íþróttavöru- fyrirtæksins Nike og knattspyrnu- sambandsins. Þá er verið að kanna tengl á milli félaga og umboðsmanna og tekjustofna félaganna. „Blatter ætti að vera varkárari og ekki að vera tala um hluti sem hann veit ekki um,“ segir í einu brasilísku dagblaðanna sem fjölluðu mikið um hótun Blatters í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.